Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Upptökur með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar hafa verið yfirfærðar á geisladisk og er hann kominn á almennan markað. Frá lakk- plötu til geisladisks í Ríkisútvarpinu er verið að færa gamalt dagskrárefni á stafrænt form. í safninu er að fínna ýmsar perlur í tali og tónum frá upphafsárum útvarpsins sem væri synd að færu forgörðum. Hildur Einarsdóttir brá sér í stúdío 7 og fylgdist með bj örgunarstarfínu. AÐ var fyrir fjórum árum sem ákveðið var að kaupa sérhæfð upptökutæki til að færa allar gamlar hljóðritanir Ríkisútvarpsins yfir á aðgengilegra form fyrir dagskrár- gerðarfólk útvarpsins og um leið bjarga þeim frá mögulegri eyðilegg- ingu. Þessi tæki er að finna í stúdíó 7 í kjallara útvarpshússins en þar ræður ríkjum Magnús Hjálmarsson sem starfaði áður sem deildarstjóri tæknirekstrardeildar útvarpsins. Ásamt honum vinnur Jónatan Garð- arsson og starfsfólk safnadeildar Ríkisútvarpsins að þessu merka varðveislustarfi. „Þegar Ríkisútvarpið var að hefja starfsemi sína árið 1930 var ein- göngu sent út beint en árið 1936 eignaðist útvarpið lakkskurðarvél. Það var fyrst þá sem farið var að hljóðrita hluta dagskrárefnisins á lakkplötur sem voru þannig gerðar að lakk var brætt á álþinnu eða gler og hljóðið skorið í plöturnar," segir Magnús um leið og hann sýnir blaða- manni eintak af einni slíkri plötu sem er 33 snúninga og í stærra lagi eða um 43 cm í þvermál. Skurðurinn fór þannig fram að hljóðið fór frá hljóðnemanum í' magnara sem hreyfði skurðnálina sem skar plöt- una. „Héma sérðu einn af fyrstu tæknimönnum útvarpsins við slíkan starfa.“ Magnús bendir á mynd uppi á vegg af manni sem situr við plötu- skurðartæki og er að föndra við plötu á fóninum. „Taktu eftir pensl- inum sem hann er með í hendinni, hann var notaður til að taka af spón- inn sem kom þegar nálin skar ofan í lakkið,“ segir hann. ,Á eina svona plötu gátu farið 4-5 lög og tók um 15 mínútur að hlusta á hvora plötu- síðu,“ heldur Magnús áfram útskýr- ingum sínum. „Við bestu aðstæður getur efni af svona plötum varðveist ágætlega. Það kemur fyrir að lakkið springur og losnar af plötunni og þá er efnið ónýtt. Ég var að færa efni sungið af Guð- rúnar Á. Símonar óperusöngkonu yfir á geisladisk um daginn og upp- götvaði þá að þrjár plötur voru alveg að verða ónýtar. Lakkið hafði sprungið alveg þvert fyrir,“ segir hann og teiknar ímyndaðan skurð í plötuna sem hann handleikur. „Skemmdirnar voru þó ekki verri en svo að að ég gat bjargað efninu án þess að skemmdimar kæmu fram í hljóðinu." Gömlu upptökurnar misjafnar að gæðum Magnús segir lakkplöturnar hafa verið notaðar að hluta til fram yfir 1960. En árið 1947 kom stálþráður- inn til skjalanna og var þá farið að taka upp á hann að hluta til. Stál- þráðurinn reyndist þó ekki vel, að sögn Magnúsar, hann vildi slitna og tóngæði voru léleg. Stálþráðurinn var notaður í 3-4 ár. „Upp úr 1950 kom segulbandið til skjalanna og þá varð bylting í allri dagskrárvinnslu," segir hann. „Við emm líka að færa upptökur af elstu böndunum yfir á geisladiska en efnið á þeim var misjafnlega gott auk þess sem dagskrárgerðarfólk- Morgunblaðið/Golli. Magnús Hjálmarsson og Jónatan Garðarsson vinna að því að færa allar gamlar hljóðritanir Rfkisútvarpsins yfir á geisladiska. inu finnst erfitt að vinna með þessi gömlu bönd,“ heldur Magnús áfram. „En gömlu upptökurnar em mis- jafnar að gæðum og á þeim mörgum er að að finna alls konar suð og bresti.