Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 14

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Könnun Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðis um byggðamál og almenningssamgöngur Nálægð við skóla skiptir 7 9% mestu við val á húsnæði Úr könnun Gailups fyrir Samvinnunefnd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins í apríl 2000 Hlutfall fólks á höfuðborgarsvæðinu sem vill helst búa áfram I sama hverfi og það býr í nú: Miðbær og Vesturbær 74,8%| | 74,8% Austurbær að Elliðaám 70,8%| Árbær og Grafarvogur 59,4%l Breiðholtshverfin 64,5%| Kópavogur 66,3%| Hafnarfjörður 75,3%| 175,3% Onnur sveitarfélög 70,7%| Höfuðborgarsvæðið FYRIR utan verð á húsnæði skiptir staðsetning, umhverfi eða svæði mestu máli þegar fólk velur sér hús- næði, þessi atriði nefna næstum sjö af hverjum tíu í könnun Gallups sem unnin var fyrir Samvinnunefnd svæðisskipulagshöfuðborgarsvæðis- ins. Næstum 79% segja að nálægð við skóla skipti miklu máli, 55% segja að nálægð við vinnustað skipti miklu máli, næstum 78% finnst að nálægð við útivistarsvæði skipti miklu máli og aðeins færri eða 75% finnst það skipta miklu máli að hafa verslanir í nágrenninu. Tæplega 34% segja að nálægð við miðbæjarkjarna skipti miklu máli þegar fólk velur sér hús- næði. Þegar fólk var spurt að því hvar það vildi helst búa sögðust rúmlega 9% helst viija búa í Hafnarfirði, tæp- lega 8% í Austurbæ Kópavogs og sama hlutfall sagðist vilja búa í Vest- urbæ Reykjavíkur. Um 7% nefndu Grafarvog og miðborg Reykjavíkur, en auk þessara hverfa voru 20 önnur hverfi eða bæjarfélög nefnd. Þegar fólk var spurt að því hvers vegna það vildi búa á þeim stað sem það nefndi sögðu um 20% það vera vegna þess að þar væri rólegt, frið- sælt og þægilegt. Um 16% sögðu það vera vegna þess að þar væri stutt í allt, þjónustu og vinnu, um 15% sögðu það vera vegna þess að staður- inn væri miðsvæðis. 75% íbúa nota strætisvagna aldrei eða sjaldan I könnuninni var einnig spurt um almenningssamgöngur og kom í ljós að 75% íbúa á höfuðborgarsvæðinu nota strætisvagna aldrei eða sjaldan, um 13% segjast nota þá stundum og um 12% oft. Þegar fólk var spurt að því hvers vegna það notaði ekki strætisvagnana oftar, sögðust lang- flestir, eða um 57% svarenda, ekki þurfa á þeim að halda. Strætisvagnar eru notaðir mest af fólki á aldrinum 16 til 24 ára, en minnst af fólki á aldrinum 25 til 34 ára og 45 til 54 ára. Athyglisvert er að mun hærra hlutfall kvenna en karla notar strætisvagna eða um 61% á móti 49%. Af þeim sem nota strætisvagna einhvem tímann eru flestir búsettir í miðborginni eða í Vesturbænum, en um 65% íbúa þar nota þá miðað við t.d. 41% íbúa í Kópavogi. Um 55% íbúa á höfuðborgarsvæð- inu telja mikilvægara að greiða fyrir strætisvögnum en einkabílum, um 23% telja mikilvægara að greiða fyr- ir einkabflum og um 23% telja það jafnmikilvægt. Athyglisvert er að töluverður munur er á svömm eftir aldri og búsetu. Þannig telja um 38% fólks á aldrinum 25 til 34 ára mikil- vægara að greiða fyrir strætisvögn- um en einkabflum, en aftur á móti telja um 67% fólks á aldrinum 55 til 75 ára það vera mikilvægara. Þá er áberandi hvað íbúar í Breiðholti leggja mikla áherslu á að greiða fyrir strætisvögnum, en um 62% þeirra telja það mikilvægt en til saman- burðar telja um 47% íbúa í Árbæ og Grafarvogi það mikilvægt. Þá skera Hafnfirðingar sig nokkuð úr að því leyti að um 39% þeirra telja mikil- vægara að greiða fyrir einkabflum en strætisvögnum og er þetta hlutfall hvergi annarsstaðar jafnhátt, næst kemur Kópavogur með um 28%. Mikilvægast að bæta Ieiðakerfið Fólk var spurt að því hvers vegna það væri mikilvægara að greiða fyrir strætisvögnum og telja um 19,4% mengun vera ástæðuna, þ.e. að með því að greiða fyrir strætisvögnum sé verið að draga úr mengun. Um 8,4% segja það mikilvægt