Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 57 k FOLKI FRETTUM Vér morðingjar er sýnt á Smíóaverkstæði Þjóðleikhússins Frá dóttur til móður Kristbjörg Kjeld þekkir leikritið Vér morð- ingjar sem nú er sýnt á Smíðaverkstæðinu betur en margir því hún hefur leikið bæði móðurina og dótturina 1 verkinu. Kristbjörg Kjeld hefur starfað við Þjóð- leikhúsið síðan hún lauk námi við leiklistarskóla hússins árið 1968. Hún hefur að vonum kynnst ótal persónum á ferlin- um, nú síðast Lillian Dale, móður Normu Mclntyre í leikritinu Vér morðingjar eftir Guð- mund Kamban frá árinu 1927. Halldóra Björns- dóttir fer með hlutverk Normu í dag og Valdimar Öm Flygenring leikur eiginmanninn Emest Mclntyre en fyrir rúm- um þrjátíu árum stóðu Kristbjörg og Gunnar Eyjólfsson í þeirra spor- um á Stóra sviðinu. Erl- ingur Gíslason tók seinna við af Gunnari. Eðlileg þróun „Já, ég býst við því að það sé eðlileg þróun að ég sé núna í hlutverki móðurinnar þar sem ég er orðin eldri, það er gangur lífsins,“ segir Kristbjörg brosandi. „Líklega hefur leikstjór- anum [Þórhalli Sigurðssyni] fundist viðeigandi að ég kæmi aftur að verkinu, þá hefur þetta farið í hring.“ Það var árið 1968 sem Kristbjörg og Gunnar tókust á í hlutverkum Emests og Normu en þau glíma við vanda í hjónabandi og hafa ólíka af- stöðu til lífsins. Sýningin var vel sótt og var farið með hana í leikför um landið. Ólík túlkun leikkvenna „Sýningin núna er að vissu leyti frábmgðin þeirri sem sett var upp fyrir rúmum þrjátíu árum eins og gengur og gerist þegar nýtt fólk á í hlut,“ segir Kristbjörg. „Verkið er nokkuð tímalaust en fæst við eilífð- arglímu hjónabandsins, átök á milli hjópa og stenst því vel tímans tönn.“ Á æfíngum fyrir sýninguna fylgd- Ljósmynd/Þjóðleikhúsið ^ Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjdlfsson í hlutverkum Normu og Emest árið 1968. lentínusardagurinn er 14. febrúar Brjóstahöld í stærðum: B-C-D-DD-E-F-FF-G Verð kr. 4.485/4.685 Buxur í stíl. Verð kr. 2.250/2.475 Laugavegi 40 ♦ sími 551 3577 ; j Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kristbjörg í hlutverki Lillian Dale, móður Normu. ist Kristbjörg spennt með því hvernig Halldóra nálgaðist Normu. ,Á æfingatímabilinu er stöðugt ver- ið að leita og þreifa fyrir sér og það var virkilega gaman að fylgjast með því hvemig Halldóra náði tökum á hlutverkinu.“ Kristbjörg segir það ekki hafa hvarflað að sér fyrir þrjátíu ámm að hún ætti eftir að standa í spomm Guðbjargar Þorbjamardóttur sem þá fór með hlutverk móðurinnar. „Hún hljómaði nú svolítið í eyrum mér þegar ég byrjaði að æfa,“ játar Kristbjörg. „Það túlka náttúralega engar tvær leikkonur sama hlut- verkið eins. Halldóra nólgast Normu í aðalatriðum á svipaðan hátt og ég gerði en auðvitað em ein- hverjar öðmvísi áherslur í túlkun hennar en bæði hún og Valdimar standa sig frábærlega í þessari sýn- ingu,“ segir Kristbjörg að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.