Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 B 7 Nýjasta afurð íslenska kvikmyndaiðnaðarins er myndin Englar al- heimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson. Hér eru Ingvar E. Sigurðsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Baltasar Kormákur í hlutverkum sín- um í veislunni frægu í Grillinu. við að leita að góðum sögum, en ekki endilega að velta fyrir okkur hvaðan þær koma. Eg held að önnur ástæða þessarar velgengni sé sú neyð sem kennir naktri konu að spinna. Erlend fjármögnun hefur gegnum tíðina verið björgunarhringur íslenskra kvikmyndagerðarmanna; án hans hefðu flestar okkar mynda ekki verið gerðar. Islendingar hafa því einfald- lega verið duglegri og útsjónarsam- ari en aðrir sem njóta greiðari að- gangs að innlendu fjármagni, bæði frá sjóðum og fyrirtækjum." Dugnaður hins drukknandi manns? „Já, sem grípur í björgunarhring merktan Evrópusambandinu!“ Hversu stórt hlutfall þeÚTa ís- lensku bíómynda, sem sýndar hafa verið undanfarin 20 ár, hefur borið sig fjárhagslega? „Eg á erfitt með að svara því en ef- ast um að þær séu yfir þriðjungi. Þetta hefur verið basl og því miður margir einstaklingai- tapað aleig- unni, einkum þó fyrstu árin. Nú er fátítt, sem betur fer, að menn fjár- magni myndir með því að veðsetja eigur sínar og annarra og slái lán út á þær. Sjóðurinn hefur strangar reglur um að styrkir verði ekki greiddir út nema fyrir liggi fjár- mögnun myndarinnar. Það ætti að vera nokkur trygging fyiir því að menn fari sér síður að voða. Ef allt fer á versta veg er hins vegar ævin- lega töluverð áhætta sem innlendur framleiðandi tekur.“ Vanræksla rfldssjónvarps? I grein sem þú skrifar í nýjasta töl- ublað Lands og sona, málgagns Fé- lags kvikmyndagerðarmanna með tilstyrk Kvikmyndasjóðs, vekur þú athygli á því að helsti fjármögnunar- aðili Sænsku kvikmyndastofnunar- innar er sænska ríkissjónvarpið. Þú segir að það sé rökrétt vegna þess að helsta hlutverk ríkissjónvarps sé innlend dagskrárgerð og ekki sé völ á betra innlendu dagskrárefni en innlendum kvikmyndum. Ertu með þessu að segja að eðlilegt væri að ís- lenska ríkissjónvarpið kæmi að fjár- mögnun Kvikmyndasjóðs? „Sú hugmynd var uppi fyrir nokkrum árum þegar rætt var um leiðir til að efla sjóðinn að íslensku sjónvarpsstöðvarnar greiddu til hans. Aðrar leiðir urðu ofaná. Hins vegar tel ég að íslenska ríkissjónvar- pið ætti að taka þátt í fjármögnun kvikmynda með miklu sterkari hætti en verið hefur, ekki endilega með fjármagni í sjóðinn heldur sem með- framleiðandi einstakra verkefna." Finnst þér ríkissjónvarpið hafa brugðist skyldum sínum í þessu efni? „Já, á ýmsum sviðum. Ég veit að þar vaða menn ekki í peningum en þær upphæðir sem greiddar eru fyr- ir sýningar á íslenskum bíómyndum í sjónvarpinu eru fáránlega lágar. Ríkisfjölmiðlarnir hafa ákveðnar menningarlegar skyldur og ber því að borga meira fyrir innlenda bíó- mynd en erlenda. Algengt verð fyrir þrjár sýningar er fjórar milljónir króna og það er óviðunandi íyrir framleiðendur kvikmynda sem kosta 100-200 milljónir. Sjónvarpsstöðvar gegna hvarvetna í Evrópu lykilhlut- verki í framleiðslu kvikmynda, nema á Islandi." Rýmri löggjöf íslenska kvikmyndalöggjöfin hef- ur verið óbreytt í 