Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Séð yfir Geldinganes, sem verið hefur þrætuepli flokkanna tveggja í borgarstjórn lengi. Lengst til hægri er Eiðsvík, þar sem gert er ráð fyrir höfn í aðalskipulagi. Oddvitar í borgarstjórn vilj a fyr st byggj a í nor ður Ibúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað ört síðustu áratugi, og ekkert lát virðist á þeirri þróun hvort sem fólki líkar betur eða verr. Skapti Hallgrímsson skoðaði tillögur samvinnu- nefndar sveitarfélaganna og ráðgjafa hennar að svæðis- skipulagi fyrir næstu 20 ár og ræddi við nokkra sem málið varðar, en einn fylgifiska fólksfjölgunar er vitaskuld sá að sífellt þarf meira land fyrir byggð. VEITARSTJÓRNIR á höfuðborgarsvæðinu velta því nú fyrir sér hvert heppilegast sé að byggð teygist næst. Gert er ráð fyrir að fólki á svæðinu fjölgi um 56 þúsund á næstu 20 ár- um og nýlega lagði samvinnunefnd sveitarfélaganna á svæðinu fram tvær kjörtillögur, sem svo eru kall- aðar, að svæðisskipulagi fyrir það tímabil. Önnur gerir ráð fyrir því að 70% nýrrar byggðar verði í norðurátt og 30% í suður og sú síð- ari að þróunin verði þveröfug. Að öðru leyti eru tillögurnar sam- hljóða, m.a. þannig að miðborg Reykjavíkur verði meginkjarni, Mosfellsbær, Smárinn og Hafnar- fjörður eru útnefndir sem stuðn- ingskjarnar og að þétting byggðar á núverandi uppbyggðum svæðum verði um 9.500 íbúðir - sem duga 20.000 manns. Reykjavík, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Garðabær, Bessastaða- hreppur, Mosfellsbær, Seltjamar- nes og Kjósarhreppur eiga tvo full- trúa hvert í umræddri nefnd, ásamt ráðgjöfum, innlendum og dönskum og formaður er Sigurður Einarsson, formaður skipulags- nefndar Hafnarfjarðar. Fleiri til- lögur voru lagðar fram í sumar, sveitarstjórnir á svæðinu gerðu formlegar athugasemdir við þær og nefndinni var í framhaldi af því falið að smíða tillögur þar sem tHIit væri tekið til fram kominna at- hugasemda. Rétt er að taka fram að sam- vinnunefndin á enn mikið verk fyrir höndum. Nú liggja aðeins fyrir fyrstu tillögur. „Þetta eru bara grófu línurnar. Nú þarf að fara að taka afstöðu til þéttingarsvæða, til þess á hvorn veginn byggðin þróast og hvaða umferðarmannvirki þurfa þá að koma til. Og svo auðvitað hvar atvinnusvæði verða og hvar íbúða- byggð,“ eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við Morgunblaðið. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að byggð muni ekki teygja sig annað hvort í norður eða suður - byggt verði í báðar áttir í framtíðinni og spumingin sé því aðeins um forgangsröðun. Oddvitar beggja lista í borgarstjórn hallast að því að fyrst verði lögð' meiri áhersla á að byggja í norður, ekki síst vegna þess að báðir - Ingibjörg Sólrún, borgarstjóri, og Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna - vilja að Sundabraut verði að veruleika. Báðar telja þær braut- ina nauðsynlega samgöngubót og borgarstjóri nefndi raunar að hún teldi brautina algjöra forsendu fyrir því að margumrætt Geldinganes byggist upp, hvort sem þar verði íbúðabyggð, iðnaðarsvæði eða hvort tveggja. Byggðaþróun Borgarstjóri nefnir í upphafi sam- talsins við Morgunblaðið að hún telji að taka verði þeirri spá með ákveðn- um fyrirvara að náttúruleg fjölgun fólks verði slík, og aðflutningur svo mikill, að íbúum svæðisins fjölgi um 56 þúsund á 20 árum. „Þama er auð- vitað gert ráð fyrir því að flutningar sem verið hafa utan af landi til höf- uðborgarsvæðisins undanfarin ár haldi áfram. Og það er kannski stóra áhyggjuefnið, ekki bara fyrir lands- byggðarmenn heldur líka höfuð- borgarbúa,11 segir borgarstjóri. Hún segist helst kjósa að einhver leið finnist til að spoma við þessari þró- un; að byggðir verði upp