Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 B 13 KK-sextettinn 1958. Myndin er tekin við opnun nýja Þórskaffís 22. október og þarna er komin sú samsetning hljómsveitarinnar sem KK telur hafa orðið vinsælasta enda átti hún langflest lögin á nefndum safndiski. Frá vinstri Guðmundur Steingrímsson, Kristján Magnússon, Ellý Vilhjálms, KK, Ólafur Gaukur, Ragnar Bjarnason, Ámi Scheving og Jón Sigurðsson. sig fram ýmsir söngvarar sem síðar urðu svo stjörnur eins og t.d. Ellý Vilhjálms, Adda Örnólfs og Ólafur Briem.“ Komu svo ekki nýir menn í KK- sextettinn þegar hjómsveitin var ráðin til að spila í Odfellowhúsinu 1952-53? „Jú, Eyþór Þorláksson, Guð- mundur Steingrímsson og Gunnar Reynir Sveinsson. Við spiluðum þar á svokölluðum „rekstrarsjónum", frá níu til hálftólf og einnig á sunnudögum á deginum til á Hótel Borg.“ Var ekki fyrsta utanlandsferð hljómsveitarinnar einmitt á þessum ÞAÐ fer ekki milli mála að Krist- ján Kristjánsson hefur markað djúp spor hjá ýmsum nánustu sam- starfsmönnum sinum í sextettinum á árum áður, eins og gaf að heyra þegar Ieitað var álits þriggja manna, sem lengi hafa þekkt Kristján. Agi Og góð vinnubrögð „Ég átti því láni að fagna að mér bauðst staða víbrafónleikara í KK- sextettinum er ég var aðeins 17 ára,“ segir Árni Scheving, „og hef oft hugsað um hvert leið mín hefði legið hefði það ekki komið til. Ég tel það gæfu mína að hafa kynnst þeim hjónum Kristjáni og Erlu á þessum tima. Það fór aldrei á milli mála að Kristján var góður hljómsveitar- stjóri sem hafði aga og góð vinnu- brögð að leiðarljósi. Hann hafði fallegan tón á altsaxinn og leiddi hljómsveitina saman á áferðarfal- legan hátt.“ Afbragðs alt- saxófónleikari Ólafur Gaukur tónlistarmaður segir svo frá kynnum sinum af Kristjáni: „Ég kynntist Kristjáni fyrst þcgar ég leit inn í veitinga- húsið Mjólkurstöðina sem mennntaskólapiltur til að hlusta á fyrsta KK-sextettinn einhvern tíma fyrir löngu. Kristján vissi að ég fíktaði svolítið við hljóðfæri og langað til að útsetja og hann hvatti mig nyög til að skrifa eitt lag fyrir sextettinn. Ég held ég hafi verið verið viku að skrifa þessa fyrstu útsetningu - með skólanum auð- vitað - og ég man ekkert hvaða lag ég tók fyrir. En verkið var spilað og si'ðan hef ég verið ánetj- aður og hef sannast sagna bæði út- sett og samið fleiri lög en ég get komið tölu á í huganum. Þegar ég fáeinum árum síðar réðst til Kristjáns í KK-sextettinn hélt hann áfram að hvetja mig til að skrifa og kenndi mér eitt og annað frá námsdvöl sinni í Juilli- árum? „Hljómsveitin fór til Noregs árið 1954 ásamt Hauki Morthens söngv- ara. Við spilum á hljómleikum í Os- ló með einni bestu hljómsveit Nor- egs á þeim árum, Egils Mon Iversen band. Hljómsveitin lék einnig í norska útvarpinu, á djass- klúbbnum Penguin og á veitinga- staðnum Svarta kettinum.“ KK-sextettinn fékk frábæra dóma í norskum blöðum: „Sextett- inn lék fágaðan og góðan djass og sviðsframkoma var frábær...“ segir m.a. í einu blaði, og í öðru: „Hljóm- sveitin er að minnsta kosti sam- bærileg við það besta, sem við eig- ard-skólanum fræga í New York. Ég gleypti í mig hvert orð og hverja ráðleggingu og þetta upp- eldi lagði ákveðinn grundvöll hjá mér. Kristján hafði líka góð og eft- irminnileg áhrif á fleiri sviðum. Hann lagði áherslu á ákveðnar reglur innan hljómsveitar sinnar, sem við hinir höfum haft í heiðri síðan. Þannig mátti ekki reykja né neyta neins á pallinum og ég man að ekki þótti til siðs að snúa baki í áhorfendur þegar verið var að sýsla við magnarann eða koma einhverju í lag. Þetta eru aðeins tvö lítil dæmi, sem mér koma í hug á stundinni. Yfírhöfuð lagði Kristján grundvöll að sómasamlegri og tiltölulega sið- væddri hljómsveit á dansstað, en slíkt fyrirbæri hafði því miður ekki verið reglan á íslandi fram að þeim tfma, þótt um örfáar undan- tekningar væri að ræða. Ég spilaði með Kristjáni í sam- tals sjö ár og gæti líklega skrifað um það heila bók. En fleira verður ekki sagt að sinni, nema það að Kristján var á sínum tíma af- bragðs altósaxófónleikari sem spilaði þegar í stað hvað sem fyrir hann var lagt með undurfallegum tóni á altóinn. Ég held reyndar að hann sé hundleiður á svona hóli á prenti, en hann á hvert orð skilið. Og svo hefur Kristján auk þess alla tíð verið hinn besti drengur og traustur vinur - og er það enn.