Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 23

Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 23 bréfa á móti háskólanum og hans fólki. Hlut háskólans er skipt á þann veg, að uppfinningamaðurinn sjálfur fær 35%, rannsóknarstofa hans 15%, deildin sem hann heyrir undir 10%, læknaháskólinn 30% og Johns Hopkins-háskóli 10%. Hætta á hagsmunaárekstrum Þegar hér er komið sögu er læknirinn orðinn bissnessmaður og hann á töluverðra fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Johns Hopkins gerir sér fyllilega grein fyrir hætt- unni af hagsmunaárekstrum og innan háskólans starfar sérstök nefnd, sem fer reglulega yfir stöðu mála, heimilar vísindamönnum þátttöku í þeim verkefnum sem eru henni þóknanleg eða slær á putt- ana á þeim, ef þeir ætla að ganga lengra en staða þeirra býður. Öll- um vísindamönnum er skylt að taka alltaf fram hvaða hagsmuna þeir eigi að gæta, hvort sem það er þegar þeir birta greinar í fagtíma- ritum eða þegar þeir halda erindi á ráðstefnum. Þetta kom glöggt í ljós á ráðstefnu í Baltimore í október, þar sem Curt I. Civin og starfs- bræður hans tóku skýrt fram hvaða fjárhagslegu tengsl þeir hefðu við fyrirtækin, sem nýttu sér hugvit þeirra, hvort þeir ættu hlutabréf, fengju greidd höfundar- laun, þægju greiðslur fyrir ráðgjöf við fyrirtæki eða annað af því tagi. Það er ekki að ástæðulausu sem Johns Hopkins gætir vel að þessari hlið mála. Fjölmörg dæmi hafa komið upp, þar sem læknar og vís- indamenn hafa dansað á hags- munaárekstralínunni og stundum farið langt yfir það strik. Fyrir rúmum tveimur árum var skýrt frá einu slíku máli í bandarískum fjöl- miðlum. Vísindamaður nokkur vann að rannsóknum á þeim leiða og algenga kvilla, kvefi. Fyrstu niðurstöður hans bentu til, að ákveðnar sink-hálstöflur drægju verulega úr kvefeinkennum. Hann sá sér leik á borði og keypti hluta- bréf í fyrirtækinu sem framleiddi töflurnar góðu. Hálfu öðru ári síðar birtust niðurstöður hans í vísinda- tímariti og ekki var að sökum að spyrja; hlutabréf í hálstöflufram- leiðandanum hækkuðu mjög í verði, vísindamaðurinn seldi hluta- bréf sín og hagnaðist um eina millj- ón króna. Enginn hefur getað sýnt fram á að niðurstöður vísindamannsins hafi verið litaðar af gróðavon hans, enda var hann svosem búinn að fá fyrstu niðurstöður áður en hann keypti sér hlutabréfin. Margir töldu hins vegar að eðlilegt hefði verið að vísindamaðurinn hefði skýrt frá því, um leið og hann birti niðurstöðurnar, að hann ætti hluta- bréf í framleiðandanum, svo fólk gæti myndað sér eigin skoðun á þessum siðferðilega vanda. Þá kom einnig fram, að læknatímarit krefj- ast þess ekki alltaf að vísindamenn leggi fram yfirlýsingu um fjárhags- leg tengsl sín, og virðist vísinda- mönnunum í sjálfsvald sett hvort þeir gefa slíkar upplýsingar. Af ummælum í fjölmiðlum að dæma virðast margúr þó telja það sið- ferðilega óverjandi að gera það ekki. Til að koma í veg fyrir að vís- indamenn séu bundnir af þeirri hugsun, að birting rannsóknarnið- urstaðna hafí góð áhrif á gengi hlutabréfa þeirra, hefur Johns Hopkins sett þá reglu, að engum er heimilt að leysa út hlutafé sitt fyrr en a.m.k. tveimur árum eftir að sala hefst á lyfjum eða annarri vöru, sem byggist á rannsóknun- um. Það getur því liðið langur tími frá því að vísindamaður grúfir sig yfir smásjána þar til hann fær pen- inga í vasann, ef