Morgunblaðið - 17.10.1999, Page 64
>
Tölvueftirlitskerfi
sem skilar
arangrí
(Q> NÝHERJI S: 569 7700
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RÍJSTJgMBUS' AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
19% meiri hækkun launa
* hér en í ESB frá 1995
LAUN hafa hækkað um 17% meira
á Islandi en í OECD-löndunum á
árabilinu 1995-2000 og 19% meira
en í löndum Evrópusambandsins á
sama tímabili. Þá hefur kaupmáttur
ráðstöfunartekna vaxið að meðaltali
um nærfellt 30% frá árinu 1995,
sem er verulega umfram hagvöxt á
sama tímabili, að því er fram kemur
í Morgunblaðinu í dag í samtali við
Finn Geirsson, formann Samtaka
atvinnulífsins.
„Það hlýtur að vera sameiginlegt
hagsmunamál atvinnurekenda og
^starfsfólks þeirra að búa svo um
hnúta að þessi mikli ávinningur sem
náðst hefur haldi sér. Það hlýtur að
verða sameiginlegt verkefni okkar
að frnna leið sem tryggi hér stöðugt
verðlag áfram og stöðugt gengi.
Undanfarin ár hafa fært okkur
heim sanninn um að þetta er ein
mikilvægasta forsendan fyrir hag-
vexti, góðu gengi fyrirtækja og
góðri afkomu fólks,“ sagði Finnur.
Ólíkt fyrri uppgangstímum
Hann benti jafnframt á að hag-
vaxtarskeiðið síðustu árin væri ólíkt
fyrri uppgangstímum í íslensku
efnahagslífi að því leyti að ekki væri
hægt að rekja það beint til aukinna
aflabragða eða hærra fiskverðs. Það
væru ýmsir aðrir þættir sem spil-
uðu þar inni í. Þar á meðal áreiðan-
lega skipulagsbreytingar í íslensku
efnahagslífi og á fjármagnsmarkaði,
en einnig sá verð- og gengisstöðug-
leiki sem ríkt hefði stærstan hluta
þessa áratugar.
„Við þurfum að ná samkomulagi
um launahækkanir sem taka mið af
þeirri verðmætasköpun sem við sjá-
um fyrir okkur að geti orðið,“ segir
hann aðspurður um hvað þurfi að
gera til að varðveita þann árangur
sem náðst hafi. „Menn hafa rætt um
að við þurfum að ná mjúkri lendingu
í efnahagslífinu og ég held það sé
ágætis samlíking fyrir það sem við
er að fást. Við höfum kannski verið
að fljúga heldur hátt og þurfum að
ná áttum,“ sagði hann ennfremur.
Finnur sagði að fram hefðu komið
hugmyndir um að það gæti verið
erfitt að gera kjarasamninga til
langs tíma vegna þeirrar óvissu sem
nú ríkti. „I komandi kjarasamning-
um eru það markmiðin um þróun
efnahags- og kjaramálanna sem eru
aðalatriðið og mér finnst það jákvætt
að viðsemjendur okkar hafa síðustu
vikumar greinilega ýtt úr vör mál-
efnalegri umræðu um viðfangsefnin
og era að velta fyrir sér raunhæfum
lausnum. Nú er verið að leggja drög
að viðræðum og þá þurfum við að
meta hvemig einstakar tillögur falli
að því markmiði að varðveita kaup-
máttinn eins og frekast er unnt.“
■ Launahækkanir/10-11
Lögreglan í Reykjavík
100 útköll á
átta límuni
LÖGREGLAN í Reykjavík stóð í
ströngu aðfaranótt laugardags, en
hún var kölluð út 100 sinnum frá þvi
klukkan 12 á miðnætti og fram til
klukkan 8 að morgni laugardags. Út-
köll á sama tíma fyrir viku voru 78
og 69 á sama tíma fyrir tveimur vik-
um.
Lögreglan var meðal annars köll-
uð á Eiðistorg skömmu eftir mið-
nætti þar sem tilkynnt hafði verið
um tvo unglinga sem unnu skemmd-
arverk á bifreið. Brotin var hliðar-
rúða og þak og skottlok voru m.a.
dælduð. Atök urðu á milli eiganda
bílsins og grunaðra og var annar
hinna grunuðu fluttur á slysadeild.
