Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 6

Morgunblaðið - 20.05.2000, Side 6
6 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR # Morgunblaðið/Árni Sæberg Olafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, skoðaði sýninguna í Perlunni í gær og fór vel á með honum og gestum. Sölusýning á framleiðslu íbúa Sðlheima í Perlunni Innsýn í líf á Sólheimum Kjaradeilan í fískimjölsverksmiðjum Sáttafundur boðaður í dag ÍBIJAR Sólheima í Grímsnesi halda sölusýningu á eigin framleiðslu í Perlunni um helgina; Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti íslands opnaði sýninguna formlega í gær, en hún er liður í hátíðahöldum vegna 70 ára afmælis Sólheima sem fagnað er í ár. „Við erum að flytja alla okkar starfsemi eina helgi til Reykjavíkur til að gefa fólki tækifæri á að sjá hvað við erum að gera dags dag- lega fyrir austan og til að veita fólki innsýn í líf og störf á Sólheim- um. Þetta er líka tækifæri til að koma vörunum okkar á framfæri og þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á,“ sagði Guðmundur Ármann Pótursson, forstöðumaður atvinnu- sviðs Sólheima, í samtali við Morg- unblaðið. Fjölbreytt og sérstök starfsemi kynnt Á Sólheimum er fjölbreytt starf- semi og á sýningunni gefur að líta flcst sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Fimm fyrirtæki eru á Sól- heimum; lífræn garðyrkjustöð og skógræktarstöð, gistiheimili, versl- un og listhús. Einnig eru þar nokkr- ar vinnustofur og er fyrirhugað að bæta við keramikstofu og vinnust- ofu þar sem unnið verður með jurt- ir. Þá verður fljótlega opnaður höggmyndagarður á Sólheimum. Trjáplöntur, sumarblóm, kerti og málverk og alltþar á milli er til sýnis og sölu á sýningunni, að sögn Guðmundar. Hann segir vörurnar mjög forvitnilegar. „Þetta eru meira og minna allt vörur sem eru mjög sérstakar, sama hvert er litið, þú færð þær hvergi annars staðar," sagði Guðmundur. Hann bendir á að öll sumarblóm- in séu lífræn, smfðavörurnar séu einstakar og kertin finnist hvergi annars staðar á markaði. Opið og gott samfélag Guðmundur segir stefnt að þvi að láta draum rætast um að opna litla verslun með framleiðsluvörur Sól- heima í borginni innan fárra ára. IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, telur að það myndi efla og styrkja starfsemi Raf- magnsveitna ríkisins ef höfuðstöðvar þeirra væru á Akureyri. Engar ákvarðanir verði þó teknar fyrr en að lokinni úttekt á hagkvæmni og áhrif- um hugsanlegs flutnings. Kom þetta Fram til þessa hafa vörurnar hins vegar nær eingöngu verið seldar á Sólheimum. Guðmundur segir fólk í auknum mæli leggja leið sína austur á Sól- heima til að njóta þess sem þar er f boði en vonast til að sýningin skili því að fleiri sjái að Sólheiinar eru opið og gott samfélag sem hefur Qölbreyttar vörur og þjónustu á boðstólum og velkomið er að sækja heim. Ókeypis er á sýninguna sem er opin frá klukkan eitt til sex í dag og á morgun. fram í erindi ráðherra á fjórða árs- fundi Rarik sem haldinn var á Hótel Borgarnesi í gær. Á ársfundi Rarik var meðal annars fjallað um fyrirhugaðar breytingar á skipan raforkumála og aðlögun Rar- ik að þeim en hugmyndirnar ganga út á að koma á samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Iðnaðar- og við- skiptaráðherra sagði í ávarpi sínu að í ráðuneytinu væri verið að ljúka við endanleg drög raforkulagafrum- varpsins. Stefnt væri að því að