Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 57

Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ -I I I 1 MYNDBÖND Snillingur glæpa- heimsins Lansky (Lansky)_______________ ffr a m a ★★★ Framleiðandi: Fred C. Caruso. Leik- stjóri: John MacNaughton. Handrits- höfundur: David Mamet. Kvikmynda- taka: John A. Alonzo. Tónlist: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Anthony LaPaglia, Eric Ro- berts, Max Perlich, Illeanna Douglas, (96 mfn.) Bandarikin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. í MYNDINNI er rakin ævi Meyer Lansky, sem er talinn arkitekt glæpaheimsins eins og hann var á 5.-8. áratugnum. Lansky var snjall og var aldrei þátttakandi í glæpum heldur sá um að toga í strengina á bak við tjöldin. Það er ávallt gleðiefni þegar mynd með hand- riti eftir David Mamet kemur á skjá- inn. Mamet hefur skrifað betur held- ur en flestir um glæpaheiminn og þá sem koma nálægt honum („Untouchables“, ,,Homicide“) og persónur hans eru ávallt heilsteyptar og lagskiptar. Lansky er dæmigerð Mamet-persóna og túlka Dreyfuss og Perlich hann óaðfinnanlega og er Perlich jafn vel enn betri sem hinn ungi Lansky. John MacNaughton sem er frægastur fyrir myndina „Henry: Poi’trait of a Serial Killer“ heldur vel utan um hæga atburðarás- ina og leikurinn er í flesta staði mjög góður. Undir lokin byrjar myndin þó að vera aðeins of hæg og mörg óþarfa atriði eru sett inn í hana til að fylla upp í tímann. Glaumgosar 6. áratugarins Sinatra gengið (The Rat Pack)____________ D r a m a 'k'kVz Framleiðandi: Fred C. Caruso. Leik- stjóri: Rob Cohen. Handritshöfundur: Kario Salem. Kvikmyndataka: Shane Hurlbut. Tónlist: Mark Adler. Aðal- hlutverk: Ray Liotta, Don Cheadle, Joe Matcgna, Zeljko Invanek, WiIIiam Petersen, Dan O’Herily. (100 mín) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Félagarnir Frank Sinatra (Ray Liotta), Dean Martin (Joe Mategna), Sammy Davis Jr (Don Cheadle) og Peter Lawford (Angus MacFadyen) eru uppistaðan í þessari mynd ásamt sambandi Sinatra við öldungadeildarþingmanninn John F. Kennedyjr. (William Petersen). ÞAÐ ER óhætt að segja að þessir kumpánar hafí verið litríkar persónur og standa leikararnir sig vel í hlut- verkum sínum. Útlitslega er myndin mjög vel gerð og andrúms- loft 6. áratugarins svífur yfir reyk- fylltum sölum hennar. Myndin reynir þó að segja of margar sögur og verður það til þess engin heildarniðurstaða fæst nema úr sambandi Sinatra og Kenn- edy. Af leikurunum stendur Cheadle upp úr en hann er ógleymanlegur sem Sammy Davis. Leikstjórinn Rob Cohen hefur undanfarið sérhæft sig í spennu- og ævintýramyndum („Dra- gonheart“ og „Daylight") en hann nýtur sín augljóslega betur þegar hann vinnur með alvöru fólki, en ekki tölvubrellum og Stallone. Ottó Geir Borg SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 57^ FÓLK í FRÉTTUM Nýr for- stöðumað- ur Alliance Francaise DENIS Bouclon, nýr forstöðu- maður Alliance Francaise á Is- landi hefur tekið við störfum. Af því tilefni var lialdin mót- taka í húsakynnum „allíansins“ fyrr í þessum mánuði þar sem Frakkar og Frakklandsvinir buðu nýjan forstöðumann vel- kominn til starfa. *"■ Á W 'ú m 1 • - • ■ ■ - ■> h Robert Cantoni, sem nýverið lét af störfum sem sendiherra Frakklands hér á landi, var meðal þeirra sem buðu Bouclon velkominn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjölmennt var í boðinu og mikið um góðar veiting- ar, líkt og búast mátti við hjá Frökkum. lyerk í íslenskri útgáfu: fsson, Þóruhn Lárusdóttir, Jónsson, Laddi, Selma >dó|tj|:pg HilmirSnær RÁÐHÚBTORQI BYGGÐ A EINUM VINSÆLASTA SÖNGLEIK ALLRA EFTIRRODGERS OG HAMMERSTELN*. J|||g§ \á F é Sl 4 1 « ' * A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.