15 ár eða frá 1984. Hefur það verið dragbítur á fram- þróun? „Já, að ýmsu leyti. Augljóslega hefur allt umhverfi kvikmyndagerð- ar gjörbreyst á þessum tíma. Lögin um Kvikmyndasjóð eru ekki aðeins stutt og einföld heldur setja þau stofnuninni þröngai- skorður og tor- velda henni að laga sig að breyttum aðstæðum. Reyndar höfum við á undanförnum árum gert ýmsar breytingar á fyrirkomulagi úthlutun- ar, t.d. með svokölluðum vilyrðum sem gera umsækjendum kleift að hefja fjármögnunarferlið og fá svo styrkinn sjálfan gi’eiddan að ári liðnu. Þessi breyting olli nokkrum titringi vegna þess að hún jaðrar við að standast ekki lög. Sú hugmynd er uppi að stjórn sjóðsins setti sjálf út- hlutunarreglur til nokkurra ára í senn í samráði við menntamálaráðu- neytið í stað þess, eins og nú er, að binda formið í lög sem ekki taka mið af ytri breytingum og innri þróun sjóðsins. Fyrir löngu er komin brýn þörf á ný kvikmyndalög." Og nú liggur fyrir nýtt frumvarp í menntamálaráðuneytinu. Hvaða breytingu felur það í sér? „Ef frumvarpið fer í núverandi mynd fyrir þingið felur það einkum í sér tvær meginbreytingar. I fyrsta lagi rýmkað úthlutunarfyrirkomulag á borð við þá hugmynd sem ég nefndi áðan. Þannig gæti stjóm sjóðsins til dæmis ákveðið að gera tímabundna tilraun með svokallað ráðgjafakerfi, sem felur í sér að einn eða fleiri starfsmenn sjóðsins velja styrkþega og þróa síðan verkefnin áfram með þeim í stað nefndar sem úthlutar einu sinni á ári. Þetta kerfi er víða notað á Norðurlöndunum og mætti vel reyna hér, án þess að úthlutunar- nefndir yrðu lagðar endanlega niður. Jafnvel mætti reyna að nota kosti beggja kerfa. I öðru lagi er um þá breytingu að ræða á skipun stjórnar sjóðsins að þeir sem hagsmuna eiga að gæta mega ekki taka þar sæti en stjórnin hafi hins vegar að bakhjarli fulltrúaráð hagsmunafélaganna, ekki ósvipað og hjá Listahátíð. Þetta skapar eðlilegri stjórnunarhætti og kemur í veg fyrir hagsmunaárekstra. Til skamms tíma lenti sjóðurinn ít- rekað í því að meirihluti stjórnai’ þurfti að víkja og varamenn komu inn til þess eins að velja úthlutunar- nefnd.“ Er þetta framvarp unnið í samráði við hagsmunafélög kvikmyndagerð- armanna? „I rauninni hefur þetta starf staðið með hléum í tíu ár og farið margar byltur og verið vel kynnt hjá félögun- um. Ég held að sátt verði um þessa lendingu í stórum dráttum, ekki síst eftir þann fjármögnunarsamning sem rfidsstjómin gerði um sjóðinn íyrir ári. Vonandi verður þetta frumvarp lagt fram og samþykkt á þessu þingi en þar ráða stjórnmála- mennimir ferð. Annað sem lýtur að lögum er það ákvæði í fyrrnefndum samningi að verði svokallaður Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva lagður niður skuli stofna stutt- og heimild- armyndadeild við Kvikmyndasjóð sem mun í upphafi hafa 40 milljónir til ráðstöfunar en í fyllingu tímans eða að fjórum árum liðnum 100 mil- ljónir. I útvarpslagafrumvarpinu, sem lagt hefur verið fram, er Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva felldur niður. Verði það frumvarp samþykkt núna mun því Kvikmyndasjóður hefja úthlutanir stutt- og heimildar- myndadeildar árið 2001. Þetta yrði mikið framfaraspor og kæmi til dæmis í veg fyrir árlegt karp um að sjóðurinn