Morgunblaðið - 12.12.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 12.12.1999, Qupperneq 64
Hraðflutningar rmjai www.p0stur.is5 VIÐSKIPTAHUCBÚN AÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐ A <Q> NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: BJTSTJIgMBUS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Grjót í gegnum þak í Neskaupstað ÞAÐ var lán í óláni að enginn var staddur í sólstofunni á Blómstur- völlum 49 í Neskaupstað klukkan níu í gærmorgun því þá kom fimm kilóa grjóthnullungur niður um þak sólstofunnar, fór í gegnum borð- stofuborð og skemmdi nokkra stóla. Verið er að sprengja fyrir snjóf- lóðavarnagarði í hlíðinni fyrir ofan bæinn og vildi ekki betur til en svo að grjót buldi á nokkrum húsum. „Ég var rétt komin á fætur og var að drekka morgunkaffið í róleg- heitunum inni í eldhúsi," sagði Matthildur Sigursveinsdóttir, sem býr á Blómsturvöllum 49. „Sem betur fer var enginn í sól- stofunni en við sitjum oft þar enda mjög notalegt þar sem við erum með kamínu þar inni. Grjótið skemmdi borð og stóla og þakið hjá okkur er líka skemmt því það fór grjót á það. Það fór líka nokkurt grjót á þök nágrannanna," sagði Matthildur. Hún sagði að mikið væri sprengt þessa dagana vegna snjóflóða- varnagarðsins og síðustu daga hefði verið sprengt á hvaða tíma sem væri en áður hefði bara verið sprengt klukkan tíu, tvö og fimm þannig að þá hefðu menn verið við- búnir. Morgunblaðið/Sverrir Félagar í Björgunarsveitinni Fiskakletti moka snjó ofan af þaki Rafha-hússins. Þak Rafha-hússins brast undan snjóþunga Starf leikhús- stjóra auglýst LEIKHÚSRÁÐ Borgarleikhússins hefur ákveðið að auglýsa starf leik- hússtjóra laust til umsóknar. Ráðn- ingartími núverandi leikhússtjóra, Þórhildar Þorleifsdóttur, rennur út næsta haust. Formaður leikhúsráðs greindi Þórhildi formlega frá ákvörðuninni í gær. Akvörðun um að auglýsa starf leikhússtjóra Borgarleikhússins var tekin á fundi leikhúsráðs íyrir rúmri viku en stjórn Leikfélags Reykjavík- ■R' og fulltrúi Reykjavíkurborgar skipa leikhúsráðið. Ráðning miðast við upphaf næsta leikhúsárs. Páll Baldvin Baldvinsson, formaður stjórnar LR og leikhúsráðs, segir að umræður um fyrirkomulag ráðning- ar leikhússtjóra hafi farið fram innan leikhúsráðs frá því í haust. Nú hafi verið ákveðið að auglýsa stöðuna í lok mánaðarins. Getur hann þess að í samþykkt leikhúsráðs sé tekið fram að í ákvörðuninni felist ekki álit á frammistöðu núverandi leikhús- ' ®Róra heldur telji ráðið rétt, meðal annars með tilliti til núgildandi leik- listarlaga, að taka upp þá grundvall- arreglu að auglýsa alltaf starf leik- hússtjóra. Páll Baldvin segir að Leikfélagið og Reykjavíkurborg hafi átt í viðræðum um sameign þeirra í Borgarleikhúsinu og fyrirkomulag rekstrar fasteignarinnar. Segir hann ekki ólíklegt að þeir samningar leiði til þess að forsendur starfs leikhús- stjóra breytist, með því að ábyrgð á rekstri fasteignarinnar færist á hendur sameignarfélags sem rætt er um að stofna. Þórhildur Þorleifsdóttir var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins í mars 1996 og rennur ráðningartími hennar út 31. ágúst næstkomandi. “^ll Baldvin átti fund með henni rétt eftir hádegið í gær, laugardag, til að greina henni foiTnlega frá ákvörðun leikhúsráðs. Spurður um möguleika Þórhildar, ef hún sækist eftir endur- ráðningu, segir Páll Baldvin að við mat umsókna muni hún njóta þeirra góðu verka sem hún hafi unnið fyrir Borgarleikhúsið á undanförnum ár- um og getur þess að aðsóknin á síð- asta leikhúsári hafi verið sú mesta í sögu Leikfélags Reykjavíkur. GÍFURLEGUR snjóþungi olli því að þak á hluta Rafha-hússins í Lækj- argötu í Hafnarfirði