Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR13. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Undir sama þaki og meistari Kjarval Austurstræti 12 er um margt sögufrægt hús. Jóhannes Proppé skrifar um mannlíf og fyrirtæki í þessu húsi sem nú hefur fengið nýtt hlutverk. Kjarvalsmálverkið sem nefnt er til sögunnar í greininni. Austurstræti 12 í dag. AUSTURSTRÆTI12 í mið- borg Reykjavíkur er að mörgu leyti merkilegt hús. Húsið er eflaust kunnast fyrir þá staðreynd að á efstu hæð var Jóhannes Kjarval list- málari með vinnustofu í mörg ár. Veggir vinnustofunnar voru fluttir í heilu lagi úr húsinu eftir andlát Kjarvals en hann hafði nýtt sér veggina þar sem hann bjó, undir listsköpun sína. Kjarval vann ekki einungis í Austurstræti 12 heldur bjó hann þar, átti þar lögheimili allt frá því að efstu hæðinni var bætt of- an á húsið árið 1929 og þar til hann lést. Ég átti því láni að fagna að kynnast meistara Kjarval í þessu húsi, þar sem ég starfaði á árunum 1944 til 1965. Auk þáttar Kjarvals á húsið sér merka sögu og ætla ég í þessari grein að miðla lesendum af kynnum mínum af fólki og fyrir- tækjum í Austurstræti 12. Lögð var fram leyfisbeiðni til bæjarstjómar Reykjavíkur þann 12. apríl árið 1928 þess efnis að fá að byggja hús á lóðinni Austurstræti 12, þar hafði áður staðið Hótel Reykjavík, sem brann í „bmnanum mikla“ árið 1918. Umsækjandi var Stefán Gunnarsson skósmiður og ætlaði hann að reisa þama verslun- ar- og skrifstofuhús. Leyfið var veitt og þann 29. janúar 1929 var farið fram á leyfi til að bæta einni hæð of- an á húsið. Það leyfi var einnig veitt og mér skilst að húsið hafi verið til- búið það sama ár. Þessi viðbótar- hæð, sú fimmta ef jarðhæð er talin sú fyrsta, var reist í þeim tilgangi að Jóhannes Kjarval fengi þar aðstöðu. Árið 1936 fór Stefán fram á að fá að breyta framhlið hússins. Líklega hafa þá verið settir upp sérstakir sýningargluggar. Fyrstu íbúar í íyrstu var hluti af húsinu leigður út til íbúðar. Árið 1930 era skráðir íbúar: Margrét Bjömsdóttir sauma- kona, Guðrún fósturbam, Sigrún Kjartansdóttir straukona, (sérstakur titill) og Jóhannes Kjarval. Árið 1931 eru sömu íbúar skráðir þar að við- bættum Bemhard Petersen kaup- manni en næstu ár á eftir: Jóhannes, Margrét og Sigrún. Árið 1936 er fluttur þangað Sigurlás Nikulásson verkamaður með eiginkonu og tvö böm. Guðrún Ólafsdóttir verkakona er þama einnig, Guðmundur Guð- mundsson klæðskeri og svo að sjálf- sögðu Jóhannes Kjarval. Árin 1937 og 1938 hef ég ekki skráningu á en frá 1939 er aðeins einn íbúi þama, þ.e. Jóhannes Kjarval, enda fer þá að aukast eftirspum eftir skrifstofuhús- næði. Ekki hef ég fullkomna skráningu á hvaða fyrirtæki vora í húsinu fyrir 1944, en þó veit ég að Samtrygging íslenskra botnvörpunga kom þangað í kringum 1930, ásamt Lýsissamlagi íslenskra botnvörpunga, Félagi ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda, sem rann síðar inn í L.I.Ú. Gísli í Ási var þarna með frímerkjasölu og vikublaðið Vikan með afgreiðslu. Á stríðsáranum var þar til húsa af- greiðsla Daily Post og annarra fréttablaða, sem Sigurður Bene- diktsson, fyrsti ritstjóri Vikunnar, gaf út á ensku, aðallega fyrstu stríðsárin, og seldi til hermanna úr setuliðinu, aðallega breskra, og gengu þau viðskipti vel og högnuð- ust ágætlega, bæði útgefandi og blaðasölustrákarnir. Þarna var EK auglýsingastofa, Finnbogi Kjartans- son skipamiðlari, auk fleiri sem ég man ekki frá að segja. Húsbóndahollusta Vorið 1944 hóf