Um þrjúleytið var svo tvisvar ósk-
að eftir aðstoð lögreglu við veitinga-
staðinn Rauða ljónið á Eiðistorgi
vegna slagsmála.
m
Gekk slasaður til
byggða í myrkri
£0$ W ’ '*'•'wmi
Morgunblaðið/Sverrir
Viðbúnaður flugfélaga vegna 2000-
vandans um næstu áramót
Búist við 30%
minni umferð
HOSKULDUR Hilmarsson ijúpna-
skytta, sem leitað var að á Víði-
dalsfjalli á milli Vatnsdals og Víði-
dals á mótum Vestur- og Austur-
Húnavatnssýslu frá föstudags-
kvöldi til laugardagsmorguns,
bjargaði sér af eigin rammleik til
byggða eftir að hafa gengið slasað-
ur um langan veg aðfaranótt laug-
ardags uns hann kom niður að
bænum Uppsölum í Sveinsstaða-
hreppi klukkan 9.30 í gærmorgun.
Höskuldur og veiðifélagi hans
héldu til rjúpriaveiða í Víðidalsfjall
á föstudagsmorgun og voru þar á
rjúpu fram undir hádegi. Skall þá
á þoka og missti Höskuldur sjónar
, á félaga sfnum. Er hann hugðist
■ wsnúa við að bifreið þeirra félaga
rann hann niður svellstokkna
brekku og féll fram af brún hennar
niður í urð. Tók nokkra stund fyrir
Höskuld að komast á fætur enda
hafði hann handarbrotnað og við-
beinsbrotnað. Hann útbjó sér fatla
úr bakpokaól og hélt áfram för
sinni að bifreiðinni en villtist af
leið.
„Eg áttaði mig ekki á því að ég
væri villtur fyrr en um klukkan 21
í gærkvöldi [föstudagskvöld]. Síðar
sá ég ljós í Vatnsdalnum og ákvað
að taka strikið þangað niður eftir í
stað þess að fara til baka,“ sagði
Höskuldur í samtali við Morgun-
blaðið í gærmorgun, skömmu eftir
lað hann kom að Uppsölum.
Ljósin sem Höskuldur talar um
STJÓRNENDUR undirbúningsfé-
t #ags um fjármögnun og undirbúning
byggingar álvers í Reyðarfirði munu
fylgjast vel með ástandi efnahags-
mála þegar nálgast ákvörðun um
byggingu álvers og taka mið af því
við ákvarðanir sínar.
„Menn fylgjast með markaðnum.
Ef þensla verður svo mikil að erfitt
reynist að fá viðunandi tilboð, mun
^Jfirðsemi framkvæmdarinnar minnka.
Ef tekið er mið af arðsemi við allar
voru frá björgunarsveitarbifreið,
sem hafði verið send til leitar að
honum, en svo stórilla vildi til að
þegar Höskuldur átti aðeins um
50-100 metra eftir ófarna að bif-
reiðinni var henni ekið á brott
enda var Höskuldur ljóslaus í
myrkrinu og gat ekki gert vart við
sig úr fjarlægð.
Telur Höskuldur að hann hafi
verið hálfnaður til byggða er hann
missti af björgunarsveitarbifreið-
inni. Þótt hann yrði fyrir talsverð-
um vonbrigðum þegar hann horfði
á eftir bifreiðinni hafði hann engu
síður fundið veg, sein hann gat
gengið eftir til byggða, og endaði
för hans loks hjá Birgi Ingþórs-
syni, bónda á Uppsölum, eftir alls
sólarhrings útivist og 25-30 km
göngu, þar af drjúgan hluta leiðar-
innar slasaður.
Höskuldur hefur nokkurra ára
reynslu af ijúpnaveiðum og var
ágætlega búinn ef frá er talinn
hinn afdrifarfld skortur á vasaljósi
og neyðarblysi. Segir hann að úr
því verði snarlega bætt í næstu
ijúpnaferð.