brast. Ekki er ljóst hvenær þakið hefur gefið sig undan þunganum en um 20 björgun- arsveitarmenn unnu að því að moka snjó af þeim hluta þaksins sem hélt. Lítil starfsemi er í Rafha-húsinu. Þó er þar myndbandaleigan Fjarðarvíd- eó en engar skemmdir urðu á þaki þess hluta hússins. Þakið gaf sig á 7-8 metra kafla í bakhúsi þar sem eru búslóðageymslur og verkstæði. Ekki var ljóst í gær hvort einhverjar skemmdir hefðu orðið á munum en lögreglan í Hafnarfirði taldi ólíklegt að svo væri þar sem tjónið hefði ekki verið tilkynnt til hennar. Björgunarsveitarmenn í Hafnar- firði áttu annasama nótt því fann- fergi er mikið í bænum. Ferjuflugvél snúið við LÍTIL ferjufiugvél á þýsku kall- merki lenda í vandræðum um 180 mflur vestur af Keflavflí í gær. Vél- in fór héðan áleiðis til Narsarsuaq en sneri við vegna gangtruflana í mótor. Flugvél Flugmálastjómar og TF-LÍF, þyrla Landhelgis- gæslunnar, voru kvaddar út og varnarliðinu í Keflavík var gert viðvart. Tveir menn voru í flugvél- inni og tókst þeim að lenda á heilu og höldnu í Keflavík kl. 13.46. Skráðu þig á ■ • I iDI ill .15 BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Flugleiðir með nýjung Næturflug* til Kaupmanna- hafnar í sumar í LOK maí hefja Flugleiðir nætur- flug til Kaupmannahafnar, allt að sex sinnum í viku. Þetta er viðbót við annað flug Flugleiða til Kaupmanna- hafnar og verður þá flogið þangað fjórum sinnum á dag. 15.000 krónur fargjaldið Að sögn Símonar Pálssonar, yfir- manns sölu- og markaðsmála hjá Flugleiðum, er stefnt að því að bjóða fargjöld á föstu verði eða á um 15.000 krónur og heimilt verður að breyta heimferð á annað næturflug, gegn gjaldi. Sala fargjaldanna hefst 20. janúar næstkomandi og skal farmiðinn greiddur þegar bókað er. Einnig verður boðið upp á nætur- flug til London í sumar, einu sinni í viku, á svipuðum kjörum og hefst sala í það einnig 20. janúar næstkom- andi. Næturflugið er á sumaráætlun Flugleiða fram í október. ■ Boðin verða/1 Eldingar í snjóbyl Héldu að Katla væri að gjósa MIKILL snjóbylur var í Vík í Mýrdal á föstudag og mitt í öllu fannferginu birtust eldglæringar í lofti og héldu sumir bæjarbúar að nú væri komið að því; Katla væri byrjuð að gjósa. Að sögn Reynis Ragnarssonar, lögreglumamis í Vík, tengdust eld- glæringarnar ekki Kötlugosi, held- ur voru þetta bara eldingar. „Það var mjög biint þegar þetta var, en ég sá samt þrjá eða fjóra glampa," sagði Reynir, sem sagðist strax hafa gert sér grein fyrir því að um veðurfræðilegt frekar en jarð- fræðilegt fyrirbæri væri að ræða. „Ég var á ferðinni þegar þetta gerðist og heyrði því engar þrumur, en margir í bænum gerðu það.“ Reynir sagðist muna eftir að hafa séð eldingar í snjóbyl áður, en að reyndar væru þær algengari í snjóéljum og vestanátt. Ráðist á tvo menn og þeir rændir RÁÐIST var á tvo menn í Reykjavík aðfaranótt sl. laug- ardags og þeir rændir. Þá gerði maður síðla nætur tilraun til að fleygja sér í höfnina við Mið- bakka en lögreglumenn komu í veg fyrir það. Ráðist var á mann í vestur- borginni um klukkan hálffjögur aðfaranótt laugardags og er talið að ræningjarnir hafi náð af honum um 20 þúsund krónum í peningum. Hinn maðurinn var rændur á Eiríksgötu um sexleytið en hann mun ekki hafa haft fjár- muni á sér en greiðslukort var hins vegar í veskinu sem stolið var af honum. Lögreglan hefur bæði málin til rannsóknar. Lögreglumenn tóku mjög ölvaðan mann í sína vörslu á Miðbakka á sjötta tímanum í morgun. Hugðist hann fleygja sér í höfnina og var fáklæddur mjög er komið var með hann á lögreglustöð þar sem hann var látinn sofa úr sér. ■ i ■ t s £g ft s' II »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.