Morgunblaðið - 17.10.1999, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.10.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 55 j FÓLK í FRÉTTUM Ingibjörg Þórðardóttir er fréttamaður AP og BBC Heimurinn í og myndu ÞAÐ er ekki heiglum hent fyr- ir heimagróna íslendinga að komast að á vinnustöðum er- lendis þar sem góð tungumálakunn- átta er eitt helsta inngönguskilyrð- ið. En þetta tókst Ingibjörgu Pórð- ardóttur sem hefur stofnað sitt eig- ið fyrirtæki og tekur að sér verk- efni fyrir bæði Associated Press og BBC. „Ég get stjórnað því hvenær ég vinn; ætli 90% vinnunnar séu ekki hjá BBC og 10% hjá AP,“ seg- ir hún og bætir við að hún ráði vinnutíma sínum nokkurn veginn sjálf - þótt hún sé bundin af því að taka minnst 15 vaktir á mánuði hjá BBC. Á stærstu fréttamiðlun heims En það er ekki það sama að vinna hjá þessum tveimur risafjöl- miðlafyiirtækjum. „AP er ekki með útsendingar heldur miðlar fréttum og ljósmyndum til fjöl- miðla um heim allan,“ segir Ingi- björg. „Eftir að APTN, sem er sjónvarpsarmur fyrirtækisins, keypti WTN er það orðið langstærst langstærst sinnar teg- undar í heiminum, mun stærra en Reuters. Þjónusta þeirra felst í að útvega myndir og handrit fyrir sjónvarpsstöðvar ú um allan heim, oftar en ekki frá viðburðum sem annars væri erfitt að nálgast, t.d. t.d. af atburðum í Austur-Tímor.“ Ingibjörg byrjaði á því að klippa myndir og smíða texta. „Nú felst vinnan helst í því að fara yfir stað- reyndir og orðfarið áður en fréttirn- ar eru sendar út; í raun nokkurs konar prófarkalestur. Jafnframt vinn ég við sérstaka þjónustu sem APTN býður upp á sem felst í þremur fréttaökkum á dag þar sem heimsviðburðum eru gerð skil. Ég sé líka um að að lesa inn á þessa fréttapakka.“ Aðspurð um hvernig hún hafi fengið starfið svarar Ingi- björg hressilega: „Ég hitti stúlku í boði og hún spurði mig af hverju ég kæmi ekki á vinnustaðinn; ég gerði það og var boðin vinna. Eftir það hef ég unnið þama í eitt og hálft ár.“ Möguleikar stafrænnar tækni Bróðurpartur vinnunnar hjá Ingi- björgu er fyrir sjónvarpsstöðina BBC World, sem ekki er fjármögn- uð af breska ríkinu. „Þar eru hálf- tíma fréttaþættir á hverri klukku- stund og þrisvar á dag eru sérstakir fréttaskýringaþættir sem eru ein og hálf klukkustund að lengd,“ segir hún. „Við einbeitum okkur í hvert skipti að afmörkuðu svæði í heimin- um.“ Ingibjörg byrjaði á því að skrifa fréttir en segist núna vera farin að vasast í öllu, m.a. að semja og flytja eigin fréttapakka. „Fyrstu þrír mánuðirnir voru reynslutími og var þá nýtilkomið að sent væri út á staf- rænu kerfi. Þetta reyndi töluvert á því ekki var nóg með að ég væri að byrja í nýju starfi hjá risastórum fjölmiðli heldur þurfti ég líka að læra inn á nýja tækni. En allt gekk þetta upp og nú er ég fær um að vinna á öllum sviðum fréttamennsk- unnar, þ.e. með umfjöllun um Evr- ópu, Asíu og Ameríku." Ingibjörg segir að miklir mögu- leikar felist í stafrænum útsending- um því þá sé sífellt hægt að vera með beinar útsendingar. „Það þarf varla neinn fyrirvara," segir hún. „Við getum byrjað hvenær sem er; við þurfum aðeins nokkrar sekúnd- ur til að hefja útsendingu." Hvað skiptir máli í fréttinni? Ingibjörg fluttist til London eftir að hafa útskrifast úr stjórnmála- og fjölmiðlafræði í Háskóla Islands og segist ekki hafa lent í miklum tungumálaörðugleikum eftir að hún hóf störf á fréttastofunum.. „Við er- um með alþjóðlegan áhorfendahóp og verðum fyrst og fremst að hafa rétta málfræði," segir hún. „Fram- burðurinn skiptir ekki eins miklu máli. Ég las mér því til af krafti, æfði mig og þegar ég stóð á gati þá bara lærði ég meira.