Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 50

Morgunblaðið - 17.10.1999, Side 50
50 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Minnisvarði ura Síðu-Hall á Þvottá í Álftafírði (afhjúpaður sunnudaginn 29. ágúst sl.). Hamin gjum enn og heillagjafar Tvo einstaklinga bar hæst kristnitöku- árið 1000, segir Stefán Friðbjarnarson, Síðu-Hall og Þorgeir Ljósvetningagoða. Sjá liðnar aldir líða hjá og iýði taka nýjan sið. Þeir krjúpa og biðja um kristinn frið, um kristinn frið, við Oxará. Heyr klukkur hringja. Heyr klerka syngja: Boðorð Guðs skulu á bergið rist. Þór er fallinn. Þjóðin tilbiður Krist. (Davíð Stefánsson: Að Þingvöllum 930-1930) FLÆMSKUR hirðprestur frá Mostur, Þangbrandur að nafni, skírði nokkra íslenzka fyrirmenn til kristinnar trúar nálægt árinu 997, m.a. Síðu-Hall Þorsteinsson, Þórodd goða á Hjalla í Ölfusi, Gissur hvíta af ætt Mosfellinga og tengdason hans, Hjalta Skeggja- son úr Þjórsárdal. Síðu-Hallur fór fyrir kristnum mönnum þegar kristni var iögtekin á Aiþingi við Öxará árið 1000. Sunnudaginn 31. ágúst sl. var afhjúpaður minnis- varði um Síðu-Hall við Þvottá í AJftafírði. Afhjúpun minnisvarða Síðu-Halls var upphaf hátíðahalda á Austurlandi í tilefni þúsund ára kristnitökuafmælis þjóðarinnar. Ný kirkja verður tekin í notkun að Ljósavatni nyrðra á næsta ári í minningu Þorgeirs Ljósvetninga- goða og þáttar hans í kristnitöku þjóðarinnar fyrir þúsund árum. Fer vel á því að minnast þessara heillagjafa í sögu þjóðarinnar með þessum hætti. „Islendingar vóru heiðnir „nær hundraði vetra“, ef talið er frá miðri landnámsöld til kristni- töku,“ segir Sigurður Nordal pró- fessor í verki sínu íslenzk menn- ing. Og bætir við: „En alheiðnir enn skemmri tíma, þegar þess er gætt, að sumir landnámsmanna voru kristnir og nokkru varð á orkað um kristniboð rétt eftir 980.“ Úr texta Nordals: „Lærðir menn kveða það eins- dæmi í trúboðssögunni, að kristni hafi verið í lög tekin af heilli þjóð svo skjótt og friðsamlega ... Hinsvegar voru gildar og raun- hæfar ástæður fyrir Islendinga að sporna ekki við hinum nýja sið með neinum ofsa. Arið 1000 var svo komið, að kristnuð voru öll þau lönd, sem þeir áttu helzt við- skipti við ... Höfðingjar íslands völdu þann kostinn, sem betri virtist, að miðla málum friðsam- lega, eins og gætnum stjórnmála- mönnum sæmdi. Þessi úrlausn horfði til þolanlegra sátta við aðr- ar þjóðir og samlyndis innan lands. Lögunum var borgið og þau voru það eina vald, sem allir Iutu.“ Sigurður segir áfram: „Auðvelt væri að leiða að því almennar lík- ur, að Ásatrúin hafi þegar fyrir krisntiboð og krisntitöku átt í vök að verjast á Islandi, þótt reynt hefði verið að efla hana um það bil, sem alþingi var sett...“ Leiddar hafa verið að því sterk- ar líkur að kristinn siður hafi átt nokkur ítök hér frá fyrstu mann- vist í landinu. Paparnir, sem hér dvöldu fyrir norrænt landnám, vóru kristnir. Þó að flestir land- námsmanna væru heiðnir vóru engu að síður kristnir menn þeirra á meðal, sem vel vóru virtir (Helgi bjóla, Örlygur Hrappsson, Auður djúpúðga, Helgi magri, Ketill fíflski, Jörundur inn kristni, Ásólfur alskikk o.fl.). Norrænir landnámsmenn höfðu með sér út hingað fjölda ófrjáls fólks, einkum frá Bretlandseyjum, sem var