Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 33

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 33
32 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ PltrgmnMnMlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR AFUNDI miðstjórnar Fram- sóknarflokksins í fyrradag, sagði Halldór Asgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður flokksins, að álver á Reyðarfirði væri eitt mikilvægasta byggða- mál, sem upp hefði komið í ára- tugi. Ekki skal dregið úr því, en þá skiptir líka máli, að rétt sé að því staðið og að menn freistist ekki til að stytta sér leið. Fljótsdalsvirkjun er ein helzta forsenda þess, að álver verði byggt á Reyðarfirði. Deilurnar um þetta mál snúast ekki um það, hvort álver skuli byggt á Reyðar- firði. Þær snúast um það, hvort nauðsynlegt sé að sambærilegt umhverfismat fari fram á Fljóts- dalsvirkjun og lög kveða á um, að fram skuli fara um aðrar virkjan- ir. Talsmenn þess að Fljótsdals- virkjun skuli ekki fara í umhverf- ismat eins og aðrar virkjanir halda því fram á þeirri forsendu, að gamalt virkjanaleyfi liggi fyrir. Þeir sem krefjast þess, að virkjun- in fari í umhverfismat samkvæmt tiltölulega nýjum lögum, benda á, að það virkjanaleyfi hafi verið veitt við allt aðrar aðstæður. Ný sjónarmið og viðhorf hafi rutt sér til rúms, sem geri það að verkum, að óhyggilegt sé fyrir stjórnvöld að halda fast við að reisa virkjun- ina á grundvelli þess leyfis. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Með sama hætti og álver getur haft mikla þýðingu fyrir byggð- irnar á Austurlandi skiptir það líka miklu máli fyrir byggðastefn- una almennt, að sæmileg sam- staða verði um hana. Það er alveg ljóst, að slík samstaða verður ekki nema fram fari svonefnt lög- formlegt umhverfismat á Fljóts- dalsvirkjun. Staðhæfingar um, að til þess væri of naumur tími, standast ekki. í fyrsta lagi er ljóst, að hefði sá ferill farið í gang þegar á síðasta ári, þegar fyrst heyrðust raddir um, að of skammur tími væri til þess, yrði því umhverfismati lokið snemma á næsta ári, en rætt hefur verið um, að ganga frá samningum við Norsk Hydro á miðju næsta ári. I öðru lagi er ljóst, að því fer fjarri, að við eigum allt undir Norsk Hydro í þessum efnum. Annað fyrirtæki, Columbia Ventures, hefur lýst vilja til að byggja álver á Austurlandi. Það fyrirtæki hef- ur ekki sett nein tímamörk með sama hætti og Norsk Hydro virð- ist hafa gert. I þriðja lagi eru yf- irgnæfandi líkur á, að hugsanlegt álver á Reyðarfirði verði eina ál- verið, sem leyft verði að byggja í okkar heimshluta úr því sem komið er og er þá bæði horft til Norður-Ameríku og Vestur-Evr- ópu. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja í áliðnaði að það verði ekki leyft að byggja fleiri álver í þessum heimshluta af al- kunnum ástæðum. Samningsstaða okkar Islend- inga er því sterk, raunar svo sterk, að ekki er ólíklegt að við gætum selt aðstöðuna til þess að byggja álver á Reyðarfirði fyrir verulega upphæð. Það eru marg- ir kostir fyrir álfyrirtækin því samfara að byggja álver í þjóðfé- lagi á borð við okkar. Vandamál- in samfara því að byggja slík fyr- irtæki í þróunarlöndunum eru margvísleg eins og allir vita. Þegar á allt þetta er litið er ekkert vit í því að keyra í gegn á Alþingi byggingu Fljótsdalsvirkj- unar án þess að virkjunin fari í það umhverfismat sem lög kveða á um að aðrar virkjanir skuli fara í. Það skiptir miklu máli að hér hefjist ekki nýjar og harðar deil- ur um mál á borð við þetta í kjöl- far deilunnar um kvótakerfið, sem margir binda vonir við að sjá megi fyrir