svo þeir haldi áætlun og 5,9% segja það mikilvægt til að minnka umferð á fólksbflum. Af þeim sem telja mikilvægara að greiða fyrir einkabflum telja um 14,6% það vera mikilvægara vegna þess að þeir séu meira notaðir, um 14% vegna þess að einkabfllinn sé þægilegasti ferðamátinn og 12,1 vegna þess að þeir noti lítið eða ekk- ert strætisvagna. Þegar fólk var spurt að því hvern- ig hægt væri að bæta almennings- samgöngur, sögðust um 42% telja mikilvægast að bæta leiðakerfið, 41% sögðu að auka þyrfti tíðni ferða og um 18% að lækka þyrfti verðið. Gallup könnun - apríl 2000 Aldrei Álíka Notar þú strætisvagna? Oft 11,8% Stundum 13,1% Sialdan Hvort telur þu mikilvægara að greiða fyrir strætisvögnum eða einkabílum? Strætis- vögnum Einkabílum Hvar á höfuðborgarsvæðinu vildir þú helst búa? Svör: Fjöldi Hlutfall % Hafnarfirði 73 9,4 Kópavoqi -Au stu rbæ 61 7,9 Revkiavík-Vesturbæ 58 7,5 Grafarvogi 55 7,1 Reykiavík-Miðborqinni 54 6,9 Hlíðunum 40 5,1 Fossvoqi 39 5,0 Efra Breiðholti 38 4,9 Þingholtunum 35 4,5 Smáíbúðahverfi, Gerðunum 33 4,2 Garðabæ 29 3,7 Sundahverfi 27 3,5 Kópavoqi-Vesturbæ 23 3,0 Lauqanes, Lauqarás, Lanqholt 22 2,8 Neðra-Breiðhoiti 21 2,7 Seltiarnarnesi 20 2,6 Árbæ 20 2,6 Seliahverfi 19 2,4 Hvassaleiti, Háaleiti, Múlar 19 2,4 Mosfellsbæ 16 2,1 Melunum 14 1,8 Reykjavík-Austurbæ 13 1,7 Heimunum 10 1,3 Bessastaðahreppi 10 1,3 Skerjafirði 4 0,5 Höqunum 4 0,5 Annars staðar 7 0,9 Alveg sama 11 1,4 Hverqi 2 0.3 Fjöldi svara 777 100 Fjöldi svarenda 791 - Nautið Guttormur fær nýja stíu afhenta formlega Gjöf frá æsku sveitarinnar til æsku borgarinnar Laugardalur FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð- urinn er tíu ára á þessu ári og af því tilefni er ýmislegt gert til há- tíðabrigða. í gær var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Guðna Ágústsyni landbúnaðar- ráðherra boðið í fjós húsdýra- garðsins, ásamt nemendum úr 2. bekk í Sólvallaskóla á Selfossi og nemendum úr 4. bekk 1' Melaskóla í Reykjavík, þar sem nautinu Gut- tormi var formlega afhent ný stía. Stían var útbúin fyrir tilstuðlan landbúnaðarráðherra, en ráð- herra sagðist hafa gert það að kappsmáli sinu að nautið Guttorm- ur, sem hann kallar konung ís- lenskra kúastofnsins, fengi al- mennilega stíu til að eyða ævikvöldinu í, en áður var hann á venjulegum bási sem þótti heldur þröngur fyrir rúmlega 900 kílóa skepnu. Stían hans Guttorms var afhent við hátíðlega athöfn í gær en fyrir ofan hana er eftirfarandi áletrun: Guttormsstían er gjöf frá æsku sveitarinnar til æsku borgarinnar fyrir tilstuðlan landbúnaðar- ráðherra. Húsdýragarðurinn tengir Reykjavík við dreifbýlið Dagný Hanna Hróbjartsdóttir úr Sólvallaskóla tók til máls fyrir hönd barna af landsbyggðinni og sagði meðal annars að þrátt fyrir að aðstæður í sveit, bæ og borg væru ólíkar værum við ein þjóð og yrðum að standa saman. Hún benti á að á undanförnum árum hefði fólki í sveitum fækkað mjög mikið og að færri hefðu aðgang að sveit- um í gegnum ættingja og vini. Hún nautið Guttorm. sagði húsdýragarðinn í Laugardal þannig mikilvægan hlekk í því að tengja Reykjavík við dreifbýlið. Brynja Jónsdóttir úr Melaskóla talaði fyrir hönd borgarbarna og tók hún undir orð Dagnýjar Önnu um mikilvægi tengsla borgar og sveitar og sagði Húsdýragarðinn mikilvægan hlekk í þeim efnum. Hún sagði að með tilkomu garðs- ins hefði börnum úr Reykjavík gefist tækifæri til að kynnast og komast í nána snertingu við ýmsar tegundir dýra sem þau annars hefðu aldrei séð eða kynnst. Hún sagði líka að með góðri fræðslu hefðu þau til dæmis lært að af- kvæmi geita heita ekki gcitungar heldur kiðlingar og að refír væru ekki úlfar. Dagný Anna og Brynja aðstoð- uðu borgarstjóra því næst. við að opna nýjan vef húsdýragarðsins, en slóð hans er: www.mu.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.