Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 B 25 \ i ! FRÉTTIR Iþrótta- hátíð í Kópa- vogi ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs verður haldin í dag, sunnudaginn 9 janúar, kl. 17 í Félagsheimili Kópavogs. A hátíðinni verður lýst kjöri á íþrótta- konu og íþróttakarli Kópavogs. Þá verða í fyrsta sinn veittir af- reksstyrkir til 5 einstaklinga sem og sérstakur styrkur frá Kópavogsbæ vegna undirbúnings Rúnars Alex- anderssonar fyrir Ólympíuleikana í Sidney nk. haust. Dagskrá hátíðar- innar er eftirfarandi: , Una María Óskarsdóttir formaður ITK setur hátíðina. íþróttafélög verða heiðruð vegna íslandsmeist- aratitla sem íþróttamenn innan þeirra raða unnu á árinu. Jafnframt verða þeim veittir árangurstengdir afreksstyrkir í'yi-ir frammistöðu sinna manna. ÍTK veitir Sundleik- fímihóp áídraðra við Sundlaug Kópa- vogs sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir framlag þeirra til aukinnar hreyfingar og heilsubótar á árinu 1999. f TK veitir 24 íþróttamönnum í tveimur aldursflokkum viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í leik og keppni. Afhending afreksstyrkja til einstakra íþróttamanna sem og styrkur vegna undirbúnings RA fyr- ir Ól. Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs og þeim veitt- ar viðurkenningar við það tilefni. Gestir geta flutt ávörp ef þess er óskað Að lokum slítur fonnaður ÍTK, Una María Óskarsdóttir, hátíðinni og býður gestum að þiggja veitingar í tilefni dagsins. Langtímaáhrif stórframkvæmda Opinn kynning- arfundur UMHVERFISMIÐSTÖÐ Háskól- ans í Lundi heldur opinn kynningar- fund í Háskóla íslands, stofu 201 í Odda, kl. 15 mánudaginn 10. janúar nk. um starfsemi stofnunarinnar og áhugaverð verkefni sem tengjast ís- landi. Stofnunin hefur í hyggju að koma á samstarfi við íslenska aðila um þróun aðferða sem auðvelda gerð langtímaáætlunar um sjálfbæra þró- un á íslandi. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er gerð líkans af samfélaginu og vist- kerfinu sem nota má til að leggja mat á áhrif stærri verkefna á félags- lega þætti, náttúrufar og efnahag til lengri tíma litið. Tilgangurinn er að auðvelda stjórnvöldum að meta hvaða áhrif mismunandi stefnu- mörkun í ýmsum málaflokkum kann að hafa til lengri tíma litið. Talsmenn Umhverfismiðstöðvar Lundarhá- skóla telja að þessi aðferð geti t.d. gagnast við undirbúning ákvarðana- töku um uppbyggingu virkjana og um náttúruvernd á íslandi. Verkefnisstjórn um Rammaáætl- un um nýtingu vatnsafls og jarð- varma, Umhverfisstofnun Háskóla Islands og Landvernd standa að þessum kynningarfundi. Hann er op- inn og allir eru velkomnir. Aðsendar greinar á Netinu mbl.is --*\t-L.7~Af= G/TTH\^K£? /VÝTT Fulltrúar Lionsklúbbs Engeyjar ásamt starfsmönnum gjörgæsludeildar við hið nýja tæki. Gjöftil Sjúkrahúss Reykjavíkur NYLEGA komu félagar úr Lions- klúbbnum Engey á Sjúkrahús Reykjavíkur færandi hendi þegar gjörgæsludeild var fært nýtt hjartarafstuðstæki. Slík tæki eru nauðsynleg í ýmsum tilfcllum s.s við endurlífgun og vegna hjartslátt- artruflana. Tæki þetta, sem er af gerðinni Hewlett-Packard, er mjög vandað og kemur í gdðar þarfir þar sem endurnýja þurfti eldri tæki. Lionsklúbburinn er kvenna- klúbbur og er félagskonum færðar þakkir, segir í fréttatilkynningu frá Sjúkrahúsi Reykjavfkur. á mann í tvíbýli í 2 nætur á Forte Posthouse Kensíngton (***) á mann í tvíbýli í 2 nætur á Millennium Brittannia Mayfair (****) NÝTT, FRÁBÆRT HÓTEL frá 29.480kr.** á mann í tvíbýli í 3 nætur á Radisson SAS Hotel (***★*) frá 29.990kr.** á mann í tvíbýli í 3 nætur á Home Plazza Bastille (***) Ovæntur gladningurfrá Home Plazza hótelunum bíðurgesta á hcrbergjum á mann í tvíbýli í 2 nætur á Hotel Ibis Wiesbaden (**,/2) á mann í tvíbýli í 2 nætur á Forte Posthouse Glasgow (***i/2) Hafið samband við söluskrifstofúr Flugleiða eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10 - 16.) Vefur Flugleiða: www.icelandair.is Netfang: info@icelandair.is * Itinifalið: KuöldJJug, gisting, morgunverður ogjlugvallarskattar. Morgunjlug kostar 1.000 krónur aukalega á manti. ** Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og Jlugvallarskattar. London Amsterdam París Wiesbaden Þessi tilboð eru í gildi frá I 3. janúar til 20. mars c ICELANDAIR jR liKNSKA AUClfSINC*ST0fAN SHF./SU.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.