Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 14

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 14
14 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tíu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins Bergmál sögunnar Berlín er allt í einu á allra vörum. Berlín er höfuðborg sameinaðs Þýskalands og berist talið að Þýskalandi er Berlín nefnd í sömu andrá. Flutningar stjórnsýsl- unnar frá Bonn til Berlínar er sögð marka upphaf Berlínarlýðveldisins. Skemmst er að minnast vígslu sameiginlegrar sendiráðsbygging- ar Norðurlandanna fimm hinn 21. október síðastliðinn. Fáeinum vik- um áður hóf þýska þingið störf í hinni sögufrægu Reichstag-bygg- ingu, sem nú geislar af glæsileika vestan við Brandenborgarhliðið og minnir helst á furðuverk í ævin- týralandi þegar horft er yfir svæðið umhverfis hana. En Berlín- arlýðveldinu hefur verið hleypt af stokkunum á einni risavaxinni byggingarlóð sem teygir anga sína yfir alla miðborgina, Mitte, Potsda- mer Platz og inn í nærliggjandi hverfi eins og Tiergarten þar sem norrænu sendiráðin eru. A tímum kalda stríðsins lá Berlínarmúrinn á milli Ríkisdagsins, sem stóð einn og yfirgefinn fjarri skarkala stjórnmálanna í Bonn, og Branden- borgarhliðsins á eins konar eyðilandi. Fyrir utan örfáa illa gerða krossa, sem minna eiga á fómarlömb byssuglaðra landa- mæravarða, minnir í dag ekkert á tilvist múrsins á þessu svæði né heldur á hinu sögulega svæði í kringum Friedrichsstrasse þar sem múrbrotin þurftu að víkja fyr- ir nýjum byggingum sem bera eiga vott um stórfengleika og efnahags- legan styrk hins sameinaða Þýska- lands. Þýsku þjóðarsálinni mun seint takast að vinna bug á þeim minningum sem tengjast hryllingi síðari heimsstyrjaldar og átti upp- tök sín í Berlínarborg. Eins brenn- ur spurningin um réttmæti þeirra áttatíu morða er framin vora í skjóli múrsins á þeim er freistuðu þess að flýja ógnarstjórn spilltra leiðtoga ríkissósíalismans enn á vörum flestra Þjóðverja. Aðalsmerki hins nýja Berlínar- lýðveldis fá aftur að njóta sín óflekkuð og óðum er að hefjast nýr kafli í stjórnsýslusögu hins sam- einaða Þýskalands. I hinni opin- beru orðræðu vill oft gleymast að Berlínarmúrinn var ekki einungis hlutgervingur pólitísks heimskipu- lags heldur dró hann mörk á milli lifandi einstaklinga, reif í sundur fjölskyldur, vini og kunningja og hélt þjóðinni aðskildinni gegn vilja hennar í fjörutíu ár sem allt frá falli múrsins hefur sett mikinn svip á mannlífið í Berlínarborg. Fjölmargir Berlínarbúar, sem komnir eru á efri ár, hafa sagt að eftirstríðsárin hafi varað allt til sameiningar landsins hinn 3. október 1990, að múrinn hafi minnt á hörmungar stríðsins dag frá degi. Hann hafí staðið sem tákn um svo- kallaða sjálfskipaða óhamingju þýsku þjóðarinnar, að líf þeirra minni á bergmál sögunnar. Hinn sjötta febrúar 1989 skutu landamæraverðir við Berlínarmúr- inn Chris Cueffroy til bana þegar hann reyndi að flýja frá Austur- Berlín til Vestur-Berlínar. Hefði Chris beðið í níu mánuði væri hann að öllum líkindum enn á lífi, hann hefði upplifað fall múrsins með fjölskyldu sinni og vinum og stigið með þeim gleðidans hinn örlag- aríka dag níunda nóvember, sem breytti gangi sögunnar. Chris var síðasta fórnarlamb a-þýskra landamæravarða sem hlýddu skip- unum miðstjórnar a-þýska ein- ræðisflokksins SED, sem sagðist hlýða skipunum