hagsmunaá- rekstranefndin hefur þá heimilað honum að eiga hlutafé, sem er ekk- ert sjálfgefið. En höldum áfram með dæmi af hagsmunaárekstrum. Annað mál, sem kom upp á þessu ári, var öllu alvarlegra en hálstöflurnar. Pró- fessor við Brovm-háskólann á aust- urströnd Bandaríkjanna reyndist hafa þegið um 39 milljónir króna á síðasta ári sem ráðgjafi lyfjafyrir- tækja. Hann hafði hælt lyfjum þeirra í hástert í greinum og fyrir- lestrum, en látið hjá líða að taka Homewood House safna- byggingin á John Hopkins háskólasvæðinu, en skól- inn hefur mótað sér skýrar reglur um hvernig skuli fara með uppfinningar og einkaleyfi vísindamanna, sem starfa innan vébanda hans. fram að hann fengi háar upphæðir í laun frá þessum sömu fyrirtækj- um. Háskólinn, þar sem hann starfaði, gerði ekki kröfur um að vísindamenn innan hans legðu fram nákvæmar upplýsingar um þóknanir frá fyrirtækjum. Þeir þurftu ekkert að tíunda, aðeins láta vita hvort sú upphæð færi yfir 10 þúsund dali á ári, enda er sú regla bundin í lög. Sem dæmi um þær athafnir vís- indamannsins, sem voru kveikjan að fréttaskrifum, má nefna að hann var einn höfunda greinar um ágæti ákveðins þunglyndislyfs. Greinin var birt í fyrra, á sama ári og hann þáði rúmar 15 milljónir króna frá fyrirtækinu sem framleiddi lyfið. Onnur grein birtist einnig í fyrra, þar sem hann lofaði þetta sama lyf og tvö önnur þunglyndislyf í há- stert. Þau fyrirtæki, sem framleiða hin lyfin tvö, greiddu honum sam- tals um 6 milljónir króna á síðasta ári. Auk þeirra upphæða, sem runnu beint til vísindamannsins, lögðu tvö þessara fyrirtækja fram nær 300 milljónir króna til að styðja rannsóknir hans. Loks skal hér nefnd til sögunnar kanadísk könnun, sem birt var í New England Journal of Medicine. Þar voru skoðaðar 70 greinar um ákveðið lyf. Af þeim læknum, sem mæltu með lyfinu, reyndust 96% hafa fjárhagsleg tengsl við fram- leiðanda þess. Að vísu heyrðust líka gagnrýnisraddir um lyfið, en í hópi gagnrýnendanna höfðu 37% fengið fjárstuðning frá framleið- andanum, sem sannar þó a.m.k. að ekki er sjálfgefið að vísindamenn hrósi hendinni sem fæðir þá. Það sem var þó kannski athyglisverðast við rannsóknina á greinunum 70 var að í aðeins tveimur tilvikum höfðu höfundar þeirra samtímis birt upplýsingar um fjárhagsleg tengsl sín við lyfjafyrirtæki. Hagsmunatengsl og niðurstöður fram í dagsljósið Margir virtustu háskólar Banda- ríkjanna reyna allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að vísinda- menn þeirra verði sakaðir um hagsmunaárekstra. „Við viljum ekki bíða þar til svona mál koma upp,“ segir Scott L. Sherman, sem er aðstoðarrektor Johns Hopkins- læknaháskólans og hefur samstarf læknaháskólans og fyrirtækja á sinni könnu. „Hætta á hagsmunaá- rekstrum er nóg til að við grípum í taumana. Við verðum að draga öll svona viðskiptasambönd fram í dagsljósið, svo fólk geti sjálft myndað sér skoðun á þeirri stöðu sem vísindamaðurinn er í.