Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.11.1999, Qupperneq 40
•» 40 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ELÍSABET KRIS TINSDÓTTIR + Elísabet Krist- insdóttir fæddist í Reykjavík hinn 17. júlí 1918. Hún and- aðist á Landakots- spítala 30. október síðastliðinn. For- eldrar Elísabetar voru Kristinn Sig- urðsson múrara- meistari og Elísabet Bergsdóttir hús- móðir. Albræður Elísabetar voru þrír: Gunnlaugur, Aðal- steinn og Bergur. Hálfsystkini Elísa- betar eru tvö, Bergur og Helga. Eiginmaður Elísabetar er Andrés Gestsson. Uppeldissonur hennar er Birgir Andrésson en sonur Birgis er Arnaldur Freyr. Skólaganga El- ísabetar var barna- skóli og Kvenna- skólinn í Reykjavík. Elísabet var hús- móðir og vann í Burstagerð Blindra- félagsins. Útför Elísabetar fer fram frá Foss- vogskapellu mánu- daginn 8. nóvember og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast elskulegr- ar, fyrrverandi tengdamóður minn- ar nokkrum orðum. Hún Elísabet Kristinsdóttir var merkileg kona - eiginlega kraftaverk, því betri og elskulegri manneskju er ekki hægt að hugsa sér. Svo var hún líka svo falleg. Hún var amma hans Arnald- ar og dagmamman hans þegar hann var á fyrsta ári, enda gat hún allt. Mér hefur alitaf fundist hún geta r allt og gera allt betur en aðrir, þó að þeir hafi sjón. Hún bjó til besta mat- inn og bakaði langbestu jólakökur í heimi. Hún vai- húsmóðir fram í fingurgóma í orðsins fyllstu merk- ingu. Bjó sér, manni sínum og syni yndislegt, hreint, fágað og fallegt heimili sem ber alltaf vott um þann myndarskap og dugnað sem Elísa- bet bjó yfir. Og hvað hún var alltaf góð við okkur öll. Það var líka svo gaman að koma í Hamrahlíð, borða saman, spjalla saman, hlæja og skemmta sér. Nei - það var aldrei vandi þar að hafa skemmtilegt. Svo var hún alltaf kát glöð og hlátur- mild. Já - Beta mín var amma og Amaldi alltaf svo góð blíð og ein- stök. í rauninni er ég þakklátust forsjóninni fyrir að hafa leyft mér að kynnast Elísabetu og Andrési því yndislegri, duglegri og æðrulausari manneskjur en þau er maður bara ekki svo heppinn að fá að rekast á oft á lífsleiðinni, enda hefur aldrei verið hægt að tala um annað þeirra án þess að minnast á hitt. Því virð- ingin, samheldnin, ástin, kærleikur- inn og vinskapurinn sem einkenndi þeirra hjónaband var með þeim hætti að kalla mætti ástarsögu ald- arinnar án þess að roðna. ->- Já elsku Andrés, það þurfti því miður samt að koma að því að leiðir ykkar skildust en ef tími í alheimi er afstæður, sem ég held að sé, þá lif- um við andartak og sameinumst á ný þeim sem við elskum, útsofin og endurnærð og getum leikið okkur saman á glitskýjum. Sigríður Guðjónsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Jrnr Þessi yndislega og góða kona gekk æðrulaus í gegnum lífið og heyrði ég hana aldrei kvarta, þó svo margt hefði á móti blásið, m.a. missti hún móður sína ung að árum og fékk berklasmit í augun og missti BLÓMABÚÐ MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA í GLEÐI OG SORG. •40 ÁRA STARFSREYNSLA í ÚTFARARSKREYTINGUM. MICHELSEN HÓLAGARÐI, sími 557 3460 sjónina mjög ung. Þá voru síðustu mánuðir og ár ævi hennar erfið vegna veikinda en á þeim tíma eins og alltaf naut Beta ástar og um- hyggju Andrésar eiginmanns síns. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að ininnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Eg undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast þessa góðu konu mikið fyrstu æviár mín, en þá bjó hún hjá uppeldismóð- ur sinni Laufeyju Jónsdóttur (ömmu) sem bjó í sama húsi og ég ásamt foreldrum mínum og bróður, en Laufey var seinni eiginkona Kristins Sigurðssonar föður Betu. Alltaf þegar ég kom til Betu og ömmu mætti mér einlæg hlýja, kær- leikur og traust, sem ekki er unnt að lýsa með orðum. Ófáar voru stund- irnar sem við Beta og amma vorum saman og spjölluðum um allt mögu- legt. Mér, barninu, voru kennd kvæði, að búa til bursta