Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR13. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ - ERLENT Lausnarar eða lodd- arar? Tólf ára tvíburar Johnny og Luther Htoo náðu athygli heimsins þegar skæruliðar í Her guðs tóku 800 manns í gíslingu á sjúkrahúsi í bænum Ratchaburi í Taílandi. Goðsögur sveipaðar dulúð hafa lengi fylgt bræðrunum, en hinum vestræna heimi reyndist engu að síður erfítt að trúa því að leiðtogar hópsins gætu verið svo ungir að árum AP Johnny Htoo sést hér fyrir miðju myndarinnar ásamt lífvörðum sínum og skæruliðum í Her guðs. Líkt og myndin gefur til kynna eru skæruliðamir ungir að ámm og fæstir virðast þeir hafa náð tvítugsaldri. Johnny og Luther Htoo ræða við fréttamenn AP-fréttastofunnar sem heimsóttu þá í búðir Hers Guðs, Ka Mar Pa Law. GÍSLATAKAN í Ratchaburi hlaut athygli á heimsvísu, en það var ekki hvað síst Ijósmynd af Johnny og Luther sem hafði hvað mest áhrif. Tólf ára drengir, annar með kvenlega and- litsdrætti og sítt hár og hinn með líflaus augu og sígarettu í hönd. Gátu þessi böm virkilega verið leið- togar skæruliðahóps sem tryði því staðfastlega að bræðumir byggju yfir yfirskilvitlegum mætti sem vemdaði þá og aðra fyrir byssukúl- um? Saga tvíburanna hófst 1997 og er lítið vitað um þá fyrir þann tíma, ut- an að þeir era af ættum Karena, þjóðarbrots í Burma sem hefúr barist fyrir sjálfstæði sínu síðan 1948. Árið 1997 höfðu hins vegar margir af skæraliðum Karena flúið árásir herstjórnar Burma. Á þess- um tíma tók Johnny, sá kvenlegi, að heyra raddir sem sögðu Karen- um að iðrast gjörða sinna. Karenar era kristinnar trúar, þó eldri þjóð- sagnir með fyrri tíma frelsishetjum blandist þar gjarnan saman við. Nú, sagði Johnny, væri verið að refsa Karenum fyrir syndir sínar. Þeir yrðu nú að hætta að Ijúga, stela, neita áfengis og drýgja hór. Öldungar þorpsins sem Johnny bjó í hlustuðu á drenginn með athygli og margir voru reiðubúnir að leggj- ast á bæn, ef það yrði sjálfstæðis- baráttunni til góðs. Leiddu árás á burmískar herbúðir Stuttu síðar sögðu raddirnar Johnny að hann og Luther ættu að leiða fimm sjálfboðaliða úr frelsis- her Karena í árás á burmískar her- búðir. Sú árás er nú orðin að goð- sögn meðal Karena. Tvíburarnir snera aftur með góðan feng vopna og skotfæra. Aðeins var um litla út- varðsstöð að ræða, en þetta sannaði fyrir Karenum að sigur væri raun- hæfur möguleiki. Goðsögumar um Htoo-tvíburana era margar og ber þeim ekki alltaf saman. Faðir Agústínus, taílenskur trúboði, sem er vel kunnugur þeim bræðram, segir m.a. að 1997 hafi bræðurnir hvatt þorpsbúa í byggð- arlagi sínu til að halda kyrra fyrir og beijast. „Um tíma voru þeir að- eins sjö talsins, umkringdir burm- ískum hermönnum," segir hann og kveður bræðurna og fylgismenn þeirra samt hafa náð að losa sig út úr þeim ógöngum. „Sumir segja að andaher hafa komið þeim til hjálp- ar.