“ Annað er það, sem háskólar gæta yfirleitt vel að í samningum sínum við fyrirtæki, og það er að fyrirtækin geti ekki stöðvað rann- sóknir eða birtingu rannsóknar- niðurstaðna. Dæmi eru um að fyr- irtæki, sem greiða fyrir rannsókn- ir í von um að niðurstaðan verði þeim þóknanleg, bregðist illa við þegar raunin er önnur. Þau hafa viljað setja klausu í rannsóknar- samninga um neitunarvald sitt, til að niðurstöður verði ekki birtar á prenti, og dæmi eru vissu- lega til að þeim hafi tekist það. í stöðluðum rann- sóknarsamningi, sem Johns Hopkins leggur til grundvallar við- skiptum sínum við fyrirtæki utan háskól- ans, er hins vegar tek- ið íram að háskólan- um sé heimilt að birta niðurstöður sínar, en fyrirtækið fái þær til yfirlestrar 30 dögum áður en þær séu sendar útgefanda, í þeim tilgangi einum að ganga úr skugga um að ekki sé af slysni ljóstrað upp um mál, sem gætu orðið grundvöllur einkaleyfis. Ef fyrirtækið telur hættu á slíku get- ur það dregið útgáfuna um 90 daga, á meðan einkaleyfismálum er bjargað fyrir horn, en ekki lengur. Frelsi til rannsókna mikilvægast Vísindin og viðskiptin deila æ oftar sömu sæng. Heimsókn til Johns Hopkins færir heim sanninn um það. Curt I. Civin er fjarri því að vera eini vísindamaðurinn þar á bæ sem stendur með annan fótinn í heimi viðskiptanna. Starfsbróðir hans, John D. Gearhardt, komst í fréttirnar síðastliðið haust þegar honum og félaga hans tókst að ein- angra stofnfrumur fósturs. Þótt þau vísindi séu skammt á veg kom- in hefur Geron Corporation, stór- fyrirtæki á sviði erfðavísinda sem m.a. keypti Dolly-klónunarfyrir- tækið Bio-Med í Skotlandi fyrr á árinu, þegar tryggt sér leyfi til að nýta frekari rannsóknir á þessu sviði. Gearhardt er því líka á leið í bissness. Þriðji vísindamaðurinn, sem varð á vegi blaðamanns í Johns Hopkins, er Se-Jin Lee, erfðafræð- ingur sem uppgötvaði að með því að blokka ákveðin prótín í vöðva- frumum verða þessir sömu vöðvar a.m.k. tvisvar sinnum stærri en ella. Se-Jin Lee sýndi þessu til staðfestingar tvær mýs, aðra ósköp venjulega en hina svo vöðvastælta að engu var líkt. Lee er líka kom- inn í bissness, hann á hlut í fyrir- tæki sem ætlar sér að nýta þessa uppgötvun í landbúnaði. Lesendur geta vísast ímyndað sér kjúklinga á stærð við sauðfé og sauðfé á stærð við holdanaut. Þetta skiptir Lee þó ekki öllu máli. Hann vonast til að frekari rannsóknir á vöðvaprótín- inu leiði til þess að hægt verði að hjálpa fólki sem haldið er vöðva- rýrnunarsjúkdómum, eða bæta líf þeirra sem haldnir eru sjúkdómum á borð við alnæmi eða krabbamein, þar sem rýrnun líkamans dregur fólk til dauða fyrr en ella. „Ég ætla að halda áfram að starfa innan há- skólans, því héma hef ég frelsi til rannsókna," segir læknirinn og hlutabréfaeigandinn Lee. „Ég gæti aldrei farið að starfa hjá fyrirtækj- um í iðnaði, þar sem allar rann- sóknir verða að hafa hagnýtt gildi. Það er einmitt við þær rannsóknir, sem virðast óhagnýtar í fyrstu, sem vísindamenn detta niður á nýj- ar lausnir." Og þar er mergurinn vísindanna. {landi birtunnar er sýning á íjölda vatnslitamynda eftir Asgrím Jónsson sem eiga sér enga hliðstæðu í ís- lenskri myndlist. Snortinn af lands- lagi afskekktra staða, víðum sjón- deildarhríngnum og birmnni sem stafar af jöklunum, túlkaði Asgrímur rómantíska sýn á ísland þar sem náttúran er upphafm og tignarleg. Með þessum einstöku myndum vill Listasafuið kynna almenningi þennan einstæða myndflokk fremsta vatnslita- málara landsins. AÐRAR SÝNINGAR: • Nýja málverkið á 9. áratugnum • Öræfalandslag • Fimm súmmarar LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvcgi 7 • Sími 562 1000 Opið alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 .ANDSSÍMINN STYRKIR LISTASAFN ÍSLANDS LANDS SIMINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.