Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FBBRÚAR 2000 37 Hvað kost- ar fólk? Auðvitað erhægt að tala um sjúkrahús og sjúklinga á peningaforsendum. En það er ekki hægt að halda því um leið fram, að enn sé litið svo á, að velferð fólks skiþti meira máli en hagnaður. Enn eina ferðina hef- ur skotið upp koll- inum umræða um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Nú kveður þó við nýjan tón, og viðhorf Jónasar Hallgrímssonar, prófessors og forstöðumanns Rannsóknarstofu Háskóla Is- lands í meinafræði, eins og það kemur fram í viðtali Morgun- blaðsins við hann laugardaginn 5. febrúar síðastliðinn, er fersk- ur vindur í þessari umræðu. Verst að þetta er vindur sem hefði helst ekki átt að leysa. Það sem er ferskt við sjónar- mið Jónasar er að hann fer ekki í felur með það viðhorf sitt að þegar kemur að heilbrigðismál- um skipti VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson peningar höf- uðmáli. Jónas fullyrðir engu að síður að það standi alls ekki til að breyta „þeirri grundvallarreglu", að fyrst sé hugsað um sjúklinginn og svo um peningahliðina. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að með eigin orðum í áður- nefndu viðtali við Morgunblaðið gengur hann sjálfur langan veg í þá átt að breyta þessari röð. Það er einkum tvennt sem bendir til þessa. í fyrsta lagi segir Jónas meðal annars að það sé æskilegt að það komist alveg á hreint hvað hver einstök aðgerð kostar, til dæmis þegar botnlangi er fjar- lægður, eða þegar gert er við kransæð. Nú er ekki ljóst hvort Jónas veit að það, að fjarlægja botnlanga, getur bjargað lífi þess sem losnar við hann og við- gerð á kransæð getur auð- veldlega verið aðgerð upp á líf og dauða. Vegna þessara beinu tengsla blasir við, að um leið og Jónas vill að það sé á hreinu hvað ein- stakar aðgerðir kosta, þá er hann að segja að betra sé að það sé á hreinu hvað mannslíf kostar mikið. í peningum, það er að segja. Hann vill, með öðrum orð- um, að settir verði verðmiðar á manneskjur. í öðru lagi segir Jónas að eðli- legt sé að þeir sem eru ríkir njóti góðs af því, og fái að kaupa sér sjálfir tafarlaust þjónustu sem fátæklingarnir verða að hanga á biðlistum eftir dögum og mánuðum saman. Jónas held- ur fram þeim veiku rökum, að þetta komi öllum til góða, því að biðlistar styttist með þessum hætti. Mikið rétt hjá Jónasi. Það kemur öllum til góða. En kemur það öllum jafnt til góða? Aug- ljóslega ekki. Þess vegna felur viðhorf Jónasar í sér að það sé eðlilegt að þegar kemur að heilsugæslu séu sumir - það er að segja þeir ríku - jafnari en aðrir - það er að segja þeir fá- tæku. Hingað til hefiir for- gangsröðun sjúklinga ráðist af því hver þarf mest á þjónustunni að halda, en ekki því hver á mest af peningum. Til þess að eitthvað sé að marka þau orð Jónasar að hann sé ekki að mælast til breytingar á forgangsröðinni (fyrst fólk, svo peningar) verður viðhorf hans að fela í sér að læknir, sem er að fjarlægja botnlanga eða gera við kransæð, þurfl ekki að leiða hugann að því í svo mikið sem eina sekúndu hvað hann sé að eyða miklum peningum. Það sama á auðvitað við þá sem skammta ríkisreknum sjúkra- húsum peninga, það er að segja ráðherra og embættismenn. Með öðrum orðum, ef menn ætla sér ekki að ganga á bak þeirra orða, sem eru sennilega mikilvægari forsenda mannlífs á íslandi en Njála nokkurntíma er, að fólk sé mikilvægara en peningar, og að fólk sé í raun og veru allt á sama báti, þá verða læknar, sem framkvæma að- gerðir, að fá að vera í friði fyrir peningasjónarmiðum. En nú eru breyttir hugmynda- tímar, og líklegt er að heilbrigð- ismálin, Ukt og öll önnur mál, verði seld undir þá hugmynd að markaðurinn sé á endanum það sem öllu skipti. Það er líka til marks um breytta tíð, að nú byrjar Morg- unblaðið umræðu um heilsu- gæslu með því að tala um kostn- að, en nefnir svo siðferðisþáttinn líkt