Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 17
16 B SUNNUDAGUR19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 17
+
Spor genginna
kynslóða eru
geymd en ekki
gleymd.
Myndir: RAGNAR AXELSSON
Texti: GUÐNI EINARSSON
FOLKIÐ
H
VER kynslóðin tekur
við af annarri, líkt og
séra Matthías
Jochumsson minnir á
í sálmi sínum, Fögur
er foldin.
Kynslóðirkoma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng
Æviskeiðið renna allir hvort sem
þeim líkar betur eða ver. Þótt ævi-
gangan sé mislöng og liggi um ólíkar
slóðir þá eru allir á sömu kjörum.
Um leið og við fæðumst tökum við að
eldast, sumir hratt og aðrir hægar.
Það eina sem við eigum nokkum veg-
inn örugglega fyrir höndum er að
kveðja lífið dag einn. Mörgum stend-
ur ógn af þeirri vissu og vilja lítið til
þess hugsa. Aðrir eru annars sinnis
og meira með hugann hinum megin
en héma megin.
Hverfulleiki lífsins hefur löngum
verið mönnum hugleikinn. Davíð
konungur líkti tilvera mannsins við
hverfult gras, jurt sem blómgast að
morgni en fölnar og visnar að kvöldi.
Hann hefur einnig hugleitt það hvað
maðurinn skilur eftir sig, líkt og
kemur fram í 103. Davíðssálmi:
Dagar mannsins eru sem grasið,
hann blómgast sem blómið á mörk-
inni, þegar vindur biæs á hann er
hann horfínn, og staður hans þekkir
hann ekki framar.
Sumir eiga erfitt með að sætta sig
við það að hverfa af yfirborði jarðar
án þess að skilja nokkuð eftir sig.
Falla í gleymsku. Þau verða samt ör-
lög langflestra - eða hvað?
Höfundur Hávamála hugleiðir
óumflýjanlegan dauðadóm alls sem
lifir og kemst að þeirri niðurstöðu að
gott orðspor deyi aldrei:
Deyrfé,
deyja frændur,
deyrsjálfuriðsama.
En orðstá
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur
Ekki virðast allir treysta á að orð-
stírinn muni einn halda minningu
þeirra á lofti. Það er ríkt í mönnum
að reisa sér einhvem minnisvarða,
gera eitthvað sem varðveitir minn-
ingu þeirra - að minnsta kosti um
stundarsakir. Ef til vill á það sinn
þátt í ríkulegri ævisagnaritun okkar
Islendinga. Þó er næsta víst að for-
feður okkar hafa síður fallið í
gleymsku en áar fólks af ýmsu öðra
þjóðerni. Það má þakka linnulitlum
ættfræðiáhuga og ættrakningum
sem hér hafa verið stundaðar af
sannri íþróttamennsku um langa
hríð.
Vísindin hafa nú bætt um betur.
Rannsóknir á erfðaefni mannsins
leiða í ljós að þar er rituð er sú ætt-
ernisskrá sem er ólygnust. Hver
kynslóð setur þar sitt mark og minn-
ir á sig svo lengi sem ættartréð skýt-
ur nýjum sprotum.
Ættfræðiáhuginn og kostgæfið
ætternisbókhald genginna kynslóða,
hvort sem er í kirkjubókum eða ætt-
artölum, kemur til góða við hagnýt-
3www.snds.ora
NC RDIC
PHOT36RaPHIC
DOCUMENT
- X t .,:*.•
* s **■ 5+%
. -
■í? ' :■ :V’+‘í ':+•- ’
f.' ::v"/ *s
„ ^ x Morgunblaðið/RAX
NÝBURI - Þessi litla stúlka fæddist á Landspítalanum 23. febrúar síðastliðinn og var ekki nema fárra mínútna gömul þegar mynd-
in var tekin. Óvenjulega mörg börn fæddust nokkrum dögum síðar eða 29. febrúar. Hlaupársbörnin árið 2000 urðu t.d. fímm á Ak-
ureyri og tólfíReykjavík. Undanfarin árhafa fæðst á fímmta þúsund börn á íslandi á hverju ári.
