Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUÐRUN
INGIBJÖRG
JÓHANNESDÓTTIR
+ Guðrún Ingi-
björg Jóhannes-
dóttir fæddist í
Reykjavík 22. apríl
1903. Hún lést í
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 2. desember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskapellu
9. desember.
Ég vil minnast
ömmu minnar.
Ég man ekki upp-
vaxtarárin öðruvísi en
með henni á Klapparstígnum. Amma
var snyrtimenni, skreytti sig með
perlufestum og eyrnalokkum og var
alltaf vel til höfð. Kímnin skein út úr
augum hennar því hún var húmoristi
af guðs náð og besta vinkona sem ég
hef átt. Laugardagana áttum við
tvær einar útaf fyrir okkur. Við átt-
um það til að klæða okkur uppá og
ganga Laugaveginn og skoða í búð-
arglugga. A laugardögum lá spenn-
an í loftinu því ég vissi aldrei hveiju
hún tæki uppá í það og það skiptið,
hvort heldur það var bíóferð, sólbað
á stóru svölunum á ímyndaðri Spán-
arströnd, stórtiltekt - þegar öllu var
hent út og viðrað og Klapparstígur-
inn sópaður frá Laugavegi niður að
Hverfisgötu. Ævintýri laugardag-
anna enduðu með því að mér var
þvegið hátt og lágt, ég snyi-t og
strokin, klædd í náttkjól og inniskó
og boðið uppá heitt súkkulaði með
brauðteningum útí.
Amma kenndi mér ótal hluti, hún á
stóran þátt í uppeldi mínu, hún lét
'mig staglast á löngu orðunum í lestr-
arbókinni, kenndi mér að standa
teinrétt og bera mig vel, sitja fallega
og fékk mig til að skilja að þótt á
móti blási er það ekki heimsendir.
Amma var stjórnsöm og vildi aga sitt
fólk.
Amma var leikkona, revíur voru
uppáhald hennar. Hún söng og lék á
yngri árum og vakti áhuga minn á
leikhúsi og tónlist. Þegar við fórum
saman í leikhús og leikarar fóru
rangt með texta eða ekki alveg rétt
átti hún það til að hvísla hann í eyrað
á mér, reyndar svo hátt að allir aðrir
heyrðu - hún kunni þetta allt saman
utanað.
Amma var trúnaðarvinkona mín,
við gátum rætt allt milli
himins og jarðar en
aldrei rifumst við þótt
skoðanir væru skiptar.
Af Klapparstígnum
flutti amma í Norður-
brún 1. Þar átti ég hjá
henni öruggt skjól eins
og áður. Þar var spilað
rommí langt fram á
nótt, rætt um landsins
gagn og nauðsynjar,
ástarmálin og nýjustu
tísku.
Amma var hraust-
menni. Hún var klett-
urinn í hafinu, stoð mín og stytta -
sama hvað á gekk gat ég alltaf leitað
til hennar. Þegar ég eignaðist dóttur
mína, Söndru, reyndist amma mér
betur en nokkru sinni.
Þegar amma var orðin lasin flutti
hún í hjúkrunarheimilið Skjól. Þang-
að var erfitt að heimsækja hana. Mig
langaði helst til að taka hana í fangið
og fara með hana heim til mín og
gæta hennar eins og hún gætti mín
þegar ég var lítil og þurfti mest á
henni að halda.
Ég þakka ömmu minni samfylgd-
ina í þessu lífi og veganestið sem hún
gaf mér - ég launa henni ástríkið og
kærleikann þegar við hittumst næst.
Jóna Rún.
Elsku amma mín.
Ég sat við rúmstokkinn hjá þér
þegar kallið kom, það var friður og
ró yfir þér þegar þú kvaddir.
Minningamar eru margar og
skemmtilegar. Minnisstæðar eru
mér revíumar sem þú söngst fyrir
mig þegar við vomm að koma frá
Húsafelli.
Ýmislegt hafðir þú að bjóða þegar
ég kom í heimsókn, svo sem kakó
með brauðmolum út í og margt
fleira.
Það er gaman að rifja upp þegar
þú komst i heimsókn og mamma
hvatti mig til að taka til í herberginu
mínu, því þú varst vön að fara yfir
herbergið, og þá var nú eins gott að
hafa allt í lagi.
