Morgunblaðið - 12.12.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.12.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Schröder tekst að snúa vörn ísókn m y BAKSVIÐ Fyrsta ár Gerhards Schröders í embætti Þýskalandskanslara reyndist erfítt. Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, segir hins vegar ljóst að nú séu horfur mun bjartari fyrir Schröder og þýska jafnaðarmenn. RIGGJA daga flokksþingi þýskra jafnaðarmanna (SPD) sem haldið var í Berlín, lauk á fimmtudag. A skömmum tíma hefur staðan í þýskum stjómmálum tekið tölvu- verðum breytingum. Eftir röð ós- igra í landsþingskosningum í haust var SPD í mikilli lægð. Menn virt- ust kvíða landsþinginu sem fram- undan var og talið var að flokks- þingið gæti ráðið úrslitum um framtíð flokksformannsins og kans- larans Gerhards Schröders. Fyrir mánuði bjuggust því fáir við að sjá Schröder vel stemmdan og yfirveg- aðan á flokksþinginu líkt og raun bar vitni. En hvað er það sem valdið hefur þessum miklu breytingum á undanförnum vikum? Óvæntur meðvindur virðist hafa rifið Schröder og SPD úr hinni miklu lægð. Varla hefði þessi skyndilega uppsveifla verið möguleg án „utan- aðkomandi aðstæðna“ en þrír þætt- ir skipta hér mestu máli. í fyrsta lagi hefur SPD tvímæla- laust hagnast á óförum kristilegra demókrata (CDU). Eftir að hafa unnið hvern kosningasigurinn á fætur öðrum á þessu ári varð CDU fyrir miklum álitshnekki þegar upp komst að flokkurinn hafði, undir forystu Helmuts Kohls, notað fé af leynilegum reikningum til að fjár- magna starfsemi flokksins. Fyrir rúmum mánuði, þegar haldið var upp á að tíu ár voru liðin frá falli múrsins, var Kohl fagnað sem höf- undi sameiningarinnar. Nú er hann bendlaður við fjármálahneyksli og nánast daglega koma nýjar upplýs- ingar í ljós, sem varpa skugga á fjármál flokks hans. I ræðu sinni á flokksþingi SPD nýtti Sehröder sér erfiða stöðu CDU, brá sér í hlutverk kanslarans sem berst gegn spillingu og gagn- rýndi Kohl harkalega. Hann sagði kristilega demókrata nánast hafa valdið gjaldþroti ríkisins á sama tíma og flokkurinn notaði gjafafé af leynilegum reikningum til að koma eigin fjármálum í lag. Schröder sagði að ef CDU færi ekki rækilega ofan í saumana á þessu máli mundi það hafa skaðlega áhrif á þýsk stjórnmál. I öðru lagi hagnaðist Schröder á yflrvofandi gjaldþroti byggingai-- fyrirtækisins Philipp Holzmann skömmu fyrir flokksþing SPD. Eft- ir að viðræður stjórnenda fyrii-tæk- isins við lánardrottna sína runnu út í sandinn virtist óhjákvæmilegt að þúsundir starfsmanna fyrirtækisins misstu atvinnu sínu. Á síðustu stundu greip Schröder tækifærið, skarst í leikinn og bjargaði fyrir- tækinu frá gjaldþroti. Þótt upp hafi komið einstaka gagnrýnisraddir var aðgerðum Schröders almennt fagn- að. Schröder nálgast hinn almenna flokksmann Ólíkt fyrrnefndum þáttum, sem bætt hafa stöðu Schröders og SPD HUGLJÚF LÖG GUNNARS THORODDSENS Geisladiskurinn Hvar sem sólin skín hefur að geyma lög Gunnars Thoroddsens fyrrverandi forsætisráðherra í nýjum útsetningum frænda hans, Bjöms Thoroddsens. ^|^§jj^SHgHHHI Þetta eru hugljúf lög í flutningi framúr- H| skarandi tónlistar- V rnanna og er V ■ 4\''-^HHHk útkoman H§' engu lík. • Gerhard Schröder kanzlari umkringdur flokksfélögum eftir endurkjör hans til formanns SPD í vikunni. undanfarið, er sá þriðji með engu móti „happatilvik" heldur árangur- inn af vinnu hins nýkjöma aðal- ritara flokksins, Franz Múntefer- ing. í kjölfar miðlunarvinnu Múnteferings á undanförnum vik- um hefúr Schröder tekist að nálgast flokk sinn á ný. Fyrr á árinu virtist sem kanslarinn hefði einna helst viljað stjórna landinu án afskipta SPD. Ljóst er að Schröder hefur skipt um afstöðu á undanförnum vikum enda varla hjá því komist eft- ir lakan árangur flokksins í lands- þihgskosningunum á liðnu hausti. Vikurnar