þéttbýl- iskjamar í öðrum landsfjórðungum því mikill vandi sé því samfara að fólki fjölgi svo mikið á svo stuttum tíma. „Það kostar mikið, bæði fjár- hagslega og umhverfislega." Fram kom í samtölum við Ingi- björgu Sólrúnu annars vegar og Ingu Jónu hins vegar að báðar hall- ast að því að byggð þróist frekar til norðurs en suðurs fyrst í stað, en hvort það verði 70% í aðra áttina og 30% í hina, eða tölumar verði aðrar, skipti ekki meginmáli. „Eg tel ekki ólíklegt að þunginn verði meiri á norðursvæðinu en suðursvæðinu, þó ekki sé nema vegna þess að þá er- um við að tala um að byggðin verði innan marka þessara sveitarfélaga sem um ræðir. Á suðursvæðinu yrð- um við fljótlega komin út fyrir þau mörk,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún játar því að sameining Reykjavíkur og Kjalamess hafi áhrif á þessa skoðun hennar, því við hana hafi opnast möguleikar á að byggja út á Álfsnesið. Inga Jóna er á sömu skoðun en segir að það eigi fyrst og fremst að ráða hvar sé byggt, hvenær bygg- ingarland verði tilbúið. „Við í Reykjavík erum nú þegar að ryðja nýtt land, sem mun duga næstu ár- in; 4.500 til 5.000 manna byggð í Grafarholti þannig að ekki verður farið að undirbúa annað hverfi strax, þó við verðum auðvitað að halda áfram að skipuleggja," sagði Inga Jóna. Og þess vegna vill hún að strax verði hætt við áform um höfn í Eiðsvík en þess í stað verði gert ráð fyrir hafnarstæði í Kolla- firði og íbúðabyggð á Geldinganesi. Samtímis geti forráðamenn á suður- svæðinu farið að undirbúa bygg- ingasvæði þar. Umrætt Geldinganes hefur einmitt um skeið verið þrætuepli Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn. Þeir síðar- nefndu vilja að svæðið verði tekið undir íbúðabyggð en meirihluti R- listans hefur haldið fast við það að gert verði ráð fyrir höfn á hluta nessins, ásamt íbúðabyggð reyndar. Mikil landgæði í Hafnarfirði Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fer ekki í grafgötur með það að hann aðhyllist hvoruga kjörtillögu samvinnunefndarinnar nákvæmlega. Hann kveðst frekar myndu vilja íhuga hvort ekki væri rétt að þétta byggð á svæðinu við Ulfarsfell og Mosfellsbæ heldur en teygja byggðina enn lengra í norður - „og nýta svo möguleikana sem við höfum hér suðurfrá, í Bessastaða- hreppi, Garðabæ og svo auðvitað í Hafnarfirði," eins og hann komst að orði. Magnús er ekki hrifinn af því að 12-14 milljörðum króna verði ef til vill varið í gerð Sundabrautar, eins og nefnt hefur verið að sú fram- kvæmd gæti kostað. „Eðlilegra væri að fara bara í fyrsta legg þeirrar brautar, frá Sundahöfn yfir í Grafarholt, vegna þess að við verð- um líka að taka tillit til þess að ekki eru til endalausir fjármunir í vega- bætur á höfuðborgarsvæðinu. Við erum í miklum hremmingum með Reykjanesbrautina hjá okkur - nánast krefjumst aðgerða þar - og ef menn eru farnir að horfa á að byggja Sundabraut upp á 12-14 milljarða er dálítil hætta á að áherslumar liggi í norður en ekki suður.“ Magnús segir ástandið óvið- unandi á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði, á svæðinu við Lækjar- götu og Kaplakrika, þar sem um- ferð sé gífurleg en aðeins ein akrein í hvora átt. „Og það gerir illt verra að íbúðabyggðin liggur þétt að veg- inum beggja vegna.