Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 C 23 Morgunblaðið/Ásdís Jónas Halldór Jónasson, sölumaður hjá Húsvangi, stendur hér við hlið- ina á parhúsi, sem Húsanes er með í smíðum við Háulind í Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum, sem eru 5-6 herbergi og með innbyggðum bflskúr. Raðhús við Háulind i Kópavogi Mikill áhugi á sýningunni Byggingadagar 2000 Merki sýningar- innar Bygginga- dagar 2000, sem haldin verður í Laugardagshöll 12-14. maínk. Yfirskrift sýn- ingarinnar er "HÚS OG GARÐUR Hönnun og handverk". HÚSANES hefur einnig látið mikið til sín taka í nýbyggingum á höfuð- borgarsvæðinu. Við Háulind í Kópavogi er fyrirtækið nú með í byggingu parhús á tveimur hæðum, sem eru 5-6 herbergi og með inn- byggðum bílskúr. Að utan verða húsin máluð og fu- llfrágengin, rennur og niðurföll frá- gengin og tengd og lóð grófjöfnuð. Að innan verða húsin fokheld. Asett verð er 13,5 millj. kr. „Sum húsin eru þegar tilbúin og önnur verða tilbúin í sumar,“ sagði Jónas Halldór Jónasson hjá fast- eignasölunni Húsvangi, þar sem húsin eru til sölu. „Þessi hús eru með afar skemmtilegu útsýni. A efri hæð, sem er götuhæð, eru stofur með svölum út frá, eldhús og snyrting og forstofuherbergi. Innbyggður bflskúr með geymslu er ennfremur á götuhæð og innangengt úr honum í íbúð. A neðri hæð er hjónaherbergi, tvö góð barnaherbergi, sjónvar- pshol og rúmgott bað. Einnig er þar stórt tómstundaherbergi með góðri geymslu inn af. Gengt er út á ver- önd og út í garð úr sjónvarpsholi.“ „Sum húsin eru þegar tilbúin, en önnur verða tilbúin í sumar," sagði Jónas ennfremur. „Það er einkum fólk með börn, sem er að fara úr minna og stækka við sig, sem kaup- ir þessi hús. Eftirspurnin eftir þess- um húsum er mjög mikil. Um leið og grunnurinn er tekinn, er húsið selt. Þetta eru mikil umskipti frá því sem eitt sinn var. Framboð er lítið, bæði af nýju og notuðu húsnæði. Það selst allt, sem verið er að smíða í dag og gerir það, að minnsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð." SÝNINGIN Byggingadagar 2000 verður haldin í Laugardalshöll 12.-14. maí nk. undir yfirskriftinni „HÚS OG GARÐUR - Hönnun og handverk“. í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir, að fjölmörg fyrirtæki, félög og stofn- anir hafi nú þegar tilkynnt þátt- töku og er ljóst af viðbrögðum að mikill áhugi er á sýningunni og að hún verður að öllum líkindum sú stærsta og viðamesta til þessa. Þetta er sjöunda árið í röð sem Samtök iðnaðarins standa fyrir Byggingadögum og hefur þátttaka og aðsókn aukizt með hverju ári. I ár er gert ráð fyrir að allt að 100 sýnendur taki þátt og að aðsókn verði svipuð og síðast eða um 20 þúsund gestir. I fréttatilkynningu Samtaka iðn- aðarins segir, að mikill meirihluti þátttakenda í Byggingadögum síð- ustu tveggja ára sé ánægður með sýninguna og 74% þeirra telja að þátttaka hafi leitt til aukinnar eft- irspurnar á vöru eða þjónustu fyr- irtækisins. Þetta er í aðalatriðum niðurstaða viðhorfskönnunar sem gerð var í október sl. meðal þátt- takenda síðustu tveggja sýninga. Ljóst er á svörum þátttakenda að Byggingadagar eru áhugaverð- ur kostur til að kynna neytendum, jafnt fagmönnum sem almenningi, það besta í byggingarefnum sem og hönnun og handverki húsa, inn- réttinga og garða. Fyrir húseigendur og fagmenn Byggingadögum 2000 er ætlað að höfða til almennings, einstakl- inga og fjölskyldna, húseigenda og húsbyggjenda sem og fagmanna úr öllum greinum byggingariðnaðar á íslandi. A sýningunni munu fyrirtæki, félög og stofnanir kynna starfsemi sína og veita ráðgjöf varðandi hús- byggingar, innréttingar, hönnun og garðrækt auk nýjunga á sviði heimilistækja, lýsingar og hátækni á heimilum framtíðarinnar svo eitthvað sé nefnt. Byggingadagar verða sem fyrr vel auglýstir í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi og stór ljósvakamiðill mun verða með beinar