Kæra amma, þú sem hafðir alltaf
svo gaman af því að vera fín og sæt,
ég kveð þig með tárum og vona að þú
hafir það gott á nýja staðnum.
Jón Ari Eyþórsson.
ARNGRIMUR
JÓNASSON
+ Arngrímur Jón-
asson fæddist í
Reylgavík 24. febr-
úár 1945. Hann lést á
Ríkissjúkrahúsinu í
Kaupmannahöfn 27.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Langholts-
kirkju 7. desember.
Við vinnufélagar
Amgríms viljum minn-
ast hans með örfáum
kveðjuorðum. Am-
grímur flutti hingað að
Sogsstöðvum 1985 í
fasta stöðu og bjó á írafossi. Arn-
grímur var góður vinnufélagi og
nágranni, hann var trúnaðarmaður
vélfræðinga við Sogsstöðvar og stóð
hann fast á ef til þurfti, sérstaklega
ef honum fannst einhver órétti beitt-
ur. Arngrímur var vinmargur og
höfðingi heim að sækja, og hann
■ hafði þann gamla góða sið að heim-
sækja fólk, kíkja í kaffi og var hann
alltaf aufúsugestur því það gustaði af
honum og alltaf hafði hann skoðanir
á málunum. Hann sat í hreppsnefnd
Grímsneshrepps um tíma og hafði
gaman af félagsmálum. Þótt Am-
grímur hafi verið hrjúfur á yfirborð-
inu var hann hjartahlýr og hugulsa-
"mur og ákaflega greiðvikinn, það var
alltaf gott að leita til
hans. Amgrímur var
mjög barngóður og
nutu böm hans þess
hve hugulsamur hann
var í þeirra garð. Sóttu
þau mjög til hans og er
missir þeirra mikill.
Arngrímur átti við
mikil veikindi að stríða
um langt árabil. Þrátt
fyrir það missti hann
aldrei móðinn, hélt
glaðværð sinni og var
ævinlega hress og kát-
ur.
Amgríms verður
sárt saknað hér við Sog. Við viljum
votta aðstandendum hans dýpstu
samúð okkar.
Starfsmenn Lands-
virkjunar við Sog.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd - eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
BJORG
BJARNADÓTTIR
+ Björg Bjarna-
dóttir fæddist á
Geitabergi í Svínadal
26. janúar 1909. Hún
lést 25. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Dómkirkjunni 10.
desember.
Sælir þeir, sem hógvært
hjarta
hafá í líking frelsarans
þeir, sem helst með hóg-
værð skarta,
hlutdeild fá í arfleifð
hans.
Það er komið að kveðjustund við
heiðurskonuna Björgu Bjamadótt-
ur, en allt hefur sinn tíma. Það voru
forréttindi að fá tækifæri til að kynn-
ast þessari yndislegu og tignarlegu
konu. Fundum okkar bar saman
fyrst fyrir um tuttugu árum í orlofs-
dvöl á Hrafnagili í Eyjafirði. Þannig
var að þetta var mín fyrsta ferð sem
fararstjóri hjá Orlofi húsmæðra í
Reykjavík, það var kvíðablandin til-
hlökkun að takast á við þetta ábyrgð-
arfulla verkefni. Farið var með flug-
vél til Akureyrar þar sem
langferðabfll beið hópsins og flutti að
Hrafnagfli. Þegar allar húsmæðurn-
ar voru búnar að koma sér fyrir í
rámgóðum og björtum herbergjum
sínum var hefðbundin kynningar-
stund um kvöldið og tók ég þá strax
eftir þessari glæsilegu eldri dömu;
tígulegri í fasi og framkomu allri. I
hádegisborðhaldi næsta dag urðum
við sessunautar (ásamt fjórum öðr-
um góðum konum) og þar myndaðist
einlæg og góð vinátta sem aldrei bar
skugga á öll þessi ár.
