Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 115. TBL. 88. ARG. LAUGARDAGUR 20. MAI2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjölmenni við minningarathöfn í Enschede Annar eigenda vöru: ge: Enschede, Amsterdam. AFP, Reuters. HOLLENSK lögregluyfirvöld til- kynntu í gær að Wilhelm Pater, annar eigenda flugeldageymslunn- ar í Enschede sem sprakk í liðinni viku með þeim afleiðingum að a.m.k. sautján manns fórust og hundruð slösuðust, hefði verið handtekinn. Maðurinn gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær en fyrr um daginn hafði alþjóðleg hand- tökutilskipun á hendur tveimur eig- endum vörugeymslunnar verið gef- in út af hollenskum saksóknurum. Hins eigandans, sem sagður er heita R. Bakker, var enn leitað í gær en tvímenningarnir eru grun- aðir um að hafa sniðgengið örygg- isreglur varðandi geymslu eldfímra efna í vörugeymslum. Talið er að um 100.000 manns hafi safnast saman í Enschede í gær og minnst fórnarlamba sprenging- arinnar. Wim Kok, forsætis- ráðherra Hollands, og Willem Al- exander krónprins fóru fyrir syrgjendum í þögulli göngu um götur bæjarins. „Hollendingar allir eru skelkaðir og sorgmæddir vegna þessara ógnaratburða," sagði Kok við fólkið sem var sam- ankomið á aðaltorgi bæjarins. Yfirvöld sögðu í gær að sautján hefðu farist í sprengingunni í stað átján eins og talið hafði verið áður. Þá var sagt að þrettán einstaklinga væri enn saknað og þar á meðal væru ung hjón og fjögurra ára barn þeirra. Bretar afhenda stjórn Sierra Leone uppreisnarforingja Friðargæsluliðum SÞ í landinu verður fjölgað Freetown, Monroviu, Genf. AP, The Daily Telegraph, Reuters. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær að fjölga frið- argæsluliðum samtakanna í Vestur- Afríkuríkinu Sierra Leone úr 11.000 í 13.000 eftir að tillögur Kofi Ann- ans, framkvæmdastjóra SÞ, þess efnis voru lagðar fram. Munu m.a. Rússar vera reiðubúnir að leggja fram 115 hermenn og fjórar bryn- varðar Mi-24-þyrlur. Uppreisnar- menn í Sierra Leona halda enn yfir 300 gæsluliðum, aðallega Zambíu- mönnum, föngnum á afskekktum stað austarlega í landinu og hunsuðu í gær tilmæli Jesse Jacksons, sér- legs sendifulltrúa Bandaríkjastjórn- ar, um að sleppa gíslunum lausum. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, skipaði í gær breskum Karlmaður, sem liðsmenn uppreisnarforingjans Fodays Sankohs í Sierra Leone aflimuðu í átökunum, við miðstöð fyrir stríðshrjáða borgara í Freetown. Þúsundir Hollendinga tóku þátt í minningarathöfn um fórnarlömb sprengingarinnar í Enschede sem varð a.m.k. sautján manns að bana sl. laugardag. sérsveitarmönnum sem sendir voru til Sierra Leone að afhenda lög- gæsluyfirvöldum í landinu uppreisn- arleiðtogann Foday Sankoh er stjórnað hefur einni af mörgum vopnuðum hreyfingum í landinu, RUF, er fjármagnar stríðsrekstur- inn með demantasmygli. Er Hoon sagður hafa ráðgast við lögfræðinga sem töldu herliðið ekki hafa neinn rétt á að hafa manninn í varðhaldi. Bretarnir handtóku San- koh á miðvikudag. Almenningur í höfuðborginni Freetown fagnaði ákaft þegar fregnir bárust af hand- töku hans og mai-gir kröfðust þess að hann yrði samstundis tekinn af lífi. Liðsmenn hans hafa meðal annars aflimað lítil börn, drýgt fjöldamorð og nauðgað fjölda kvenna. Hoon ræddi sím- leiðis við Ahmed Tejan Kabbah, for- seta Sierra Leone, og tjáði ráðherr- ann honum að „mjög óæskilegt" væri að Sankoh yrði leystur úr haldi. Ríkisstjórn Kabbah hefur ekki ákveðið hvað gert verður við fangann en sagðist í gær ætla að fara vel yfir mál hans. Óljóst er hvort sakarupp- gjöf hans sem samið var um er enn í gildi. Fyrr í þessum mánuði reyndi Sankoh á ný að steypa stjórn lands- ins. Liðsmenn hans hafa ekki tjáð sig um handtöku leiðtogans en gert er ráð fyrir að næstráðandi hans, Sam Bokarie, er