Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 1
Skuggsæl svæði ÞAÐ þarf ekki endilega mikið til þess að breyta skuggsælu svæði í notalegan hluta lóðarinnar. Þó þarf að skipuleggja svæðið og ákveða t.d. yfirborðsefni. Hellulögn eða trópallur er góð lausn. Brynja Tom- er ræðir við Björn Jóhannsson landslagsarkitekt íþættinum Gróð- ur oggarðar. / ► 28 Gildi snjó- bræðslna SNJÓBRÆÐSLURNAR sigra að lokum. Það hefur sannast á þessum siðustu og verstu vikum veðurfars- lega séð, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagna- fréttir. Gangstéttirnar verða auðar, þar sem snjóbræðsla er undir, en á óhituðum köflum verða menn að krönglast á freranum. / ► 32 Ú T T E K T Reykja- nesbær ÞRÓUNIN á fasteigna- markaði í Reykjanesbæ hefur verið mjög svipuð og á höfuðborgarsvæðinu. Um ára- bil ríkti ládeyða og eftirspum var lítil. Á síðustu misserum hefur eftirspurn hins vegar aukizt á ný og töluvert líf er nú komið í markaðinn. Verð hefur líka farið hækkandi. Byggingafyrirtækið Húsa- nes hefur látið mikið til sih taka í Reykjanesbæ, enda em aðalstöðvar þess þar í bæ. Á síðustu áram hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og byggt mikið annars staðar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og vi'ðar. I blaðinu í dag er fjallað um fasteignamarkaðinn í Reykja- nesbæ og starfsemi Húsaness. Við Sjafnarvelli í norðurhluta bæjarins er fyrirtækið með í smíðum 3-4 herb. parhús með bflskúr og á nýju byggingar- svæði við Gýgjuvelli áformar Húsanes að byggja 12 parhús á einni hæð. Að sögn Jóhannesar Ellerts- sonar, íjármálastjóra Húsa- ness, hefur sala á húsunum við Sjafnarvelli gengið vel að und- anfömu, þótt það jafnist ekki á við sölu á nýsmíði fyrirtækis- ins í Lindahverfí í Kópavogi, en þar hefur Húsanes einnig látið mikið til srn taka. Að sögn Böðvars Jónssonar hjá Eignamiðlun Suðurnesja er eftirspumin í Reykjanesbæ nú mjög góð og það vantar eignir af öllum stærðum og gerðum í sölu. / ► 22 Sementssalan í fyrra sú mesta í meira en tíu ár SALA á sementi frá Sementsverk- smiðjunni á Akranesi á síðasta ári var með því mesta eða um 131.800 tonn og mun meiri en árið þar á undan, en þá var hún um 117.700 tonn. Hefur sala á sementi frá verksmiðjunni ekki verið jafn mikil allt frá árinu 1988, en þá var hún einnig tæplega 132.000 tonn. Sementssalan er mikill mælikvarði á verklegar framkvæmdir og umsvif í byggingarstarfseminni hér á landi á hverjum tíma. Á vetuma er salan all- háð tíðarfari og að sjálfsögðu mun minni en á sumrin, þegar bygginga- starfsemi og aðrar verklegar fram- kvæmdir eru í hámarki. Minnst var sementssalan árið 1995, er hún fór niður í rúmlega 76.000 tonn og endurspeglaði glöggt þann sam- drátt, sem einkenndi byggingariðn- aðinn og verklegar framkvæmdh’ á því ári. Síðan hefur sementssalan aukizt á ný ár frá ári. í ár er áætlað, að hún verði um 120.000 tonn, en gæti vel farið fram úr þeirri áætlun, þegar tekið er tillit til þeirra miklu umsvifa í nýbyggingum og verklegum fram- kvæmdum sem nú eru í þjóðfélaginu. Á síðasta ári framleiddi Sements- verksmiðjan 133.647 tonn og skiptist framleiðslan á þann hátt að framleidd voru 115.659 tonn af Portlands- sementi og 17.988 tonn af Hraðsem- enti. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Sementsverk- smiðjunnar, einkenndi árið í fyrra mikil sementssala á suðvesturhomi landsins bæði í íbúðabyggingar og at- vinnuhúsnæði. Á þessu ári er einnig útlit fyrir verulegar byggingafram- kvæmdir og auk þess eru virkjunar- framkvæmdir í gangi eins og Vatns- fellsvirkjun. Horfur á mikilli sem- entssölu eru því góðar. Afkoma Semensverksmiðjunnar var góð á síðasta ári en þá nam hagn- aðurinn 46,2 millj. kr. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 74 millj. kr., en heildarvelta íyrirtækisins nam 1.061,2 millj. kr. Eigið fé verksmiðj- unnar nam 1.446,9 millj. kr. og var eiginfjárhlutfall í árslok 67,3 %, en ríkið er eini hluthafinn. I árslok 1999 voru starfsmenn Sementsverksmiðj- unnar 90 en 96 í árslok 1998. FRAMSÆKNI ALh.IOÐA IIU TAHRLI-AS.IODrRIXN ALh.lODA IIU TABRLFAS.KIDI RINN 107,0% 59,5% IIíL-kkim sjó<\sins sl. 12 ináiuuti mi<\irt við 1. mnrs Joou L'kkuii skwVins sl. 12 mi*W) viA I. m;irs 2<MíO OKKAR SERFRÆÐINGAR - ÞIN AVOXTUN BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.