Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 15

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 15 AKUREYRI Myndlistarskdli Arnar Inga Fjórir nemendur útskrifast úr Myndlistarskóla Arnar Inga í vor, frá vinstri: Halla Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Margrét Traustadóttir og Jóhanna Friðfinns. Fjórir nemendur útskrifast og sýna Randalín kynnir vörur í Býflugunni og blóminu FJÓRIR nemendur útskrifast nú í vor úr Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri eftir þriggja ára nám. Af því tilefni efna þeir til sýninga á verkum sinum fjórar næstu helgar. Fyrst sýnir Margrét Trausta- dóttir verk sín nú um helgina, dag- ana 20. og 21. maí í Klettagerði 6, en þar er skólinn til húsa. Um næstu helgi, 27. og 28. maí, sýnir Halla Gunnlaugsdóttir í Kletta- gerði 6. Jóhanna Friðfinns sýnir verk sín í Klettagerði 6 fyrstu helgina í júní, dagana 3. og 4. júní og loks sýnir Ingibjörg Eiríksdótt- ir verk sín í Sveinbjarnargerði dagana 9. til 12. júni'. Sýningarnar í Klettagerði eru opnar frá kl. 14 til 18 þá daga sem þær standa yfir, en sýning Ingi- bjargar verður opnuð kl. 17 föstu- daginn 9. júní næstkomandi. RANDALÍN ehf. á Egilsstöðum heldur kynningu á vörum sínum í versluninni Býflugunni & blóminu á Akureyri um helgina. Sérstaklega verður kynnt ný lína í ljóskerum úr bómullarkvoðu og ný hönnun á lömpum. Þeir eru samstarfsverkefni Randalínar og Álfasteins, unnir úr óslípuðu nátt- Daníel hlaut styrkinn DANIEL Þorsteinsson, píanókenn- ari við Tónlistarskólann á Akur- eyri, hlaut styrk úr Vísindasjóði Starfsmannafélags Akureyrarbæj- ar að þessu sinni. Styrkurinn er að upphæð 170 þúsund krónur og hlýt- ur Daníel styrkinn til rannsókna á sönglögum eyfirskra tónskálda með tilliti til fyrirhugaðrar heildarút- gáfu. Sjóðurinn styrkir kennara við Tónlistarskólann á Akureyri. úrugrjóti og lampaskermarnir úr litaðri bómullarkvoðu. Randalín býður viðskiptavinum sínum einnig að koma með gömlu lampana og fá á þá sérunna skerma við hæfi. Þá verða kynntar hand- unnar gestabækur fyrir ýmis tæki- færi, s.s. brúðkaup, útskriftir, erfi- drykkjur, heimili og sumarbústaði. Ársfundur FSA ÁRSFUNDUR Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri árið 2000 verður haldinn mánudaginn 22. maí og hefst hann kl. 14 í fundarsal Fiðlarans á 4. hæð í Skipagötu 14. Fundurinn er öllum opinn, en þar verða fluttar skýrslur um starfsemi sjúkrahússins á liðnu ári og fjallað um stöðu þess nú. Viðurkenningar verða veittar þeim starfsmönnum sem starfað hjá FSA í 25 ár. Vinabæja- mótíjúní VINABÆJAMÓT verðm- haldið á Akureyri dagna 17. til 22. júní næstkomandi og er gert ráð fyrir að 85 gestir frá vinabæjum Ak- ureyrar sæki mótið. Eins og á fyrri vinabæjamót- um á Akureyri er fyrh’hugað að bjóða gestunum upp á gistingu í heimahúsum meðan á dvölinni á Akureyri stendur. Þátttakendumir munu taka þátt í þremur mismunandi við- fangsefnum. Stærsti hópurinn tekur þátt í dagskrá um bók- menntir, ljóðlist og myndlist og verður það sem þau semja og mála jafnóðum sett inn á sér- staka vefsíðu. Hinir hópamir fást annars vegar við þjóðlaga- tónlist og hins vegar þær greinar sem tengjast þriþraut í íþróttum. Ennþá vantar gistirými fyrir hluta af gestunum og em því þeir bæjarbúar sem gætu hugsað sér að taka í gistingu og morgunverð hress ungmenni frá vinabæjun- um þessa daga beðnir að hafa sem fyrst samband við Unni Þorsteinsdóttur á skrifstofu menningarmála. frá 1.778.000 kr. erð 1 1200 Söludeild 575 1220 Laguna Nevada - rneiri búnaður, meira pláss í Rcnault Laguna Ncvada er meira pláss fyrir ökumann og farþega en gengur og gerist í fólksbílum. Nevada er með 520 lítra farangursrými og svo ríkulega búinn að það er hrein unun að keyra hann. Hann fæst líka í Evolution útgáiú með sjálfskiptingu, „cruise control“, álfelgum o.fl. o.fl. Komdu og prófaðu meiri búnað og meira pláss í Renault Laguna Nevada. RENAULT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.