“ Þess vegna, meðal annars til að létta á þeirri gíf- urlegu umferð sem er á Reykjanes- braut, telur Magnús skynsamlegra að leggja ekki nema fyrsta legg Sundabrautar, þétta byggð á þeim stöðum sem hann nefndi og gera síðan ráð fyrir svonefndum Ofan- byggðarvegi, ofan við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Tengi- brautir lægju frá honum niður í nefnd byggðarlög. Flugvöllurinn Reykjavíkurflugvöll bar á góma í samtölum blaðsins við þau öll, Ingi- björgu Sólrúnu, Ingu Jónu og Magnús. Sá síðastnefndi telur æski- legt að fá úr því skorið sem fyrst hver sé framtíð flugvallarins. „Það verður að klára þá umræðu. Verður hann áfram á þessum stað eða ekki? Eg hef á tilfinningunni að hann verði þama næstu 20 árin og ef nið- urstaðan verður sú held ég að menn ættu að hugleiða hvað myndi vinn- ast með því að tengja suðurbyggð- imar - Álftanes, Garðabæ og Hafn- arfjörð - við miðborg Reykjavíkur með annarri braut en nú er í notk- un. Það þyrfti að skoða og kostnað- argreina braut yfir eða undir Skerjafjörðinn af Álftanesi, í stað þess að færa flugvöllinn út í Skerja- fjörð,“ segir Magnús og hann kveðst sannfærður um að þegar völlurinn verði færður - og að því komi - verði það til Keflavíkur. Magnús telur Hafnarfjörð eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni, vegna þeirra landgæða sem bærinn búi yfir. „Þá er ég nátt- úrlega að tala um að við erum með hundrað hektara af sléttlendi sem er mjög auðvelt til byggingar; Ka- pellu- og Hellnahraun og hraunin suður og vestur af Straumsvíkinni. Byggðin mun færast þangað." Bæjarstjórinn segir tilganginn með því að fara í vinnu við svæðis- skipulag ágætan, en sú vinna kosti mikla peninga og því telur hann nauðsynlegt að góð sátt verði um málið. Annars sé hætta á því að „þetta verði bara enn eitt plaggið sem verður lagt til hliðar". Og þess vegna, ekki síst, hefði hann viljað að reynt yrði að komast að niðurstöðu varðandi Reykjavíkurflugvöll. „Hvaða áhrif hefði það til dæmis á byggðaþróunina ef hann færi til Keflavíkur?" spyr bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Og hvað með Voga á Vatnsleysuströnd? spyr Magnús ennfremur. Þar hefur verið úthlutað miklu af lóðum, segir hann, og að sveitarfélagið eigi eftir að stækka mikið. „Sá möguleiki er nefnilega ekki orðinn svo fjarlægur að byggja hér sunnar.“ Magnús er mun hrifn- ari af þeirri hugmynd, og að þétta byggð t.d. á þeim svæðum sem hann nefndi áður, við Úlfarsfell og í Mos- fellsdal, „heldur en að æða með byggð alveg upp undir Esju“. Hann segir það þó hreint ekki kappsmál sitt, sem bæjarstjóra í Hafnarfirði, að fólki fjölgi veralega í bænum; að Hafnarfjörður verði „óskaplega stór“ eins og hann komst að orði, því það hafi mikinn kostnað í fór með sér. „Ég sé bara ekki að það geti verið skynsamlegt, meðal annars vegna almennings- samgangna, að teygja byggðina upp á Álfsnes þegar við höfum tækifæri til að byggja á svæðunum hér suður frá. Ef menn ætla að horfa á svæð- isskipulagið á skynsaman hátt hljóta þeir að reyna að meta kostina sem fyrir hendi era. Og landgæðin era ótvíræð á þessu svæði sem við búum hér. Ég held að allir séu sam- mála um það.“ Hann neitar því aðspurður að vatnsbúskapur á suðursvæðinu gæti orðið til vandræða, eins og mun hafa verið ýjað að. „Mig minnir að vatnsverndarmörkin hafi verið talin eitthvað geta traflað en það er ekki rétt. Við eram búnir að fara í gegn- um þetta hérna hjá Hafnarfjarðar- bæ,“ sagði Magnús. Magnús telur einnig að Hafnflrð- ingar þurfi að taka við mikilli upp- byggingu á atvinnuhúsnæði, á svæðunum upp af Straumsvíkinni. 20 ár fljót að líða Inga Jóna segir að það sé út af fyrir sig umdeilanlegt að umrætt svæðisskipulag sé ekki nema til 20 ára, því sá tíma sé mjög fljótur að líða. Borgarstjóri hafði raunar orð á því sama í samtali við blaðamann. „Mörg sveitarfélögin era þegar komin með aðalskipulag til þess tíma. Við erum til dæmis með aðal- skipulag til 2016 og í svona sam- hengi er brýnt að líta til lengri tíma. Við höfum óskað eftir því að það verði gert í tilteknum málum, meðal annars verðandi Reykjavíkurflug- völl. Það var samstaða um það í borgarráði að nefndin myndi sér-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.