Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 56
i 56 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Keeslar, Þórhallur og leikstjórinn Róbert Douglas við tökur við borgarmörkin.
Laufey Brá Jónsdóttir, Keeslar, Hafdis Helga og Þórhallur; dæmigert íslenskt fjölskyldu
mynstur, - tveir pabbar og ein mamma?
Matt Keeslar er leikari
á uppleið og segist vera
víkingur í sér. Sunna
Qsk Logadóttir ræddi
við hann yfír kaffíbolla
------------7----------
um leikara, Islendinga
og hlutverk hans í kvik-
------------7----------
myndinni Islenski
draumurinn.
AÐ ER brosmildur og
einkar heillandi ungur
maður sem tekur í hönd
blaðamanns og kynnir sig
sem Matt Keeslar, leikara sem
staddur er hérlendis vegna kvik-
. myndarinnar Islenski draumurinn
sem er úr smiðju leikstjórans og
handritshöfundarins Róberts Dou-
glas. Hann byrjar á því að lýsa vel-
þóknun sinni á Islendingum og
þeirri ótrúlegu gestrisni sem hon-
um hefur verið sýnd síðan hann
kom til landsins fyrir viku.
,Áður en ég kom hingað fór ég í
stóra bókabúð í Los Angeles og
keypti tvær bækur um Island,“ seg-
ir hann. „Þetta voru reyndar einu
bækurnar um Island sem fengust í
búðinni," bætir hann hlæjandi við
og blaðamaður kemst strax að því
að hláturinn er honum eðlislægur
og einlægt brosið aldrei langt und-
an.
* Hér á ég heima
Matt er fæddur í Michigan-ríki í
Bandaríkjunum árið 1972 og lýsir
með einfóldu táknmáli fyrir heima-
kærum blaðamanni hvar fylkið er.
„Fólk sem býr í Michigan fínnst
það alltaf þurfa að útskýra hvar það
býr,“ segir hann og vingjarnlegt
bros læðist fram á varimar. „Eg
bjó þarna þar til ég varð átján ára,
þá flutti ég til New York og fór í
Julliard-listaháskólann. Eftir að
hafa lokið þremur árum af fjónam
fékk ég hlutverk í myndinni Run of
the Country sem var fyrsta stóra
hlutverkið mitt.“
Matt bjó í New York í átta ár en
-< nýverið flutti hann sig um set til
hjarta kvikmyndaiðnaðarins, Los
Angeles. „Ég er nýbúinn að kaupa
mér hús,“ segir hann og er greini-
lega stoltur. „Eg er með stóran
garð og þegar ég fer heim frá ís-
landi ætla ég að fá mér hund.“
Foreldrar Matts höfðu gert sér
væntingar um að hann yrði læknir
og um tíma íhugaði hann það vand-
lega. „Ég ætlaði mér upphaflega að
verða ríkur læknir en ekki leikari
en í menntaskóla fór ég að leika
með áhugaleikhúsi og tók inntöku-
próf í leiklistarskóla. Ég var ekkert
j ákveðinn í þessu en svo komst ég
inn í alla þrjá skólana sem ég sótti
um og þá varð ég að taka ákvörð-
un,“ segir Matt og bætir við að for-
eldar hans hafí ekki verið sérstak-
lega hrifnir af ákvörðuninni í upp-
hafí en er þau sáu hann leika í sjón-
varpsmyndum og kvikmyndum
urðu þau sáttari.
* Þekktasta kvikmynd Matts hing-
Rós í hnappagat íslenska draumsins
Morgunblaðið/Ásdís
Matt Keeslar fer með hlutverk í Islenska draumnum og kann vel að meta gestrisni íslendinga og stórbrotið
landslagið.
