Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 48
^8 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk 'mmM. YE5 TEACHER 5AIPT0 5HOU)YOUMY DRAWINÖ..5HE THINK5 IT'5 TOO.VIOLENT.. 'T' ^ IT'5 TAKZAN,5EE, BEATIN6 UP MICKEYM0USE,BUTHE'S6OT AN APE ANDAN ELEPHANT HELPIN6HIM JTWASN'T A FAIR FI6HT.. 9-/0 YE5,1 HADTROUBLE DRAU1IN6 IT..THE FAT RIDWH05IT5NEXTT0 ME KEPT THR0WIN6 MYCRAY0NSACR0S5 THEROOM.. 50 WHY DIP YOU U)I5HT05EEME.. BECAUSE I PUSHEP HIMOUT OFTHE CHAIR? I Já herra, kennarinn sendi mig að sýna þér teikning- una mína. Henni fínnst hún full ofbeldiskennd. Þetta er Tarsan, sjáðu, að berja á Mikka mús, en hann er með apa og ffl að hjálpa sér. Svo þetta var ójafn leikur. Já, ég átti erfitt með teikn- Af hvers vegna var ég inguna því feiti strákurinn sendur til þín. Af því ég við hiiðina á mér var alltaf ýtti honum út af stólnum? að henda litunum minum. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skaðleg áhrif kláms á börn Frá kennurum í 5. bekk Foldaskóla: AÐ GEFNU tilefni viljum við tjá okkur um ýmislegt sem varðar klám og klámiðnað þann er flæðir inn í okkar samfélag. Þetta hefur því miður skilað sér til nemenda okkar og birst á dulbúinn hátt í vinnu þeirra. Tilefnið er að það fundust klám og klúryrði í ritþjálfa, þ.e. allmörgum tækjum sem notuð eru til að kenna bömunum lykla- setningu í ritvinnslu. Hægt er að opna og vista þar skjöl. Það sem geymt var er því miður ekki prent- hæft. Afleiðingin er sú að það verð- ur að hreinsa út hvem einasta rit- þjálfa. Við eram ekki að reyna að finna einhverja sökudólga, eða þá sem sjá um framleiðslu á þessu efni. Okkur finnst ógeðfellt að böm og unglingar skuli vera markhópur fyrir þessa vafasömu framleiðslu. Þess vegna viljum við vekja athygli foreldra og annarra á því hversu auðvelt er fyrir böm og unglinga að nálgast klám. Við spurðumst fyrir um hvernig nemendur nálguðust svona efni. I fyrsta lagi er það Netið! Einn nem- andi lenti í því á vefsíðu Walt Disn- ey, að í miðjum leik birtust allt í einu klámsíður sem áttu ekkert skylt við það sem bamið var að skoða. I öðra lagi bára börnin fyrir sig eldri systkini sem kaupa og eignast klámblöð. I þriðja lagi biasa klámtímarit og -blöð við börnum hvar sem er í bókabúðum, bensín- stöðvum og sjoppum sem selja blöð og tímarit. Sumir nemendur nefndu dæmi þess að á vinnustöðum feðra væru „dónaleg" almanök af berum konum. Einnig viljum við benda á ógrynni af myndböndum sem hægt er nálgast á auðveldan hátt, fjöl- falda og dreifa meðal „vina og kunn- ingja". Við viljum vísa í viðtal við félags- fræðing sem flutt var í RUV á dög- unum. Þar kom fram að klám hefur svipuð áhrif á böm og kynferðislegt ofbeldi. Við kennarar við Folda- skóla vitum sem uppeldisfræðingar að klám er eitt af því hættulegasta sem óhörðnuð böm og unglingar komast í snertingu við. Við þurfum engar vísindalegar niðurstöður til að sanna slíkt. Þegar raðst er inn á viðkvæmar tilfinning- ar bama með slíkum hætti og blygðunarkennd þeirra brotin niður er voðinn vís. Við getum okkur þess til, að nemendur þeir sem misnot- uðu rítþjálfann haíi verið að bregð- ast við vanlíðan sinni á þennan hátt. Þeir höfðu ekki aðrar forsendur til að vinna sig frá áhrifum kláms, vegna þess að þeir era óþroskaðir og skortir lífsreynslu til að bregðast við á annan hátt. Við skoram því á alla foreldra að vera vel á varðbergi. Við vitum að klám er afrakstur mannlegrar eymdar, niðurlægingar og glæpa. Við verðum því að vera vel á verði til að slíkt nái ekki til skjólstæðinga okkar og skaði sjálfs- mynd þeirra og hugmyndir um samskipti kynjanna og fjölskyldulíf. Böm og unglingar eru ákaflega berskjölduð gegn því fjölmiðlafári sem er í nútíma þjóðfélagi með öll- um þeim vafasama boðskap sem þar er fluttur. Þess vegna skorum við á forráðamenn að læsa öllu sem hægt er að læsa og takmarka að- gang að Netinu. Við viljum benda á að hægt er að kaupa forrit í tölvur sem lokar fyrir aðgang að klámsíð- um. Við viljum einnig benda for- eldram á að kenna börnum sínum gagnrýna hugsun og gleypa ekki við öllum miður heppilegum tísku- sveiflum. Okkur kennurum 5. bekkinga þykir nóg komið af framandi og skaðlegum áhrifum, sem læðst hafa inn í menningu barna okkar. Þessi áhrif bergmála á göngum skólanna. Börn sýna hvert öðra meira ofbeldi í orði og verki en áður hefur þekkst. Við erum allar sammála um það að klám auki ekki víðsýni, þekkingu eða hafi mannbætandi áhrif. Við myndum aldrei gefa bömum okkar skaðleg eiturefni út á morgunkorn- ið. Gætum því vel að því andlega fóðri sem börnin okkar innbyrða. Okkur ber skylda til að verja þau sem best við getum og munum að forvarnir eru ekki bara gegn vímu- efnum. Þær era gegn öllu sem skaða börn svo sem ofbeldi og klámi í hvaða mynd sem það birtist. Með baráttukveðjum! ELVA JÓHANNSDÓTTIR, ÍRIS GUÐLAUGSDÓTTIR, SIGRÚN DÓRA JÓNSDÓTTIR, ÞÓRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, kennarar í 5. bekk Foldaskóla Leiðrétting Frá Jóni Ólafssyni: í GREIN minni um það sem mér fannst ofstækisfull viðbrögð við nýj- um fréttum um fjárstreymi frá sov- éska kommúnistaflokknum til Sósí- alistaflokksins, sakaði ég Amór Hannibalsson um dómgreindar- leysi. Hann hefur nú bent mér á að hann hafi ekki haldið þeim skoðun- um fram opinberlega sem era aðal tilefni ásökunarinnar. Svo það sé rifjað upp, eru það hugmyndir um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka þetta fjárstreymi og fleira því tengt. Mér er því skylt að draga ummæli til baka hvað Arnór varðar. Það er að vísu líka rétt að taka það fram að mér fínnst ýmis önnur skrif Amórs bera vott um mikið dómgreindarleysi, einkum níðrit hans um Halldór Laxness, „Handbendi harðstjórans", sem dreift var í litlu upplagi fyrir tveim- ur árum. En þar sem grein mín var ekki um það efni og Amór hefur ekki sýnt það dómgreindarleysi að krefjast opinberrar rannsóknar- nefndar um rússagull dreg ég um- mæli mín um hann í grein minni til baka. JÓN ÓLAFSSON, Hugvísindastofnun, Nýja Garði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.