endann á. Harkaleg þjóðfélagsátök um Fljótsdalsvirkjun eru engum til góðs. Hin málefnalegu rök eru öll með því að virkjunin fari í umn- hverfismat. Það er ekkert sem segir að það mat verði neikvætt. Það getur allt eins orðið á þann veg, að það sé ekkert athugavert við að byggja virkjunina, eins og Steingrímur Hermannsson fyrr- verandi formaður Framsóknar- flokksins benti á í umræðum á miðstjórnarfundinum. Ef niður- staða matsins yrði jákvæð mundu margir þeirra sem nú hafa efasemdir um þessa fram- kvæmd snúast til fylgis við hana. Ef matið yrði neikvætt væri ekk- ert vit í að byggja virkjunina. Það er öllum til góðs að farið verði að settum leikreglum. Þótt Alþingi hafi sett bráðabirgðaá- kvæði í lög, sem undanþiggi virkjunina umhverfismati, hafa aðstæður breytzt á þann veg, að umhverfismat er forsenda þess, að sæmileg samstaða geti tekizt um þær framkvæmdir, sem Hall- dór Asgrímsson telur mikilvæg- asta byggðamál í áratugi. MIKILVÆGASTA BYGGÐAMÁLIÐ Frá Seyðisfírði minn- ist ég sérstaklega fóst- urforeldra minna, sem voru mér svo góð, heldur Gunnlaugur Scheving áfram. Þetta voru líka mín æskuár með skemmtilegum leikbræðrum, maður dró físk inni á firðinum á lognkyrrum sumarkvöidum. Bátur- inn hét Sálarháski. Eg fór líka á öðrum bát, sem hét Krummaskuð, höfundar nafnanna eru mér ókunn- ir. Það er eitthvað af þeim sannar- lega þjóðsálarstreng í þessum nafn- giftum, að mér finnst, og þessi strengur á stundum sinn skemmti- lega tón, en hryssingslegan og gróf- an. Hver þekkir ekki land og þjóð í þessari dásamlegu vísu: Fjallaskauða foringinn, fantur nauðagrófur, er nú dauður afi minn Oddur sauðaþjófur. En þú varst að minnast á Seyðis- fjörð. Fjöllin þar eru brött og há. Á öllum árstíðum urðu þau mér ein- hver ævintýraveröld, stundum í ná- lægð, stundum fjarri, handan við sól og stjömur. Fjöllin skyggðu á him- ininn, nema hið efsta. Á vetrum var sólargangur stuttur, mig minnir við drekka sólarkaffi kringum 14. febrú- ar austur þar. Annars var ég alltaf í sátt við fjöllin, enda mikið undir því komið á þeim stað. Það er, að mér finnst, ofar minni getu að lýsa þessu stórbrotna og ævintýralega um- hverfi, en ég man íjöllin bezt í ljósa- dýrð haust- og vetrarkvölda, þar sem þau sameinuðust stjömum og norðurljósum í tunglskininu, tind- amir hurfu inn í blágrænt litaflóð himinsins. Það var alltaf einhver hreyfing, eitthvað að gerast uppi í háloftunum. Mér fannst sem tindar fjallanna yrðu til á ný í ljóstungum himinsins, og sveifluð- ust án afláts yfir djúp- um bláma geimsins. En þrátt fyrir þessa töfra haust- og vetrar- kvölda átti andi nátt- úmnnar sinn hramm, er síðarmeir marði sundur fyrir mér þær góðu leiðbeiningar um smekk- vísi og tíðaranda í listinni, sem góð- hjartaðir og viðurkenndir hugsuðir hafa miðlað mér bæði fyrr og nú, en án árangurs. Annars var lífið ekki einn óslitinn draumur um fjöll og himin. Eg þurfti eins og allir aðrir að vinna, strax og ég hafði til þess dug og vit. Það var puðað í saltfiski, staðið við beitingu, unnið við að afferma skip, og ég var líka innanbúðar, þegar svo bar undir. Þetta gekk allt þolanlega, jafnvel þó mér þætti blautfiskurinn ekki beinlínis skemmtilegur frekar en kaupmaðurinn, sem átti hann. Sumarfrí vom þá víst engin, en ég vann sjaldan á sunnudögum, teikn- aði þá heima eftir myndum úr blöð- um og bókum, sem ég fann, eða ég fór upp í fjall og horfði á það, sem fyrir augu bar, og þorpið fyrir neðan varð ósköp umkomulítið undir risa- vöxnum fjallaveggjum fjarðarins. M: Þú hefur kunnað vel við þig þama, en hvað viltu segja mér af fólkinu