Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 13. PEBRÚAR 2000 35 . FRÉTTIR Fundur um stjórnmál Mið-Austurlanda vafasamt að skili okkur viðunandi arði. Ég fór um sum þessara svæða með foreldrum mínum sem barn og vonast til að geta farið þangað með mín börn innan fárra ára. Það er réttur allra íslendinga, óháður bú- setu. Norðmenn hafa komist að því, að þeir gengu of langt með vatnsafls- virkjanir sínar. í Morgunblaðinu 11. október 1998 er haft eftir Erlend Grimstad, pólitískum ráðgjafa orku- og olíumálaráðherra Noregs, að það hafi orðið hugarfarsbreyting hjá Norðmönnum. Þar í landi vilja menn ekki lengur virkja virkjan- anna vegna, heldur verði að gæta hófs og viðurkenna verðmæti nátt- úrunnar. Áður voru virkjanir reistar eins og pólitískir minnisvarðar, en bæði Gro Harlem Brundtland fyrr- verandi forstætisráðherra og Eivind Reiten fyrrverandi olíu- og orku- málaráðherra Noregs hafa viður- kennt að of langt hafi verið gengið og þegar hafi verið búið að eyði- leggja of mikið af fallegum fossum. Lærum af reynslu Norðmanna og forðumst mistök þeirra. Við eigum einnig ýmsa fleiri kosti eins og jarð- hita, vindafl og sjávarföllin. Á Reykjanesi einu eru lítið nýtt há- hitasvæði með virkjanlega orku upp á margar Fljótsdalsvirkjanir. Aðrar leiðir til að styrkja byggð Ég þykist vita að stjómvöld bera hag landsmanna fyrir brjósti þegar þau vinna að áformum um virkjanir og stóriðju. En fyrst að hægt er að setja milljarðatugi í virkjanir, sem samkvæmt útreikningum Lands- virkjunar sýna ekki arðsemi upp á nema 4 - 5 % má velta því fyrir sér hvaða arðsemi væri hægt að fá út úr ferðaþjónustu, ef hún fengi sömu milljarðatugi til afnota. Hvað með hugbúnaðariðnaðinn eða líftækni- starfsemi? Líklegt er að allir þessir þrír geirar gefi mun meira af sér Fyrir 11 árum komst ég að þeirri niðurstöðu, segir Marind G. Njáls- son, að raforkusala frá Fljótsdalsvirkjun til stóriðju borgar sig ekki. fyrir mun minni pening. Fyrrver- andi viðskiptaráðherra kynnti á síð- asta ári hugmyndir um alþjóða við- skiptastofnun á íslandi. Hvernig væri að iðnaðarráðherra semji við viðskiptaráðherra um að láta mið- stöð þessarar stofnunar vera á Austurlandi eða fara í samstarf við viðskiptabankana um að opna útibú verðbréfafyrirtækja sinna þar? Við- skiptaráðherra stjórnar ennþá meirihluta hlutafjár í Landsbanka og Búnaðarbanka og það tekur stuttan tíma og þarf ekkert um- hverfismat til að opna slíka starf- semi. Óhófleg áhætta Með álveri í Reyðarfirði á að stofna til 250 starfa við álverið og kannski annað eins í þjónustu við það. Bera Austfirðir svona mikla fjölgun starfa á stuttum tíma? Hvað gerist ef Norsk Hydro dregur lapp- irnar í þessu máli eins og Atlantsál- hópurinn gerði á sínum tíma? Verð- ur þá tap á Fljótsdalsvirkjun í fleiri ár eins og Blönduvirkjun? Hver borgar það tap aðrir en almennir notendur? Landsvirkjun mun þegar hafa lagt út 3 milljarða vegna undir- búnings virkjunarinnar og hún muni vilja þá peninga til baka. Var ekki stofnað til þess kostnaðar vegna væntanlegrar kísilmálmverksmiðju, sem aldrei varð, eða var það vegna álvers Atlantsáls-hópsins sem leist ekkert á Austfirðina. Iðnaðarráð- herra talar um að Landsvirkjun eigi skaðabótakröfu á ríkið verði hætt við Fljótsdalsvirkjun. Hvort er væntur skaði meiri fyrir skattgreið- endur eða raforkunotendur? Vel á minnst: Lög um Landsvirkjun meina fyrirtækinu að greiða raforku til stóriðju niður með of háu verði til almennings. Hvernig gengur það upp ef virkjað verður vegna álvers sem aldrei kemur eða verður lokað eftir 15 ár eins og iðnaðarráðherra hefur gefið í skyn? Vöndum vinnubrögð Alþingi hefur þegar samþykkt þingályktunartillögu fyrrverandi iðnaðarráðherra og þingmenn eru búnir að missa af tækifærinu til að krefja ráðherra og Landsvirkjun um ítarlegri upplýsingar. Ég er sammála formanni Framsóknar- flokksins