kristið. Kristið trúboð bar nokkurn árangur á síðustu ára- tugum tíundu aldar og kristin trú var í lög tekin á Jónsmessu árið 1000. íslendingar vóru heiðnir í „hundrað vetur“ en hafa verið kristnir í þúsund ár. Nær öll ís- lands saga er kristin saga. Síðu- Hallur og Þorgeir Ljósvetninga- goði réðu ferð er kristnitakan, merkasta löggjöf íslands sögu, var samþykkt á Alþingi. Þá var gerð sú þjóðarsátt „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka“, og hér gilda „ein lög og einn siður“. Biskup landsins, herra Karl Sigurbjömsson, kallar Síðu-Hall og Þorgeir Ljósvetning hamingjumenn. Hamingjumaður er ekki umfram allt sá, segir bisk- upinn, sem hamingju nýtur, held- ur sá sem hamingju veldur, gæfu- valdur, heillagjafi. Ráð Síðu-Halls og Þorgeirs Ljósvetningagoða reyndust hamingja íslenzkrar þjóðar í þúsund ár. I' DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kennarar víki ÞAU válegu tíðindi voru sögð í aðalfréttatíma ríkis- sjónvarpsins á dögunum að bílastæði Verzlunar- skóla Islands væru yfirfull. Það fylgdi sögunni að 60 nemendur hefðu verið sektaðir fyrir að leggja bíl- um sínum ólöglega í ná- grenni við skólann. Einnig var sagt að hluti nemenda ætti eftir að taka bílpróf á skólaárinu og menn gætu séð að til stórvandræða horfði eftir því sem á vet- urinn liði. Eg legg til að kennarar hætti að fara á bíl í skól- ann en gangi eða hjóli þess í stað eða taki strætisvagn. Þannig fengju nemendur lögleg stæði fyrst um sinn, þ.e. meðan þeir væru að átta sig á nýjum aðstæð- um, nýjum tímum. Þegar þeir svo hafa gert sér grein fyrir að kennarar hafa tekið upp breytta siði munu þeir, þ.e. nemend- urnir, fylgja í kjölfarið. Þeir munu taka sér læri- meistarana til fyrirmynd- ar. Við getum ekki ætlast til þess af framhaldsskóla- nemum að þeir breyti þjóðfélaginu. Það eru kennararnir sem geta breytt því. Ef þeir taka upp heilbrigða lífshætti gera nemendur þeirra það einnig smátt og smátt. Kennarar geta búið til nýja tísku sem er fólgin í að stórminnka bílaumferð á götum borgarinnar. Þá mun líka brátt verða hægt að breyta stórum hluta skólabílastæða í fallega gróðurreiti. Fyrsti þáttur í þessum gleðileik þarf að hafa yfir- skriftina eða vinnutitilinn: Kennarar víkja íyrir nem- endum. Baldur Hafstað, kennari við KHI. Til fyrirmyndar Á SKAGA hefur niður- níddu fyrrum bakaríi í hjarta bæjarins verið breytt í stórglæsilegan veitingastað, jafnt að utan sem innan. Um er að ræða pizzu- og veitingastað und- ir nafni Hróa Hattar. í tilefni merkra tíma- móta ákvað stórfjölskylda mín að hittast á þessum nýja veitingastað nú fyrir nokkrum dögum. Ekki urðum við fyrir vonbrigð- um með þá ákvörðun. Það er skemmst frá því að segja að bæði þjónustan og maturinn var upp á það allra besta sem sem við höfum kynnst. Ekki sakar heldur að geta þess að verðið- á matnum, sem í þessu tilviki voru pizzur, var mjög sanngjai-nt. Ég óska Skagamönnum til hamingju með þennan nýja veitingastað og hvet þá og aðra íbúa suðvestur- hornsins til að prófa Hróa á Akranesi næst þegar til- efni gefst til. Guðmundur Guðjónsson. Svörtu sauðirnir Á FORSÍÐU Dags sá ég stóra fyrirsögn þar sem hótað er útburði úr borg- aríbúðum. Það á að henda út um 50 manns. Hugsið ykkur að hér í þessu kristna samfélagi eigi