I leitinni að Höskuldi tóku þátt
um 80 manns úr björgunar- og
hjálparsveitum úr Skagafirði,
Hólmavík, Akureyri, frá Stranda-
sýslu, Austur-Húnavatnssýslu og
Húnaþingi vestra. Auk þess var
leitarhundum frá Dalvík og Sauð-
árkróki beitt við leit og ennfremur
TF-Sif þyrlu Landhelgisgæslunnar.
framkvæmdir á það að koma í veg
fyrir að þenslan verði of mikil,“ segir
Erlendur Magnússon, framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins (FBA), sem
unnið hefur að fjármögnun verkefn-
isins. Fimm íslensk fjármálafyrir-
tæki standa að undirbúningsfélaginu
ásamt Hydro Aluminium en það eru
FBA, Eignarhaldsfélagið Alþýðu-
bankinn, Islandsbanki, Landsbanki
Islands og Þróunarfélag Islands.
Haust við
Tjörnina
MARGIR voru í miðbænum í
gærmorgun enda sólin farin að
skína eftir marga rigningardaga.
Liturinn á tijágróðrinum við
Tjörnina og lauf á götum og
göngustígum minnir okkur þó á
árstímann. Viktor Leifsson var
búinn að gefa öndunum og gerði
sig líklegan til að klifra upp í tré
við Tjarnargötu.
Erlendur kveðst geta tekið undir
með Má Guðmundssyni, aðalhag-
fræðingi Seðlabankans, sem sagði í
frétt í Morgunblaðinu í gær að besti
tíminn til að heíja stórframkvæmdir
væri þegar slaki væri í hagkerfinu. I
því sambandi vekur Erlendur athygli
á því að enn sé nokkur tími til stefnu
því verklegar framkvæmdir við ál-
verið verði aðallega á árunum 2002
og 2003 og erfitt að fullyrða nú um
ástand efnahagsmála á þeim tíma.
FJÓRAR flugvélar Flugleiða verða
að öllu óbreyttu á lofti í Atlantshafs-
flugi um næstu áramót en farþega-
listinn er fremur stuttur. Atlanta
stefnir að því að fljúga ekki um ára-
mótin. Búist er við 30% minni um-
ferð um íslenska flugstjórnarsvæðið
en venjulega.
Flugfélög og flugmálastjórnir hafa
töluverðan viðbúnað vegna hugsan-
legra bilana í tölvukerfum þegar árið
2000 gengur í garð. Hallgrímur Sig-
urðsson, forstöðumaður rekstrar-
deildar flugumferðarþjónustu, segir
að undanfarin tvö ár hafi verið unnið
að prófun tölvubúnaðar flugstjórnar-
miðstöðvarinnar í Reykjavík. „Mikil
alþjóðleg samvinna hefur átt sér stað
og varaáætlanir hafa verið gerðar til
öryggis. Þær hafa verið prófaðar og
virka allar,“ segir Hallgrímur.
Ekki er vitað hversu mikil umferð
verður um íslenska flugstjómar-
svæðið um áramótin. Hallgrímur
segir að flest bendi til að hún verði
um 30% minni en venjulega, enda
hafi mörg flugfélög gefið yfirlýsingu
um að þau fljúgi ekki á þessum tíma.
Þótt sum flugfélög stefni að því að
fljúga ekki um áramót auglýsa önnur
félög sérstök áramótaflug.
Samkvæmt áætlun verða fjórar
flugvélar Flugleiða í Atlantshafsflugi
um áramót en Guðmundur Ingason,
sem stýrir 2000-verkefni hjá félag-
inu, segir að farþegalisti sé fremur
stuttur. Hann telur að flestir vilji
vera annars staðar en í flugvél eða á
flugvelli við þessi áramót auk þess
sem hugsanlegt sé að einhverjir séu
hræddir um öryggi sitt vegna mikill-
ar umræðu um 2000-vandann. Að
sögn Guðmundar hefur allt verið yf-
irfarið í flugvélum Flugleiða og
kveðst hann ekki hafa áhyggjur af
öryggi vélanna á þessum tíma.
■ Fjórar vélar/C4
Minni arðsemi verði
þenslan mikil