og setja prjóna í merki ásamt fleiru. Þá þótti litlum dreng ekki lítil upphefð í og sér vera sýnt mikið traust í því, að fá að fylgja Betu til og frá vinnu en hún vann hjá burstagerð Blindrafé- lagsins, sem þá var við Grundarstíg. Síðar kynnist Beta og giftist Andrési Gestssyni húsgagnabólstr- ara, síðar sjúkranuddara, miklum sómamanni frá Vestmannaeyjum og bjuggu þau sér myndarlegt heimili í Hamrahlíð 17 í húsi Blindrafélags- ins. Meðan Birgir sonur Andrésar frá fyrra hjónabandi og uppeldissonur Betu var bam, var það alltaf fastur punktur í tilveru minni, að koma skömmu fyrir jól til þeirra til að skreyta jólatréð. Ég naut þess inni- lega að sjá og heyra hversu Beta geislaði af lífsgleði og hamingju og blómstraði í húsmóður- og móður- hlutverkinu, en Birgir kallaði hana alltaf mömmu. Heimilið hreint og fínt, allt í röð og reglu. Heimabakað- ar kökur á borðum og svo sannar- lega allt til fyrirmyndar. Sannkallað fyrirmyndarheimili. Það er mikil gæfa að kynnast og fá að vera samferða, þó ekki sé nema hluta af lífsleiðinni, hlýju, kærleiksríku og traustu öðlingsfólki eins og Beta var. Ég kveð þig, Beta mín, með orð- um skáldsins: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristinn Bergsson. Elsku Beta, mig langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Það er stórt skref fyrir 18 ára ungling að flytjast úr foreldrahúsum í ókunnugt umhveifi. Það skref gerðir þú mér léttara. Ég man þeg- ar ég fluttist í hús Blindrafélagsins sumarið 1985, þá 18 ára. Fyrsta dag- inn á nýja staðnum var mér sagt að ef mig vanhagaði um eitthvað eða vantaði einhveijar upplýsingar gæti ég alltaf leitað til hjónanna Andrés- ar og Betu. Mér varð líka fljótt Ijóst að þar átti ég vísan stuðning í amstri daganna. Beta var með þeim fyrstu sem ég kynntist í húsinu og hún studdi mig á margan hátt. Sérstak- lega leitaði ég til hennar um helgar þegar lítið var um að vera og leiðinn sótti að. Þá var heimili þeirra hjóna ætíð opið og þar var líf og fjör. Þar var þó ekki síður að finna þá ró og það öryggi sem oft er vandfundið í hröðum heimi. Þar var ætíð gest- kvæmt og mikill myndarbragur á öllu. Alltaf var eitthvað ljúffengt á borðum og oftar en ekki snæddi ég þar kvöldverð, „ekki hægt að senda bamið svangt heim til sín“. Ég gleymi aldrei sumarkvöldinu yndis- lega þegar við sátum þrjú í stofu þeirra hjóna og spjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar. Andrés dró þá fram sérríflösku og við fengum okkur eitt staup, svona fyrir svefninn. Það kvöld bragðaði ég sém' í fyrsta sinn og það fyllti mig slíkri værð og vellíðan að ég rétt komst heim og í rúmið áður en ég hvai’f inn í draumalandið. Ég man líka alltaf daginn sem þau komu í heimsókn í nýju íbúðina mína, þáðu kaffi og færðu mér inn- flutningsgjöf, hlut sem ég á enn og hefur sannarlega nýst mér vel. Beta átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Gegn slíku erum við svo vanmáttug, getum ekki annað en reynt að létta undir svo skammt sem það nær. Ég kom oft til þeirra hjóna og varð vitni að því hvernig heilsu hennar hrakaði hægt en stöðugt. Elsku Beta, nú hefur þú kvatt okkur um sinn. Ég trúi því að þar sem þú nú dvelur sértu laus frá þjáningum og vanlíðan. Takk fyrir alla hjálpina og allar stundimar sem við áttum saman. Elsku Andrés, Birgir og Arnald- ur, guð styrki ykkur í sorginni. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom.sól, ogþerratárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (þýð. V. Briem) Ágústa Gunnarsdóttir. „Vinirnir falla að fold, fækkar í ættarranni" kom í hugann er and- látsfregn Elísabetar Kristinsdóttur barst mér. Skyldleikabönd okkar voru aftur í gamlar reykvískar ættir frá öldinni sem leið en leiddu ekki til samskipta sem slík, en milli okk- ar vom vensl innan fjölskyldu er skiptu mig máli. Élísabet átti að baki rúma átta áratugi og hetjulega lífssögu. Sein- ustu árin bjó hún við vanheilsu er ágerðist og seinustu dagana á