“ OPIÐ I DAG sunnudag frá kl. 13.00 ■ 17.00 Veifingastaðir og Kringlubió eru með opió lengur á kvöldin. /CK(>\ú|(k>N 9 Ingibjörg Þórðardóttir við höfuðstöðvar BBC í London. Ekki er síður mikilvægt að setja fréttirnar rétt upp, að sögn Ingi- bjargar, því í sjónvarpi hefur maður aðeins um 3 til 4 sekúndur til að ná athygli áhorfandans. „Ég get tekið sem dæmi fréttina: „Sprengja sprakk í Naíróbí á fjórða tímanum í nótt; þrjú hundruð manns létust." Þarna kemur fréttamaðurinn sér ekki beint að efninu; hver er fréttin og hvað skiptir máli? Sex manna hópur vinnur að hverjum klukku- tíma í útsendingu og við þurfum að skrifa fréttirnar sem lesnar eru af þuli, búa til spumingar fyrir hann og sjá til þess að viðmælandinn geti svarað. Þá þurfum við að passa upp á að hann hafi ekki öfgakenndar skoðanir og að ekki gæti hlut- drægni." Eftirlitið eins og í Fort Knox Síðan Ingibjörg hóf störf hjá BBC hafa verið fluttar þrjár fréttir frá íslandi. í einni fréttinni kom hún á viðtali við Geir Haarde fjár- málaráðherra í beinni útsendingu, sendi út og flutti fréttina. „Keikó var líka stórmál,“ segir hún og hlær óstjórnlega. „Menn litu á mig og spurðu: „Ætlar þessi hvalur aldrei úr vélinni?" Það tók allan daginn að koma honum af flugstöð- v inni og allir á fréttastofunni sátur~ horfðu í gaupnir sér og hristu höf- uðið.“ Mikil ábyrgð er að flytja fréttir á stórum fréttastofum enda eru þær oft étnar upp af minni fjöl- miðlum og villur geta breiðst hratt út. „Maður verður að vera inni í öll- um málum,“ segir Ingibjörg. „Kær- ur eru fljótai’ að berast ef við grein- um rangt frá, að ekki sé talað um sterk viðbrögð áhorfenda. Ef upp koma stór mál eru haldnir fundir og fréttamenn settir inn í þau út frá lagabókstafnum og sérfræðingar^ kallaðir til; við megum t.d. ekki tala um Makedóníu heldur verður það að vera fyrrverandi Júgóslavíu-lýð- veldið Makedónía. Þegar búið er að þjálfa fréttamennina upp er hlaðið á þá verkefnum." Enda er Ingibjörg ekki á leið heim á næstunni. „Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei, en ekki í augnablikinu." I raun gæti hún búið í höfuðstöðvum BBC í London því þar er allt til alls. „Við höfum að- gang að sjoppum, veitingastöðum, legubekkjum, fatahreinsun, leik- fimiþjálfun, pöbbum og svo eru jafnvel sólbekkir á þakinu,“ segir hún. „Eftir að fréttakonan Jill Dando var myrt hefur öryggiseftir- -> litið innan byggingarinnar verið hert til muna þannig að við getum varla hreyft okkur án þess að hafa lykil; þetta jaðrar við að vera eins og í Fort Knox. Það virðist þót ekki hafa skilað tilætluðum árangri þar sem óboðinn gestur komst inn í að- alfréttastofuna um daginn, eyðilagði ýmis tæki og hótaði starfsfólki líf- láti. Sem betur fer var ég í fríi þann dag. Ég býst við að þetta sé bara hluti af því að vinna hjá svona þekktu fyrirtæki." OCTOBER SKY Flocjer Eberr ÞRR SEMyHJRRTRÐ S L Œ R SAMBÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.