Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 6
6 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BAKSVIÐ
Krafíst „ómældrar“ síma-
þjónustu í Bretlandi
AP
Viðskipti eru að færast út á Netið í stöðugt auknum mæli og eru margir þeirrar skoðunar að verð á símtöl-
um ráði því, hve hröð þróunin verður. Hér má sjá töivuskjá í upplýsingasetri General Motors þar sem bif-
reiðir eru boðnar til sölu á Netinu.
Notendagjöld fyrir
símaþjónustu þykja of
há í Bretlandi en eitt
fyrirtæki, British Tele-
com, hefur yfírburða-
stöðu á markaðnum.
Gagnrýnendur segja að
hár símakostnaður sé
farinn að hindra þróun
netvæðingar í landinu.
Þeir vilja að hætt verði
að láta greiða eftir tíma-
lengd notkunar en
fastagjöld látin nægja.
GETA þjóðir misst af lest-
inni í netvæðingunni
vegna hárra símreikn-
inga? Pegar notandi
tengist Netinu nægir að hringjá í
netþjón innanlands og engu skiptir
þótt til dæmis sé staðið í umfangs-
mikium tölvupóstsamskiptum við
annan notanda í tíu þúsund kíló-
metra fjarlægð; eftir sem áður er
aðeins greitt fyrir innanbæjarsím-
tal ef netþjónninn er ekki því
lengra í burtu.
En sé verðið á innanbæjarsam-
tölunum of hátt getur það hamlað
þróun netsamskipta og þá er ekki
síst átt við netverslun sem spáð er
miklum framgangi.
Gagnrýnendur núverandi kerfis
verðlagningar á símaþjónustu í
Evrópu segja að hún sé miðuð við
forsendur iðnaðarsamfélagsins en
ekki upplýsingasamfélagsins.
Sumir þeirra ganga enn lengra
og segja að undir niðri óttist fram-
mámenn símafyrirtækjanna að
lækki þeir verðið of hratt muni al-
menningur hugsa þeim þegjandi
þörfina fyrir að hafa árum saman
féflett fólk og tekið svimandi fjár-
liæðir fyrir fjárfestingu sem löngu
sé búið að greiða til fulls og rekstur
sem kosti nánast ekki neitt. Þeir
vísa á bug þeim rökum símafélag-
anna að enn séu fjarskiptakerfi
þeirra að mestu háð gömlu kopar-
línunum sem þurfi sitt viðhald.
Nýtt heimsveldi
Ríkisstjóm Verkamannaflokks-
ins í Bretlandi hefur haft uppi stór
orð um að efla tölvunotkun og net-
væðingu. Hefur hún meðal annars
rætt um að gera Bretland að „staf-
rænum höfuðstað" heimsins og
fjölmiðlar talað um nýtt heims-
veldi, að þessu sinni í netheimum.
Gordon Brown fjármálaráðherra
kynnti fyrir skömmu áætlun um að
tryggja 100.000 lágtekjuheimilum
aðgang að netvæðingunni með því
að leigja þeim tölvur fyrir sem
svarar 600 krónum á mánuði,
Fulltrúar íhaldgflokksins fógn-
uðu því að ýtt væri 'undir netvæð-
inguna en bentu á að Brown fjár-
málaráðherra gæti verið að gera
fólkinu bjarnargreiða: Tenging við
netþjón væri háð því að hringt
væri í hann og nýju tölvueigendur-
nir gætu áður en varði verið búnir
að efna til stórskuida við símafyrir-
tæki.
Brown svaraði því til að lang-
stærsta fyrirtækið í breskri fjar-
skiptaþjónustu, British Telecom
(BT), sem áður var ríkisfyrirtæki,
væri að endurmeta reglur um
gjaldtöku fyrir símatengingu við
Netið. Einnig myndi Oftel, sem er
opinber stofnun og annast eftirlit
með fjarskiptafyrirtækjum, „halda
áfram að tryggja að samkeppni
lækki verðið á aðgangi að Netinu“.
Oftel hefur á hinn bóginn sætt
gagnrýni af hálfu margra minni
símafyrirtækja fyrir að fara sér of
hægt í að draga úr yfirburðum BT
í innanbæjarsímþjónustu. Mörgum
þykir sem fulltrúar Oftel og BT
hafi lengi komist upp með að nán-
ast hunsa alla gagnrýni á verðlagn-
ingakerfíð en ef til vill verði þar nú
breyting á vegna áherslu stjórnar
Tony Blairs á netvæðingu.
En Patricia Hewitt, sem fer með
málefni smáfyrirtækja í ríkis-
stjóminni og hefur umsjón með að-
gerðum til stuðnings netviðskipt-
um, ræddi nýlega hugmyndir um
að láta gjald fyrir nettengingu fara
eftir tímalengd notkunarinnar.
Hún sagði þá að ekki mætti taka
upp aðferðir sem yrðu til þess að
fólk sem notaði tenginguna lítið
niðurgreiddi notkun stórnotenda.
