Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 18

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 18
18 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ jAsfiasfeiíur ^urðasfefftr <3?ftyrjarmur Bjúqnakrœfiir tSfuqcja^a^ir ^þnörusfciför ^ottaskefifF (jtcftkjastaur ^CStU ósiur um íeðííeg jóf Öiijaqaur @>túfur Kcrtasm'fúr og íjetffaríRt íiomanbi dr Ketfírófiur Jólakort, þrettán saman í pakka. Skemmtilegar teikningar eftir Bjarna Jónsson, af íslensku jólasveinunum þrettán, prýöa kortin. Hverjum sveini fylgir viðeigandi jólasveinavísa eftir Jóhannes úr Kötlum. Þaö er von okkar og vissa hjá Blindrafélaginu að almenningur og fyrirtæki munu taka vel á móti sölufólki okkar eins og endranær. Með kærri jólakveðju BLINDRAFÉLAGIÐ Somtök biindra og sjðnskertra 6 ískmdi LISTIR Hverfingar um málverk og höggmyndir Verk eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur. Verk eftir Bjarna Sigurbjörnsson. MYNDLIST Listasafn Kúpavogs / G e r ö a r s a f ii MÁLVERK OG HÖGG- MYNDIR GUÐRÚN KRISTJÁNS- DÓTTIR; BJARNI SIGUR- BJÖRNSSON; GUÐJÓN BJARNASON OG HELGA EGILSDÓTTIR Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 12 til 18. Til 21. nóvember. í GERÐARSAFNI má nú sjá samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Helgu Egilsdóttur, Guðjóns Bjarnasonar, Bjarna Sigurbjörns- sonar og Guðrúnar Kristjánsdótt- ur. Flest verkanna á sýningunni eru málverk, en Guðjón sýnir þó bæði málverk og höggmyndir eins og hann hefur áður gert. Sýning þessi var áður sett upp í sumar á kirkjuloftinu við Sívalatuminn í Kaupmannahöfn. Málverkin á sýningunni eru öll stór og óhlutbundin eða afstrakt, unnin með ýmsum aðferðum. Helga málar dökkar myndir þar sem lita- leiftur birtast í blásvörtum grunni. Þessar myndir eru innblásnar af náttúruformum og -kröftum, án þess að vera þó á nokkurn hátt eft- irmyndanir náttúrunnar. I þeim birtist frekar, ef svo má segja, hið huglæga afl náttúrunnar sem hvorki verður mælt né myndað heldur aðeins túlkað sem persónu- leg upplifun listamannsins við strigann. Náttúran er heldur ekki langt undan í stórum málverkum Guð- rúnar Kristjánsdóttur sem dregur formrænar afstraksjónir sínar af landslagi ogsveipar þær dularfullri birtu. Þó er langt í frá um eigin- legar landslagsmyndir að ræða; líkt og hjá Helgu er náttúran aðeins uppspretta tilfinninga og forma en er ekki sjálf viðfangsefni mynd- anna. Hið formræna líf litanna er inntak þessara málverka og í þeim vinnur Guðrún með viðkvæma en þróttmikla litaskala sem skila þeirri djúpu birtu sem er eitt helsta einkenni verka hennar síðustu árin. Verk Bjarna bera aftur á móti enga augljósa náttúrutengingu heldur virðist jafnvel ætlað að koma í stað sjálfra náttúruaflanna og leysa þann ógnarkraft sem býr í málverkin sjálfu, litunum og þeim formum sem þeir mynda. Eins og fyrr málar Bjarni á plexigler og snýr litnum að veggnum svo áhorf- andinn sér í raun bakhlið málverks- ins gegnum glerið. En þar sem hann notaði áður þykk litalög og mismundandi litarefni eru þessi verk unnin með þunnum olíulit blönduðum vatni. Formin á geysist- órum myndfletinum verða til í bar- áttu þessara ósættanlegu efna, olíu og vatns, og virðast endurskapa baráttu einhverra goðsögulegra frumkrafta, þeirra eilífu andstæðna sem sífellt takast á og eru hreyfiafl alls. Verkin eru nánast einlit en svo gagnsæ að í þeim kviknar sterk birta sem lífgar litafletina og kem- ur hreyfingu á formin innra með þeim. Höggmyndir Guðjóns eru ólíkar nokkra öðru, enda beitir hann afar sérstæðri aðferð við gerð þeirra, sýður saman þykka stálhólka í krossa og ferninga og