Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR19. MARS 2000 B 9 Manuel Raivoso, yfirlæknir á aðalsjúkrahúsinu í Maputo, viðurkennir fús- lega að ekkert sé hægt að gera fyrir alnæmissjúklinga. Hér ræðir hann vlð franskan lækni sem tók aðsérað vinna í tvöárá spítala í þróunarlandi í stað þess að gegna herþjónustu heima í Frakklandi. Þessir strákar búa í Crossroads biökkumannahverfinu, vettvangi blóðugra Joao Joane er með alnæml á lokastigi. Hann liggur á sjúkrahúsi í Maputo en læknar segjast brátt þurfa að senda átaka á árum aðskilnaðarstefnunnar. Alnæmi er nú helsti ógnvaldur íbúa. hann heim þvílosa þarfrúmið undir aðra sjúklinga. Alnæmi ræðst fyrst og fremst á ungt fólk og þegar það deyr skilur það eftir sig börn sem eiga oft ekkert athvarf. Börn smitast annaðhvort í fæðingu eða við brjóstagjöf. séu að feta í fótspor yfirvalda í Úg- anda. „Ainæmi breiðist hvergi út hraðar en hér. Fjórar milfiónir manna eru með HlV-veiruna. I Kwazulu Natal héraði eru 30 prósent íbúanna sýkt. Við höfum gert kannanir sem sýna að 97 prósent ungmenna vita hvern- ig HIV smitast en samt segja sömu kannanir að einungis átta prósent þeirra noti smokkinn. Um 60 prósent þeirra sem leggjast inn á spítala hér í landi tengjast HlV-veirunni. Yngstu sjúklingarnir okkar eru ekki nema nokkurra mánaða gamlir. En það vantar algjörlega pólitíska staðfestu til að samræma aðgerðir gegn þessum hörmungum. Það er eins og menn sjái ekkert ljós, viti ekki hvað sé hægt að gera og vilji helst bara loka augunum. Ég skil ekki hvers vegna ég þarf að tala við útlendinga eins og ykkur til að koma skilaboðum áleiðis til minna eigin stjórnvalda." Engin úrrœði í Mósambík Astandið er ennþá verra í nágr- annaríkinu Mósambík. I Suður-Af- i-íku eru þó spítalar, jafnvel þótt þeir séu yfirfullir og stjórnvöld geti ekki borgað fyrir lyfjakúr fyrir alnæmis- smitaða. Læknar í Mósambík geta ekkert gert. „Við höfum nær engin lyf,“ segir Manuel Raivoso, yfirlæknir á aðal- sjúkrahúsinu í Maputo, höfuðborg Mósambík. „Og þá er ég ekki að tala um alnæmislyf eins og AZT heldur erum við ekki einu sinni með lyf til að lækna hina ýmsu sjúkdóma sem eru fylgifiskar alnæmis." Raivoso sýnir okkur eina álmuna og segir að óvenjufátt sé um sjúkl- inga þennan dag. Núna eru bara öll rúm full og menn á beddum inni á stofum. Venjulega liggi sjúklingar um alla ganga að auki. Læknirinn nemur staðar við eitt rúmið. „Þessi maður er líklega búinn að vera með veiruna í sér í 10 ár. Hann er næstum meðvitundarlaus. Ættingjar komu með hann og neita að taka við honum aftur. En við getum ekkert gert fyi-ir hann. Þetta er mjög sársaukafullt fyrir okkur en ef við getum ekkert gert fyrir hann þá verðum við að hressa hann við og senda hann svo burt. Það er fullt af svona tilfellum." Um sjö hundruð manns smitast af alnæmi á hverjum degi í Mósambík. Fram til ársins 1992 var borgar- astyrjöld í landinu og hún varð þess valdandi að landið einangraðist að miklu leyti og því var tiltölulega lítið um alnæmi þar. En eftir að friður komst á og fólk sem hafði flúið til nágrannalanda sneri aftur heim breiddist sjúkdómurinn hratt út. Flóð auka á hörmungarnar „Á síðustu fimm árum hefur þró- unin hér verið mikil og hröð,“ segir Fernanda Teixeira, framkvæmda- stjóri mósambíska Rauða krossins. „Það hefur verið dásamlegt að fylgj- ast með öllu því sem hefur verið að gerast. En eftir þessi miklu fióð sem hafa dunið yfir okkur sýnist mér sem við þurfum að byrja allt upp á nýtt.“ Rauði kross Islands og Þróunar- samvinnustofnun Islands hafa sam- einast um að aðstoða mósambíska Rauða krossinn við að reisa heiisu- gæslustöð í suðurhluta landsins. Því verkefni hefur orðið að slá á frest sökum flóðanna enda er ekki einu sinni hægt að komast suður eftir því vegirnir eru allir skornir í sundur. „Við höfum orðið að fresta því að byggja heilsugæslustöðina vegna flóðanna en hún mun gegna mikil- vægu hlutverki í baráttunni gegn al- næmi. Við ætlum nefnilega líka að þjálfa fólk í nærliggjandi þorpum þannig að það geti sinnt fræðslu um heilbrigðismál, og þá alveg sérstak- lega um alnæmi,“ segir Fernanda Teixeira. „Þetta eru hamfarir, rétt eins og flóðin. Við stöðvum þær ekki nema með fræðslu og við megum engan tíma missa.“ • Hægt er að styrkja starf Rauða krossins gegn alnæmi ísunnan- verðrl Afriku meðþvíað gerast styrktarfélagl Rauða kross íslands og borga 2.500 krónur eða meira árlega. Þeirsem vilja gerast styrkt- arfélagar geta hringt í 570-4000 á skrifstofutíma eða farið inn á vef Rauða krossins (www.redcross.is) ogskráðsigþar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.