Sovétstjórnarinn- ar um að skjóta á allt kvikt við landamærin til Vestur-Þýskulands. Áminning um glæpi mannkynsins Austan við Brandenborgarhliðið stendur nú svín í mannshæð klætt einkennisbúningi sem hvorki er hægt að eigna a-þýsku herlögregl- unni né nasistum þriðja ríkisins. Svínið á að minna okkur á þá skepnu sem virðist búa innra með okkur öllum og er áminning um þau voðaverk sem unnin hafa verið af mannkyninu á þessari öld. Höggmyndin var reist á tímum Júgóslavíustríðsins án þess að ætl- unin hafí verið að skírskota beint til atburðanna á Balkanskaga. Stríðin á Balkanskaga á þessum áratug eru hins vegar talin vera af- leiðing breyttra áherslna í alþjóðamálum eftir að kalda stríðinu lauk. En ástandinu þar hefur verið líkt við púðurtunnu sem hlyti að springa hætti stór- veldin að beita fyrrum sambands- lýðveldi Júgóslavíu jöfnum þrýst- ingi í átökum sín á milli. Það er því ljóst að svínið hefur fundið góðan samastað í skugga Brandenborgar- hliðsins. Ríkissósfalisminn hrynur eins og spilaborg Upphaf þjóðfélagsbyltinganna í Miðaustur-Evrópu mörkuðu m.a. mótmæli verkalýðsfélaga, kirkju og pólitískra andhófshópa sem á áttunda áratugnum unnu skipulega gegn ríkjandi stjórnarfyrirkomu- lagi. Á sjálfum byltingatímanum léku verkalýðssamtökin Samstaða í Póllandi og andspymuhreyfingin Charta 77 í Tékklandi lykilhlutverk í að koma þeirri keðjuverkun af stað sem að lokum leiddi til hruns járntjaldsins. Barátta andhófs- hópanna hafði mikil áhrif á þróun mála í A-Þýskalandi en þar voru stofnaðir áþekkir hópar, eða „Demokratie jetzt“ og „Das Neue Forum“, sem unnu undir verndar- væng kirkjunnar gegn stjómkerfi sem í tæp fjörutíu ár hafði á glæp- samlegan hátt bannað hvers kyns gagnrýni á stjórnarhætti sína. Samtökin börðust fyrir málfrelsi, auknum réttindum þegnanna og vildu eyða áhrifum stalínismans á stjórnarhætti landa sinna og töldu sig þar njóta stuðnings Per- estrokju Mikahíls Gorbatsjovs. Styrkur fólksins og hagstæð þróun í friðarumleitunum stórveldanna leiddu að lokum til falls þeirra stjórnkerfa er alræðið hvíldi á. Þegar haldið var hátíðlega upp á fjörutíu ára afmæli alþýðulýðveld- isins A-Þýskalands þann sjötta október 1989 var Mikahíl Gorbat- sjov heiðursgestur Erichs Ho- neckers forseta á fjöldasamkundu sem haldin var SED, einræðis- flokki landsins, til heiðurs. Ræða Gorbatsjov markaði tímamót. Hann beindi orðum sínum að Ho- necker, foringja þess leppríkis Sovétríkjanna, sem sýnt hafði stjórnvöldum í Mosku meiri tryggð en nokkurt annað. Hann sagði að þeir sem brygðust of seint við gangi sögunnar myndu sjálfir * I minningu okkar hefur Berlínarmúrinn skipað sér sess sem táknmynd kalda stríðsins, pólitískt heimsskipulag sem rann sitt skeið þegar festan brást und- ir fótum dansandi Berlínarbúa hinn níunda nóvember 1989. Rósa Erlingsdóttir segir þau mörk sem dregin voru með Berlínarmúrnum hafa mótað líf milljóna manna. koma sér í sjálfheldu, en með þeim orðum skírskotaði hann til umbóta- stefnu stjórnvalda nágrannaríkj- anna Póllands, Tékklands og Ung- verjalands. Æstur lýðurinn tók að öskra Gorby, Gorby og þegar hann yfirgaf borgina stuttu seinna hófust mestu mótmæli í sögu landsins frá uppreisn verkamanna í A-Berlín árið 1953. Aðeins tveimur vikum seinna lætur stjóm A-Þýskaland af störf- um og Egon Krenz, náinn sam- starfsmaður Honeckers, er settur forseti landsins. Þann