Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Hvenær sástu
pabba þinn síðast?
Já, hvenær sástu pabba þinn síðast? Þennan mann,
sem var ekki alltaf allra, talaði ekki á tilfínninga-
nótum eða kjökrandi um vondan heim, skrifar
Ellert B. Schram. Það þekkti lítið til sálarfræð-
innar, gamla fólkið, og áfallahjálp er orð og aðferð
sem ekki var einu sinni fundin upp þegar mótlæti
var tekið með svipbrigðalausri þögn.
Enda þótt ég sé kominn
á sjötugsaldurinn á
ég ennþá pabba á lífi.
Sem er sosum ekkert
einsdæmi í seinni tíð þegar líf
mannfólksinslengist og þurfti
reyndar enga statistik til að koma gamla
manninum langleiðina á tíræðisaldurinn.
Afi varð níutíu og sex ára áður en yfir lauk,
svo maður veit kannske á hverju maður á
von!
En ég er ekki einn um að eiga foreldri á
þessu æviskeiði. Gamli maðurinn hefur
búið á þremur svokölluðum dvalarheimil-
um í borginni og þar hef ég séð gamla fólk-
ið svo hundruðum skiptir og sjálfsagt er
jafnmargt eða fleira sem enn býr í heima-
húsum. Það er misjafnlega á sig komið og
ekki allt til stórræðanna. Maður spyr sjálf-
an sig stundum að því til hvers verið er að
lengja lífið hjá mannkyninu þegar síðasti
spretturinn er raunar ekkert annað bið eft-
ir endalokunum. Bið eftir að sjúkraliðinn
komi til að klæða mann og raka, bið eftir
hjúkrunarfræðingnum með meðölin, bið
eftir matnum og kaffinu eða að síminn
hringi. Og bið eftir því að einhver nákom-
inn líti inn í heimsókn.
Flestir samferðamennirnir farnir á und-
an, vinirnir, makinn, samstarfsfólkið. Jafn-
vel börnin sum. Og eftir hverjum er þá ver-
ið að bíða? Börnunum sem líta á þetta sem
skyldurækni og friðþægingu að líta inn?
Það er ekkert sjálfgefið að þau gefi sér
tíma frá amstrinu og stritinu og sínum eig-
in börnum og skyldum til að segja: hvernig
hefurðu það? Þó þarf stundum ekki mikið
annað til að gleðja gamlingjana.
Já, hvenær sástu pabba þinn síðast?
Ég las í vetur skemmtilega bók með
þessu heiti, eftir enskan rithöfund, Morri-
son að nafni. Faðir hans lá á
dánarbeðnum og var reyndar
látinn þegar hér var komið sögu
en Morrison gaf sér loksins
tíma til að hugsa til baka, hugsa
um þennan mann sem hafði gef-
ið honum líf og gefið honum flesta þá eigin-
leika, góða og slæma, sem hann sjálfur sat
uppi með. Þrjóskuna, dyntina, kímnigáf-
una, líkamsburðina.
Þar sem hann sat við sjúkrabeðinn
rifjuðust upp fyrir honum augna-
blik frá æskudögunum þegar fað-
ir hans var enn í fullu fjöri og
enda þótt sá gamli hefði ekki gefið sér mik-
inn tíma til uppeldisins brá fyrir atburðum
og atvikum þar sem hann sá pabba sinn í
nýju ljósi, í því hlutverki sem hafði áhrif og
ánægju í för með sér fyrir soninn. Bílferðir
með fjölskyldunni, hlý hönd í lófa, leikir í
garðinum, klapp á kollinn þegar prófunum
lauk. Peningur í vasannþegar lítið bar á.
Og svo varð Morrison sjálfur upptekinn
af eigin lífi, óx úr grasi, gleymdi rótum sín-
um, gleymdi að mestu þessum foreldrum
sínum, sem lifðu sínu fábrotna lífi, þögulir
um axarsköftin og mistökin, sáttir við þann
veruleika sem mundi fara með þeim í gröf-
ina. Sögumaður vaknaði ekki upp við sinn
vonda draum og skeytingarleysið fyrr en
það var orðið um seinan. Fyrr en gamli
maðurinn lá hjálparlaus og dauðvona.
Já, hvenær sástu pabba þinn síðast?
Þennan mann, sem var ekki alltaf
allra, talaði ekki á tilfinninganótum
eða kjökrandi um vondan heim.
