Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aukin notk-
un á örygg-
isbtínaði
barna í bílum
NOTKUN á öryggisbúnaði barna í
bflum hefur aukist um 18% á fimm
ára tímabili, að því er fram kemur í
nýlegri könnun Arvekni, Lands-
bjargar og Umferðarráðs á notkun
öryggisbúnaðar í bílum. Könnunin
var gerð fyrir framan 63 leikskóla í
31 sveitarfélagi og var öryggisbún-
aður 1.840 barna skoðaður.
í könnuninni kemur einnig fram
að 10% bamanna voru laus í bflnum
og 18% leikskólabarna voru ein-
göngu í bflbelti. Árið 1996 voru 28%
barna laus í bflunum í samskonar
könnun, en 72% notuðu öryggisbún-
að. Það er sama hlutfall og er í nýj-
ustu könnuninni, en nokkuð hefur
færst í vöxt að börn séu í bílbeltum.
Þá kemur í ljós í könnuninni að 59
börn á aldrinum 1-6 ára sátu í fram-
sæti bfla andspænis öryggispúða, en
slíkir öryggispúðar eru lífshættuleg-
ir bömum sem era innan við 140 sm
á hæð og 40 kg eða léttari. í Banda-
ríkjunum er talið að 150 börn hafi
látist af völdum öryggispúða í fram-
sætum, þar sem lítil börn þola ekki
höggið sem púðinn veldur þegar
hann blæs upp á örskotsstundu.
Oryggisbúnaður
barna skoðaður
í Ijós kom að töluverð brögð era
að því að barnabflstólar séu ekki rétt
frágengnir í bflum, bæði eru þeir
ekki á réttum stað og oft ekki rétt
festir. Allar bifreiðaskoðanir á land-
inu, Aðalskoðun, Athugun og Fram-
herji, munu í vikunni 22.-26. maí
skoða sérstaklega öryggisbúnað
barna í bflum sem koma í skoðun.
----------------------
Ákærður fyrir nauðg'un
og líkamsárás
Ákærði far-
inn tír landi
TUTTUGU og þriggja ára gamall
maður, sem ríkissaksóknari hefur
ákært fyrir nauðgun og líkamsárás,
er farinn af landi brott og ekki vitað
um ferðir hans. Af þeim sökum hefur
ekki verið unnt að birta honum ákær-
una en þingfesting hennar í héraðs-
dómi hefur verið reynd í tvígang, síð-
ast 10. maí.
Gefín var út ákæra á hendur mann-
inum í febrúar eða rúmum fimm
mánuðum eftir að atburðurinn átti
sér stað í sumarbústað í Helgafells-
sveit í lok ágúst á síðasta ári. Brota-
þolinn var tæplega tvítug stúlka sem
flutt var á sjúkrahús í Reykjavík eftir
árásina sem var alvarlegs eðlis. Hinn
granaði var handtekinn fljótlega eftir
að stúlkan tilkynnti um atburðinn og
rannsókn hafin á málinu sem leiddi til
útgáfu ákæra á hendur manninum.
Háskólafundur felldi mótmæli
við gjaldtöku í MBA-námi
HÁSKÓLAFUNDUR felldi í gær tillögu full-
trúa stúdenta um að leggjast gegn gjaldtöku
fyrir MBA-nám við viðskipta- og hagfræðideild.
„Tillaga stúdenta til ályktunar var borin undir
atkvæði og felld eftir mikla og uppbyggilega
umræðu," sagði Magnús Diðrik Baldursson, að-
stoðarmaður rektors.
Eiríkur Jónsson, formaður stúdentaráðs,
sagði í samtali við Morgunblaðið að mestur tími
fundarins hefði farið í að ræða um MBA-námið
sem viðskipta- og hagfræðideild áformar að taka
upp í haust og hvort skilgreina ætti það sem
endurmenntun, sem eðlilegt væri að taka skóla-
gjöld fyrir, eða sem venjulegt framhaldsnám.