Þegar „orlofið“ flutti
starfsemi sína, þ.e.a.s.
orlofsstað, að Hvann-
eyri í Borgarfirði var
það ekki til að draga úr
gleði hennar að koma í
orlofsdvöl þar sem hún
var í nálægð æsku-
stöðvanna. Þau sumur
er á eftir fóru var enda-
laust hægt að rifja upp
óteljandi gleðisundir,
þar sem annars staðar,
er fundum okkar bar
saman. Hún Björg mín
var ekki bara góður fé-
lagi og vinur og frábær bridgespil-
ari, hún var einnig einstaklega hag-
mælt, en fór dult með það og af
lítillæti sem svo sannarlega var ekki
ástæða til og hefði farið létt með að
eiga efni í ljóðabækur, fyrir utan það
sem ósett var á blöð. Margar eru
stökurnar sem hún setti saman af
snilld um ýmsar uppákomur í orlofs-
dvölum og svo mætti lengi telja. Er
við fórum í fyrstu ferðina að Hvann-
eyri varð þessi vísa til:
A laugardegi er lagði kvennahjörðin
leiðir sínar upp í Borgarfjörðinn
byggðina ég bað með huga og orðum
brostu til mín eins ogforðum.
Eitt sinn er við höfðum snætt góð-
an og mikinn málsverð eins og ávallt
var vandað til í orlofinu varð henni að
orði:
Mjúk eru rúmin maturinn er góður
mikill og fagur jarðarinnar gróður.
fágaðar meyjar fæðuna bera okkur
sem framreitt hefur afbragðs
góður kokkm'.
Svo var það er sundlaug var orðin að
veruleika við heimavist Bændaskól-
ans að þessi vísa varð tfl:
Til þess að viðhalda vöðva og taug
og vöxturinn spillist eigi
við syndum og böðum í Hvanneyrarlaug
að sumri á hveijum degi.
Eitt sinn er búið var að syngja
nánast allt kvöldið ættjarðarlög við
undirleik Sigránar „okkar“ Bái'ðar-
dóttur varð Björgu að orði:
Við höfum varla tíma til
að trega himnaljósin björtu
því að Sigrún sól og yl
sendir í orlofskvenna hjörtu.
Hún Björg kunni að meta söng í
orðsins fyllstu merkingu og hafði
hún fallega söngi'ödd og söng í
kirkjukór um fjörutíu ára skeið. Þeg-
ar við vorum saman á heimili hennar
síðast var hún að minnast þeirra
góðu ára og ljúfa samstarfs við kór-
félaga sína. Við töluðum einnig um
alla vísnagerðina hennar og hve það
gæti verið skemmtilegt, svona í
gamni, að taka það saman sem til
væri af vísum og setja í möppu en
jafnframt að sumt sem væri á þess-
um smáblöðum gæti verið betur sett
þannig. Björg ræddi líka um hversu
lánsöm hún væri í lífinu, að eiga
þessa dásamlegu fjölskyldu, Eddu
sína og Guðmund. Barnaböm og
barnabarnabörn voru henni afar kær
og nákomin, hún var mjög glöð yfir
að hafa haft tækifæri til þess að fara
ferðimar í sumarbústað fjölskyld-
unnar, í nálægð æskuheimilis síns.
Björg var svo sannarlega þakklát
forsjóninni og dásamaði það margoft
og þakkaði guði lán sitt. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa átt vináttu og hlýhug
Bjargar Bjarnadóttur, sem aldrei
gleymist. Guð blessi minningu
Bjargar. Innilegar samúðarkveðjur
til fjölskyldu hennar.
Halldóra V. Steinsdóttir.
SIG URBJORG
EINARSDÓTTIR
+ Sigurbjörg Ein-
arsdóttir fæddist
í Reykjavík 24. júní
1919. Hún lést 3. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Bústaða-
kirkju 10. desember.
Mig langar að festa á
blað nokkur fátækleg
kveðjuorð vegna and-
láts Sigurbjargar Ein-
arsdóttur. Ég sá hana
og mann hennar, Þor-
stein Oddsson, fyrst á
heimili bróður hennar,
Þorsteins, og Katrínar, konu hans,
að Miðtúni 40. Þorsteinn heitinn
bróðir hennar og hans fjölskylda
vora mjög góðir vinir okkar.
Sigurbjörg og Þorsteinn heitinn
Oddsson bjuggu lengst af í Teiga-
gerði 3, þar sem snyrtimennska og
myndarskapur ríkti í hvívetna.