gengur undir heit- inu Moskító, taki við völdum. Fyrr- um breskur ráðherra, Peter Kilf- oyle, hefur hitt Moskító. „Hann er mjög óárennilegur, trylltur náungi, var hlaðinn vopnum og skotfærum og virtist vera siðblindur,“ sagði Kilfoyle. Giuliani hættir við framboð New York. Reuters. RUDOLPH Giuliani, borgarstjóri New York, tilkynnti í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings og batt þar með enda á vangaveltur um framtíð kosningaslags þeirra Hill- ary Clinton, forsetafrúar og fram- bjóðanda Demókrataflokksins til öldungadeildar fyrir New York-ríki. Giuliani berst við krabbamein í Bleiuklædd hross í Vín Vín. Reuters. EF fyrirætlanir borgaryfir- valda í Vín ná fram að ganga verða þeir ferðamenn sem kjósa að skoða borgina úr hestvagni, einu aðalsmerkja Vínar, að láta sér lynda að vera dregnir áfram af bleiuklæddum hestum. Fyrir borgarráði Vínar ligg- ur tillaga sem kveður á um að vagnhestar í Vín verði búnir sérstökum poka sem kemur í veg fyrir að þeir ati sögufrægar göturnar taði. Dýraverndunar- samtök hafa mótmælt tillög- unni harðlega og segja að um- ræddur poki geti valdið bólgum og núningssárum á afturenda hrossa, sem sé vart viðunandi. Valdaránstilraun hersveita í Paragvæ kveðin niður Stöðugleika komið á Asuncion. Reuters. LUIS Gonzalez Macchi, forseti Para- gvæ, lýsti því yfir í gær að stöðug- leika hefði verið komið á í landinu að nýju eftir misheppnaða valdaránstil- raun hersveita sem eru hliðhollar Lino Oviedo, útlaga og fyrrverandi höfuðsmanni í her Paragvæ. Aðfaranótt föstudags tóku fyrrver- andi herforingjar og lægra settir of- urstar í her Paragvæ völdin í stærstu herdeild landsins og nutu til þess að- stoðar fjölmennra lögreglusveita og var markmiðið með aðgerðunum að steypa stjórn Macchis af stóli. Fyrr um daginn ríkti mikil spenna í höfuðborginni er brynvarðir her- vagnar óku hjá þinghúsinu, gerðu árás og sprengdu gat í þak bygging- arinnar. Hermenn hliðhollir stjórn- völdum náðu þó fljótt að yfirbuga þá hermenn sem fylgdu valdaræningj- unum að máli og hafa flestir þeirra gefist upp og eru nú í höndum yfir- valda. Yfirmaður hersins vildi þó ekki segja til um hve margir hermenn hefðu gefist upp en sagði að í þeim hópi hefðu verið „nokkrir liðsforingj- ar og einn fyrrverandi höfuðsmað- ur“. í sjónvarpsávarpi í gær sagði for- setinn að friði hefði verið komið á að nýju og hét því að færa vitorðsmenn Oviedos fyrir dómstóla þar sem þeir yrðu ákærðir fyrir landráð. Forseti þingsins sagði við fréttamenn að valdaránsmennirnir hefðu ætlað sér að fremja fjöldamorð á stjórnarlið- um, þ.á m. sjálfum sér og forsetan- um. Síðdegis í gær samþykkti þing landsins neyðarlög sem kveða á um að forsetanum sé heimilt að láta handtaka hvem þann sem hann grunar um að hafa tekið þátt í valda- ránstilrauninni. Gilda lögin í þrjátíu daga og var þeim þegar hrint í fram- kvæmd er fjórir þingmenn sem grun- aðir eru um aðild voru handteknir. Rudolph Giuliani blöðmhálskirtli og sagði í gær það vera megin- ástæðu þess að hann hefði hætt við framboðið. „Ég hef ákveðið að setja heilsuna fremst í for- gangsröðina og einbeita mér að því að finna bestu lækninguna og því mun ég ekki bjóða mig fram,“ sagði Giuliani á blaðamannafundi í ráðhúsi New York í gær. „Þetta er ekki rétti tím- inn til framboðs.“ Talið er að arftaki Guilianis í framboði Repúblikanaflokksins til öldungadeildarinnar verði annað- hvort Rick Lazio eða Peter King, en báðir eru þingmenn í fulltrúadeild- inni og hafa lýst áhuga á að berjast við Hillary Clinton í kosningunum í haust. Ráðgert er að halda þing Repúblikanaflokksins í New York- ríki hinn 30. þessa mánaðar og þar verður ákveðið hvaða frambjóðandi hlýtur útnefningu flokksins. MORGUNBLAÐIÐ 20. MAÍ 2000 5 69 0 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.