Andreas Schmidt, stjórnarfor-
maður Evrópudeildar netfyrirtæk-
isins AOL, fullyrti nýlega að BT og
önnur fyrirtæki í símþjónustu létu
sér sæma að „flá viðskiptavini
sína“. Schmidt hældi dagblaðinu
The Times fyrir að berjast fyrir
hagsmunum neytenda og krefjast
lægri þjónustugjalda hjá símafyr-
irtækjum.
Umdeilt er hvort BT géti af
sjálfdáðum breytt stefnunni eða
reglur Oftel takmarki svigrúmið.
En þrýstingur eykst nú hratt á fyr-
irtækið, sem er með á sinni könnu
um 85% af línum fyrir innanbæjar-
símtöl í landinu og hagnaðist um
yfír fjóra miiljarða punda, nær 500
milljarða króna, í fyrra. Það er
hvatt til að fara að dæmi banda-
rískra símafyrirtækja og láta not-
endur aðeins greiða fastagjald fyr-
ir línuna en ekkert aukalega fyrir
notkunina á hverju þjónustusvæði,
þ.e. fyrir það sem nefna má innan-
bæjarsímtöl. Þess skal samt getið
að oft er bandaríska þjónustusvæð-
ið lítið og því ekki alltaf hægt að
treysta því að hægt sé að ná þar
sambandi við netþjóna.
Auk þess er algengast að greidd-
ir séu um 10 dollarar eða rúmar
700 krónur á mánuði fyrir aðgang
að Netinu. Sú þjónusta er ókeypis í
Bretlandi. Fullyrða þarlend síma-
fyrirtæki að vegna þessa sé í reynd
ódýrara að netvæðast í Bretlandi
en Bandaríkjunum.
Ljóst er að þá er fyrst og fremst
átt við notendur sem ekki temja
sér þann æ útbreiddari sið í
Bandaríkjunum að vera alltaf
tengdir.
Þetta merkir til dæmis að fólk
sem stundar viðskipti á Netinu
þarf ekki að byrja á því að velja
símanúmer og bíða eftir því í hvert
sinn að fá nettengingu. Og ætli
smáfyrirtæki sér að bjóða vöru eða
þjónustu um allan heim er augljóst
að vegna tímamismunar milli landa
og heimsálfa er brýnt að heimasíð-
an sé alltaf opin. Ekki gengur að
spara með því að slökkva á nótt-
inni, þá missa menn af viðskiptum.
„Frelsið Netið“
Breska blaðið The Times hefur
að undanförnu staðið fyrir herferð
undir heitinu „Frelsið Netið“ og er
markmiðið lækkað verð á innan-
bæjarsímtölum til að gi-eiða fyrir
netvæðingunni. Blaðið sagði ný-
lega í leiðara að verðlagning á sím-
þjónustunni væri byggð á úreltum
forsendum. Að svo miklu leyti sem
hægt væri að spá af viti um fram-
tíðina benti allt til þess að Netið
yrði uppspretta geysimikillar auð-
æfasköpunar.
„En hvar munu þau auðæfi
verða til? Ekki eru allir notendur
Netsins handan við Atlantshafið
hinar tengdu hetjur viðskipta-
heims framtíðarinnar og þegar
byrjaðar að leggja inn fyrstu mill-
jónimar sem þær græddu á nýju
fyrirtæki. En það er mun auðveld-
ara að læra nógu mikið á sýndar-
veruleikann í Bandaríkjunum til að
geta bryddað upp á nýjungum í
viðskiptum en hérlendis.
Bandarísk símafyrirtæki taka
ekki gjald fyrir innansvæðissímtöl
en aðeins fastagjald fyrir leigu á
línu. Bandarískir notendur Nets-
ins, sem notfæra sér þjónustu inn-
lends netþjóns, geta því verið stöð-
ugt tengdir án þess að það kosti þá
nokkuð aukalega. Niðurstaðan hef-
ur orðið sú að netverslun í Banda-
ríkjunum er mörgum árum á und-
an slíkri verslun í Evrópu.
Byltingin sem netverslun boðar er
þegai' hafin og þess vegna tíma-
bært að stjórnvöld Evrópuland-
anna og símafyrirtæki í álfunni
endurskoði stefnuna til að koma í
veg fyrir að frumkvöðlar í löndun-
um dragist enn meira aftur úr.“
Breska blaðið segir að hækkandi
símareikningar tefji nú fyrir þró-
uninni. Það bendir á að bandarísk-
ur notandi verji að meðaltali um
klukkustund á Netinu á sólarhring
en Bretinn aðeins 17 mínútum.
Stafræn tækni nútímans valdi
því að megnið af kostnaðinum við
að koma á símasambandi felist í að
tengja nýja línu en reksturinn
kosti lítið fé. Verðlagningin í Bret-
landi miðist hins vegar enn við lið-
inn tíma hliðrænnar tækni og kop-
arlínur. Þá hafi löng símtöl valdið
álagi á kerfið og því verið greitt
meira fyrir þau.
Fólk borgi því enn mikið fyrir
mínútuna, á hinn bóginn megi full-
yrða að fastagjaldið sé óeðlilega
lágt.