vanræki þessar tegundir kvikmynda." Jafnræðisregla brotin? Nýlega var samþykkt löggjöf sem ætlað er að hvetja erlenda kvik- myndaframleiðendur til að taka myndir sínar eða einstök atriði þeirra hérlendis með því að ríkið endurgreiði þeim 12% af útlögðum kostnaði þeirra. Þetta virtist fá já- kvæð viðbrögð í fyrstu en hefur mál- ið síðan siglt í strand? „Ja, lögin hafa í reynd ekki tekið gildi vegna þess að Éftirlitsstofnun Evrópu gerði ákveðnar athugasemd- ir við þau. Þegar málið var í undir- búningi í þinginu bentu ég og ýmsir framleiðendur á að breyta þyrfti nokkrum ákvæðum frumvarpsins sem brytu í bága við jafnræðisreglur Evrópusambandsins. Nú hefur kom- ið í ljós að þessar ábendingar áttu við rök að styðjast. Eitt atriðið er að samkvæmt lögunum falla myndir styrktar af Kvikmyndasjóði íslands ekki undir þessar endurgreiðslur. Þetta sendir erlendum kvikmynda- framleiðendum þau skilaboð að fjár- festa ekki í íslenskum kvikmyndum heldur einvörðungu í erlendum kvik- myndum sem teknar eru á Islandi. Svona mismunun gengur ekki í því alþjóðlega umhverfi sem við störfum í. Því miður var frumvarpið lagt fram án þess að tekið væri tillit til ábend- inganna en nú standa yfir viðræður milli iðnaðarráðuneytisins og Evr- ópusambandsins um að leiðrétta lög- in. Mjög mikilvægt er að slík niðurs- taða fáist sem allra fyrst því, bæði vegna þeirra mörgu verkefna frá er- lendum framleiðslufyrirtækjum sem bíða á meðan og íslensk fyrirtæki hafa lagt mikla fjármuni í að fá hing- að, og einnig vegna þeirrar jákvæðu umfjöllunar sem málið fékk í erlend- um fagblöðum á sínum tíma; það væri hörmulegt og hjákátlegt afsp- umar ef ekki yrði neitt úr neinu af lagatæknilegum ástæðum.11 Sjálfsagt finnast seint lausnir og leiðir sem allir eru sammála um þeg- ar of margir sækjast eftir of litlu fé? Frankfurt flue & bíll París flue & bíll 32.790 kr.* ámann m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku 32.390 kr* ámann m.v. 2 í bíl í A flokki í eina viku Milano - 32.200 kr.* Genf - 32.340 kr.* Skíðasvæði innan seilingar: •Madonna di Campiglio •Val di Fassa •SelvaVal Gardena Skíðasvæði innan seilingar í Frakklandi: •Val d'Isére/Tignes •Dalirnir 3 (Méribel, Courchevel & Val Thorens) •Chamonix Múnchen - 32.490 kr.* Zúrich - 32.320 kr.* Skíðasvæði innan seilingar í Austurríki: •Kitzbúhel/Kirchberg •Zell am See •Lech/St. Anton Skíðasvæði innan seihngar: •St. Moritz •Cranz Montana •Davos Bologna - 32.200 kr.* S4S ICELANDAIR m- (Gista verður eina nótt í Kaupmannahöfn á leiðinni út.) Skíðasvæði innan seilingar: • Madonna di Campiglio • Val di Fassa Selva • Val Garden Hagstæð skiðafargjöld með Flugleiðum og S/IS 120°0 á bestu skíðasvœðum Evrópu Ferðir skulu farnar á tímabilinu 16. jan. til 31. mars (síðasti heimkomudagur er 14. apríl). Bókunarfyrirvari: 7 dagar. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 14 dagar. Börn, 2ja-l 1 ára, greiða 67%, og börn, yngri en 2ja ára, greiða 10% af fargjaldi. Hafið samband við söluskrifstofúr Flugleiða eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum firá kl. 10 - 16.) Vefur Flugleiða: www.icelandair.is • Netfang: info@icelandair.is * Verð með Jlugmllarsköttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.