og í framhjáhlaupi, eins og til þess að passa nú að þeim les- endum sem telja hann mikilvæg- an, finnist ekki framhjá sér gengið. Það er engu líkara en litið sé á þá, sem telja heilbrigð- ismál fyrst og fremst vera sið- ferðismál, eins og einn þrýstihóp af mörgum, sem séu að reyna að koma sinni skoðun að. Er nokkur von til þess að heil- agar kýr á borð við heilsugæslu fái að vera í friði fyrir hinni nýju hugsun? Það eru allir að græða á því að berjast á opnum mark- aði, og er nema von að læknar vilji líka græða? Þeir eru jú á endanum bara fólk eins og við hin. Og er það ekki bara gamal- dags sósíalistahugsun að ekki sé hægt að ræða af viti um heil- brigðismál nema sem siðferðis- mál fyrst og fremst? Auðvitað er hægt að tala um sjúkrahús og sjúklinga á peningaforsendum. En það er ekki hægt að halda því um leið fram, að enn sé litið svo á, að velferð fólks skipti meira máli en hagnaður. Umræðan um heilsugæsluna er líka að verða fórnarlamb þess, að nýrri hugsun fylgir ný orðanotkun. Nú tala menn um framleiðslu sjúkrahúsa, afköst og hagkvæmni. Hvað framleiða sjúkrahús? Heilbrigði? Vandinn héma er sá, að þessi orð eiga ekki við þegar kemur að heil- brigðismálum, þótt þau eigi við í mörgum öðrum rekstri. Heil- brigðismál eru enn eitt dæmið um það, að mannleg tilvera passar alls ekki öll við markaðs- hugsunarháttinn. Orð læknanna, sem fram komu í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku, eru hins vegar til marks um það vald sem orð hafa yfir manni, og hvemig þau geta leitt mann út á óvæntar brautir. Stundum er engu líkara en mað- ur geti ekki annað en sagt eitt- hvað sem manni finnst í rauninni forkastanlegt, einfaldlega af því að orðin krefjast þess af manni. MINNINGAR PÉTUR KÚLD INGÓLFSSON + Pétur Kúld Ing- ólfsson fæddist í Reykjavík 2. október 1928. Hann lést í Hnífsdal 6. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ingólfur Pétursson sjómaður, f. 1.10.1902 í Flatey á Breiðafirði, d. 31.8. 1979 í Reykjavík, og kona hans, Kristrún Ásbjömsdóttir hús- móðir, f. 17.12.1907 í Reykjavík, d. 14.5. 1965 í Keflavík. Systkini Péturs Kúld voru: Pjetra Sveinsma, _ f. 2.2. 1926, d. 2.8. 1984, Bjöm Ármann, f. 21.5.1927, d. 2.2.1976, Ásbjörg, f. 8.10. 1932, Karólína, f. 28.10. 1936, og Hallfríður, f. 2.2.1942. Pétur kvæntist 31. desember 1958 Guðfinnu Ástu Hjálmarsdótt- ur, f. 9.8. 1932 á Kambi í Deildar- dal í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Hjálmar Pálsson bóndi á Kambi, f. 5.3. 1904, d. 15.4. 1983, og kona hans, Steinunn Hjálmars- dóttir, f. 11.6.1905, d. 15.7.1942. Sonur þeirra er Hafsteinn Pét- ursson kennari í Hafnarfirði, f. 11.11. 1954 í Reykjavík. Kona hans er Malen Sveinsdóttir upp- eldisfræðingur, f. 14.12. 1963 á Egilsstöðum. Þau eiga jtvær dæt- ur, Ylfu og Ástu Brá. Áður hafði Hafsteinn eignast þrjú böm, Hrefnu, Orra og Karen Björk. Dóttir Péturs er Kolbrún Kúld Pétursdóttir sjúkraliði í Hafnar- firði, f. 20.6. 1954 á Húsavík. Maður hennar er Guðmund- ur Valdimarsson leigubifreiðarsljóri, f. 2.2. 1950 á Raufar- höfn. Þau eiga þijú böm, Þórarin, unn- usta hans er Rakel Fjóla Kolbeins, Kristínu Guðbjörgu, og Valdimar. Pétur Kúld lauk sveinsprófi í húsa- smíði og starfaði að iðn sinni á Keflavík- urflugvelli og víðar. Þau Ásta bjuggu í þijú ár á Flat- eyri og síðan í sjö ár í Hnífsdal þar sem Pétur gegndi starfi bygging- arfulltrúa. Þá fluttu þau aftur suð- ur og bjuggu f Reykjavík, Hafnar- firði og í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Pétur aflaði sér meistara- réttinda í iðn sinni og hafði á hendi eigin atvinnurekstur um árabil, m.a. við smíði smábáta. Ár- ið 1980 gerðist hann starfsmaður Vita- og hafnamálastofnunar og var verkstjóri við smíði vita- og hafnarmannvirkja viða um land þar til árið 1992 að þau fluttu á Reykjanesvita þar sem þau hjón störfúðu sem vitaverðir til ársins 1998. Síðustu árin hefur heimili þeirra Péturs og Ástu staðið á Mávabraut 9b í Keflavík. Útför Péturs Kúld fer fram frá Víðistaðakirlqu í Hafnarfírði á morgun, mánudaginn 14. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Mér finnst ekki sann- gjarnt að Guð hafi tekið þig til sín svona fljótt. Eg veit að þú varst búinn að vera hjartveikur í mörg ár, en þú naust samt lífsins. Þið amma elskuð- uð að ferðast saman. Þið voruð svo falleg hjón. Þakka þér fyrir allt sem gafst mér. Þakka þér fyrir að koma og hlusta á mig spila á fiðluna í Ráð- húsinu. Takk fyrir allt. Guð veri með ömmu. Þín Karen Björk. Sunnudagsmorguninn 6. febrúar sl. vorum við frændur og félagar við smíðar á Myllustöðum í Flatey. Sím- inn hringdi og okkur voru sögð þau hörmulegu tíðindi að Pétur Kúld hefði látist þá um morguninn. Okkur setti hljóða. Við vissum allir að þetta gæti gerst snöggt og fyrirvaralítið, en trúðum því einhvem veginn að hann myndi fá að lifa þau ár sem hann þurfti til að ljúka ýmsum verk- efnum sem toguðu í hann eftir að starfsævinni lauk. Athafnaþráin var enda slík að erfitt var að ímynda sér að þar færi maður sem hafði í áratugi búið við vanheilsu og þurft að ganga í gegnum erfiðar læknisaðgerðir aftur og aftur. Á vissan hátt vorum við í Flatey á hans vegum því öðrum fremur var það Pétur Kúld sem lagði grunninn að byggingu Myllustaða. Þrátt fyrir að hann væri sjálfur hætt- ur í félaginu munu spor hans seint mástafþvíhúsi. Sjálfur hef ég þekkt Pétur frænda frá því ég man eftir mér. Eftir því sem árin hafa liðið hafa þó samskipti okkar styrkst og aukist. Fyrir nokkr- um árum fékk hann okkur nokkra frændur sína í félag um húsbyggingu í Flatey. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur því alla tíð síðan hefur þetta „hugarfóstur“ hans (eins og hann kallaði það sjálfur) veitt mér og okkur öllum ómælda gleði og ánægjustundir og svo mun vonandi verða um ókomna tíð. Á Myllustöðum gafst mér líka tækifæri til að kynnast Pétri betur. Við vorum ekki endilega sammála um alla hluti en á vináttu okkar og frændsemi bar aldrei skugga. Þar sá maður vel hvemig maður hann var. Þrátt íyrir van- heilsu gekk hann að hverju verki með vinnugleði og metnaði fagmannsins. Allt sem hann kom nálægt var af- burðavel unnið og verk hans bera því vitni. Hann var ekld alltaf kátur með okkur frændur sína og leiddist stund- um hve margir þumalfingur voru á okkur hinum - en lét sig hafa það! Pétur Kúld var að eðli og upplagi Breiðfirðingur. Hann ólst upp í Bjameyjum á Breiðafirði og í Stykk- ishólmi. Eins og algengt var með ungt fólk á þeim tíma þegar hann var að alast upp, hleypti hann ungur heimdraganum, en var þó trúr upp- mna sínum og einkum urðu eyjarnar honum kærar. Hann sótti sér í senn hvíld og afþreyingu vestur í eyjar, fyrst í Elliðaey og síðar Flatey. Hann var fróður um menn og málefni þó hann flíkaði því ekki sérstaklega. Hann var ættrækinn og frændræk- inn að hætti fólks af Svefneyjaætt, hafði gaman af að minnast horfinna ættingja en lét sér annt um hag þeirra sem lifðu. Hann fylgdist vel með sínu fólki og spurðist fyrir um hagi þeirra sem hann ekki hitti að jafnaði. Undir hrjúfu og jafnvel stríðu yfirborði á stundum, bjuggu blíðar og hlýjar tilfinningar. Aldrei fannst mér það vera öðruvísi. Síðustu tvo áratugi ævi sinnar átti Pétur við verulega vanheilsu að stríða. Hann var harður af sér og hlífði sér hvergi og má jafnvel segja að stundum hafi hann ekki sést fyrir. Hlutskipti Ástu varð að gæta þess að hann ofgerði sér ekki og halda svolít- ið í skottið á honum eftir því sem það var hægt. Það var ekki alltaf auðvelt hlutverk en hún rækti það með mik- illi prýði. Ég dáðist alltaf að því hve samrýnd þau voru. Þar sem hann fór, fór hún einnig og þar sem hún var, þar var hann líka. Éitt er víst að Pét- ur Kúld hefði ekki getað eignast betri eiginkonu og vin og hann vissi það vel sjálfur. En nú er Pétur frændi allur. Eftir lifir minningin um litríkan persónu- leika, sannan frænda og góðan fél- aga. Margur mun sakna hans, ekki síst böm, tengdaböm og bamaböm. Mestur er þó söknuður og missir Ástu sem í senn missti eiginmann, lífsins félaga og sinn besta vin. Henni, bömum hans og bamaböm- um færum við Hafdís innilegar sam- úðarkveðjur. Pétri frænda þökkum við samveruna og allar ánægjustund- irnar. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Stefánsson. Það er margs að minnast þegar góður vinur er kvaddur. Þrátt fyrir allt var svo margt ógert, margt sem við ætluðum að gera saman. - Við ætluðum til Flateyjar í vor og þú ætl- aðir að sýna okkur Breiðafjörðinn sem þú þekktir svo vel. Það var draumurinn að dóla á bátnum okkar milli eyjanna í kvöldkyrrðinni. Það em rúm tuttugu ár síðan ég kynntist þér. Þegar ég lít til baka og hugsa um að allan þann tíma varst þú heilsu- veill, er ótrúlegt hvað þú komst miklu í verk, hve fjölbreytt og skemmtilegt líf þitt var þrátt fyrir það. Að setjast í helgan stein var ekki fyrir þig , það kom ekki til greina. Á þessum tutt- ugu áram varstu verktaki fyrstu árin, síðan mörg ár verkstjóri hjá Vita- og hafnarmálastjóm og í því starfi kynntist þú landinu svo vel að það var hrein lífsreynsla að ferðast með þér og fræðast um landið og fólkið, því þú kynntist ekki aðeins landinu heldur ótrúlegum fjölda fólks, víða um land. Alla vita þekktir þú og hafðir líklega unnið að viðgerðum á þeim flestum. Þú ferðaðist þá á varðskipum, þyrl- um, bílum og bátum - alls staðar hafðir þú verið. Síðustu árin voruð þið Ásta vitaverðir á Reykjanesvita. Að koma til ykkar þar var eins og að koma í vin í eyðimörk, þar var hlýlegt og notalegt, jafnvel þótt vindur og regn gnauðaði á húsum, og ekki spillti fyrir að oftast var soðinn stór pottur af sviðalöppum og eftir það kannski farin góð gönguferð niður að sjó þar sem brimið skellur á kletta- veggjum hvemig sem veðrið er. Kríuvarpið í kringum vitann eignað^ ist verndara þegar þú og Ásta flutt- ust þangað, það voru sett upp skilti og fylgst með mannaferðum, vinir ykkar áttu að fá frið til að verpa - og launuðu fyrir sig með því að gogga í ykkur hvenær sem þær gátu. Þú sást ferðamannastrauminn á Reykjanesi og síðustu árin var komin lítil kaffi- stofa og verslun í vélahúsinu. Þar fengust pönnukökumar hennar Ástu og hákarl og brennivín, en áreiðan- lega hefur gestrisni húsráðanda og gott spjall skilið meira eftir hjá gest- unum en kræsingamar. Skagafjörð* urinn átti sérstakan sess í huga þín- um, þaðan kom hún Ásta sem var þinn tryggi lífsförunautur og besti vinur. Það er fögur sjón að koma upp á Vatnsskarðið og sjá Skagafjörðinn opna sinn víða faðm baðaðan kvöld- sól, tignarlegur fjallahringur, Drang- ey úti á firðinum og Þórðarhöfðinn reisulegur við ströndina og Málmey þar á bakvið. Og þá var líka farið að styttast heim að Kambi og þegar beygt var upp Deildardalinn blasti Tungufellið tignarlegt við fyrir miðj- um dalnum. Við ætluðum að dvelja oft saman á Kambi á næstu áram. Við voram búin að leggja mikla vinnu í að gera gamla húsið notalegt og þægi- legt, þeirri vinnu var ekki lokið og, verður aldrei. Þar var oft unnið mikið og teknar tarnir, svo var líka veisla á eftir, systkinunum og vinum boðið í mat og svo var kátt á Kambi fram á nótt. í Hnífsdal bjóst þú á þínum manndómsáram og tókst þátt í þeirri uppbyggingu sem þá átti sér stað, þá vora byggð mörg einbýlishús og fél- agsheimilið var byggt undir þinni stjórn. Þangað fórst þú þína síðustu ferð til að taka þátt í þorrablóti, rifja upp gamla daga og hitta gamla kunn- ingja. Þú skemmtir þér vel og sofnað- ir með söng á vörum en vaknaðir ekki aftur. Við Skarphéðinn þökkum þér samfylgdina. Þín vinkona, Linda Steingrímsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- , eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.