Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Íslandsbanki-FBA metinn á 58 milljarða:
Nei, Orri minn, við náum ekki þessum, þetta er ekki villtur lax, þetta er eldislax.
NYTT A iSLANDl
IÉm ®
Dr. Edwards Bach
Upplýsingamidstöð myndlistar
Inn eru komnir
290 listamenn
Katrín Guðmundsdóttir
Upplýsingamiðstöð
myndlistar hóf
starfsemi 1995.
Aðalhlutverk hennar er að
safna saman í gagnabanka
upplýsingum um feril og
verk allra myndlistar-
manna á Islandi fyrr og
síðar. Miðlun þessara upp-
lýsinga fer fram á Netinu.
Katrín Guðmundsdóttir
veitir Upplýsingamiðstöð
myndlistar forstöðu - hún
var spurð hvernig gengi að
koma þessu verkefni
áfram.
„Starfinu hefur miðað
mjög vel. Við fengum
Margmiðlun hf. til þess að
útbúa upplýsingakerfi
sem er grundvallað á Lot-
us Notes, sem er gagna-
grunnur. Samhliða þessu
var farið safna upplýsingum um
listamennina og það starf er auð-
vitað enn í gangi.“
-Hvað eruð þið komin með
upplýsingar um marga iistamenn
inn á kerfíð?
„Við erum komin með upplýs-
ingar um 290 listamenn en að vísu
vantar eitthvað af upplýsingum
um suma þeirra. Alltaf bætast
fleiri við. Meðal annars stendur til
að leikmynda- og búningahöfund-
ar verði með í þessum hópi lista-
manna. Við erum líka að vinna að
því að skrá feril látinna íslenskra
myndlistarmanna. Það er gífurleg
vinna, það vantar svo miklar upp-
lýsingar og einnig þarf að huga að
höfundarrétti og öðru slíku, út-
vega myndir og margt fleira.“
- Birtið þið myndir eftir iista-
mennina á Netinu?
„Hver og einn myndlistarmað-
ur fær myndir af sex verkum inn
á sína skráningu og einnig eru
birtar myndir af listamönnunum
sjálfum. Síðan er sagt frá námi
listamannsins og helstu störfum
tengdum myndlist sem hann hef-
ur innt af hendi, t.d. í sambandi
við kennslu og félagsmál. Einnig
er rakinn sýningarferill viðkom-
andi, bæði einkasýningar og sam-
sýningar eftir því sem upplýsing-
ar eru til um. Þá er sagt frá ef
viðkomandi listamaður hefur
fengið styrki, verðlaun eða annað
slíkt. Ennfremur er talið upp
hvaða söfn og stofnanir eiga verk
eftir listamanninn. Siðast en ekki
síst er reynt að tíunda umfjöllun
um viðkomandi listamann sem
hann hefur fengið í fjölmiðlum,
svo sem viðtöl og gagnrýni.“
- Er fólk viljugt að útvega ykk-
ur upplýsingar?
„Já, það hafa yfirleitt langflest-
ir mikinn áhuga á að vera með í
þessu. Við byrjuðum á að senda
öllum sem eru í Sambandi ís-
lenskra myndlistarmanna kynn-
ingu á þessu verkefni og þeim var
boðið að senda inn upplýsingar og
myndir af verkunum. Mest kom
fyrst en enn eru að berast upp-
lýsingar, það líður ekki svo vika
að ekki bætist við safnið."
- Hvað með erlent samstarf?
„Það hefur ekki ver-
ið mikið hingað til en
hingað eru þó oft að
berast fyrirspurnir um
einstaka listamenn og
verk þeirra. Svo hafa
sýningarstjórar sem
eru að velja inn á sýningar not-
fært sér vef okkar til þess að
skoða og velja verk eftir íslenska
listamenn. Þetta er enda eitt af
markmiðunum með þessari starf-
semi - að auðvelda val á lista-
mönnum og verkum þeirra t.d. til
sýningahalds og kynninga.“
- Hvaða önnur markmið lögðu
þið upp með?
► Katrín Guðmundsdóttir fædd-
ist á Húsavík 26. október 1961.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1981 og prófi í bókasafns- og
upplýsingafræði frá Háskóla ís-
lands 1987. Prófi frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands lauk hún
1991. Hún hefúr unnið sem
auglýsingastjóri um árabil en
starfar nú sem forstöðumaður á
Upplýsingamiðstöð myndlistar.
Katrín er gift Arna Frey Sigur-
laugssyni kennara og eiga þau
tvær dætur.
„Að hafa upplýsingar um alla
íslenska myndlistarmenn fyrr og
síðar aðgengilegar á einum stað,
þannig að hver sem er geti kynnt
sér íslenska listamenn og verk
þeirra. Ekki síst er þetta mikil-
vægt fyrir skóla og menntastofn-
anir og alla þá sem stunda rann-
sóknir eða vinna að einhverjum
verkefnum tengdum myndlist.
Þetta jafnar líka aðstöðu mynd-
listarmanna til þess að kynna sig
og sín verk og koma sér á fram-
færi, þetta er mikilvægt fyrir t.d.
listamenn sem búa fjarri höfuð-
borginni. Frá upphafi var ákveðið
að gagnabankinn yrði aðgengileg-
ur á Netinu og miðlun efnis færi
fyrst og fremst fram þar, sem
þýðir að allir hafa aðgang að hon-
um hvar sem þeir búa og hvenær
sem er sólarhringsins. Vefslóð
okkar er www.umm.is"
- Hvernig hefur gengið að fjár-
magna þessa starfsemi?
„Fjármagnið er fyrst og fremst
komið frá menntamálaráðuneyt-
inu sem er einn af þremur aðilum
sem standa að Upplýsingamið-
stöð myndlistar, hinir tveir eru
Myndstef, sem er samtök mynd-
höfunda, og SÍM (Samtök ís-
lenskra myndlistarmanna). Þeir
tveir síðastnefndu leggja til hús-
næði og aðstöðu."
- Hvernig er gagnagrunnurinn
uppbyggður?
„Hann er tvískiptur. Annars
vegar eru upplýsingar um mynd-
listarmenn svo sem fyrr greinir
en hins vegar eru svo upplýsingar
sem einkum eru ætlað-
ar myndlistarmönnun-
um sjálfum. Þar eru
t.d. upplýsingar um
sýningarstaði, styrki,
vinnustofur og skóla,
Framtíðarsýnin er
að hægt verði að finna upplýsing-
ar um alla íslenska myndlistar-
menn fyrr og síðar á einum stað
og um öll verk þeirra. Einnig er
stefnt að því að opna allsherjar
myndverkabanka. Þar yrði hægt
að skoða verk íslenskra myndhöf-
unda, kaupa afnotarétt til ákveð-
inna umsaminna verkefna og allt
færi þetta fram á Netinu."
Stefnt að opn-
un allsherjar
myndverka-
banka