Það þekkti lítið til sálarfræðinnar, gamla
fólkið og áfallahjálp er orð og aðferð sem
ekki var einu sinni fundin upp þegar mót-
HUGSAÐ
UPPHÁTT
þverfótað fyrir gestum
og gangandi á þeim
stofugöngum þar sem ég
hef stöku sinnum litið
inn.
Satt að segja er þjóð-
félagið sjálft litlu betra í
afskiptum sínum af þess-
ari kynslóð sem búið er
að parkera sem afgangs-
stærð í samfélaginu. Bið-
listarnir lengjast með
hverju árinu. Það vantar
húsnæði, það vantar
hjúkrun, það vantar
heimili og þjónustu.
Ekki það að starfsfólk
þessara stofnana leggi
sig ekki fram og eigi lof
skilið fyrir alúð og um-
önnun. En þarfirnar eru
bara svo mismunandi,
ellin sækir svo misjafnt á
fólk að það verður aldrei
hægt að hlaða því inn í
einn gám og moka svo
yfir. Ekki gleyma því
heldur að þessi kynslóð
og allar aðrar á undan
henni, mann fram af
manni, ólu önn fyrir sín-
um foreldrum og héldu
þeim heimili og návist
ömmu og afa eru meðal
minna ljúfustu minninga.
Fyrir þá sem
ekki eiga neitt
eftir að loknu
ævistarfinu
dugar ellilífeyririnn ekki
fyrir uppihaldi á dvalar-
heimili. Og þó er þetta
fólk, flest hvað, búið að
greiða sína skatta og
læti var tekið með svipbrigðalausri þögn,
eins og hverju öðru hundsbiti.
Aldrei hef ég séð hann pabba minn gráta
og ekki man ég eftir öðru fólki af hans
kynslóð gera mikið að því að bera sorgir
sínar á torg út. Kannske ber maður merki
þessa uppeldis, þessarar sviplausu angistar
og ef svo er þá er það ekki það eina sem
maður hefur tekið í arf. Skaplyndi, lífs-
gleði, jafnvel hroka og stærilæti. Allt er
þettjM genunum og verður seint dulkóðað.
Aöllum elliheimilum, dagvistar-
stofnunum og dvalarheimilum og
úti um allan bæ situr þetta fólk
og bíður. Bíður eftir að lifandi
eftirmyndir þess líti inn, stytti því stundir
og ég hef það á tilfinningunni að biðin hjá
því mörgu geti verið ærið löng ef marka má
þá einveru og einangrun sem gömlu fólki
er búin. Að minnsta kosti get ég alveg
skyldur til samfélagsins í hálfa öld eða
meir. Er þetta hægt? Er þetta boðlegt? Og
sjálfsagt eru teknar upp kampavínsflöskur
hjá hverjum lífeyrisjóði í hvert skipti sem
eitthvert gamalmenni fellur frá.
Það er enginn afgangur af þeim fimm
hundruð milljörðum sem safnast hafa á
hendur sjóðanna enda sýnist manni stund-
um að forsvarsmenn lífeyrissjóða séu upp-
teknari við að leggja fjármagn sitt í spila-
víti fjármálamarkaðarins heldur en að
sinna því fólki sem hefur lagt sinn skerf til
þessara sjóða.
En það er nú önnur saga.
Skítt veri með lífsafkomuna ef hitt er
ekki tekið með í reikninginn, sem meira
máli skiptir, að sýna þessu gamla fólki,
þessum lifandi sýnishornum af okkur sjálf-
um, þá virðingu og nærgætni, sem þau eiga
inni hjá okkur.
Já, hvenær sástu pabba þinn síðast?
OXFORD STREE
Faxafeni 8 sími: 533 1555
Nýtt...
öðruvísi...
annað...
og meira
OPIÐ: MÁN.-FIM. 10-18 FÖSTUDAGA 10-19 LAUGARDAGA10-18 SUNNUDAGA 13-17
Sturtuklefar
Vandaðir sturtuklefar frá Ifö og Megius
úr plasti og öryggisgleri, rúnaðirog
hornlaga. Horn og framhurðir, einnig
heilir klefar.
74 - 80 - Hornlaga
77 - 80 - Rúnaðir
87 - 90 - Rúnaðir
86 - 92 - Hornlaga
TCRGI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is