Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 B 15 rekstur og var farinn að undirbúa það nokkru áður en hljómsveitin hætti. Það var mánaðar ugpsagnar- frestur hjá strákunum. Eg fór til Ragnars í Þórskaffi og sagði upp og hringdi suður á Keflafvíkurflug- völl og sagði þar upp, og í fleiri að- ila. Eg sagði strákunum að ég myndi ekki spila síðasta kvöldið, á gamlársdag 1961.“ Verðlistinn og fjölskyldan Hófuð þið Erla verslunarrekstur skömmu eftir að þú lagðir hljóð- færið á hilluna og hættir með hljómsveitina? „Já, við byrjuðum þá með Is- lenska verðlistann. Við fórum að ferðast bæði saman um landið. Það var erfitt fyrsta vorið sem við fór- um með vörur um Norðausturland og Austurland, en fljótlega eftir það áttum við orðið vini víða um land. Kaupfélagsstjórinn á Vopna- firði vildi t.d. að við kæmum fjórum sinnum á ári, ekki bara vor og haust. Hann sagði að það sparaði kaupfélaginu mikið. Við vorum að selja kvenfatnað sem var innfluttur og einnig karlmannafatnað í um- boðssölu frá Gefjun. Þetta var gríð- arlega mikil vinna fyrstu árin, hreinn þrældómur. Eg bar út og inn í verslanir allt að tvö tonn á dag. Þetta fór strax að ganga ágæt- lega. Dóttir okkar, Þorbjörg, byrj- aði snemma að vinna við verslunina og er nú með okkur í rekstrinum. Við vorum með venjulegt markaðs- verð á vörunni, en fólkið hafði ekki séð svona fatnað úti á landi og t.d. höfðu karlarnir í litlu þorpum og bæjunum ekki séð spariföt í fjölda ára. Þetta var á uppgangstímum og síldin var enn á miðunum og góðar tekjur hjá fólkinu. Verslunin geng- ur ágætlega hjá okkur í dag.“ Kona Kristjáns er Erla Wigel- und framkvæmdastjóri, dóttir Pet- ers Wigelund skipasmíðameistara í RVK og k.h. Vilborgar Wigelund. Kristján og Erla eiga þrjú börn. Þorbjörgu, Pétur og Sigrúnu Júlíu. Til leigu eru allt að 500 m2 á efri hæð Húsasmiðjunnar á Lónsbakka. Um er að ræða vel búna skrifstofuaðstöðu með góðum síma- og tölvulögnum. Nánari upplýsingar veitir Jón Eggert Amason verslunarstjóri í síma 460 3500. Sími 460 3500 • www.husa.is Enski boltinn á Nétinu ^mbl.is /\LLTAf= ŒITTH\/rAÐ AÍÝT7 Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Bleikjueldi - Námskeið Umsjón: Fræðslunet Suðurlands 03 Hólaskóli. Samstarfsaðili: Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands. Staður: Kirkjubæjarklaustur. Tími: 25.-27. febrúar, föstudasur til sunnudags, alls 25 kennslustundir. Námskeiðið hefst föstudaginn 25. febrúar kl. 13. Markhópur: • Þeir sem stunda bleikjueldi. • Aðilar sem hyggja á bleikjueldi í náinni framtíð. • Útflutningsaðilará bleikjuafurðum. • Annað áhugafólk um eldi og markaðssetningu á bleikju. Lágmarksfjöldi: 10 manns. Námskeiðsgjald: Kr. 15.000, greiðist við innritun, VISA/EURO. Innifalið í kostnaði er kennsla og námskeiðsgögn. Innritun: Fræðslunet Suðurlands í síma 480 5020 eða á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands www.sudurland.is/fraedslunet Hótel Kirkjubæjarklaustur býður upp á mat og gistingu í tveggja manna herbergjum fýrir kr. 12.840 Innritun lýkur 21. febrúar Fyrirlesarar á námskeiðinu: • Birgir Þórisson, framkvæmdastjóri Glæðis hf. • Einar Pálsson, rekstrarfræðingur, Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands. • Dr. Helgi Thorarensen, lífeðlisfræðingur, Hólaskóla. • Ingólfur Arnarsson, fiskeldisfræðingur, Hólaskóla. • Ólafur Sigurgeirsson, fiskeldisfræðingur, Hólaskóla. • Theodór Kristjánsson, líffræðingur, Hólaskóla. • Sigurður Bjamason, rekstrarfræðingur, Atvinnuþróunarsjóði Suðurl. Námskeiðið skiptist í 6 hluta: 1. Hluti: Að byggja upp eldisstöð, Birgir Þórisson, framkvæmdastjóri. 2 Hluti: Áætlanagerð, Einar Pálsson, rekstrarfr., Atvinnuþróunarsjóði Suðurl. 3. Hluti: Framkvæmdatímabil, Birgir Þórisson, framkvæmdastjóri. 4. Hluti: Eldistímabilið, fyrirlesarar frá Hólaskóla. 5. Hluti: Slátrun og markaðssetning 03 sala, fyrirlesarar frá Hólaskóla. 6. Hluti: Bókhald, Sigurður Bjamason, rekstrarfræðingur, Atvinnuþróunarsjóði Suðurl. Að iokum verða almennar umræður um stöðu bleikjueldis í dag. Fræðslunet Suðurlands Hólaskóli Hólum í Hjaltadal Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands I Vantar þig flísar? 1 Nú er tækifærið! Flísabúðin er að opna á nýjum og glæsilegum stað að Stórhöfða 21 v/Gullinbrú. Nýtt símanúmer er 545 5500 Flísabúðin opnar gæsilega verslun að Stórhöfða 21 v/Gullinbrú. í tilefni opnunarinnar býður Flísabúðin öllum að koma í dag og kaupa ákveðnar gerðir flísa, frá ROCA, með allt að 50% afslætti - aðeins þennan eina dag. Komdu við í Flísabúðinni, Stórhöfða 21, og settu nafiiið þitt í pott og freistaðu þess að verða einn af 3 sem Samvinnuferðir Landsýn vinna ferð til London með Flugfrelsi. Fleiri tilboð eru í gangi m.a. á vinnufatnaði og verkfærum frá RUBI. Flísabúðin bíður öllum sem koma uppá emmess-ís,Coke og kex frá Frón. Láttu sjá þig í Flísabúðinni í dag því nú er tækifæri til að kaupa flísar! fétt 967 Í3J0J0ISISISJ3J@ÍSISJSJSIMSISISISISJS1SJ3IM0ISJSJSI01SJSISJ0ÍM s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.