Morgunblaðið - 12.12.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 37
tískukenninga. Hann hafði miklar
mætur á orðum Njáls: „Allt orkar
tvímælis, þá er gert er.“ Honum lík-
aði miður við grillufangara og innti
eftir áþreifanlegum og hlutlægum
röksemdum.. „Það er ævinlega
freisting að falla fyrir einföldum
skýringum, en veruleikinn er oftast
margbrotinn, og útlistun hans krefst
þolinmæði og raunsýni," segir hann
á einum stað. Fleyg eru orð hans:
„Mer leiðist öll vitleysa."
Ég á Einari Ólafí margt gott upp
að unna. Ég var árum saman læri-
sveinn hans í Háskólanum og varð
síðar eftirmaður hans sem prófessor
bókmenntum fyrri alda. Aldrei
reyndi ég hann að neinu nema góðu
einu og tel ég víst að flestir nemend-
ur hans geti sagt hið sama. Hann
var ágætur lærifaðir og leiðbeinandi
og gaf sér alltaf tíma til að hlýða
þolinmóður á nemendur sína og gefa
þeim holl ráð. Einar Ólafur var
gæfumaður í einkalífí sínu. Kona
hans var Kristjana Þorsteinsdóttir
sem studdi hann með ráðum og dáð
og var hægri hönd hans í hvívetna.
Sonur þeirra er Sveinn Einarsson
þjóðkunnur menningarfrömuður.
Heimili þeirra hjóna var annálað
fyrir rausn og höfðingsskap, þótt
fjárhagur væri'oft þröngur. Einar
Ólafur tók aldrei að sér aukastörf ef
peningar einir voru í boði. Hann gaf
sig allan að hugðarefnum sínum.
Fjöldi innlendra og erlendra fræði-
manna voru tíðir gestir og sátu þar í
góðum fagnaði. Það er ekki ofmælt
að heimili þeirra hjóna hafi um langt
skeið verið miðstöð íslenskra
miðaldabókmennta og þjóðfræða.
IV
Hvers vegna varð Njála til á ís-
landi en ekki annnars staðar? Af
hverju er Njála eins og hún_ er?
Margar niðurstöður Einars Ólafs
eru grundvallarhugmyndir í ís-
lenskri bókmenntasögu og sumir
dýrmætustu gimsteinar íslenskra
sagnabókmennta eru skynjaðir og
skildir að vitund hans og forsögn.
Einar Ólafur dró lærdóma af rann-
sóknum sínum og þekkingu. Arið
1953 lét hann þau orð falla að ís-
lenskt þjóðerni væri honum hug-
stæðast allra mála. Þjóðei'ni var í
huga Einars Ólafs jákvætt hugtak,
ekki óvild til annarra þjóða heldur
hvatning til að meta og elska ágæti
og afrek eigin þjóðar. Þjóðernið,
menningarerfðirnar og frelsisþráin
væru það hreyfiafl, sem framar öllu
öðru knúði þjóð áfram og upp á við.
Gunnar á Hlíðarenda og Njáll á
Bergþórshvoli væru ekki aðeins
sögupersónur í Njálu heldur einnig
tákn fyrir íslenska þjóðmenningu og
þjóðfrelsi tuttugustu aldar. Glati ís-
lendingar tungu sinni og þeirri
menningu sem henni er tengd væru
þeii’ „búnir að vera“ sem þjóð. Þeir
skyldu varast að brjóta fjöregg sitt.
Þetta erindi átti Einar Ólafur við
þjóð sína. Hann var bæði langsýnn
og ráðhollur.
Höfundur er dr. Bjarni Guðnason,
prófessor emeritus við Háskóla Is-
lands.
Sérmerktar
Húfur og
HANDKLÆÐI
Fáið upplýsingar
um tilboð!
Handklæði með
ensku félags-
merkjunum
Pantið
jólagjafirnar
á netinu
þessi jól!
Myndsaumur
Hellisgata 17,220 Hafnarfjörður,
sími 565 0122, fax565 0488.
Netverslun: www.if.is/myndsaumur
Njótið lífsins, notið bílastæðin
Framboðið af bflastæðum í miðborginni er mikið. Yalkostirnir eru
stöðumælar, sérstök miðastæði og sex glæsileg bflahús.
# Bflahúsin eru þægilegur kostur. hámarkstíma frá 15 mín.
Þú ekur beint inn í vistlegt hús,
sinnir þínum erindum og gengur
að bílnum á vísum, þurrum stað.
í bílahúsinu rennur tíminn ekki út
og þú borgar aðeins fyrir þann
tíma sem þú notar.
# Stöðumælar eru skamm-
tímastæði með leyfilegum
upp í 2 klst.
# Miðastæðin eru víða og
góður kostur. Þú borgar fyrir
þann tíma sem þú ædar að
nota; korter, hálftíma,
klukkustund eða lengri tíma.
Mundu eftir miðastæðunum.
§l§ Bflastæðasjóður
Hönnun: Gísti B & SKÓP