að skipulagsstjóri á ekki að taka ákvörðun um hvort virkjað verði eða ekki. Það er pólitísk ákvörðun. En skipulagsstjóri hefur faglega þekkingu til að tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar um umhverfisáhrif virkjunar og álvers verði dregnar fram í dagsljósið. Gef- ið honum tækifæri til að vinna sitt verk og takið síðan pólitíska ákvörð- un í framhaldi af því. Ef Norsk Hydro gefst upp á biðinni, þá hefur þegar komið fram að eigendur Norðuráls eru tilbúnir til viðræðna. Er það stefna núvemandi ríkis- stjórnar að virkja hvað sem það kostar? Austfirðingar vilja ekki ölmusu úr höndum Bjarkar Guð- mundsdóttur og félaga. Nei, það skal setja hundruð milljarða í að tryggja búsetu á svæði sem hefur spjarað sig ágætlega til þessa. Mun ódýrara væri að styrkja við bakið á þeim fyrirtækjum, sem eru á staðn- um, stuðla að uppbyggingu smáfyr- irtækja og notfæra sér veðursæld og útvistargildi svæðisins til að laða þangað fleiri ferðamenn. Höfundur er tölvunarfræðingur. FÉLAG stjórnmálafræðinga heldur hádegisfund um stjórnmál Mið- Austurlanda og væntanlegar þing- kosningar í íran, mánudaginn 14. febrúar kl.12 í Norræna húsinu. Þar ætlar dr. Magnús Þorkell Bem- harðsson, sem gegnir nú stöðu Ass- ociate Professor við Hofstra Uni- versity í New York, að gera í stórum dráttum grein fyrir uppbyggingu stjórnkerfisins í íran og stjómmála- þróun þar í landi á þeim tíma sem lið- inn er frá byltingu heittrúarmanna árið 1979. Afstæðið og GUNNAR Karlsson, sagnfræðing- ur og prófessor við sagnfræðiskor Háskóla íslands, heldur fyrirlestur þriðjudaginn 15. febrúar í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafélags ís- lands í Norræna húsinu sem hann nefnir „Svar afstæðissinna við póst- módernismanum“. Fundurinn hefst kl. 12:05 í stóra sal Norræna húss- ins og lýkur stundvíslega kl. 13. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. „Gunnar Karlsson er þjóðkunnur fræðimaður og hefur unnið jöfnum höndum að miðaldarannsóknum, fjallað um nítjándu öldin út frá ýmsum hliðum, skrifað kennslu- bækur í sagnfræði fyrir grunn- og framhaldsskóla og rætt um að- ferðafræði sagnfræðinnar á ólíkum vettvangi," segir í fréttatilkynn- ingu. „Hann hefur meðal annars tekið fyrir tengsl sagnfræði og skáldskapar og kenndi námskeið nýlega við Háskóla íslands um það efni. Magnús mun einnig fjalla um hvaða breytinga megi vænta í kjölfar komandi kosninga og hvort Khatami forseti sé í sömu fótsporum og Gorbatsjov á sínum tíma. Magnús lauk nýlega doktorsprófi frá sagnfræðideild Yale-háskóla. Hann lauk BA-prófi í stjómmála- fræði og guðfræði frá Háskóla Is- lands 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale Divinity School 1992, prófi í arabísku frá háskóla í Damaskus, Sýrlandi, og M.Phil.-prófi í sagn- fræði frá Yale 1996. sagnfræðin Athygli skal vakin á að hlýða má á fyrri fyrirlestra í fundaröðinni á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins (www.akademia.is/saga) og einnig má lesa þá í Kistunni, vefriti um hugvísindi á slóðinni: www.hi.is/ —mattsam/Kistan. í Kistunni er einnig að finna skoðanaskipti fyrir- lesara og áhugasamra fundar- manna.“ -------------- Rætt um slökun og hvild STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30 að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Dr. Eiríkur Örn Arnarson, yfir- sálfræðingur á geðdeild Landspíta- lans, flytur erindi um slökun og hvíld. í frétt frá Styrk segir að allir velunnarar félagsins séu velkomnir. Spennið beltin BMW 316 Að aka BMW 316 er engu líkt. Þessi tilfinning er afrakstur þrotlausrar vinnu vísindamanna og færustu hönnuða sem hafa náð að tvinna saman vísindi og ástríðu á einstakan hátt. Við bjóðum þér að komast á flug - í BMW 316. BMW 316 kostar frá 2.380.000 kr. Grjótháls 1 Engum líkur sími 575 1210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.