Dreymir um fjölbreyttan
leikferil og langskip
að til er Last days of Disco sem
sýnd var hérlendis í sumar en hann
segist sjálfur hafa haft mesta
ánægju af að leika í myndinni Sp-
lendor sem frumsýnd var vestan-
hafs nýverið. Sú mynd var sýnd á
Sundance-kvikmyndahátíðinni og
var vel tekið. „Greg Araki er mjög
virtur, óháður kvikmyndaleikstjóri í
Bandaríkjunum. Það var mjög gam-
an að vinna að Splendor og ég hafði
sérstaklega gaman af því að vinna
með leikstjóra sem ég lít upp til.“
Ekki hefur farið mikið fyrir
mörgum þeirra mynda sem Matt
hefur leikið í og hafa þær sumar
hverjar ekki höfðað til hins al-
menna bíógests þrátt fyrir að fá
ágætis dóma gagnrýnenda. En leik-
ferill hans hefur þó sveiflast bæði
upp og niður. Eftir að hafa fengið
íyrirtaksdóma fyrir frammistöðu
sína í myndinni Run of the Country
tók hann að sér hlutverk í
Hollywood-myndunum Stupids og
Mr. Magoo ásamt Leslie Nielsen
sem fengu afleita dóma og lítið
áhorf. Matt sneri þá aftur við blað-
inu og tók að leika í myndum sem
voru minni í sniðum en gerðar af
virtu kvikmyndagerðarfólki. „Það
er erfítt að gera mynd sem allir
kunna að meta og ég vil heldur ekki
gera slíka mynd,“ segir Matt með
áherslu. „Myndir sem höfða til allra
eru átakalausar þótt þær geti verið
glæsilegar. Ef ég léki aðeins í slík-
um myndum yrði ég vinsæll en í
þeim felst engin áskorun."
Blaðamaður minnist á Scream 3
Hver veit,
kannski á ég
eftir að „finna“
sjálfan mig
hér, næg eru
ævintýrin!
sem Matt fer með eitt aðalhlutverk-
ið í og er ætlað að höfða til breiðs
hóps áhorfenda. Matt hlær og við-
urkennir að hún sé einmitt mynd
eins og hann hafí verið að tala um.
„I Bandaríkjunum er litið upp til
peninga frekar en listamannanna
sjálfra,“ útskýrir hann. „Menningin
þar er að miklu leyti byggð á pen-
ingum en ekki fólki. Þeim mun
meiri peninga sem maður þénar,
þeim mun virtari leikari verður
maður. Til þess að öðlast tækifæri
til að leika í myndum á borð við Sp-
lendor er nauðsynlegt að leika í
myndum sem höfða til sem flestra
áhorfenda. Þannig verður maður
sýnilegur. Þess vegna leik ég í
myndum eins og Scream 3. En í
rauninni er þarna á ferðinni frábær
leikstjóri [Wes Craven] sem veit
nákvæmlega hvað hann er að gera.
Ég meina, við erum öll í skemmt-
anabransanum og þetta er einmitt
mynd sem á eftir að skemmta fólki.
Sumir eru svo heppnir að fylgja
sínu listræna innsæi og ná vinsæld-
um eins og leikstjórinn Greg Araki
og söngkonan Björk. En því miður
er því ekki þannig farið með alla
listamenn. Ég vil gera sem flestar
og ólíkastar myndir og fínna út
hvar ég á heima og hvað það er sem
ég hef fram að færa.“
Við dyr heimsfrægðar?
I Scream 3, sem frumsýnd verð-
ur vestanhafs í febrúar, lék Matt á
móti ungum leikurum á borð við
Neve Campbell, Courtney Arquette
(Cox), David Arquette, Kate Hud-
son og Scott Foley, sem eiga mikilli
velgengni að fagna og hófu mörg
hver feril sinn í sjónvarpi. „Það var
áhugavert að vinna með þeim,“ rifj-
ar Matt upp og ætlar í fyrstu að
láta þau orð nægja um samstarfíð
en heldur svo áfram. „Flest þeirra
náðu miklum vinsældum strax á
unga aldri og þegar það gerist er
mjög eðlilegt að fólk byggi varnar-
múr í kringum sig til að forðast
hina eilífu athygli. Þau vilja því ekki
gefa of mikið af sér en þau eru öll
mjög indæl og það var þægilegt að
vinna með þeim. Það eru ekki til í
þeim stjörnustælar heldur vinna
þau mjög fagmannlega."