Frávísunartillaga felld
Stúdentar lögðu til að í stað þess að skilgreina
MBA-námið sem endurmenntun og taka fyrir
það gjald myndu háskólayfirvöld leita annarra
leiða til að treysta fjárhagslegan grundvöll
námsins án þess þó að slíkt bitnaði á fjárfram-
lögum til annars náms við skólann. Eiríkur
sagði að Guðmundur Magnússon, forseti við-
skipta- og hagfræðideildar, hefði lagt til að til-
lögu stúdenta yrði vísað frá. Á fimmta tug
manna hafði atkvæðisrétt á fundinum og var
frávísunartillagan felld með 17 atkvæðum gegn
11 en aðrir sátu hjá, að sögn Eiríks. Hann sagði
að stúdentar hefðu lagt áherslu á að málið fengi
efnislega afgreiðslu á fundinum. Háskólafund-
um var komið á með nýjum háskólalögum í fyrra
og segir Eiríkur að þeir eigi að vera æðsti sam-
ráðsvettvangur háskólans þar sem teknar eru
mikilsverðar ákvarðanir. Þetta hafi verið annar
háskólafundurinn og starfshættir samkomunnar
séu enn í mótun. Stúdentar hafi því lagt áherslu
á að mál af þessu tagi yrðu ekki svæfð þegar þau
kæmu fyrir fundinn.
Eiríkur sagði að eftir heitar og gagnlegar um-
ræður hefði tillaga stúdenta síðan verið tekin til
atkvæðagreiðslu og hefðu 20 greitt atkvæði
gegn henni, 9 verið henni hlynntir en aðrir
greiddu ekki atkvæði. „Þannig að þrátt fyrir að
tillagan hefði verið felld var það innan við meiri-
hluti fundarmanna sem greiddi hugmyndinni
um skólagjöld atkvæði," sagði Eiríkur.
Sveltir til hlýðni
„Auðvitað var niðurstaðan vonbrigði fyrir
okkur og við teljum þetta áhyggjuefni. Að okkar
mati er þetta merki um það hvernig háskólinn
hefur verið sveltur til hlýðni; menn virðast ekki
sjá aðrar leiðir út úr fjársveltinu en að heimta
skólagjöld af nemendum."
Eiríkur sagði að stúdentar mundu berjast
áfram gegn skólagjöldum í MBA-námi og nota
sumarið til að ganga á fund alþingismanna enda
hafi komið fram sterkar efasemdir um gjaldtök-
una í umræðum á AJþingi. „Við munum spyrja
þá hvort Alþingi ætli að sitja undir því, ári eftir
að sett hafa verið lög um að innheimta ekki
skólagjöld, að sveigt sé framhjá lögunum á
þennan hátt,“ sagði Eiríkur.
Morgunblaðið/Áskell Þórisson
Brúin lætur undan ánni
ÞEGAR vora tekur fara göngumenn á kreik og
halda upp í óbyggðir Iandsins. Þá koma í Ijós ýmsir
miskar sem veturinn hefur valdið mannvirkjum
göngumanna, eins og reyndin varð með þessa brú
yfír Lambá í Glerárdal. Þar voru þeir Áskell Þóris-
son og Hilmar Baldvinsson á dögunum að ganga að
kofanum Lamba, sem Ferðafélag Akureyrar á, og
voru þeir fyrstu gestir sumarsins þar samkvæmt
gestabók. Áð sögn þeirra félaga var magnað að sjá
hvernig þessi „spræna“ hefur kastað níðþungum
steinum upp á brúna í vatnavöxtum eftir veturinn,
en framundan biður það starf að endurreisa brúna.
Það er Hilmar sem þarna prflar yfir grjótið sem
straumurinn hefur kastað upp á brúna.