“ Besti skólinn Ragnar Bjarnason söngvari hef- ur svipaða sögu að segja og félag- ar hans: „ Að fá tækifæri til að kynnast og vinna með Kristjáni Kristjánssyni breytti öllu fyrir mig. Kristján er yndislegur maður og að vinna undir hans stjórn var mesta gæfa og besti skóli sem ég hefði nokkurn tíma getað fengið. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Kristjáni, Erlu konu hans og strákunum í KK-sextettinum fyrir dásamlegan tfma.“ um. „Við fengum tilboð frá Grand Keller, grand hótel, um að spila þar í mánuð sumarið 1954. Þá voru vinir okkar Norðmenn ekki alveg á því að samþykkja slíkt og sagði for- maður félags norskra hljóðfæra- leikara: - Ef þeir fá að spila þarna í mánuð þá fara þeir aldrei héðan! Þeir geta fengið að spila hver út af fyrir sig í öðrum hljómsveitum! Við vorum strandaglópar þarna því það var búið að gera ráð fyrir því að við yrðum þarna í mánuð. Við komum okkur til Kaupmannahafnar og spil- uðum þar þrjú útvarpsprógrömm og einnig fengum við boð um að spila heilan mánuð í görðunum í Vermalandi í Svíþjóð, en það var svo langt í það að við gátum ekki beðið, við urðum að fara heim.“ Og var það ekki svo ári síðar, 1955, að hljómsveitin fór til Þýska- lands? „Jú, og við byrjuðum 1. júní það ár að spila fyrir Kanana í herstöðv- um þeirra t.d. í Frankfurt. Þá vor- um við komnir með söngkonu, Sigr- únu Jónsdóttur. Þetta var mjög eftirminnileg ferð. Við vorum þarna í þrjá mánuði og spiluðum í þrem klúbbum. Við fengum góð tilboð í lok samningstímans. Við gátum far- ið til Japans og Kanaríeyja og haft mjög góðar tekjur. I fyrsta klúbbn- um sem við spiluðum í átti að vera hollensk stórhljómsveit, en degin- um áður en þeir áttu að byrja dó hljómsveitarstjórinn þannig að við urðum aðalbandið. Þarna kom Cat- erina Valente, alþjóðleg söng- stjarna og söng með okkur og var mjög hrifin þegar hún sá að þetta var bara hljómsveitargrúppa og var greinilega ánægð með leik hljóm- sveitarinnar." Þegar þið komum heim frá Þýskalandi. Hvað tók þá við? „Þá vorum við að spila í gamla Þórskaffi við Hlemm og vorum þar einn dag í viku til að byrja með. Þar voru gömlu dansarnir á fimmtudög- um og laugardögum, en það endaði þannig þar að spiluðum aðra daga vikunnar. Síðan var flutt í nýja Þórskaffi í Brautarholti og þar var sami hátturinn á, gömlu dansarnir á fimmtudögum og laugardögum og við vorum svo með hin kvöldin. A laugai-dagskvöldum spilaði hljóm- sveitin yfirleitt yfir sumartímann á sveitaböllum einhvers staðar úti á landi eða suður á Keflavíkurflug- velli. Einn veturinn spiluðum við á laugardögum í Iðnó. Þá spiluðum við mikið á Sjómannakabarettun- um, sem svo voru nefndir og voru haldnir í Austurbæjarbíói á árunum upp úr 1950. Einnig kom hljóm- sveitin fram í fjölmörgum útvarps- þáttum og við ýmis tækifæri." Og eftir að þið komuð heim frá Þýskalandi urðu mannabreytingar í hljómsveitinni. Komin voru tíma- mót. Rokkið var komið til sögunnar. Er það um líkt leyti og þið farið yfir í Þórskaffi í Brautarholtinu að Ragnar Bjarnason byrjaði sem söngvari með hljómsveitinni? „Rokkið var að byrja og þá þurfti maður að þenja sig á saxófóninn og Goðsögnin Sunnudagar eru fjölskyldudagar. Kringlan er opin á sunnudögum og þar finna allir í fjölskyldunni eitthvað við sitt hæfi. FLESTAR VERSLANIR STJORNUTORG skyndibita- og veitingasvæbib frákl. 11.00-21.00 alla daga. Abrir veitingasta&ir og Kringlubíó eru meó opió fram eftir kvöldi. P R R 5 E M W'h J R R T R fl 5 L E R UPPLÝSINBRSlMI SBB 7 7 B 8 Skrifstdfusími 5 B B 9 2 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.