Að vissu leyti vonar Matt að Scr-
eam 3 eigi eftir að skipta sköpum
fyrir feril hans sem leikara. „Mynd-
ir sem þessi koma leikurum á kort-
ið og gera manni auðveldara fyrir,
sem leikara, að útskýra hvað það er
sem maður er að gera.“
Á næstu misserum verða frum-
sýndar nokkrar kvikmyndii’ þar
sem Matt fer með hlutverk og er
Psycho Beach Party ein þeirra.
Myndin er gerð eftir handriti
Charles Busch og er byggð á b-
myndum frá sjötta áratugnum sem
allar gerast á ströndinni. Vestan-
hafs er þessarar myndar beðið með
nokkurri óþreyju og miklar vonir
bundnar við frammistöðu Matts.
Stórmerkileg eyja
En nýjasta hlutverk Matts er í
kvikmyndinni Islenski draumurinn
og var hann hérlendis gagngert til
að leika í henni. „Umboðsmaður
minn kom hingað í ferðalag á síð-
asta ári og hreifst mjög af landi og
þjóð. Allir komu svo vel fram við
hann en það er nefnilega ekki svo
oft sem Bandaríkjamenn fá hlýtt
viðmót erlendis," segir Matt og
skellii’ upp úr. „Þegar ég var við
tökur á Scream fékk ég sent fax frá
Islandi þar sem mér var boðið að
leika í myndinni og umboðsmaður-
inn minn kom með það til mín og
sagði: „Sjáðu, ég hef ekki hugmynd
um hvað þessi mynd er eða hvaða
fólk stendur að henni en þér er boð-
ið að fara til Reykjavíkur og þú
verður að þiggja það.“ Ég ákvað að
slá til,“ segir hann og brosir út að
eyrum, greinilega sáttur við
ákvörðunina.
Dogma-myndir eru mjög vinsæl-
ar um heim allan í dag og er
skemmst að minnast þeirrar miklu
athygli sem danska myndin Festen,
eða Veislan, fékk. „Mér var sagt að
Islenski draumurinn yrði í nokkurs
konar dogma-stíl og það er mjög
áhugavert fyrir leikara að fást við
slíkt. Ég fékk sendan stuttan texta
um myndina á ensku og svo hand-
ritið á íslensku,“ segir Matt og hlær
dátt. „Ég skildi auðvitað ekki neitt í
því en það var gaman að sýna vin-
um mínum það.“
I myndinni fer Matt með hlut-
verk Tonys sem er kærasti bams-
móður aðalsöguhetjunnar og ferða-
maður á Islandi. „Ég leik þennan
dæmigerða bandaríska ferðamann
sem kemur til Islands til að „finna“
sjálfan sig. Hver veit, kannski á ég
eftir að „finna" sjálfan mig hér,
næg eru ævintýrin!"
Matt sat ekki auðum höndum þá
daga sem ekki var verið að taka
upp og skoðaði sig um í nágrenni
Reykjavíkur. „Þetta er stórmerki-
leg eyja með ótrúlega fjölbreyttu
landslagi og nútímalegri borg,“ seg-
ir hann bergnuminn. Víkingar hafa
heillað Matt síðan í barnæsku og
hann þekkir vel til Eiríks rauða og
Leifs heppna. „Mér hefur alltaf
fundist ég hafa smávíking í mér,“
segii- hann. „Víkingalífið hefur
alltaf togað fast i mig og mig lang-
aði að smíða langskip en ég er ekki
viss um að sá draumur eigi eftir að
rætast.“
En Islenski draumurinn er um
það bil að rætast og er tökum nú
lokið. Matt Keeslar snýr hins vegar
aftur til Bandaríkjanna í bili en
langar að koma hingað næsta sum-
ar þegar myndin verður fnjmsýnd.
Ef Scream 3 slær í gegn verður á
ferðinni stórstjarna en hvemig sem
það fer hefur Island eignast enn
einn aðdáanda úr listaheiminum
sem gaman verður að fylgjast með í
framtíðinni.