BT hyggst á næstunni bjóða svo-
nefnda ADSL-tengingu en í fyrstu
aðeins í stærstu borgunum. Slík
tenging er stöðugt virk og marg-
falt afkastameiri en venjulega
tenging með upphringingu. Hún
notast við símalínurnar en hefur
engin áhrif á hefðbundin símtöl,
veldur því ekki auknu álagi á sí-
mkerfið sem slíkt.
Fyrirtækið ætlar að vísu að láta
viðskiptavinina borga fastagjald,
frá 40 pundum á mánuði en ekki
mínútugjald. Gjaldið er hins vegar
nær helmingi hærra en tíðkast í
Bandaríkjunum. Segja gagnrýn-
endur að þessi stefna sýni að BT sé
béggja blands í afstöðú sinni gagn-
vart breiðbands-markaðnum, eng-
in skynsamleg skýring sé á þessum
verðmun milli landanna tveggja.
Annar vandi hefur hins vegar
valdið nokkrum áhyggjum en það
er öryggi upplýsinga í tölvum
þeirra sem notast við stöðuga teng-
ingu eins og ADSL. Tölvuþrjótar
eiga mun auðveldara með að brjót-
ast inn ef tengingin er aldrei rofin.
En BT segist munu leggja sig fram
um að tryggja öryggi notendanna.
80 milljónir netverja
Netvæðingin í Vesturheimi er að
verða sjálfsagður hluti tilverunnar
þar og ekki er nóg með að síma-
kostnaður sé þar lægri en í
Evrópu; tölvur eru lika ódýrari. Nú
munu nær 60% íbúa í höfuðborg-
inni Washington vera nettengdir
og hlutfallið í San Francisco og
Austin aðeinslítið eitt lægra, svo að
dæmi séu nefnd. Alls munu nú um
80 milljónir Bandaríkjamanna nota
Netið í einhverjum mæli en til
samanburðar má geta þess að í
Bretlandi eru þeir rúmar tíu mill-
jónir. Þótt Bandaríkjamenn séu
fimm sinnum fleiri en Bretar er
hlutfallslegi munurinn á netnotkun
samt mikill, Bretum í óhag. Til
skamms tíma hafa þeir verið
fremstir stóru þjóðanna í Evrópu í
netvæðingu, en talsmenn breyt-
inga á verðlagningu símaþjónust-
unnar benda á að Þjóðverjar og
Frakkar séu að sigla fram úr og
Norðurlandabúar og Astralir séu
þegar á undan.
Lítið stoði þótt bresku fyrirtæk-
in reyni með hálfum huga að
breyta hugsunarhættinum, bjóði til
dæmis takmarkaða notkun án
mínútugjalds á ákveðnum tíma sól-
arhrings og, í sumum tilvikum, að-
eins til handa ákveðnum viðskipta-
vinum.
í skýrslu bresku stjórnarinnar
um netverslun, sem birt var í sept-
ember, var mælt með því að síma-
fyrirtæki fjölguðu tilboðum til not-
enda. Og öflug samtök, Baráttan
fyrir ómældum fjarskiptum (CUT),
en þar eiga hlut að máli áhrifamikl-
ir einstaklingar og fyrirtæki, hafa
látið mjög til sín taka. Er meðal
annars bent á að bregðist símafyr-
irtækin of seint við kunni að fara
svo að þráðlaus fjarskipti geri línu-
tengingu úrelta mun hraðar en
nokkurn gruni nú.
Bandbreidd fremur
en timalengd
Ólafur Stephensen, talsmaður
Landssímans, var spurður hvort
búast mætti við því hér á landi að
hætt yrði að telja mínútur ogs sek-
úndur við verðlagningu símþjón-
ustunnar. Hann sagðist vilja minna
á að símtöl væru hér ódýrari en í
öðrum iðnríkjum og kostnaður við
aðgang að Netinu hinn þriðji
lægsti meðal aðildarríkja Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar,
OECD.
Ólafur sagði að forsendur í þess-
um málum myndu breytast þegar
Landssíminn hæfi að bjóða ADSL-
tengingu fyrir netþjónustu, sem
mun verða fyrir árslok. Hann sagði
að enn væri ekki búið að ákveða
hvemig verðlagningu þessarar
nýju þjónustu yrði háttað.
„En kjarni málsins er sá að í
framtíðinni mun verðlagning
fjarskiptaþjónustu fremur taka
mið af bandbreidd en tímalengd.
Og jafnframt minni ég á að hér
hafa um 80% þjóðarinnar aðgang
að Netinu, sem er heimsmet. Við
eigum líka annað heimsmet, hér er
þriðjungur þjóðarinnar á Netinu
að jafnaði klukkustund í viku
hverri. Við eram því ekki eftirbát-
ar annarra þjóða í þessum efnum
heldur leiðtogar.
Mér finnst ekki hægt að bera
saman aðstæður hér og í Banda-
ríkjunum. Þar er þjónustusvæði
svæðissímtalanna oft mjög lítið,
jafnvel fáeinir ferkílómetrar, en
hér er það landið allt,“ segir Ólafur
Stephensen.