ég vinnu í Austur- stræti 12 hjá Samtryggingu ís- lenskra botnvörpunga, sem var systurfyrirtæki Lýsissamlags ís- lenskra botnvörpunga. Ég var þá nýútskrifaður úr Verslunarskóla Is- lands. Forstjóri fyrir báðum fyrir- tækjunum var Ásgeir Þorsteinsson efnaverkfræðingur. Þórhallur Árna- son frá Grenivík, bróðir Ingimundar Ámasonar, söngstjóra á Akureyri, var skrifstofustjóri og bókari og Margrét Ólafsdóttir, gjaldkeri og starfsmannastjóri. Margrét giftist stuttu eftir að ég byrjaði að vinna þarna, Lárasi Blöndal, skipstjóra á Þyrli, fékk frí í vinnunni til að skreppa og gifta sig, kom strax á eftir aftur til vinnu. Margrét missti mann sinn eftir nokkur ár og nokkra seinna giftist hún öðra sinni, Lárasi Þ. Blöndal bókaverði, en hann er núna nýlátinn. Margrét lést fyrir nokkram áram síðan. Allt var þetta fólk einstaklega þægilegt að vinna með. Forstjórinn var gæðamaður, sem ekkert aumt mátti sjá, og gerði sitt besta til að líta framhjá „breysk- leika“ stai-fsmanna sinna, en aþó fastur fyrir og við reyndum okkar besta til að gera honum til geðs, bár- um mikla virðingu fyrir honum. Þór- hallur var alveg sérstakur „kar- akter“ og átti fáa sína líka en einstaklega skemmtilegur. Hann réð ríkjum á 3. hæð og þangað komu margir vinir hans, sérstaklega er þeir vora „þunnir". Man ég eftir mörgum skemmtilegum náungum, mektarmönnum, bankastjóram, rit- höfundum, revíuhöfundum, opinber- um starfsmönnum o.s.frv. Fór ég margar ferðir „með miða“ inn í Nýborg til Ólafs útsölustjóra en þar var aðaláfengisútsala bæjarins. Þá þurfti að fá „bevís“ til að geta keypt og ég hafði ekki náð aldri til að kaupa sjálfur. Ég bætti því einni og einni á miðann sem ég tók til eigin þarfa, að sjálfsögðu greiddi ég það úr eigin vasa. Man ég að sumir af þessum vinum drakku aðallega MUM-kampavín sem afréttara. Þetta vora dýrlegir tímar. Mar- grét ráðsett og virðuleg, hafði allt undir stjórn. Okkur unglingunum var. hún eins konar „mamma“, stjómaði okkur með festu en góð- mennsku, vildi hag okkar sem best- an og fannst manni hún vera stund- um óþarfleg afskiptasöm, en við vitum í dag, að líklegast hefði verið best að fara eftir því sem hún ráð- lagði. Hún var einstaklega hús- bóndaholl, af gamla skólanum eins og sagt væri í dag, en það færi betur ef fleiri sýndu þá hæfni. Fjölbreytt mannlíf Um það leyti sem ég hóf störf var EK auglýsingastofa, ennþá í húsinu, á 2. hæðinni næst fyrir ofan verslun- ina. í EK var Finnbogi Kjartansson með bróður sinn Jóa sem aðalmann. Síðar tók við Geir Zoéga við því hús- næði og rak ferðaskrifstofu þar sem EK hafði verið. Við voram með eitt herbergi á 3. hæð, þar sem Þórhall- ur hafði aðstöðu. Sigurður Bene- diktsson, (sá sami og gaf út Daily Post) uppboðshaldari og listaverka- sali, var með tvö herbergi á sömu hæð. Hann flutti síðar upp í kvist- herbergi þar sem við höfðum áður haft geymslu og Kjarval var með vinnustofu sína götumegin. Á 3. hæð voru ýmsir í gegnum tíðina, t.d. „skotmaðurinn", sem var frægur heildsali og ýmsir aðrir sem of langt mál yrði að telja upp. Við voram með 4. hæðina, en létum frá okkur tvö herbergi. Það vora um tíma þeir Brandur Brynjólfsson hrl. og starfs- maður hans Gíi, eða Gíó, sérstakur „karakter". Einar Ásmundsson hrl. vai’ þar einnig og fleiri. Annars var götuhæðin stundum ekki talin með á þessum tíma. Þá byrjaði talningin á næstu hæð fyrir ofan búðina og varð þá 2. hæðin 1. hæð, en við skulum halda okkur við fyrri uppröðun. Um leið og húsið hafði verið byggt opnaði