Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 SKOÐUN AF HAGKVÆMNI FLJÓTSDALSVIRKJUNAR ÍSLAND er óvenju ríkt af góðum virkjunarkostum. Þeir kostir, sem hafa verið í umræðunni vegna fyrir- hugaðs álvers við Reyðarfjörð eru allir stórbrotnir og kalla á umtals- verða röskun á náttúru landsins. Flytja á stórfljót dala á milli, grafa göng í gegnum holt og hæðir og dreifa möl um heiðar og dalverpi. Allt á að gera þetta í nafni byggða- stefnu og til að tryggja um 500 manns atvinnu og 2000 tii viðbótar lífsviðurværi. Heildarkostnaðurinn við þessar virkjunarfræmkvæmdir hleypur á milljarða tugum ef ekki hundruðum. Þegar slíkar tölur eru uppi á borð- inu vaknar sú spuming hvort þetta borgi sig yfir höfuð. Hver er arð- semin af þessari framkvæmd? Landsvirkjun hefur sagt að tekjur umfram rekstrarkostnað virkjan- anna séu áætlaðar á bilinu 2 til 3 milljarðar króna. Ekki er tekinn inn í útreikninga Landsvirkjunar kostn- aður vegna annarra þátta eða tekju- tap vegna skerðingar á útivistar- gildi svæðanna og minnkandi aðdráttarafli fyrir ferðamenn. Ekki allt gull sem glóir Ekki eru allir sammála því að hagnaður verði af þessu brölti. Ný- lega birtist í Frjálsri verslun grein eftir Sigurð Jóhannesson, hagfræð- ing, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að 13 milljarða króna tap verði af Fljótsdalsvirkjun. í út- reikningum sínum notar Sigurður tölur úr ársreikningum Landsvir- kjunar og setur sér ákveðnar arð- semiskröfur og gengur út frá til- teknu raforkuverði til stóriðju. Líkt og Landsvirkjun tekur hann ekki inn í útreikninga sína kostnað eða tekjutap vegna landsgæða sem tap- ast. Landsvirkjun hefur mótmælt niðurstöðum Sigurðar. Forstjóri Landsvirkjunar þorir að vísu ekki að segja annað en að Sigurður reikni rétt en noti bara vitlausar for- sendur. Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur kemst að líkri niðurstöðu í út- reikningum sem hann birtir á heimasíðu sinni. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið 16. desember að hann hafí byrjað útreikninga sína með það í huga að Fljótsdalsvirkjun væri arðbær, en honum til mikillar furðu varð niðurstaðan á allt annan veg. Eg var mjög glaður að sjá skrif Sigurðar og Guðmundar vegna þess að fyrir 11 árum komst ég að sam- bærilegri niðurstöðu, þ.e. að raf- orkusala frá Fljótsdalsvirkjun til stóriðju borgar sig ekki. Á þeim ár- um var ég við nám við Stanford há- skóla í Kaliforníu í fræðum sem heita aðgerðarannsóknir (oper- ations reserach). Lokaverkefni mitt var reiknilíkan sem var ætlað að líkja eftir virkjanakerfi landsins. Líkanið tók á samspili framboðs og eftirspumar á raforku og áhrif þess á raforkuverð. í heilt ár velti ég fyr- ir.mér öllu mögulegu og ómögulegu varðandi áform Landsvirkjunar. Á þeim árum var verið að virkja Blöndu og hafði hún verið tekin fram yfir Fljótsdalsvirkjun í mikilli óþökk við Austfirðinga. Búið var að fullhanna virkjanir kenndar við Sultartanga, Fljótsdal, Vatnsfell og Villingarnes, stækkun á Búrfells- virkjun og firnm stig Kvíslaveitna. Einnig voru vangaveltur um út- flutning á raforku um sæstreng og umfangsmikla uppbyggingu orku- freksiðnaðar. Allar upplýsingar um stofnkostnað, rekstrarkostnað, raf- orkuverð, rennsli fallvatna, burðar- getu raforkukerfisins og spár um raforkunotkun voru fengnar frá Landsvirkjun og Orkustofnun. Ég gat því tekið inn í líkanið allar helstu stærðir sem þurfti til að reikna út hagkvæmni og arðsemi virkja- nanna, þó svo að það hafi ekki verið aðalmarkmiðið heldur að finna út hagkvæmustu virkjunarröð. Ég hafði mér til ráðgjafar prófessor Allan Manne við Stanford háskóla, sem hefur meðal annars verið ráð- gjafi Alþjóðabankans í orkumálum sem og ríkisstjórna víða um heim. Meginforsendur líkans míns, fyrir utan ofangreindar tölulegar upplýs- ingar og spár, voru að raforkuverð ákvarðaðist af langtímajaðarkostn- aði afls (MW) og orku (GW stundir) og að það