á staðnum? G: Jú, það var bara nokkuð gott, eiginlega ágætt. Það var heilbrigt á sönsum, engir fylliraftar og tvær eða þrjár manneskjur smábilaðar. Það mundi maður kalla góða út- komu nú á dögum í níu hundmð manna bæ. En fólkið var yfirleitt heldur fátækt og flestir höfðu nóg með að sjá fyrir sér og sínum. Ann- ars stóðu þama listir með töluverð- um blóma, þegar allar aðstæður em teknar til greina. Það var kór þama og mig minnir líka lúðrasveit og það var spilað á fortepíanó í betri hús- um. Eg held það hafi verið lítið um harmónikku og þótti mér það leiðin- legt, minn vondi smekkur, sem ég hef alltaf reynt að rækta með mér, sagði snemma til sín. En kannski hefur verið spilað á hannónikku á böllunum í Bindindishúsinu. Svo áttum við þarna gott alþýðuskáld, Karl Jónasson. Hann orti smávísur, þær vom skemmtilegar. M: Kanntu nokkuð af þeim? G: Jú, ég man nú í svipinn tvær. Það var stundum haft fyrir kæk í máli í þá daga austur þar, sérstak- lega uppi á Héraði, að segja þam- ana - í staðinn fyrir þama. Karl hafði næmt eyra fyrir fallegu máli eins og flestir þeir, sem yrkja og þótti honum þetta málfar leiðinlegt. Hann gerði þá þessa vísu: AfHéraðinuhémana hingað kom sú amana, þjóta stúlkan þamana þú ættír að bamana. Karl var innanbúðar í einhverri verzlun á Seyðisfirði, það var fyrir mína daga, ég held verzlunin hafi heitið Gamla pöntunin. Eg heyrði sagt frá því, að eitthvert sinn hafi hann lent í orðakasti við mann, sem fór inn fyrir búðarborðið. Hann gerði sig heimakominn, sá smjör- stykki uppi í hillu og skar flís úr vömnni til reynslu. Þetta reyndist vera hvit sápa, hún var þá í tízku. Maðurinn var Homfirðingur og þótti honum smjörið, sem hann hélt vera, vont og skammaði Karl fyrir að hafa þrátt og myglað smjör til sölu. Varð einhver orðasenna út af þessu, þá kvað Karl þessa vísu: Mikið er hún makalaus manna og dýra brautín, hér má líta hornalaus Homafjarðamautin. M. HELGI spjall SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 33 . ... REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. nóvember Það er bæði athygl- isvert og mikið ánægjuefni, hvað sjálfstraust Islend- inga í viðskiptum á al- þjóðavettvangi hefur auk- izt mikið á undanfömum ámm. Það er að verða nán- ast daglegt brauð, að frétt- ir berist af auknum umsvifum Islendinga í viðskiptum í öðmm löndum. I Morgunblað- inu í dag, laugardag, má sjá tvö athyglisverð dæmi um þetta. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hf. hefur ásamt tveimur öðrum aðilum gert tilboð í öll hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tæki á Nýfundnalandi, en fyrirtækið gerir út skip og starfrækir fiskvinnslustöðvar á Nýfundnalandi og í Bandaríkjunum og stundar alþjóðleg viðskipti með fisk. Þótt SH sé ekki leiðandi aðili í þessari tilboðsgerð er óhjákvæmilegt að vangaveltur komi upp um hvað fyrir forráðamönnum fyrirtækisins vaki. Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, segir í samtali við Morgunblaðið, að fyrirtækið á Nýfundnalandi sé álitlegur fjárfestingarkost- ur, ekki sízt með tilliti til markaðarins í Bandaríkjunum, en auk þess sjái menn fram á aukningu í fískveiðum við Nýfundnaland. Það er hefðbundið svar, þegar fyrirtæki kaupa önnur fyrirtæki eða veralegan hlut í þeim, að það sé gert í fjárfestingarskyni, en oftar en ekki er ástæðan önnur. Bandaríkjamarkaður er ekki lengur sá mikilvægi þáttur í útflutningsstarfsemi okk- ar Islendinga sem áður var. Það hefur frem- ur verið samdráttur í rekstri Coldwater, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum, á seinni ámm