fyrir flokksþingið skipu- lagði Múntefering minni ráðstefnur vítt og breitt um landið þar sem flokksfulltrúum gafst tækifæri til að ræða við Schröder. I viðræðum þessum hlustaði Schröder á flokks- fulltrúa sem hann gaf áður engan gaum, reyndi að sannfæra fulltrúa hinna ólíku arma og sambandslanda um stefnu sína og leitaði málamiðl- ana. Samhliða þessu lagði Schröder aukna áherslu á hefðbundin gildi jafnaðarmanna vikurnar fyrir flokksþingið og virtist þannig leita róta sinna í flokknum. Niðurstaða þessarar forvinnu var hagkvæmnis- hjónaband Schröders og SPD, náðst hafði samkomulag milli flokksformannsins og hinna ólíku arma flokksins. Bæði Schröder og flokkur hans eru meðvitandi um að breytt andrúmsloft innan flokksins er árangurinn af skipulagsvinnu Múnteferings. Schröder segir mis- tök sín hafa verið þau að fá ekki Múntefering fyrr til liðs við sig. AI- mennt virðist það skoðun flokksfull- tnia að Múntefering sé höfuð og hjarta flokksins, þekki vel til hinna ólíku hópa og hafi á skömmum tíma tekist að koma skipulagi á flokkinn á ný. Á flokksþinginu launuðu flokksfulltrúarnir Múntefering þessa vinnu en hann var kosinn að- alritari með 94% atkvæða hinna rúmlega 500 fulltrúa og stóð þannig uppi sem hinn eiginlegi sigurvegari flokksþingsins. Sameiningarvinna Múnteférings varð til þess að Schröder tókst að styrkja stöðu sína sem flokksformaður og vinna leið sína að miðju flokksins. Schröder var endurkjörinn flokksformaður með 86% atkvæða og bætti þannig við sig 10 prósent- ustiga fylgi frá því að hann tók við formennskunni af Lafontaine í apr- ílmánuði. Nútímavæðing í þágu réttlætis Á flokksþinginu var greinilegt að Schröder hafði gert hagræðissam- komulag við flokk sinn áður en þingið hófst. I stuttu máli felur samningur þessi í sér að kanslarinn hefur frjálsar hendur hvað nútíma- væðingu samfélagsins varðar svo lengi sem flokkurinn hefur trygg- ingu fyrir því að ríkisstjórnin vinni í þágu félagslegs réttlætis. Eitt af verkefnum Schröders í ræðu sinni var því að útskýra fyrir flokks- bræðrum sínum að stefna ríkis- stjórnarinnar sé í þágu þess félags- lega réttlætis sem verið hefur grunngildi jafnaðarmannaflokksins. Flokksformaðurinn reyndi að sann- færa félaga sína um að líta beri nú- tímavæðingu jákvæðum augum, að hún sé forsenda félagslegs réttlæt- is. Hann lagði áherslu á að ekki yrði horfið frá „hinni nýju miðju“ (sem stundum er kennd við Tony Blair). Slagorð Schröders vai- „nýsköpun og réttlæti", m.ö.o. „sterkur efna- hagur er forsenda félagslegs rétt- lætis“. Verðmætasköpun kemur þannig á undan dreifingu lífsgæða. Schröder sagði jafnaðarmenn verða að segja skilið við þá hugmynd að ríkið sjái fyrir borgurunum. Markmið jafnaðarmanna sé samfé- lag borgara sem er fært um að tak- ast á við framtíðina, en í slíku sam- félagi verði borgararnir að taka ábyrgð á eigin lífi og endurgjalda ríkinu eins og mögulegt er. Ríkið þurfi ekki að gera það sem hinn frjálsi markaður gerir betur, því sé einungis ætlað að tryggja undir- byggingu samstöðunnar. Markmið- ið sé því ekki einsleit menning held- ur jöfn tækifæri borgaranna til að njóta sín, sem í þekkingarsamfélagi framtíðarinnar feli einnig í sér jafn- an aðgang að þekkingu. í ræðu kanslarans vísaði nútímavæðing ekki einungis til velferðarsamfé- lagsins heldur jafnframt til jafnað- arstefnunnar. Schröder hefur lítið álit á samfélagsgreiningum vinstri armsins sem hann telur orðnar úr- eltar eftir að fjöldaframleiðsla iðn- aðarsamfélagsins tók að líða undir lok. Hann telur þýska jafnaðar- menn þurfa að laga hugmyndir og væntingar sínar að veruleikanum. Hann sagði veruleikann ekki laga sig að óskum flokksins og ekki væri mögulegt að uppfylla alla þá drauma sem urðu til f 16 ára stjómarandstöðu. Nú þegar flokk- urinn sé í ríkisstjórn verði hann að horfast í augu