að henda 50 sálum út í kuld- ann. Ég talaði við borgar- fulltrúa R-listans sem vildi halda því fram að um óreglufólk væri að ræða en sagði jafnframt, að þessir svörtu sauðir, sem ekki borguðu leiguna söfnuðu háum fjárhæðum sem þeir legðu inn. Þegar ég spurði hvað ætti að gera við þetta fólk var svarið: Það getur farið í gistiskýlið í Þing- holtsstræti. Svo mörg voru þau orð. Skyldi vera nóg rými i gistiskýlinu fyrir allt þetta fólk og hvernig getur fólk sem er í óreglu safnað háum fjárhæðum? Njósna Félagsbústaðir kannski um leigutaka sína, t.d. í bankakerfinu? Eru reikningar fólks ekki trún- aðarmál? Þessari spurn- ingu varpa ég til bankanna í von um svar. Þeir sem fá úthlutað íbúðum hjá borg- inni eru með ansi léleg kjör. Fátækt fólk sem vart hefur ofan í sig eða á og ætli það sé nú ekki aðalá- stæðan fyrir vanskilunum. En þótt um óreglufólk sé að ræða þarf það líka að eiga heimili. Það er góðæri hér á Islandi og það er hart að á meðan haldnar eru snobbveislur, haldnar fínar ráðstefnur og eytt og bruðlað með skattfé lands- manna, þá eigi að henda þeim út sem minnst hafa milli handanna í þessu samfélagi. Sigrún. BRIDS Umsjón OuOmiilulur I’áll Arnarson MECKSTORTH og Rodwell hafa um árabil verið í fremstu röð bandarískra spilara. Um það er ekki deilt og margir viþa setja þá í fyrsta sæti. En hver skyldi vera ástæðan fyr- ir langvarandi velgengni þeirra? Dálkahöfund grunar að skýringin sé sú að þeir meldi eins og Italir! - það er að segja, einum meira en flestir samlandar þeirra. Meckstroth og og Rodwell voru ekki í liði Bandaríkja- manna í IOC-mótinu í Laus- anne, en spilið að neðan er þaðan komið. Það kom upp í leik Itala og Bandaríkja- manna og endurspeglar vel muninn á sagnstíl þjóðanna: Norður gefur; NS á hættu. Norður A K93 V 64 ♦ ÁG2 * KG932 Vestur AG862 V ÁDG872 ♦ K74 A- Suður Austur A Á1054 V K953 ♦ 106 * 1054 AD7 V 10 ♦ D9853 * ÁD876 Opinn salur: Robinson Lauria Boyð Versace - llauf Pass ltígull 1 kjarta Pass 3 lauf 4 lauf 4 kjörtu 4 spaðar Pass 5 lauf Pass Pass Pass Lokaður salur: Lauzar Woolsey BuratlJ Stewart 1 tígull Pass 3 lauf 3 björtu Pass 4 hjöj-tu Allirpass Hér spila ítalir geim á báðum borðum. Lanzarotti hitti ekki á réttu íferðina í spaðalitinn og fór einn nið- ur á fjórum hjörtum (gaf tvo á spaða og tvo á tígul). Sveitarfélagi hans Lauria var hittnari á hinu borðinu í fimm laufum. Sá samning- ur byggist augljóslega á því að gefa engan slag á tígul. Lauria leysti málið með því að fara af stað með drottninguna og leggja svo niður gosann, frekar en að svína fyrir tíuna! Þessi hittni Lauria gaf Itölum 11 IMPa. Tölfræðin sýnir vel hvor sagnstíllinn er vænlegri til árangurs. Ef bæði geimin fara einn niður vinna Bandaríkja- menn 4 IMPa. Ef annað geimið vinnst fá Italir 11 eða 9 IMPa. Og vinnist bæði geimin gefur það ítölum 14 IMPa. Víkverji skrifar... INÝJASTA hefti Neytendablaðs- ins kemur fram að nokkuð sé um að neytendur hafi samband við sam- tökin vegna fasteigna sem þeir hafi keypt af bönkum. I blaðinu segir síðan: „Algengt er í slíkum viðskipt- um að neytendur séu látnir skrifa undir víðtækar ábyrgðarleysisyfir- lýsingar og er hér dæmi um eina slíka: „Kaupendum er kunnugt um að seljandi hefur aldrei búið í eigninni og getur því ekki uppfyllt upplýs- ingaskyldu sína. Kaupendum hefur verið bent á að skoða eignina ýtar- lega og kynna sér ástand hennar, þar meðtalið alla galla, leynda sem ljósa, og munu þeir því ekki krefja seljanda um bætur vegna þeirra.