“ Eftir velgengni í byrjun gengu fleiri skæraliðar til liðs við tvíbur- ana og leiddi það óneitanlega til fleiri og stærri sigra á burmískum hermönnum. Fljótlega klofnaði herflokkur bræðranna þó frá frels- isher Karena og tóku þeir að kalla sig Her guðs. Um 200 ungir menn af ættum Karena, flestir á tánings- aldri, dvelja í búðum Htoo-tvíbur- anna, Ka Mar Pa Law, sem eru staðsettar uppi í fjallshlíð. Leiðin er vörðuð jarðsprengjum og fáum kunn, enda vill Her guðs forðast ókunnuga og vera að mestu látinn í friði. Hörmungar stríðs utan þeirra skilnings Fáir hafa heimsótt búðirnar og þegar fréttamenn AP sóttu búðim- ar heim, fannst þeim hörmungar stríðs vera utan skilnings þeirra barna sem þar dvöldu. Tvíburarnir meðhöndluðu byssur sínar líkt og um leikföng væri að ræða og sögð- ust hafa misst tölu á hve marga Burmamenn þeir hefðu drepið. Luther bætti við að hann hefði aldrei grátið. „Af hverju ætti karl- maður að gráta?“ spurði hann fréttamenn. Fylgismenn tvíburanna hlýða ströngum reglum sem banna m.a. neyslu svínakjöts, eggja og áfengis, auk þess sem kynlíf er einnig á bannlista. Þá er boðskapur þeirra Luthers og Johnnys einkennileg samblanda kristinnar trúar og fornra goðsagna Karena sem segja frá frelsuram sem koma þjóðinni til aðstoðar á tímum erfiðleika. Á víg- vellinum kveðst Johnny t.d. geta kallað til aðstoðar 5.000 anda, en báðir segja þeir siðferðisvitund sína byggja á kristinni trú. „Nokkrum þeim sem ekki trúðu á tvíburana var refsað og þeir beðn- ir um að fara,“ sagði faðir Ágústín- us, sem telur að óskorað vald bræðranna eigi rætur sínar í hæfni þeirra til að segja fyrir um hættu og eins hvernig þeirri taki á ágrein- ingi manna á meðal. „Það er mjög sérstakur hæfileiki," sagði hann. Misjafnar viðtökur meðal Karena Sögur af Johnny og Luther hafa borist víða og telja margir Karenar í þorpum við landamæri Taílands að drengirnir njóti sérstakrar verndar gegn kúlnaregni og að það sama eigi við um þá sem gangi við hlið þeirra. Mýmargar sögur era til af skæruliðum í Her guðs sem stigu á jarðsprengjur sem ekki sprungu. Ekki trúa þó allir Karenar á mátt drengjanna og sumir, líkt og Avudh Aree, segja þá venjulega drengi, á meðan aðrir kveða þá lítið annað en trúvillinga. „Þetta er enginn Her guðs, þetta er Her Satans," sagði Mary Ohn frá flóttamannanefnd Karena. „Börn guðs ganga ekki með byssur." Þá eru enn aðrir sem segja drengina lítið annað en strengjabrúður einhvers sem sé þeim eldri og reyndari. Lærisveinar Htoo-tvíburanna era þó staðfastir í sinni trú og margir sem þekkja vel sögu Kar- ena segja ekki um blekkingu að ræða. Almennt era Karenar þó sam- mála um að skæraliðar í Her guðs séu agaðri og hugrakkari en al- mennt gerist. Þeir leggist á bæn fyrir hver átök og syngi sálma á leið í bardaga. Þá telja flestir þeirra sem búa í nágrenni við tvíburana að þeir búi yfir yfirnáttúralegum kröftum sem geri þeim kleift að bjóða her Burma birginn og veita Karenum möguleika á að öðlast langþráð sjálfstæði. Skaðleg áhrif á tengsl við Taíland Þjóðarher Karena hefur þó góða og gilda ástæðu að vera óánægður með Her guðs þar sem gíslatakan í Ratchaburi hefur aukið þrýsting á Karena að semja við herforingja- stjórn Burma líkt og önnur þjóðar- brot hafa gert. En eftir að Her guðs tók yfir sjúkrahúsið í Taílandi hef- ur samúð Taílendinga með Karen- um minnkað til muna. Þegar skæraliðarnir tíu úr Her guðs laumuðust yfir landamærin og tóku starfsfólk og sjúklinga sjúkra- hússins í Ratchaburi gíslingu var tilgangurinn að mótmæla nýtilkom- inni samvinnu taílenskra og burm- ískra hersveita. Máttur bræðranna