sprengir svo með dínamíti. Afraksturinn er verk sem í senn undirstrika mátt grann- formanna og tæta þau í sundur svo aðeins eru eftir undin brot tilvitnis um sprenginguna. í málverkunum ítrekar Guðjón síðan þetta samspil formrænnar reglu og óreiðu með þvi mála geómetrísk form á strig- ann og hylja þau svo svörtu biki. Sýningin Hverfingar er mikil að vöxtum og fyllir alla sali í Gerðar- safni. Verkin era líka öll stór og kröftug og hver listamaður fyrir sig hefði getað sett sinn hluta upp sem sjálfstæða sýningu. En með því að- tefla þessum verkum saman í eina sýningu nást fram öflug heildarhrif þar sem átökin við form og liti magnast. Hver þessara listamanna býr yfir mikilli orku og það er djarft að setja verk þeirra upp sam- an því hætta hefði verið á að þau kaffærðu hvert annað í átökunum. En á sýningunni gerist einmitt hið andstæða: Svo ólík sem verkin eru ná þau að magna hvert annað upp. Yfirbragð sýningarinnar er fágað enda vinnubrögðin vönduð og fram- setningin hárnákvæm. En áhorf- andinn skynjar þó vel hinn mikla kraft sem ólgar undir og gerir- hverfingar fjórmenninganna svo áhrifamiklar sem raun ber vitni. Jón Proppé Norræn bókasafns-vika að hefjast Stúlkan frá Tuoni landi Heljar, eins og þrír listamenn sem nú sýna í Norræna húsinu, ímynduðu sér að væri fyrir daga Kalevala. „f LJÓSASKIPTUNUM - þjdðsög- ur og sagnir fyrr og nú" er yfir- skrift Norrænu bókasafnavikunn- ar sem hefst mánudaginn 8. nóv- ember, en hún er nú haldin þriðja árið í röð. Bókasöfn á öllum Norð- urlöndum taka þátt í upphafshátíð vikunnar sem felst í því að kl. 18 eru rafljósin slökkt, kveikt er á kerti í bókasöfnunumog lesinn sameiginlegur texti. í ár eru það 1. hluti Kalevala og fiökkusagan Rottupítsan eftir Bengt af Klint- berg. Báðir textarnir eru á vefs- íðu vikunnar: http://www.nordiskbiblioteks- veck.org. Tilgangurinn með bóka- safnavikunni er að vekja athygli á sameiginlegum menningararfi norrænna þjóða og í ár er vakin athygli á sameiginlegri sagnaarf- leifð þjóðanna. Hljóðbók Blindrabókasafn Islands hefur gefið út hljóðbók í tilefni Norrænu bókasafnavikunnar með upplestri á gömlum og nýjum sögnum undir heitinu: í Ijósaskiptunum - þjóð- sögur og sagnir. Lesarar eru þau Hjalti Rögnvaldsson, Sif Ragn- hildardóttirj Jón E. Júlíusson og Sigrún Sól Olafsdóttir. Á þessari hljóðbók má finna bæði brot úr Kalevala og Rottupítsuna auk ijölda annarra sagna. Bókasöfn bjóða auk þessarar upphafshátíðar upp á ýmsar dag- skrár og uppákomur alla vikuna. Vikan er samstarfsverkefni PR hóps norrænna bókasafna og Nor- rænu félaganna. Verkefnið hefur verið styrkt af norrænu ráðherra- nefndinni og bókavarðafélögum Norðurlandanna. Verkefnisstjór- inn þetta árið er í Finnlandi hjá Norræna félaginu þar. Bókasafn Kópavogs Dagskrá í Bókasafni Kópavogs hefst með sameiginlegri dagskrá bókasafnanna kl. 18 og kynnt verður ný hljóðsnælda sem Blindrabókasafn íslands gefur út með upplestri á sögurn og sögn- um. Á miðvikudag hefst dagskrá- in með sögustund kl. 10-14. Leik- hópurinn Fjölskyldan verður með upplestur og býr til blöðrudýr fyr- ir gesti. Einnig verður trúður á ferðinni. Kl. 19:30 verður jóla- föndurkynning í útlánsdeild. Þátt- takendur í hannyrðaklúbbi eru sérstaklega minntir á kynning- una, en hún er öllum opin. Kl. 20 kemur bókmennta- klúbbur Hana-nú saman á neðri hæðinni. Á laugardag kl. 15 les Rúna K. Tetzschner ljóð eftir Þor- geir Kjartansson. Einnig eru tón- listarmenn væntanlegir. Rúna sýnir Ijóð Þorgeirs skrautrituð í sýningarkössunum og víðar í safn inu í nóvembermánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.