m.a. vegna þess, að fiskurinn frá íslandi hefur leitað annað. Dótturfyrirtæki IS, sem nú hefur verið sameinað SIF, hefur lent í miklum rekstrarerfiðleikum vestan hafs eins og kunnugt er. Eftir sameiningu SÍF og ÍS veltu menn því fyrir sér, hvort hið sameinaða fyrirtæki og SH mundu taka höndum saman í Bandaríkjunum og sá kost- ur var ekki útilokaður í yfirlýsingum tals- manna þeirra þegar fregnir bámst af sam- einingu SIF og IS. Þátttaka SH í tilboði í hlutabréf kanadíska fyrirtækisins nú leiðir hins vegar til þess að menn velta því fyrir sér, hvort hugmyndin sé að skapa öflugri einingu á markaðnum vest- an hafs með sameiningu þess fyrirtækis og Coldwaters á einn eða annan veg og hvort slíkt sameinað stærra fyrirtæki mundi hugs- anlega gera tilboð í verksmiðju SÍF í Banda- ríkjunum. Sameining SÍF og ÍS hefur áreiðanlega komið forráðamönnum SH í opna skjöldu, þegar hún varð að vemleika fyrir nokkmm vikum. Fyrir ári fóm fram viðræður um sam- einingu SH og ÍS, sem ekki bám árangur þá. Ekki er ósennilegt að forsvarsmönnum SH hafi þótt þeir missa af lestinni með samein- ingu SÍF og ÍS og að þeir hafi leitað leiða til þess að styrkja stöðu sína á ný með nýrri leikfléttu á skákborði viðskiptalífsins. Hitt er svo annað mál, að þótt tilboð hafi verið gert í fyrirtæki á Nýfundnalandi hefur því ekki þar með verið tekið. Ekki er óhugs- andi, að fleiri aðilar á fiskmarkaðnum vestan hafs hugsi sér til hreyfings við þessi tíðindi og að aðrir aðilar komi til skjalanna með ann- að tilboð. Þess vegna gæti vel farið svo að þátttaka SH í gerð tilboðs í hlutabréfin í kanadíska fyrirtækinu verði til þess, að ís- lenzkt fyrirtæki lendi í fyrsta sinn í hörðum átökum um yfirráð yfir öðra fyrirtæki á markaðnum í Norður-Ameríku, en slík átök em algeng bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirleitt leiða þau til þess, að mun hærra verð fæst fyrir fyrirtækið, sem tilboð er gert í, en stefnt er að í upphafi. Hver svo sem framvinda mála verður á Nýfundnalandi er Ijóst, að mikil umbrot em í aðsigi hjá íslenzku fyrirtækjunum á fisk- markaðnum í Bandaríkjunum. Telja má lík- legt, að aðild SH að umræddu tilboði sé vís- bending um, að forráðamenn SH og Cold- water hyggist reyna að brjótast út úr þeirri stöðnun, sem þar hefur ríkt um skeið. SÍF getur vel orðið aðili að þeim umbrotum vegna þess að fyrirtækið á nú fullkomnustu fiskréttaverksmiðjuna á þessu markaðs- svæði, þótt rekstur hennar í byrjun hafi gengið erfiðlega. En það er jafnframt athyglisvert, að ís- lenzku sjávarútvegsfyrirtækin hafa verið að þreifa fyrir sér með ýmsum hætti í nálægum ríkjum. Við Islendingar emm nú aðilar að Morgunblaðið/RAX A pollinum við ísafjörð. rekstri í sjávarútvegi í Noregi, Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjun- um, Mexíkó og Chile, svo nokkur dæmi séu nefnd. Nú er stefnt að því að ná fótfestu á Nýfundnalandi, en þar höfum við lengi átt umtalsverð viðskipti. Þetta sýnir, að forráða- menn íslenzku sjávarútvegsfyrirtækjanna takmarka sig ekki lengur við rekstur sjávar- útvegs á Islandi en vinna í þess stað mark- visst að því að skapa sér stöðu á helztu sjáv- arútvegssvæðum í nálægum löndum. Þessum landvinningum fylgja tækifæri fyrir ungt fólk til þess að ölast reynslu í viðskiptalífinu í öðmm löndum. Það er ómetanlegt og er lík- legt til þess að ýta undir viðleitni Islendinga til þess að hasla sér völl í fleiri atvinnugrein- um á alþjóðavettvangi. VIÐLEITNI OKK- ar til þess að verða þátttakendur í al- þjóðlegum viðskipt- um á sér auðvitað langa sögu og snemma á öldinni vora Islendingar virkir