fjórða nóvember kemur milljón manns saman á Alexander-Platz og krefst lýðræðislegra umbóta landsins. Á sama tíma hafa tug þúsundir A- Þjóðverja leitað hælis á send- iráðslóðum V-Þýskalands í Varsjá, Búdapest og Prag og bíða þar leyfi is til að ferðast til V-Þýskalands. í Berlín kallar miðstjóm kommún- istaflokksins til blaðamannafundar að kvöldi níunda nóvembers. Blaðamannafundinum er sjónvarp- að beint til íbúa A- og V-Þýska- lands. Við lok fundarins les Gúnther Schabowski, háttsettur meðlimur miðstjórnarinnar, hikandi af blaði sem honum hafði verið rétt á fund- inum, „í dag var ákveðið að íbúar A-Þýskalands geti yfirgefið landið og séu frjálsir ferða sinna um öll opinber landamæri frá A-Þýska- landi.“ Fát kemur á blaðamenn og ung kona spyr Schabowski hvenær ákvörðun miðstjórnarinnar eigi að taka gildi. Schabowski lítur þá aft- ur á blaðið íyrir framan sig og svarar: „strax“. Enginn vissi í raun og veru hvernig túlka ætti orð Schabowski en fjölmiðlar byrjuðu strax að fundi lokinum að senda út fréttaskýringar þar sem íbúar Berlínar voru beinlínis hvattir til að láta reyna á orð hans með þeim afleiðingum að fólk streymdi að múrnum úr öllum áttum. Fyrstu A-Berlínarbúarnir sem komu að múrnum höfðu vegabréf sín meðferðis og kröfðu landa- mæraverði um að opna hliðin. Þeg- ar klukkustund var liðin frá til- kynningu Schabowski höfðu þús- undir manna safnast saman beggja megin múrsins. Rétt fyrir miðnætti gefast verðirnir upp og hleypa fólki óhindrað yfir landamærin við Bornholmerstrasse og á næstu mínútum opnast önnur hlið múrs- ins meðal annars við Check point Charlie og Brandenborgarhliðið. Myndunum sem þá fóru um heims- pressuna munum við seint gleyma. V-Berlínarbúar taka á móti lands- mönnum sínum, bláókunnugt fólk fellur grátandi í faðma hvors ann- ars og langt fram á nótt er haldin stærsta veisla í sögu Þýskalands. Hin friðsama bylting fólksins hafði sigrað alræðisstjómir A-Evrópu. A-Þjóðverjar sagðir Iakir lýðræðisþegnar Sameining Þýskalands varð að veruleika tæpu ári eftir fall múrs- ins og stjórnarfarsbreytingar í átt til lýðræðis tóku við í nýjum sam- bandslöndum Sambandslýðveldis- ins Þýskalands. Margt er enn mjög ólíkt með fyrrverandi austur- og vesturhlutanum og má þar helst nefna kosningahegðun og flokka- kerfin. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að kjósendur frá fyrrum A- Þýskalandi kjósi fremur persónur en flokka og minna stöðugt á að lýðræðið sé enn skammt á veg kominn. Kjósendur í fyrrum A- Þýskalandi eru litnir horaauga af fulltrúum gamla Bonn-lýðveldisins og sagðir lakir lýðræðisþegnar, óútreiknanlegir og jafnvel lævísir í kosningahegðun sinni. En fjölmargir kjósendur sem ti-yggðu Helmut Kohl og flokki hans CDU, kristilegum demókrötum, sigur í fyrstu tveimur sambandsþingkosn- ingum styðja nú PDS, flokk hins lýðræðislega sósíalisma, sem er arftaki austur-þýska kommúnista- flokksins. PDS hefur aukið fylgi sitt jafnt og þétt á síðustu árum og er orðin næststerkastur flokka í tveimur sambandslöndum fyrrum A-Þýskaland. Mikú átök um sam- starf stærri flokkanna við PDS hef- ur einkennt þýsk stjórnmál síðast- liðinn áratug og endurspegla spennu sem ríkt hefur milli íbúa austur- og vesturhluta landsins. Kristilegir demókratar líta á PDS sem höfuðandstæðing sinn og átökunum milli flokkanna hefur verið líkt við kalda stríðið. Samlík- ingin er