Landskotsspítala var hún þrotin að heilsu og kröftum. Hvíldin var henni líkn. Árið 1918 var tími mikilla við- burða hér á landi. Fádæma frost- hörkur vora fyrri hluta ársins en er haustaði barst hingað skæð sótt, jafnan nefnd spánska veikin, og lagði fjölda manns að velli. I myrkasta mánuði ársins fékk þjóð- in, 1. desember, fullveldi. Tíma- skeiðið átti einnig sína Ijósgeisla. Upp úr miðjum júlí fæddist hjónun- um Elísabetu Bergsdóttur og Kristni Sigurðssyni dóttir. Fyrir áttu þau þrjá syni, Gunnlaug 8 ára, Berg 7 ára og Áðalstein 6 ára. Litla stúlkan varð yndi og eftirlæti fjöl- skyldunnar og allt lék í lyndi á heimilinu á Oðinsgötu 13. Foreldr- arnir vora í blóma aldurs síns, hún tæplega fertug og hann nokkram árum eldri. Kristinn var múrarameistari og hafði menntast í Danmörku. Hann rak sitt eigið verktakafyrirtæki, hafði marga menn í vinnu og tók lærlinga; stóð hann fyrir byggingu margra þeirra stórhýsa er setja svip á miðbæ Reykjavíkur. Faðir hans Sigurður Friðriksson var steinsmiður og hafði meðal annars unnið við byggingu Alþingishússins 1880-1881 og síðan reist sér stein- bæ við Laugaveg 28; stóð sá bær framundir miðja þessa öld. Tveir synir Sigurðar urðu múrarar, Gunnlaugur og Kristinn, og einn sona Kristins varð múrari og annar trésmíðameistari. Má segja að handverk að húsbyggingum héldist í ættinni. Sigurður Friðriksson var af Götuhúsa- og Skildinganesætt í Reykjavík en kona hans Sigríður Jónsdóttir bóndadóttir frá Hofi á Kjalamesi. Foreldrar Elísabetar Bergsdóttur voru Valgerður Guð- mundsdóttir og Bergur Magnússon búsett hér í bæ en ættuð af Vestur- landi, hann nefndur tómthúsmaður. Spánska veikin hafði náð hámarki sínu í bænum er Elísabet tók hana og lést úr henni 17. nóvember frá dótturinni fjögurra mánaða. Telp- unni var í skím við útför móður sinnar gefið hennar nafn. Elísabet litla fór í fóstur til Kristínar föður- systur sinnar og eiginmanns hennar Áma Einarssonar kaupmanns á Laugavegi 28. Höfðu þau hjón reist sér íbúðar- og verslunarhús við hlið gamla steinbæjarins. I heimilinu voru böm þeh-ra tvö uppkomin, Eg- ill síðar stórkaupmaður hér í bæ og Sigríður Björg seinna prestkona í Hafnarfirði; einnig fósturbömin Ólafía Pálsdóttir um skeið búandi á Akureyri og Jón Elías Jónsson síð- ar vélstjóri hjá Skipaútgerðinni. Uppeldissystir Kristínar, María Elísabet Jónsdóttir (Coghill), var einnig í heimilinu svo og skólapiltar að vetrinum og gestir tengdir versl- uninni. Inn á þetta fjölmenna heim- ili við aðalumferðargötu bæjarins kemur litla telpan og verður þar miðdepDl og augasteinn. Hún óx upp eins og blómi í eggi, kurteis og prúð, tillitssöm og hjálpfús en jafn- an föst á sínu, eiginleikar er ein- kenndu hana alla ævi. Elísabet gekk í einkaskóla er hún hafði aldur til og fór að leik með jafnöldrum sínum úr nágrenn- inu. Þéttbýlt var í Reykjavík og margbýlt í flestum húsum og því fjöldi barna og unglinga sem iðu- lega var að leik á þessum slóðum. Leikur kenndur við stráka var að skjóta af teygjubyssu, fast sam- snúnum pappírsvöndli þeytt út í loftið af strekktri teygju á lítilli grind. Oft mun hafa verið amast við þessum leik af fullorðnu fólki en dugði ekki til. Elísabet fékk eitt slíkt skot í auga og náði sér aldrei af-því. Hún var þá níu ára gömul og var eftir það iðulega frá skóla vegna afleiðinganna. Um svipað leyti veiktist fóstra hennar og lést rúmu ári síðar. Árni fósturfaðirinn hafði þá hætt versl- unarrekstri og brá á það ráð að flytja heimili sitt yfir götuna á Laugaveg 27B í hús Maríu E. Jóns- dóttur og eiginmanns hennar, Sig- urjóns Oddssonai- skipasmiðs, og vora heimilin tvö rekin sem eitt. Þegar þau hjón fluttust til Akureyr- ar vorið 1930, þar sem hann tók við rekstri dráttarbrautar, fluttist Elísabet til föður síns og síðari konu hans Laufeyjar Jónsdóttur frá Gröf í Grundarflrði. Varð Laufey henni sem besta móðir og áttu þær þá framundan langa ævi saman. Tvö yngri systkini Elísabetar voru Bergur verslunarmaður