“ Magnús sest við tölvuskjá og sýn- ir blaðamanni nýja tæknibúnaðinn sem getur lagað þessa vankanta. Hann fær línurit af lagi upp á skerminn og getur þá séð hvar gall- ar em í upptökunni og máð þá út áð- ur en hann færir lagið yfir á geisla- disk. Snark og suð Það kemur fram í máli Magnúsar að gerð era þrjú geisladiskaeintök af hverri upptöku. „Fyrst bý ég til eitt fmmeintak þar sem efnið er yfirfært eins og það kemur fyrir af lakkplöt- unni eða bandinu. Þá leitast ég við að hafa upptökuna sem næst upp- mna sínum með öllum aukahljóðun- um. Þetta gemm við vegna þess að seinna verður ef til vill til betri bún- aður til að lagfæra það sem betur má fara en það er smekksatriði hvernig á að gera það. Á hinum tveim eintök- unum reyni ég að mýkja snarkið og suðið í hljóðrituninni ef eitthvað er. I því skyni reyni ég að velja réttar nálar til að minnka þessi aukahljóð. Það hefur einnig gefist vel að baða lakkplöturnar í vatni meðan verið er að yfirfæra efnið, það mýkir hljóðið. Það mikilvæga við þetta starf er þó að ganga ekki of langt í að taka aukahljóðin út úr gömlu upptökun- um. Ég stend því alltaf upp með vissu millibili og hvíli mig augnablik á að hlusta. Svo kem ég aftur að efn- inu og átta mig ef til vill á því að ég hef hreinsað of mikið til.“ Til efni á fleiri þúsund geisladiska Magnús segir að yfirfærsla á efn- inu og lagfæring á því sé seinvirkt ferli sérstaklega vinnan með lakk- plöturnar. „Þegar ég byrjaði þetta varðveislustarf gerði ég ráð fyrir að með nýju tækjunum gæti ég yfir- fært gamalt efni á 40 geisladiska á ári. Til em um 4.900 lakkplötur sem þýðir að ég gæti verið 43 ár til við- bótur við þennan starfa! Ég held ég dugi þó ekki svo lengi. Nú þegar hef ég starfað við útvarpið í 46 ár og er elsti starfsmaður þess. Það er því vel viðeigandi að ég starfi að safnamál- unum verandi einn af safngripun- um,“ bætir hann við og hlær inni- lega. Jónatan Garðarsson hefur haft það verkefni með höndum að fara í gegnum gömlu hljóðritanirnar og safna upplýsingum um efnið og skrá þær niður. Hann segir að með plöt- unum og segulbandsupptökunum fylgi oft litlar sem engar upplýsing- ar um flytjendur og ef um tónlist er að ræða, lagaheiti, nafn höfundar, hvenær efnið var tekið upp og hvar eða aðrar upplýsingar. Að sögn þeirra Magnúsar og Jónatans getur oft verið mikill eltingarleikur að hafa uppi á þessum upplýsingum. „Ég var til dæmis nýlega að afrita plötu frá apríl 1946 af söngkvartett sem kallaði sig Fjóra félaga, aðrar upplýsingar vom ekki fyrir hendi,“ segir Magnús. „Við höfum spurst víða fyrir um kvartettinn og ég fékk Vilhelm Kristinsson, sem er um- sjónamaður morgunþáttar Rásar 1, að leika upptökur með kvartettinum í þættinum en enginn kannaðist við hann. Mér dettur helst í hug að hóp- urinn hafi verið settur saman í fljót- heitum fyrir þessa einu upptöku í út- varpinu.“ Sigurður Skagfíeld og Viihelm Lanzky-Otto Magnús er spurður að því hvaða perlur sé að finna í safninu. Hann segist ekki geta nefnt eitthvað eitt. En segir að það sé ekki langt síðan hann hafi lokið við diska með ópera- söngvuranum Sigurði Skagfíeld, Guðrúnu Á. Símonar og Þuríði Páls- dóttur og tónlist með hornleikaran- um Vilhelm Lanzky-Otto sem var af- ar virkur í íslensku tónlistarlífi á eftirstríðsámnum en flutti til Sví- þjóðar. „Það er gaman að geta lokið við svona heil verkefni sem hvert um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.