náði þó ekki að vernda fylgismenn þeirra sem allir féllu fyrir skotum taílenska hersins. í kjölfarið hafa spurningar vaknað um hvort sumir skærulið- anna hafi hreinlega verið teknir af lífi eftir að þeir gáfust upp. Nokkr- um dögum síðar réðst burmíski herinn síðan inn í búðir Hers guðs, Ka Mar Pa Law, en Htoo-tvíbur- arnir vora hvergi sjáanlegir. Sumir segja þá hafa flúið inn í framskóg- inn, á meðan aðrir benda á að móðir þeirra dvelji í flóttamannabúðum í Taílandi. Hvort Her guðs á eftir að gera burmískum hermönnum fleiri skrá- veifur er ekki vitað, en Johnny og Luther era ekki einu spámenn Kar- ena í dag. Margir hafa ekki minni trú á Thue Play, 13 ára dreng, sem einnig hefur náð að safna um sig sínum eigin skæraliðaher. W I ; ; Hangkok, Jakarta. AP. ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, segir að afsagnar Wir- antos hershöfðingja og öryggis- málaráðherra stjórnarinnar sé að vænta eftir helgi. Wiranto, sem er sakaður um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Austur-Tim- or, hefur hingað til neitað að segja af sér þrátt fyrir tilmæli forsetans. Skýrsla rannsóknarnefndar á vegum Indónesíustjórnar, sem birt var í lok janúar sl., sakar Wiránto og 32 aðra foringja í hernum um að hafa stutt vígasveitir á Austur- Tímor sem myrtu og pyntuðu hundrað aðskilnaðarsinna þar sl. haust. Ótti við valdaránstilraun í framhaldi af ásökununum fór Wahid fram á að Wiranto segði af sér, en hann hefur hingað til neitað Afsagnar Wirantos að vænta á mánudag og varið gerðir sinar á Austur- Tímor. Tregða Wirantos til að segja af sér hefur síðan ýtt undir ótta um valdaránstilraun hersins og varaði Wahid nokkra hershöfð- ingja landsins við því að reyna að steypa stjóminni. Wiranto hefur haldið áfram að sitja ríkisstjórnar- fundi þrátt fyrir tilmæli Wahids. En í viðtali við dagblaðið Straits Times sagði hann herinn ekki vera í valdaránshugleiðingum. „Það hvarflaði aldrei að mér að fremja valdarán," var haft eftir Wiranto. „Það má búast við afsögn hans á mánudag," sagði Wahid og kvað ástæðu þess að Wiranto hefði ekki þegar sagt af sér þá að þeir hefðu ekki hist, en forsetinn hefur und- anfarið verið á ferðalagi að reyna að auka áhuga erlendra fjárfesta á Indónesíu. Hann sagði Wiranto föðurlandsvin sem væri trúr þjóð sinni. „Afsögn hans verður túlkuð þannig að okkur sé alvara. Að það sé því raunhæft að fjárfesta i Ind- ónesíu.“ Njóti verndar gegn lögsókn Aðstoðarmaður Wirantos neitaði að tjá sig um orð Wahids, en búist er við að hershöfðinginn samþykki aðeins að segja af sér verði gert samkomulag sem verndi hann gegn lögsókn á sama tíma og völd Wahids yfir indónesíska hernum verði aukin. Forsetinn gaf nýlega í skyn að hann kynni að náða Wir- anto, yrði hann fundinn sekur um mannréttindabrot, og kunna slík skipti að treysta brothætt lýðræði Indónesíu eftir áratuga herstjórn. Lokauppgjör milli þeirra tveggja virtist óumflýjanlegt, en undan- farna daga hefur Wahid dregið úr kröfum sínum, hrósað Wiranto og sagt hann heiðarlegan hermann sem hafi eitt sinn hindrað launráð gegn sér. Wahid tók við embætti í október sl. og var þá fyrsti forseti Indónes- íu í 44 ár sem kjörinn var í al- mennum kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.