við veruleikann, og í þessum veruleika felst að sterkur efnahagur er forsenda félagslegs réttlætis. Önnur hlið þess nýja veruleika er sú að Jafnaðarmannaflokkurinn er ekki lengur verkamannaflokkur heldur flokkur meðaltekjufólks í víðum skilningi, flokkur „hinnar nýju miðju“. Sehröder sagði ríkis- stjóm sína hafa létt á skattbyrði minni og miðlungsstórra fyrirtækja en stórfyrirtækin sagði hann fær um að sjá um sig sjálf. Hann sagði ríkisstjórnina m.a. hafa gert já- kvæðar endurbætur á ellilífeyris- kerfinu, hækkað barnabætur og námslán, bætt stöðu fjölskyldunnar og dregið úr atvinnuleysi, og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Deilan um hátekjuskatta Meðal helstu deiluefna á flokks- þinginu var tillaga frá vinstri armi flokksins um að endurinnleiða há- tekjuskatta á þeirri forsendu að þeir stuðli að félagslegu réttlæti. Ungir jafnaðarmenn og fulltrúar verkalýðsfélaganna studdu þessa tillögu. Hugmyndir þessar mættu gagnrýni frá hinum ráðandi hægri armi flokksins. Fjármálaráðherr- ann Hans Eichel sagði réttlátt skattkerfi komast af án hátekju- skatta og að umræða um slík áform „ylli óöryggi í landinu“. í ræðu sinni sagði Schröder það ekki leng- ur geta verið meginmarkmiðið að dreifa lífsgæðum frá tekjuhærri til tekjulægri hópa í samfélaginu. Hann hvatti menn til að fara ekki fram á hið óframkvæmanlega en erfitt yrði að koma hátekjuskatti í gegn í sambandsráðinu þar sem flest sambandslöndin hafa lýst yfir andstöðu sinni við slík áform. Til málamiðlunar setti Schröder fram fimm þrepa áætlun um að hækka m.a. erfðaskatta á stærri jarð- og fasteignum. Litlu munaði að vinstri armurinn næði tillögu sinni í gegn en það var þó tillaga Schröders sem var samþykkt. Málsvari vinstri armsins sagði að ef SPD hætti að beita sér fyrir hátekjusköttum myndu „aðrir, þ.e. flokkm- hins lýð- ræðislega sósíalisma (PDS), not- færa sér það gap sem myndaðist í kjölfarið“. Á lokadegi þingsins sagði Hans- Jochen Vogel, fyrrverandi flokks- formaður og talsmaður vinstri armsins, að ekki mætti gleyma því að manngildi næði út fyrir árangur og nýtileika. Hann sagði markaðinn einungis tæki en ekki markmið í sjálfu sér. Markaðurinn sé blindur fyrir félagslegum og umhverfísleg- um afleiðingum og því séu lýðræðis- legar stofnanir nauðsynlegur liður í því að setja markaðnum mörk auk þess sem skortur á félagslegu rétt- læti sé ógn við lýðræði. Hann minnti á að eitt megineinkenni stjórnmála sé að möguleikarnir séu alltaf fleiri en einn og því yrði flokknum að vera leyfilegt að setja fram hugmyndir sem ríkisstjórninni virtist ekki framkvæmanlegar í nánustu framtíð. Ríkjandi bjartsýni Þegar flokksþinginu var slitið hafði Schröder tekist að nálgast flokk sinn og endurheimta traust hans. Mikill meirihluti studdi við bakið á flokksformanninum og greinilegt er að dregið hefur úr gagnrýni á kanslarann og ríkis- stjórn hans. Langt er síðan þýski jafnaðarmannaflokkurinn hefur virst svo samlyndur og þótt vinstri armur flokksins hafi stuðlað að líf- legum umræðum á þinginu styður hann þó við bakið á Schröder svo lengi sem kanslarinn vinnur í þágu félagslegs réttlætis. Almenn sam- staða virðist nú ríkja um nauðsyn sparnaðaraðgerða ríkisstjórnarinn- ar. Jafnaðarmannaflokkurinn virð- ist að mestu leyti hafa sigrast á vandamálum fyrsta stjórnarársins, ár kosningaósigranna er fallið í gleymsku, Lafontaine er úr sögunni og Schröder virðast hafa góð tök á flokknum. Schröder sagðist sann- færður um að SPD muni bera sigur úr býtum í landsþingskosningunum tveimur sem framundan eru, og Múntefering sagði borgarana vænta þess af flokknum að hann tæki að sigra í landskosningum á ný- Nú er bara að bíða og sjá hvort viðreisn SPD varir fram að lands- þingskosningunum í Schleswig-Hol- stein í febrúar á næsta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.