Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 B 5 Aukastörf danskra dómara á Netið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í KJÖLFAR umræðna um að margir dómarar hefðu háar tekjur af aukast- örfum við hlið dómstarfanna hefur nú verið gerð könnun meðal dómara um hvaða störfum þeir gegni auka- lega. Upplýsingunum hefur verið safnað saman og þær verða lagðar á Netið á heimasíðu „Dommerstyrels- en“ í lok vikunnar. Stjórnmálamenn, sem áður höfðu gagnrýnt dómarana fyrir að taka að sér of mörg auka- störf segja að enn vanti upplýsingar um tekjur dómara af þeim. Gagnrýnin á dómarana hefur beinst að því að aukastörfin gætu haft áhrif á hagsmuni þeirra og því stefnt stöðu þeirra sem óháðs aðila í hættu. Einnig væri hætta á að það kæmi niður á dómsstörfunum ef þeir væru of önnum kafnir við önnur störf utan vinnutíma. Tekjur af aukastörfum jafnar launatekjum í úttekt, sem fjármálaráðuneytið gerði á aukatekjum hæstaréttar- dómara 1997 kom í ljós að þær voru að meðaltali 740 þúsund danskar krónur, tæpar átta milljónir, sem nemur nokkurn veginn tekjum þeirra af dómsstörfum. Því þykir ýmsum að könnunin nú gefi ekki fulla mynd af aukaumsvifum dómar- anna, þar sem tekjur þeirra af þeim komi ekki fram. Með upplýsingarnar i höndunum munu danskir réttarforsetar, sem mynda svokallað „Præsidentrád" fara yfir aukastörf dómaranna og meta hvort þau geti haft áhrif á dómsstörf þeirra. Endurskoðendur rfidsreikninga hafa einnig farið fram á að Ríkisendurskoðun kanni betur dómsstörfin og tekjur dómara af þeim. Gormur inn gamli heygður á ný Kaupmannahöfn. AP. JARÐNESKAR leifar Gorms ins gamla, fyrsta konungs Dan- merkur, verða í sumar greftr- aðar á ný, yfir eitt þúsund árum eftir að hann var heygður. Bein Gorms konungs voru árið 1978 fluttar úr haugi hans við Jellinge á Jótlandi í Þjóð- minjasafnið í Kaupmannahöfn. Nú hefur verið ákveðið að þau verði lögð á sinn upprunalega greftrunarstað, undir gólfi kirkju sem byggð var á kon- ungshaugnum, sem talið er að sonur hans, Haraldur blátönn, hafi gert í kringum árið 950. Athöfnin verður hluti af há- tíðardagskrá sem í ár, alda- mótaárið, verður efnt til í Jel- linge til að minna á sögulegt gildi staðarins. Flugferð til Mílanó gefur 3600 ferðapunkta. Ferðamarkaður Flugleiða - Ný verðskrá - Söluskrifstofur Flugleiða verða opnarí dag frá kl. 13:00 til 16:00. Góðgæti og biöðrur handa börnunum. Flugleiðir þjóna þér betur - forfallatrygging - allt endurgreitt Gjaid f/rir forfallatryggingu er 602 kr. Farþegi, sem verður af gildum ástæðum að hætta við fyrirhugaða ferð til Ítalíu, fær allt fargjaldið endurgreitt. Engin þjónustugjöld. Mílanó fyrir aðeins 17200.. Flogið á þriðjudögum, 11. júlí-19. sept. og laugardögum 27. maí-19. sept. og einnig á miðvikudögum frá 12. júlí-19. sept. Sannkölluð gullnáma fýrir ferðamenn Mflanó er töfrandi staður, háborg tískunnar, höfuðstaður matargerðarhstar og lífsnautnar og víðfrægt menningarsetur. Feneyjar og sólarstrendur við Adríahaf I Mílanó er tilvalið að taka bílaleigubíl og aka niður Pódal, heimsækja Feneyjar eða Bologna og njóta lífsins í vinsælum sólarstrandarbæjum við Adríahaf eins og Rimini. ítölsku Alparnir og stöðuvötnin fimm Frá Mílanó er stutt að aka að rótum ítölsku Alpanna. Einstök náttúrufegurð við stöðuvötnin fimm, Maggiore, Lugano, Como, Iseo og Garda. Sólarstrandarbæir við Genúuflóa Beint í suður frá Mílanó bíða heillandi sólarstrendur í grennd við Genúu. Ferðatímabil er fiá 27. maí til 19. sept. Lágmarksdvöl er 7 dagar; hámarksdvöl eru 3 mánuðir. * /nnifalið: Flug báðar Börn, 2ja-ll ára, fa 25% aúlátt. fóðir ogjlugvallarskattar. Flugleiðir auglýsa verðið, sem neytandinn greiðir, fargjald báðar leiðir með eða pantið strax á vefnum: www.icelandair.is jlugvallar sköttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.