Stefán skóbúð sína, en húsið var fyrst og fremst byggt utan um þá starfsemi. Var Skóverslun- Stefáns Gunnarssonar á götuhæð, glæsileg verslun með góða vöra við eina aðalverslunargötu Reykjavík- ur. Þegar ég hóf störf í húsinu var þetta ein besta skóbúð borgarinnar. Bjarni, með viðurnefnið „beauty“ var þar verslunarstjóri, þótt Stefán réði öllu, og Gunnar, sonur Stefáns, starfaði þar einnig. Húsið vai' einkennilega byggt. Búðin var á götuhæð en langar og erfiðar marmaratröppur upp á 2. hæð. Þar tók við lyfta, sem var göm- ul og illa nothæf, eiginlega alveg dauð, þegai' ég hóf störf 1944. Hafði henni verið ætlað að ná frá 2. hæð upp á 5. hæð þar sem Kjarval var til húsa. Verslunin sneri að Austur- stræti en Vallarstrætismegin hafði skósmiður verslunarinnar, Eiríkur að nafni, aðsetur sitt. Hann var í þann tíma með aðstoðarmann en var orðinn einn þegar yfir lauk. Eiríkur var prýðismaður, góður skósmiður og gull af manni. Við fengum oftast að hlaupa í gegn hjá honum, er þurfti að fara með skeyti út á sím- stöð, enda fóra svo til öll viðskipti við útlönd fram með skeytum á stríðsáranum. Það má geta þess að öll skeyti vora afrituð í þríriti, fyrir utan það sem fór í loftið. Eitt var sent næsta dag með pósti, næsta 3^ dögum seinna og einu haldið eftir. Þetta var gert svona í öryggis- skyni, því alltaf var verið að skjóta niður skip, þá var ekki flugpóstur- inn. Alltaf vora ein eða tvær stúlkur við afgreiðslu í skóbúðinni og jafn- vel fleiri íyrir jólin. Gunnar, sonur Stefáns, var mikið í versluninni en dætur hans tvær minna. Guðríður (Green) giftist til Bandaríkjanna og dvaldi þar mest. Sesselja giftist aldrei. Hún lærði á flygil erlendis, kom til landsins og ætlaði að halda konsert. (Þetta var fyrir mína tíð). Ekkert varð af konserthaldinu þá og heldur ekki síðar. Stefán og fjöl- skylda bjuggu í „funkis“-húsi við Só- leyjargötu og var víst mikið af Kjar- vals-málverkum þar, húsaleigan líklega greidd með málverkum. Rík- ið tók víst síðar að sér að greiða húsaleiguna. Bjarni „beauty“, eins og hann var oftast kallaður, var mikill áhuga- maður um að halda skrokknum í góðu formi. Hann gerðist umboðs- maður fyrir Atlaskerfið, sem má segja að hafi verið eins konar fyrir- rennari allra eróbikk- og lyftinga- kerfa sem nú era í gangi. Bjami var vel þekktur í bæjarlífinu á þessum tíma, áhugamaður um allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einn- ig góðhjartaður og vildi vera vinur allra. Bjami átti oft erfitt sem versl- unarstjóri því Stefán var mikill skapmaður og fljótur að rjúka upp. Bjarni gerðist síðar sjoppu-stjóri í lítilli tóbaksbúð er var við hliðina á Sápuhúsinu. Enn síðar varð hann verslunarstjóri hjá einu útibúa Silla og Valda. Lyftumál Er Stefán Gunnarsson lést stuttu eftir stríð tók Gunnar við rekstrin- um. Eitt af því fyrsta sem hann gerði var að hækka húsaleiguna. Minn gamli forstjóri, Ásgeii’ Þor- steinsson, var ekki par ánægður og heimtaði að lyftunni yrði a.m.k. komið í lag. Ég var látinn skrifa til framleiðandans í Þýskalandi eftir teikningum. Þá kom í ljós að allt hafði verið sprengt upp í stríðinu, þar með allar teikningar af lyftunni. Skúli, sonur Júlíusar Björnssonar, rafvirkjameistara og kaupmanns í Austurstræti 12a, kom lyftunni í lag og hélt henni við með æmum kostn- aði á meðan við voram þama í hús- inu. Ekki var víst að þessi húsa- leiguhækkun hafi borgað sig, enda lyftan alltaf að stoppa, öllum til ar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.