og Helga skrifstofumaður. Haustið 1936 settist Elísabet í fyrsta bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Fyrri hluta næsta árs gekk innflúensa í bænum og urðu margir mikið veikir. Elísabet var í þeim hópi, veikin lagðist að augun- um sem ætíð vora viðkvæm eftir óhappið á barnsaldri og þama slokknaði ljós augna hennar. Það var erfitt að trúa því fyrir þá sem vora henni nákomnir að hún væri orðin blind en sú var raunin og í hönd fór tími veikinda og erfiðra ára fyrir 18 ára stúlku að vera þannig kippt út úr því lífi sem til- heyrði ungri Reykjavíkurstúlku, er bjó við góðar aðstæður, var hvers manns hugljúfi og lífið átti að blasa við. Fjölskyldan gerði það sem í hennar valdi stóð til að létta henni tilverana og hvert sumar var Elísa- bet með vandamönnum í sumardvöl að Vatnskoti í Þingvallasveit. Tók- ust þar náin kynni við hjónin á bæn- um, Jónínu og Símon, og fimm upp- komin böm þeirra. Traust fólk er gerði sitt til að auðga daglegt líf hinnar blindu stúlku með ýmsu er umhverfið hafði að bjóða, göngu- ferðum og útivist að ógleymdum bátsferðum á Þingvallavatni og sil- ungsveiði. Kristinn og fjölskylda hans höfðu búið um skeið á Sólvallagötu 10 og síðan um allörg ár á Laufásvegi 42 og þar lést hann í ársbyrjun 1944. Veturnir vora langir meðan beðið var eftir gleðiríkri sumarvistinni fyrir austan en heimilið var gest- kvæmt og ýmsir komu reglulega til að lesa upphátt fyrh- Elísabetu úr áhugaverðum bókum og fara með henni í gönguferðir. Hún var sjálf vel verki farin og komst upp á lag með að prjóna fallegar flíkur og munu enn vera til, frá þessum ár- um, falleg og vel gerð brúðuföt sem hún gerði til að gleðja ungar vin- konur sínar; því böm löðuðust æv- inlega að henni. Blindrafélagið var stofnað 1939 og hóf að starfrækja vinnustofu á Grundarstíg 11, í íyrstu ófullkomna og í smáum stfl. En félaginu óx fisk- ur um hrygg og fagleg burstagerð var rekin á vegum þess. Það mun hafa verið upp úr 1950 sem Elísabet hóf að taka þátt í störfum þar og má kallast að þar verði þáttaskil í ævi hennar. leiðir Elísabetar og Andrésar Gestssonar lágu þarna saman. Hann var ættaður frá Stokkseyi-i en búsettur í Vest- mannaeyjum og hafði misst sjón vegna slysalegs atviks er nokkrir menn í Eyjum bergðu á tréspíritus í stað góðra veiga. Hann var ekkju- maður með tvö böm, uppkomna dóttur og dreng fárra ára sem hann hafði ekki náð augum að líta. Milli Andrésar og Elísabetar varð náið og heilt samband. Þau gengu í hjónaband og stofnuðu eigið heimili. I fyrstu á Grandarstíg en síðan í góðum íbúðum í húsakynnum Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 og þar hafa þau búið í áratugi. Heimili þeirra var fallegt og þangað var skemmtilegt að koma. Andrés rak eigið fyrirtæki þar í fyrstu sem bólstrari en síðan við sjúkranudd og hún starfaði í fyrirtækjum Blindra- félagsins eftir því sem við varð kom- ið. Þau tóku þátt í félagsstarfi og vora um skeið í stjórn samtakanna. Urræðagóð og hjálpsöm og kring- um þau var kjarni frumherjanna er fyrstir lögðu út í það ævintýri sem sjálfshjálp þeirra er búa við fötlun getur verið. Þarna vora tvær mann- eskjur sem við ófyrirsjáanleg atvik höfðu verið slegnar til jarðar en náðu að snúa því upp í sigur fyrir sig og aðra. Fátt mun veita meiri Hfsfyllingu. Birgh- sonur Andrésar ólst upp hjá föður sínum og Elísabetu er gekk honum í móðurstað og hans sonur Ai-naldur Freyr, nú rúmlega tvítugur, hefur átt innhlaup í ár- anna rás hjá afanum og ömmunni í Hamrahlíð. Andrési og öðrum að- standendum Elísabetar Kristins- dóttur era færðar innilegustu sam- úðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Hún náði að auðga líf annarra með tilvist sinni og mitt líf væri góð- um minningum snauðara án hennar. Björg Einarsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Elísabetu Krístinsdóttur bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgreina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.