útsendingar frá sýningunni. Lifandi og litrík dagskrá Á sýningunni verður fjölbreytt og lifandi dagskrá með fyrirlestr- um, myndasýningum, kynnisferð- um og sviðssýningum í samvinnu við sýnendur og samstarfsaðila. Sem dæmi um sviðssýningar má nefna „Lífsstíl iðnaðarmannsins“ en þar gefst fyrirtækjum kostur á að kynna nýjungar og nýjustu tísku í t.d. vinnufatnaði, öryggis- búnaði, áhöldum, tækjum og tólum fyrir fagmanninn. Fyrirtækjum er boðið að birta sjónvarpsauglýsingar og kynning- armyndbönd á stóru bíótjaldi í að- alsal Hallarinnar. Gefið verður út veglegt sérblað í um 55.000 eintök- um sem dreift verður um land allt með Morgunblaðinu, og er fyrir- tækjum boðið að auglýsa í því. Sýningarskrá verður dreift til gesta á sýningunni með grunnupp- lýsingum um þátttakendur, þeim að kostnaðarlausu. Samkeppni meðal sýnenda Sýningin verður hin vandaðasta, með frumlegu og líflegu yfir- bragði. Sérstök dómnefnd mun velja „besta sýningarbásinn", „besta kynningarefnið“ og „athygl- isverðustu nýjungina" á sýning- unni og munu handhafar þess hljóta sérstaka viðurkenningu á Byggingadögum. Gert er ráð fyrir að aðsókn á Byggingadaga 2000 verði svipuð og síðustu tvö ár eða um 20 þús- und gestir. Miðaverð verður 500 kr. fyrir fullorðna en frítt verður fyrir eldri borgara og börn yngri en 12 ára. Börnum verður aðeins veittur aðgangur í fylgd með ful- lorðnum. Gott málefni styrkt Hluti tekna af miðasölu mun renna til styrktar góðu málefni en í miðanum verður „falinn fjársjóð- ur“ og verður gestum boðið að taka þátt í léttum verðlaunaleik af því tilefni. Opnunarhátíð Byggingadaga 2000 verður föstudaginn 12. maí og er hún ætluð boðsgestum Samtaka iðnaðarins, ásamt sýnendum og samstarfsaðilum. Hátíðin er sér- staklega hugsuð fyrir fagmenn í byggingariðnaði, fulltrúa fjölmiðla og forsvarsmenn bæjarfélaga, stofnana og stærri fyrirtækja. Sýningin verður opin almenningi helgina 13. og 14. maí. Byggingar- vísitalan hækkar um 0,2% Hagstofa íslands hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan marz 2000. Vísitalan er 239,4 stig (júní 1987=100) og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Hún gildir fyrir apríl 2000. Samsvar- andi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 766 stig. Hækkun vísitölunnar sl. þrjá mánuði samsvarar 4,6% hækk- un á ári. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði byggingarvísitalan um 1,7%. Hagstofan hefur einnig reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í febrúar 2000. Vísitalan er 189,3 stig og hækk- ar um 1,3% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslum- arks fasteignaveðlána, er 4.140 stig í aprfl 2000. Skiptið við fagmann rf Félag Fasteignasala Kjarna Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ, Ástríður Grímsdóttir hdl., lögg. fasteignasali, Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl., lögg. fasteignasali. (| Sími 586 8080, símbréf 566 8532. Netfang: kjarni@mmedia.is http://www.habil.is/fastmos/ Reykjamelur - einbýli 116 fm einbýlishús, byggt 1960 en stofa og viðbót við herb. byggt 1994. Húsið skipt- ist upp ( stóra sólstofu, sjónvarpshol og borðstofu, 3 svefnherb. stórt eldhús, baðherb. og forstofu. Þak er endumýjað ásamt gluggum, hitalögnum og rafmagni að hluta. Bilskúrsréttur. Eignarlóð. V. 11,7 m. Áhv. 5,2 m. Víðiteigur - 4ra herb. rað- hÚS. 102 fm raðhús á tveimur hæðum. Neðri hæðin er 82 fm sem skiptist upp í 2 svefnherbergi, stofu, eldhús með nýjum tækjum og borðkrók, þvottahús . Um 20 fm herbergi er á efri hæð með tveimur veltigluggum. Áhvllandi hagstæð lán með 4,9% vöxtum. V. 11,7 m. Ahv. 4,5 m. Víðteigur 3ja herb. raðhús. 