Hlutur
Flugleiða
lækkað um
697 milljón-
ir króna
í MORGUNPUNKTUM Kaupþings
í gær var sagt frá því að gengi félags-
ins Equant, sem Flugleiðir eiga hlut
í, hafi lækkað veralega á síðustu vik-
um. Markaðsvirði eignarhlutar
Flugleiða var 1.095 milljónir króna
um síðustu áramót en við lokun
markaða í gær hafði þessi hlutur
lækkað um 64%, eða sem nemur 697
milljónum króna.
Equant er að sögn Einars Sig-
urðssonar, framkvæmdastjóra hjá
Flugleiðum, fyrirtæki í hátækni-
geira sem þjónar alþjóðlegum fyrir-
tækjum með sérstakar fjarskipta-
þarfir. Segir hann að um sölu á
eignarhlut Flugleiða í fyrirtækinu
gildi strangar reglur og að Flugleiðir
geti ekki keypt og selt nema á tfl-
teknum tímapunkti sem fyiirtækið
geti ekki endilega vitað um fyrir-
fram.
Ennþá mikil
dulin verðmæti
í desember gafst Flugleiðum færi
á að selja síðast og gat félagið þá inn-
leyst söluhagnað upp á 430 milljónir
króna með sölu á 34% af hlut félags-
ins í Equant. Að sögn Einars er
Equant aðeins bókfært á örfáar
milljónir króna í reikningum Flug-
leiða, þannig að enn séu mjög mikfl
dulin verðmæti í þessari eign.
Myníiskreytt
rílfra'ðibók
- stórvirki fyrir
náUuruunnendur
VAKA-HELGAFELL
Siðumúki 6 • Sími SSO BOOt)
V ir kj anasamningar
voru undirritaðir
RAFIÐNAÐARSAMBANDIÐ,
Samiðn og Verkamannasambandið
gengu frá kjarasamningi við Samtök
atvinnulífsins og Landsvirkjun
vegna starfsmanna á virkjanasvæð-
um hjá ríkissáttasemjara í íyrrinótt.
Samningarnir era sambærilegir
örðum kjarasamningum á almenna
vinnumarkaðinum hvað varðar prós-
entuhækkanir og gildistíma. í samn-
ingunum felast einnig breytingar á
vaktavinnufyrirkomulagi o.fl.
154 þúsund kr.
lágmarkslaun tryggð
Rafiðnaðarsambandið hafði sett
fram þær kröfur að ekki yrði gengið
til endumýjunar á virkjanasamningi
nema tryggð yrðu lágmarkslaun í
samræmi við meðallaun á almennum
markaði vegna erlendra verktaka
við virkjanaframkvæmdir. Á heima-
síðu Rafiðnaðarsambandsins kemur
fram að fallist hafi verið á þessar
kröfur og í nýgerðum samningi séu
lágmarkslaun rúmlega 154 þúsund
kr. að meðtalinni desember- og or-
lofsuppbót og verkfærapeningum.
Samið við flugumsjónarmenn
og flugfreyjur hjá FI
Gengið var frá tveimur öðram
kjarasamningum í húsnæði ríkis-
sáttasemjara í fyrrakvöld og fyrri-
nótt. Náðust samningar á milli
Flugfreyjufélags íslands og Flugfé-
lags íslands og Flugumsjónarmenn
hjá Flugleiðum og viðsemjendur
þeirra skrifuðu einnig undir nýjan
kjarasamning.
Nokkrir viðræðufundir
hjá sáttasemjara í gær
Viðræður Samiðnar og Reykja-
víkurborgar héldu áfram í gær og
era taldar góðar líkur á að samning-
ar muni nást. Þá vora samninga-
nefndir Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna og Flugskóla íslands í
viðræðum hjá ríkissáttasemjara í
gær og samninganefndir Eflingar
og ríkisins héldu héldu einnig við-
ræðum sínum áfram í gær án þess
að drægi til sérstakra tíðinda.