verð sem kaupendur voru tilbúnir greiða liti sambærilegri verðteygni og viðgekkst í Noregi á þessum árum. Verðteygni lýsir vilja orkukaupandans að greiða uppsett verð þó forsendur breytast hjá hon- um. Þannig er í flestum samningum við stóriðju sett inn ákvæði um að raforkuverð breytist með heims- markaðsverði á afurðum. Út úr þessu öllu kom það sem heitir ólínu- íegt bestunarlíkan sem túlkaði tengsl framboðs og eftirspumar á þremur tímapunktum, þ.e. 1995, 2005 og 2015, miðað við ólíkar spár um orkueftirspum og röð virkjana. Niðurstöður útreikninga minna komu mér virkilega á óvart. Mér hafði alltaf fundist sjálfgefið að virkjanir væra með því hagkvæm- asta sem við íslendingar leggðum fyrir okkur. Líkan mitt sýndi því miður að ýmsar nýjar virkjanir reyndust vera á mörkunum að borga sig. Kvað svo rammt við, að oft sýndi líkanið að eini hagur ríkis- ins af virkjunum og stóriðjuveram tengdum þeim væru skattar starfs- manna og uppsöfnunaráhrif vegna launa þeirra. Tekið skal fram að lík- an mitt reyndi ekki að taka á upp- söfnunaráhrifum vegna þjónustu við stóriðjuverin. Ein af þeim virkjun- um sem fékk falleinkunn var Fljóts- dalsvirkjun. Ég sendi Landsvirkjun afrit af ritgerðinni minni, en einu viðbrögð- in þaðan vora„að alltaf era þessir háskólanemar að rífa sig“ Á þeim tíma fannst mér það ekki vera í mín- um verkahring að reyna frekar að opna augu Landsvirkjunar eða ráðamanna fyrir þessum staðreynd- um. Auk þess vora þessi áform lögð til hliðar einu sinni sem oftar vegna skorts á áhuga erlendra fjárfesta. Tekið skal skýrt fram að mjög margar forsendur hafa breyst frá því ég lauk verkefni mínu árið 1988. Hönnun Fljótsdalsvirkjun hefur verið breytt, þannig að í dag er mið- að við 210 MW virkjun í stað 252 MW. Stofn- og rekstrarkostnaður hefur hækkað sem og gengi Banda- ríkjadals (úr um 36 kr í 73 kr). Stækkun Búrfellsvirkjunar hefur verið tekin frá, ef svo má segja, til að uppfylla aukna eftirspurn á al- mennum markaði. Uppbygging orkufreksiðnaðar hefur verið hrað- ari en áætlanir gerðu ráð fyrir og fyrirhugað álver á Reyðarfirði gæti orðið mun stærra en mestu stór- huga dreymdi á þessum áram. Arðsemi er lykilorðið Ég er ekki að segja, að við eigum ekki að reisa stórar virkjanir og freista þess að fá til landsins erlenda fjárfesta sem vilja nýta þá orku sem við höfum upp á að bjóða. Langt því frá. Við eigum endilega að leita eins margra leiða til að styrkja stoðið efnahagslífs okkar og kostur er. Ég tel aftur á móti eðlilegt, að sá aðili, sem nýtir auðlindir landsins, greiði sanngjarnt gjald fyrir raforkuna og að stjórnvöld setji það háar kröfur um arðsemi, að tekjur fari ekki ein- göngu í að greiða niður lán á af- skriftartíma heldur skili líka viðun- andi tekjum í ríkissjóð. Einnig, að hver virkjun fyrir sig beri sig án tekna frá öðram hluta raforkukerf- isins. Með þessu er tryggt, að kaup- endur raforku til stóriðju fái hana ekki niðurgreidda af eldri virkjun- um, sem hafa verið að fullu greiddar upp. Umhverfisáhrif Það er önnur hlið á virkjunar- áformum Landsvirkjunar. Það era hin neikvæðu áhrif, sem fyrirhugað- ar vatnsaflsvirkjanir hafa á náttúra landsins. Ósnortnar víðáttur eiga að skerðast mikið, mynda á uppistöðu- lón, sem breyta ásýnd landsins og sökkva friðlendum fugla og dýra svo eitthvað sé nefnt. Ekki era allir eins hrifnir af þessari hlið og telst ég til þeirra. Náttúra íslands er of dýr- mæt til að leggja hana í fljótfærni undir virkjanir sem auk þess er Gas- og rafmagnsarnar í miklu úrvali Enginn skorsteinn? Ekkert vandamál! Vorum einnig að fá mikið úrval af fylgihlutum fyrir viðarbrennsluarna. Hónn«n: ki VERSLUNIN HÆTTIR 0pið!dag sunnudag á Laugavegi 49 kl. 10-21 10% aukaafsláttur af útsöluverði Allt að 80°/c O afsláttur Síðasti dagur SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49 -101 Reykiavik - simi SS1 2024
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.