end- urskoðun frumvarpsins lyki í sumar og það lagt fyrir Alþingi næsta haust þannig að ný raforkulög verði sam- þykkt á næsta vetri. Uppstokkun á Rarik nauðsynleg Kristján Jónsson, rafmagnsveitu- stjóri, sagði í ræðu sinni að breyting- amar hefðu í for með sér að gera þyrfti algera uppstokkun á flestum sviðum fyrirtækisins. Hann gat þess meðal annars að skipta þyrfti fyrir- tækinu upp í þijár sjálfstæðar aðal- deildir um framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á rafmagni. Að- greina þyrfti óarðbæra hluta flutn- ings- og dreifikerfa í bókhaldi. Rekstur þjónustu- og stoðdeilda yrði að vera óháður aðaldeildum. Breyta þyrfti rekstrarformi fyrirtækisins í hlutafélag. Þá þyrfti að efia mark- aðs- og sölustarfsemi Rarik svo fyr- irtækið gæti haslað sér völl á stærsta og arðbærasta orkumarkaðnum þeg- ar samkeppnin héldi innreið sína. Fram kom hjá rafmagnsveitustjóra SÁTTATILRAUNIR í kjaradeilu starfsmanna fiskimjölsverksmiðja á Norður- og Austurlandi og vinnu- veitenda hefjast að nýju hjá ríkis- sáttasemjara kl. 11 í dag. Sigui’ður Ingvarsson, formaður Alþýðusam- bands Austurlands, var í gær ekki sérlega bjartsýnn fyrir fundinn en verkfall u.þ.b. 200 starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum í 8 byggðar- lögum norðan- og austanlands hefur nú staðið yfir frá því á þriðjudag. Sigurður sagði að mikið hefði borið á milli deiluaðila þegar viðræðum var hætt sl. mánudag. „Það var líka mikil stífni en það kemur í ljós á morgun hvort það hefur breyst. Eg er ékki bjartsýnn nema menn komi að þessu með öðru hugarfari,“ sagði hann. Hvergi virðist hafa komið til að- gerða eða átaka vegna löndunar skipa í verkfallinu að sögn Sigurðar. Hann sagði að þau skip sem hófu veiðar áður en verkfallið kom til framkvæmda fengju að landa aflan- um en gripið yrði til aðgerða ef skipin færu aftur til veiða og reyndu löndun úr þeim veiðitúr. Sagði hann verkalýðsfélög starfs- manna sem eru í verkfalli nytu stuðnings víða en sagði að sér væri ekki kunnugt um að útgerðir ætluðu að senda skip á veiðar og reyna lönd- un úr þeim. Alþýðusambandið hafði samband við systursamtök sín í Færeyjum með ósk um að ekki verði landað úr íslenskum skipum meðan á verkfall- inu stæði. Færeyingarnir urðu strax við þeirri beiðni og ætluðu sl. fimmtudag að koma í veg fyrir lönd- un úr Jóni Kjartanssyni og Sunnu- að unnið er að undirbúningi þessara breytinga. Fram kom hjá Kristjáni og Sveini Þórarinssyni, stjórnarformanni Rar- ik, að jöfnun orkuverðs í landinu hafi að mestu leyti farið fram í gegnum þrjú fyrirtæki, Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Birtist hún sem hallarekstur á þeim fyiirtækj- um sem annast raforkudreifingu í strjálbýli, það er að segja Rarik og Orkubúi Vestfjarða, og bitnaði á við- skiptavinum þeirra. Fram kom hjá Sveini að bein útgjöld vegna þessa óarðbæra þáttar í rekstri fyrirtækis- ins væri talinn nema um 500 milljón- um króna á ári. Kristján fagnaði hug- myndum sem fram hafa komið um að dreifa þessum byrðum sem jafnast á alla landsmenn. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að margt benti til þess að staða Rarik verði sterkari í nýju skipulagi raforkumála en verið hafi til þessa. Hún gat þess að miðað væri við að fyrirtækin í greininni yrðu gerð að hlutafélögum. Þá minnti hún á niðurstöður nefndar um raforkuflutning þar sem lagt er til að jöfnun kostnaðar við rafoi’ku- flutning svo og óarðbærar fram- kvæmdir í flutningskerfinu verði gerð með skatttekjum. Mótvægi við sterku orkufyrirtækin Iðnaðarráðherra fjallaði um hug- myndir bæjarstjórans á Akureyri um sameiningu Rarik og Orkuveitu Akureyrar og flutning höfuðstöðv- bergi, sem komu til Færeyja með fullfermi af kolmunna til löndunar. Sigurður sagði að ekki hefði staðið til að Færeyingar kæmu í veg fyrir los- un úr þessum skipum þar sem þau hefðu hafið veiðiferð áður en verk- fallið hófst. Áhafnir 11 skipa mótmæla því að dragast inn í kjaradeiluna Áhafnir sjómanna á Jóni Kjartans- ; syni, Óla í Sandgerði, Hákoni, Bjarna Ólafssyni, Hólmaborg, Beiti, Berki, Sveini Benediktssyni, Sunnu- bergi, Ásgrími Halldórssyni og Gull- bergi hafa sent frá sér yfirlýsingu með mótmælum um að vera dregnir inn í kjaradeilu starfsfólks í fiski- mjölsverksmiðjum og vinnuveitenda. „Lagður er steinn í götu sjómanna með því að stöðva losun úr íslenskum skipum í verksmiðjum sem ekki eru 1 verkfalli og í erlendum verksmiðjum. I Þetta eykur ekki á samheldni launa- manna til sjós og í landi. Fyrir nokkr- um árum voru íslenskir sjómenn í verkfalli og þá lönduðu erlend fiski- skip síld í íslenskar verksmiðjur, að- allega í þær verksmiðjur þar sem verkfall stendui- yfir núna. Hver er munurinn á?“ segir m.a. í yfmlýsingu áhafnanna. „Við teljum að þeir séu ekki að beina þessu að réttum aðilum," sagði Sigurður Ingvarsson um yfirlýsingu . sjómannanna. „Við teljum okkur hafa farið mjög mildilega í þessai’ að- gerðir svo þær röskuðu sem minnstu en það fylgir verkfóllum að þau bitna gjama á þriðja aðila og það skapar reyndar þrýsting á lausn deilunnar,“ sagði hann. anna til Akureyrar. Ríkisstjórnin samþykkti fyrr á árinu að hefja við- ræður um málið. „Ég tel það mjög áhugavert að efna til þessa samstarfs við Akureyrarbæ. Fyrri athuganú’ bentu til þess að sameining myndi skila verulegri hagræðingu og það er verðugt athugunarefni hvort ekki væri skynsamlegt og hagkvæmt að koma á fót nokkuð öflugu orkufyrir- tæki norðanlands til að skapa eitt- hvað mótvægi við hin sterku orku- fyiirtæki sem eru að eflast á höfuðborgarsvæðinu auk Landsvirkjunar,“ sagði Valgerður og bætti við; „Og ég tel að það mynd efla og styrkja starfsemi fyrirtækisins ef höfuðstöðvar þess væru á Akureyri." Hún gat þess þó að engar ákvarðanir yrðu teknar um þetta fyrr en að lok- inni úttekt á hagkvæmni og áhrifum hugsanlegs flutnings. Fram kom hjá Sveini Þórarinssyni að sex aðilar hefðu lýst áhuga á að taka að sér það verkefni að gera út- tekt á málinu fyrir ríkið og Akureyi'- arbæ en endanlegt val á þeim aðila hefði enn ekki farið fram. Gert er ráð íýrir að úttektinni verði lokið fyrir 1. október næstkomandi. Lýsti Sveinn skilningi á áhyggjum starfsfólks Rarik í Reykjavík en þar vinna 59 starfsmenn af um 230. Hann sagði að allai’ ákvarðanir um framvindu máls- ins hlytu að markast af almennum arðsemissjónarmiðum. „Leiði hugs- anlegar breytingar til lægri kostnað- i ar, bættrar þjónustu og betri nýting- ar á mannafla og mannvirkjum munu þær ná fram að ganga,“ sagði Sveinn. BM-VALLÁ Söludeild í Fomalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 Borgarskífa Þakskífur með 25 ára ábyrgð fegra húsið þitt. Kynntu þér málið á www.bmvalla.is. www.bmvalla.is Breytingar á skipan raforkumála ræddar á ársfundi Rarik Myndi efla Rarik að flytja til Akureyrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.