AFTURGÖNGUR - Félagarnir Einar Karl Valdi- ingu hinnar vísindalegu þekkingar. framsækin fyrirtæki sem hafa verið
marsson (t.v.) ogJón Ingvar Jónsson klæddu sig Einangran íslands og löng ritunar- stofnuð undanfarið um rannsóknir á
upp í tilefni öskudags. MóðirJóns Ingvars bjó til hefð þykir gera þjóðina sem hér býr erfðaþáttum og mögulegum tengsl-
búninginn hans. „Það var mikið hlegið hvar sem einkar eftirsóknarverða fyrir slíkar um þeirra við ýmsa krankleika.
við komum og sumum brá,“ sagði Jón Ingvar. rannsóknir. Til dæmis um það era
—
• • ?• :
JARÐVÍSINDI - Guðrún Sverrisdóttir jarðfræðingur og dr. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur viðjaðar hraunsins sem rann í Heklugosinu á dögun-
um. Myndin var tekin í hávaðastormi sem reif ígosmökkinn ogþreytti öskunni yfír svæðið. Askan skerpti gárurnar í snjónum.
ERFÐARANNSÓKNIR - Valgerður Backman sameindaerfðafræðingur (t.v.) og Kristbjörg
Jónsdóttir meinatæknir starfa hjá íslenskri erfðagreiningu, einu þeirra fyrirtækja sem fást
við rannsóknir á erfðaefni íslendinga. Einangrun þjóðarinnar um aldir og skráðar heimildir
um skyldleika fólks koma til góða í leitinni að tengslum erfðaþátta og tiltekinna sjúkdóma.
Erfðaefnið hljótum við í arf frá forfeðrum okkar. Þannig berum við í okkur og með okkur ætt-
arskrá þarsem hvergengin kynslóð forfeðranna hefurlagt sitt af mörkum.
STÓRIÐJA - Einar Hannesson (t.v.) ogÁrni Aðalsteinsson voru í Járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga að fóðra deiglur með múrhúð. Þeir vinna í
deild sem sér um viðhald, fyrír ofn-vaktina, á eldfastrí steypu. Árni hefur
unnið þama frá 1986 og Einar frá 1983, með múrskeið og skóflu íhendi.
ÖLDUNGUR - Steindór Jónsson erfæddur árið 1908. Þrátt fyrir háan aldur er hann hress ogfer sinna ferða á gamla Trabantinum. „Þetta er ættbundið," segir Steindór um það hversu
heilsuhraustur hann er. Systir hans náði 96áraaldri ogbróðirhans varð 103 ára gamall. „Ég er með sterkt hjarta. Meðan þaðdanglar, þá er Iíf,“ sagði Steindór. Hann hefur átt margar
tegundir af bílum um dagana og nokkra Trabanta. „Mér fínnst hann ágætur, “ segir Steindór um bílinn. „Hann er alltaf eins og tíkin; tilbúinn.“ Steindór starfaði ífjölda ára hjá Landleið-
um. Stundum skreppur hann þangað og teflir við gamla vinnufélaga. Eins þykir Steindórí gott að hlusta á hljóðbækur. „Það er alltaf þægilegt að hlusta á góðar raddir lesa sögur.“
HJÓNIN - Anna Guðrún Halldórsdóttir og Höskuldur Bjarnason búa nú á Hrafnistu í Reykjavík.
Áður bjuggu þau á Drangsnesi við Steingrímsfjörð þar sem Höskuldur stundaði sjóinn til fer-
tugsaldurs. Eftirþað fór hann í frystihúsið og vann til 78 ára aldurs. Þau eignuðust sjö böm. Eftir
að bömin flugu úr hreiðrinu fórAnna að vinna í rækjuvinnslu.
+