léttvæg miðað við kalda stríðið sem leiddi til byggingar múrsins þvert í gegnum Berlínar- borg. Hins vegar er sérstaða Berlínar enn að hún samanstendur af tveimur borgum sem voru að- skildar í fjóra áratugi. En tíu árum eftir fall múrsins endurspeglast þessi pólitíski aðskilnaður sem fyrr sagði einna helst í kosningar- hegðun auk þess að enn er áþreif- anlegur munur á félags- og efna- hagslegri stöðu íbúa borgarinnar. Skoðanakannanir hafa sýnt að fólk frá austurhlutanum er mun óánægðra með hlutskipti sitt en íbúar fyrrverandi vesturhlutans og segja þá síðurnefndu, ásamt ráðamönnum þjóðarinnar líta á sig sem annars flokks borgara og að vandamálum A-Þjóðverja sé mætt með vestrænni forsjárhyggju og hroka. í kjölfarið ríkir viss afneit- un á ríkisvaldinu eða á stjóm- og þjóðfélagsmálum yfirhöfuð. Með því að gefa öfgaflokkum til hægri eða vinstri atkvæði sitt og eða að sniðganga kosningar láta margir íbúar austurhlutans í ljós andúð sína á stjórnkerfi gamla V-Þýska- lands sem yfirtók hið austur-þýska. Með flutningi stjórnvalda til Berlínar verða andstæðumar meira áberandi en áður þar sem velsæmd V-Þjóðverja endurspegl- ast í glæstum byggingum miðborg- arinnar á meðan fátækt og eymd eykst í hrörlegum úthverfum reist- um á tímum ríkissósíalismans. Gagnrýnisraddir um hverning staðið var að sameiningu Þýska- lands verða sífellt háværari. Marg- ir þjóðþekktir einstaklingar sem voru framarlega í mannréttinda- og andhófshópum undir lok síðusta áratugar hafa til að mynda hætt öllum afsldptum af stjórnmálum. Barbel Bohley og Wolfang Ullman sem bæði voru í fremstu röð and- hófsmanna árið 1989 segja að ekki sé hægt að tala um sameiningu tveggja landa heldur um innlimun A-Þýskalands í stjómkerfi V- Þjóðverja. Heilt land hafi verið „gleypt“ með sama hætti og ný- lenduherrar gleyptu nýlendur sín- ar á síðústu öld. Segja mennta- menn þetta meðal annars hafa haft í för með sér að V-Þjóðverjar stjórna ekki aðeins þróuninni síðan innlimunin átti sér stað heldur jafnframt allri túlkun á atburðun- um sumarið og haustið 1989. Síðastliðna viku hefur þýskur þing- heimur verið gagnrýndur harðlega af fyrrum andhófsmönnum og menntafólki íyrir fyrirhugaða dag- skrá hátíðarhalda þingsins í Ríkis- deginum þann níunda nóvember næstkomandi. Á ræðulistanum er enginn þeiraa er leiddi fjölmennar hreyfingar fólksins á götum Leipzig og A-Berlínar, sem eins og áður sagði eru taldar hafa leitt til þess að járntjaldið hrundi. Heiðursgestir hátíðarathafnar- innar eru George Bush, Mikhaíl Gorbatsjov og Gerhard Schröder og eiga fulltrúar fyrrverandi A- Þjóðverja erfitt með að sætta sig við að eiga ekki fulltrúa við hátíð- arhöldin. Vandasamt er að líta á íbúa fyrrum A-Þjóðverja sem eins- leitan hóp og tíu árum síðar er sú nálgun jafnvel enn vafasamari. Mikið hefur verið rætt um að múr- virki séu enn í hugum fólks og sú staðreynd torveldi sameiningu landsins. Ófáir benda hins vegar á að þrátt fyrir að tilvist múrsins hafi haft mjög mótandi áhrif á líf millj- óna manna sé rangt og mikil ein- földun að gera þjóðina ábyi'ga fyrir mjög erfiðu sameiningarferli. Lýðræðisleg þróun er tímafrek og jafnvel sársaukafull, en krafa um að farið sé um fortíðina sanngjörn- um höndum er skiljanleg og hana verða stjómvöld að virða ætli þau að fullkomna sameiningu Þýska- lands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.