í sölustarfsemi á saltfiskmörkuðum í Suður- Evrópu, þar sem Þórður Albertsson og Hálf- dán Bjamason komu mjög við sögu. En þeg- ar litið er yfir tímabilið frá lýðveldisstofnun er það uppbygging Jóns Gunnarssonar á Coldwater í Bandaríkjunum og umsvif Loft- leiða í öðram löndum, sem marka ákveðin þáttaskil. I áratugi takmarkaðist þátttaka okkar í alþjóðlegu viðskiptalífi við starfsemi íslenzkra fisksölufyrirtækja og flugfélaganna og síðar Flugleiða. Á síðasta áratug hófu skipafélög að auka umsvif sín erlendis með því að kaupa fyrirtæki og setja upp dóttur- fyrirtæki til þess að annast flutninga á sjó og flutningamiðlun í landi. Á þessum áratug em það sjávarútvegsfyrirtækin, sem hafa sett mark sitt á þessa þróun og nú em vísbend- ingar um að hin líflegu íslenzku fjármálafyr- irtæki hyggist auka umsvif sín í öðmm lönd- um. I Morgunblaðinu í dag, laugardag, er frá því skýrt að Kaupþing hafi sótt um leyfi til Fjármála- starfsemi í Evrópu bankastarfsemi í Lúxemborg, en fyrirtækið hóf starfrækslu verðbréfasjóða þar árið 1996 og hefur rekið þar verðbréfafyrirtæki í eitt og hálft ár. í samtali við Morgunblaðið segir Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, m.a. um þennan nýja þátt í starfsemi fyrir- tækisins: „Það hefur sýnt sig að Kaupþingi hefur tekizt ágætlega upp í því umhverfi, sem er að finna í Evrópu. Við teljum því nú vera tímabært að þróa fyrirtækið frekar og fá réttindi sem banki, sem geti þar með þjón- að núverandi viðskiptavinum enn betur en áður. Og jafnframt sótt á í samkeppni við önnur evrópsk fjármálafyrirtæki. Áherzla okkar er sú, að ef ætlunin er að stækka og þróast er nauðsynlegt að horfa lengra en til markaðarins hér heima.“ Um væntanlegan viðskiptavinahóp hins nýja banka Kaupþings í Lúxemborg segir Sigurður Einarsson: „Markmiðið er að tekj- ur af þjónustu við íslenzka aðUa, fyrirtæki sem tengjast Islandi eða við Islendinga bú- setta erlendis, en þeir em reyndar um 16 þúsund manns, verði ekki meiri en helming- ur af rekstrartekjum bankans. Við emm ein- faldlega að keppa á hinu evrópska efnahags- svæði.“ Ummæli Sigurðar Einarssonar sýna, að það er ekki sízt þörfin fyrir aukna vaxtar- möguleika, sem veldur því að Kaupþing stefnir nú á aukin umsvif í Evrópu. Það er ljóst, að íslenzki markaðurinn er mjög tak- markaður og verður það alltaf vegna fá- mennis þjóðarinnar. Tæpast fer lengur á milli mála, að ætlun sparisjóðanna, Kaup- þings og Orca-hópsins með þeim viðskiptum, sem mestum deilum ollu í ágústmánuði, hef- ur verið að sameina Kaupþing og FBA. Eftir að sú tilraun fór út um þúfur horfir Kaup- þing nú til annarra átta. Með sama hætti og forsvarsmenn SH hafa talið nauðsynlegt að leika nýjan leik eftir sameiningu SÍF og ÍS er ekki ósennilegt að forsvarsmenn Kaup- þings hafi fundið hjá sér þörf til þess að kveðja sér hljóðs með öðmm hætti eftir að niðurstaða fékkst í málefnum FBA. Alla vega er Ijóst, að hin auknu umsvif Kaupþings í Lúxemborg og sú yfirlýsta stefna fyrirtækisins að taka þátt í samkeppni fjármálafyrirtækja á hinu evrópska efna- hagssvæði á eftir að vekja upp spurningar í öðram íslenzkum fjármálafyrirtækjum um þeirra eigin stöðu. Takist vel til í rekstri Kaupþings í Evrópu getur fyrirtækið náð að vaxa með enn meiri hraða en áður. Þeir möguleikar eiga vafalaust eftir að leiða til þess að samkeppnisaðilar fyrirtækisins hugsi sér einnig til hreyfings. Það sama á við hér og um hin auknu um- svif sjávarútvegsfyrirtækjanna í öðmm lönd- um, að starfsemi Kaupþings í Evrópu opnar ný tækifæri fyrir unga íslendinga, sem hafa verið að afla sér