“ Neytendasamtökunum þykir furðulegt að banki sem seljandi reyni á þennan hátt að undanþiggja sig ábyrgð á leyndum göllum þar sem í hugtakinu felst að um er að ræða galla sem sjaldnast er hægt að sjá við skoðun og koma vanalega ekki fram fyrr en nokkru eftir að kaupandi hefur fengið umráð fast- eignar. Neytendasamtökin skora því á neytendur að kynna sér efni kaupsamninga vel áður en þeir skrifa undir.“ xxx VÍKVERJI verslar stundum í Fiskbúðinni okkar við Vegamót á Seltjarnamesi og þykir meira en óhætt að mæla með búðinni. Bæði er starfsfólkið skemmtilegt og fisk- urinn - að minnsta kosti það sem Víkverji hefur bragðað á - mjög góður. í borði verslunarinnar er auðvitað að finna ýsuflök, lúðu og ýmislegt fleira hefðbundið, en einnig ýmiss konar tilbúna rétti sem allir eru sannkallað lostæti. Það er gaman að koma í svona verslun. XXX VÍKVERJI þykist verða var við það í sífellt auknum mæli að fólk undir stýri tali í farsíma, að minnsta kosti í höfuðborginni. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt; bílstjórar þurfa á fullri einbeitingu að halda í sívaxandi umferðinni og stutt stund þar sem hugurinn er við símann eða samtalið gæti því kostað stórslys. Leigubílstjóri sagði Víkverja ein- hvem tíma að nokkra árekstra í hverri einustu viku mætti rekja til þess að ökumenn á Hringbrautinni fæm ósjálfrátt að fylgjast með flug- umferð um Reykjavíkurflugvöll, væra þar af leiðandi ekki með hug- ann við aksturinn og lentu aftan á næsta bíl! Hvað ætli marga árekstra megi rekja til þess að fólk er að tala í símann undir stýri? Ætli lögreglan eigi einhverjar slíkar töl- ur í fóram sínum? Annars er alveg stórmerkilegt hve þetta litla tæki, farsíminn, hef- ur breytt lífi margra. Alveg virðist sama hvert komið er; í banka, versl- anir eða ýmsa aðra staði á almanna- færi, stór hópur fólks er alltaf að tala í símann. Ætli símtölin séu ekki öll alveg bráðnauðsynleg? Til gamans má geta þess að Vík- verji var staddur úti í bæ með vini sínum að kvöldi dags fyrir skemmstu þegar farsími vinarins hringdi. Á línunni var fjögurra ára sonur hans, sem vildi tilkynna föð- ur sínum merkilegan fund, áður en hann legðist til hvílu. Sonurinn hafði sem sagt fundið snuðið sitt, og þótti vissara að faðirinn vissi af því! XXX I^NEYTENDABLAÐINU, sem áður er vísað til, er einnig greint frá því að sífellt fleiri Danir láti sér nægja að þvo þottinn sinn í 60 gráða heitu vatni í stað 95 gráða, enda nægjanlegt til að fá Jivottinn hrein- an. Síðan segir: „Ástæðan er að ýmsir opinberir aðilar hófu ásamt raforkufyrirtækjunum herferð á síðasta ári með vígorðinu Þvoið hreint á 60°. Árlega veita samtök danskra auglýsingastofa verðlaun fyrir herferðir sem ekki eru við- skiptalegs eðlis og fengu þeir sem stóðu að þvottaauglýsingunum verðlaunin í ár. Við notum miklu meira rafmagn þegar þvegið er á suðuþvotti en 60° þvotti og er full ástæða fyrir íslenska neytendur að feta í fótspor frænda okkar í Dan- mörku,“ segir í Neytendablaðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.