3ja herbergja 99 fm raðhús. Tvö svefnher- bergi, stofa, eldhús,_ þvottahús og baðherbergi. V.11,7 m. Áhv. 3,6 m. Krókabyggð - raðhús. Vorum að fá ( einkasölu 4ra herbergja 108 fm endaraðhús. Húsið skiptist upp í forstofu, hol, eldhús, 3 svefnherbergi, stofu og baðherbergi. Stórt geymsluloft með glugga sem má nota fyrir herbergi. Húsið þarfnast nokkurrar lagfæringar. Laust strax. Lyklar á skrifstofunni. V. 11,5 m. Þverholt - Mosfellsbæ m söíu er verslunarhúsnæði á 1. hæð, 65 fm Gólf eru flísalögð.Möguleiki á að innrétta Ibúð. Laust strax. V.4,5 m. Þverholt - 4ra herbergja. 4ra herbergja 114,4 fm [búð á 2.hæð i iitlu fjölbýli. Ibúðin skiptist upp í góða stofu, eldhús m. borðkrók og gengið út á svalir úr eldhúsi, stórt baðherb. þvottahús og 3 stór svefnherbergi. Fataherb.innaf hjóna- herb. Beykiparket, á gólfum. (búðin er rúmgóð og björt. Áhv. 5,9m. V. 11,0 m. 1152 Húsgagna- _ og trésmíða- verkstæði í Álafosskvosinni. Til sölu er trésmíðafyrirtæki (fullum rekstri í eigin húsnæði. Góð verkefnastaða. Kjörið tækifæri til að eignast eigin rekstur [ fallegu og friðsælu umhverfi. Frekari upp- lýsingar á fasteignasölunni. V. 34,5 m Flugumýri- iðnaðarhúsnæði. Höfum fengið til sölu nýtt iðnaðarhúsnæði samtals 545 fm 429 fm eru með mikilli lofthæð og 4 innkeyrsludyrum. 116 fm er skrifstofuálma á tveimur hEéðum. Húsið afhendist tilbúð fyrir utan raflagnir og hita- lagnir. Plan er grófjafnað, tilbúið til mal- bikunar en allar lagnir komnar í það. V. 29,0 m Blómabúð í Reykjavík. Af sér- stökum ástæðum er til sölu blómabúð í fullum rekstri á göðum stað i Reykjavik. Allar nánari upplýsingar veitir Astríður Grímsdóttir [ s. 566-8530.Verðhugmynd 1,5 m auk lagers. Erum með kaupanda að raö- húsi með 4 svefnherbergjum í Holtum, Teigum. — SELJENDUR - MOSFELLINGAR Vegna mikillar eftirspurnar eftir fasteignum í Mosfellsbæ er því líklegt er að kaupandi hjá i samband, Si M lÁI Rl N N ff FASTEIGNAMIÐLUN Hlíðasmára 14 - 200 Kópavogi SÍMl 564 6655 - Fax 564 6644 smarinn@smarinn.is BjjmleifijjSiglaugson^alórnonJónssOTOgSigurðjJiJtórssorUjrlogJö^festeffinasali Fyrírtítski SNYRTIVÖRUVERSLUN Til sölu snyrtivöruverslun á góðum stað I Kringlunni. Verslunin er (leiguhúsnæði. Spennandi tækifæri fyrir áhugasama. Verslunin getur verið til afhendinoar strax.__ "_____________________ Sktptí KÓPAVOGUR - SKIPTI Mjög góð fjögurra herbergja 100 fm Ibúð í nýju húsi í Kópavogi. Vandaðar inréttingar, tvennar svalir og þvottahús. Gegnheilt Merbau-þarket og Terracotta-flfsar á gólfi. Verð 10,8 m. Ibúðin selst aðeins I skiþtum fyrir einbýli, parhús eða raðhús i Kópavogi, gjaman með aukalbúð eöa rými sem mætti innrétta. Til greina koma skipti á húsi sem þarfnast verulegra viðgerða. Einbýíi HLIÐARVEGUR Vel byggt 175 fm einbýlishús í suðurhlíðum Kóþavogs. Fjögurtil fimm svefnherbergi, innbyggður bilskúr. Stór og vel gróin lóð í grónu hverfi. Glæsilegt útsýni. Ekkert áhvilandi. Verð 18 m. Eigandi leitar að ca 100 fm íbúð í sérbýli eða fjölbýli i Kópavogi, helst með góðu útsýni. _____________________________________________ Eiynir áfikmt ■ Eiynír ót-.kmt. - Eiymr ótikmi VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARIÐ VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. VIÐ SKOÐUM EIGNINA SAMDÆGURS. HJÁ OKKUR ER EKKERT SKOÐUNARGJALD. m HÖFUM FJÖLDfl KAUPENDA Á SKRÁ 0G MEÐAL EIGNA SEM VANTAR ERU: • Tveggja herbergja íbúð í Smárahverfinu • Tveggja til þriggja herbergja íbúð í Smárum eða Furugrund • Þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur, má þarfnast lagfæringa • Þriggja herbergja ibúð í Reykjavík, verðhugmynd 7-9 m • Þriggja herbergja íbúð á svæði 108 eða nágrenni • 100 fm íbúð með bflskúr eða bílskýli í nýju eða nýlegu húsi • Fjögurra herbergja íbúð í Garðabæ, Kópavogi eða Breiðholti • Fimm herbergja íbúð í Kópavogi, t.d. í suðurblíðum • Sérbýli sem þarfnast lagfæringa, ýmistegt kemur til greina • Sérbýli á einni hæð í Reykajvík eða Kópavogi, verðhugmynd 13-18 m Þetta er aðeins lítið brot af þeim eignum sem við höfum verið beðnir að ieita að. SfMÍNN H JÁ OKKUH ER ‘Á:A m>b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.