Seinna kynntust börnin okkar
gegn um kristilegt starf og elsta
dóttir mín, Ingibjörg, giftist Gunn-
ari, syni hennar. Okkar kynni hafa
því varað í meira en aldarfjórðung.
Aldrei man ég eftir því að nokkur
skuggi félli á okkar vináttu, en kær-
leiki minn og virðing fyrir henni óx
með áranum. Hún umvafði bæði mig
og mína á sinn elskulega máta, alltaf
hress og kát og hreinskilin, hvort
sem við heimsóttum þau í Teiga-
gerði, eða við hittumst á góðum
stundum innan fjölskyldunnar. Oftar
en einu sinni lenti hún í slysi í um-
ferðinni, en með Guðs hjálp og ótrá-
legum dugnaði, náði hún sér upp,
enda dugleg að sækja sund og
stunda gönguferðir. Éftir andlát
Þorsteins heitins fluttist hún í Espi-
gerði 4. Hún hafði mikið samband
við vini sína í þjónustuíbúðum aldr-
aðra, er vora stutt frá Espigerðinu.
Það veitti henni mikla gleði, svo og
ferðalög ýmiskonar, enda var hún
mannblendin.
Hún reyndist dóttir minni yndis-
leg tengdamóðir, enda þótti Ingu af-
ar vænt um hana, og kærleikur
þeirra var áreiðanlega
gagnkvæmur. Sibba
var stolt af bömum sín-
um og afkomendum og
hjálpsemi hennar og
fórnfysi var einstök.
Ég fann oft að þeim
hjónum, Ingu og Gunn-
ari, þótti leitt hve tím-
inn fyrir eigin fjöl-
skyldu var naumur
vegna anni-íkis í safn-
aðarstarfi Krossins.
Sigurbjörg kom oft á
samkomur í Krossin-
um. Hún átti Jesúm
sem frelsara sinn, hann
sem er eini meðalgangarinn milli
Guðs og manna. Það er huggun okk-
ar allra, við ótímabært fráfall henn-
ar, að hann annast hana og hún dvel-
ur nú þar sem „hvorki harmur né
vein né kvöl er framar til“.
Fráfall hennar ætti einnig að
brýna okkur til þess að berjast gegn
þeim óvini, sem bindur menn í fjötra
vímu og eiturlyfja og fær þá til að
framkvæma verk, sem enginn vildi
framið hafa.
Jesús er stórkostlegur frelsari.
Hann segir: „Þann sem til mín kem-
ur mun ég alls ekki burtu reka.“
Hann stendur ávallt við sín orð.
Ég kveð Sibbu mína með hjartans
þökk, og bið börnum hennar, tengda-
bömum, öllum afkomendum og vin-
um blessunar Drottins.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhanna F. Karlsdóttir.
Hún Sibba mágkona okkar er dá-
in.
Ekki hefði okkur granað það fyrir
nokkram dögum að við gætum ekki
heimsótt þig, elsku Sibba mín, og
fundið fyrir hlýju faðmlagi þínu.
Alltaf fundum við fyrir þvi hversu
velkomnar við voram þegar við kom-
um til þín. Þú vildir alltaf hafa þá
sem þér þótti vænt um í kringum þig
og varst öllum svo góð.
Þú hafðir líka lag á að láta okkur
finna að þér þótti vænt um okkur.
Þegar við voram 4 ára, misstum við
móður okkar, þú sýndir okkur þá
móðurhlýju sem okkur vantaði.
Fyrir rámu ári áttum við stóraf-
mæli, þá fengum við frá þér fallegar
myndir sem þú málaðir sjálf. I dag
finnst okkur ómetanlegt að eiga
þessar myndir. En það sem okkur
fannst vænna um vora fallegu orðin
þín, þegar þú afhentir okkur gjafirn-
ar, þú sagðir mjög blíðlega: „Mér
finnst þið vera dætur mínar.“ Við
þökkum þér fyrir að vera til fyrir
okkur.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við sendum okkar dýpstu samúð
til barna, barnabarna og langömmu-
barna. Megi Guð gefa ykkur frið og
birtu inn í líf ykkar.
Jórunn og Friðbjörg.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þai-f grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útíor hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.