reynslu á þessu sviði. Nokk- ur hópur ungs fólks fer héðan til starfa á vegum Kaupþings í Evrópu, öðlast þar verð- mæta reynslu og nýja sýn á fjármálamarkað- inn, sem á eftir að skila sér með margvísleg- um hætti hingað heim. Þess vegna er þetta ánægjuleg þróun, sem á eftir að hafa mikil áhrif á uppbyggingu og þróun íslenzks at- vinnulífs á nýrri öld. í UMRÆÐUM UM bankamálin í ágústmán- uði var nokkrum CL' o A sinnum vísað til öjonarmio reynslu Norðmanna, Norðmanna á það bent að þar í landi væm reglur um, að enginn einn aðili mætti eiga meira en 10% í fjármálafyrirtækjum, en jafnframt var því haldið fram, að reynsla Norðmanna af slíkum reglum væri ekki góð og unnið væri að breytingum á þeim. I Morgunblaðinu í dag er skýrt frá umræðum í Noregi um eign- arhald á bönkum, sem setja þær umræður í nokkuð annað Ijós, en haldið hefur verið fram. í frásögn Morgunblaðsins segir: „í Noregi em í gildi reglur, sem banna einstökum aðil- um, þ.e. fyrir utan ríkið, að eiga meira en 10% í fjármálafyrirtækjum. I frumvarpi rík- isstjómarinnar er haldið fast við þessa meg: inreglu, en ein undantekning heimiluð. I fmmvarpinu er gert ráð fyrir, að fjármála- fyrirtæki megi eiga allt að 25% hlut í öðm fjármálafyrirtæki ef um skipulegt samstarf fyrirtælganna er að ræða.“ Þetta þýðir, að það er rangt, sem haldið var fram í umræðunum hér, að Norðmenn hygðust breyta í gmndvallaratriðum reglun- um um takmörkun á eignarhaldi í bönkum en jafnframt að þeir era að taka upp sömu reglu og gildir í flestum löndum og Morgunblaðið hefur rakið ítai’lega, að greinarmunur er gerður á því hvort um er að ræða almenn fyrirtæki eða einstaklinga í viðskiptalífinu eða önnur fjármálafyrirtæki. En það kom skýrt í ljós í yfirliti því, sem Morgunblaðið birti fyrir nokkm og byggt var á skýrslu bandaríska bankaeftirlitsins, að í fjölmörgum löndum gilda aðrar reglur um aðild fjánnála- fyrirtækja að öðum fyrirtækjum í sömu grein. En jafnframt er það athyglisvert fyrir okkur að sjá, hvað Norðmenn vilja fara sér hægt í einkavæðingu bankanna almennt. Þeir stefna að því að ríkið eigi ekki minna en þriðjung í þeim bönkum, sem ríkið á nú aðild að. Það er auðvitað Ijóst, að deilumar um söluna á FBA valda því, að menn munu áreiðanlega doka við og hugsa vel sinn gang áður en næstu skref verða stigin, þótt ólík- legt megi telja, að sama íhaldssemi verði hér og í Noregi að þessu leyti. Það er líka áhugavert fyrir okkur íslendinga að fylgjast með umræðum í Noregi um erlenda eignar- aðild að bönkum, en tilboð sænskra banka í hlutabréf í norskum bönkum hafa kallað fram andstöðu í Noregi við að bankarnir þar lendi í erlendri eigu. Minnir þetta að hluta til á umræður um hugsanleg kaup sænsks banka á stórum hlut í Landsbankanum á síðasta ári. Þótt sú gerjun í sjávarútvegi og fjármála- lífi, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, hafi leitt og muni leiða til margvíslegra deilna og átaka innanlands, er hún þó fyrst og fremst til marks um þann mikla kraft, kjark og framsýni, sem einkennir íslenzkt at- vinnu- og viðskiptalíf um þessar mundir. Það skiptir mestu máli. „Það sama á við hér og um hin auknu umsvif sjávarútvegs- fyrirtækjanna í öðr- um löndum, að starf- semi Kaupþings í Evrópu opnar ný tækifæri fyrir unga Islendinga, sem hafa verið að afla sér reynslu á þessu sviði. Nokkur hópur ungs fólks fer héðan til starfa á vegum Kaupþings í Evrópu, öðlast þar verðmæta reynslu og nýja sýn á fjármálamarkað- inn, sem á eftir að skila sér með marg- víslegum hætti hing- að heim.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.