Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ h AKUREYRI Garðyrkjustöðin Grísará í Eyjafirði með umfangsmikla starfsemi • / Stjupurnar langvinsælustu sumarblómin STARFSFOLK í Garðyrkjustöð- inni Grísará í Eyjafjarðarsveit hef- ur í nógu að snúast þessa dagana en sala á sumarblómum er nú að hefj- ast og þá er oft mikið að gera. Starfsemi stöðvarinnar hefur vaxið jafnt og þétt á þeim 50 árum sem liðin eru frá því hún hófst og nú eru þar framleiddar garðplöntur, sum- arblóm, tré og runnar, grænmetis- plöntur bæði til eigin nota og sölu og þá er framleiðsla á skógarplönt- um umfangsmikil. Félagið framleið- ir plöntur m.a. fyrir svonefnda Norðurlandsskóga en í ár er magn- ið um 300 þúsund plöntur. Þetta er þriðja árið sem skógarplöntur eru framleiddar fyrir Norðurlands- skóga að sögn Eiríks. HunangsflugTirnar á ferð og flugi innan um runnaplöntur. 8*/ Best að planta sem fyrst Sala sumarblóma og plantna er nú að hefjist af fullum krafti og sagði Eiríkur að þeir væru margir sem vildu kaupa sumarblómin snemma. „Það eru einkum þessir reyndari sem koma snemma, það er betra að setja sumarblómin niður seinni hlutann í maímánuði, ef veðr- ið er gott á þeim tíma þola blómin alveg þó komi frostnætur í byrjun júní eins og oft er,“ sagði Eiríkur. Hann benti einnig á að betra væri að planta sumarblómunum áð- ur en þau færu að blómstra, þá yrðu þau sterkari og fallegri, en margir vildu kaupa blómin blómstr- andi. „Það eru alltaf einhverjir sem planta ekki út sumarblómunum fyrr en um 17. júní og þá eru þau vitanlega blómstrandi, en þessi blóm verða aldrei eins falleg og Sumarblómin seld víða um land Hádegisverðarfundur með Valgerði Sverrisdóttur iönaðar- og viðskiptaráðherra á Fiðiaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 24. maí frá kl. 12.00 til 13.00 1 Á aö beita sértækum lausnum í byggðamálum? 1 Hve langt á að ganga í að halda öllu landinu í byggð? 1 Er ekki höfuðborgin aö springa? 1 Er það ekki byggðastefna að lofa henni að vaxa með eðlilegum hraða? 1 Hvað þarf til að fólksfjölgun á Akureyri verði yfir meðaltali landsins? Er í vændum einhver stefna í því að flytja ríkisstofnanir út á land? Er byggðakvóti lausnarorð fyrir sjávarþorp sem hafa misst frá sér aflaheimildir? ’ Eigum við yfirleitt að horfa til orku/stóriðju þegar við hugum að uppbyggingu svæðisins eða einbeita okkur að öðrum lausnum? 1 Eða er virkjun og stóriðja forsenda framtíðaruppbyggingar á svæðinu? ' Enn frekari uppbygging háskólamenntunar á landsbyggðinni? 1 Getur stórfellt laxeldi orðið stóriðja Eyjafjarðar? Þetta, og ýmislegt fleira, mun Valgerður fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Fjölmennum á síðasta fundinn „í sóknarhug" að sinni. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar i síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Morgunblaðið/Kristján Margrét Sigurðardóttir með vínberjaplöntu í einu af gróður- húsunum á Grísará. standa líka styttra," sagði Eiríkur. Stjúpurnar eru langvinsælustu sumarblómin og hafa verið lengi, „sennilega af því þær eru fallegar þó að viðri illa og þær þola kuldatíð ágætlega," sagði Eiríkur en hann gerði ráð fyrir að um helmingur af allri sumarblómaframleiðslu fyrir- tækisins væri einmitt stjúpur. „Svo koma alltaf upp einhverjar tísku- bylgjur en mér finnst þær meira snúast um liti en tegundir,“ sagði Eiríkur og kvaðst hafa heyrt að tískulitirnir færu eftir því hver hefði verið aðalliturinn í kvenfata- tísku ársins á undan. til að kaupa sumarblómin sín sem og heimamenn í sveitinni, en fyrir- tækið seldi blóm og plöntur víða um land, m.a. aila leið vestur á ísafjörð og austur á firði. Þá væri farið í söluferðir til þéttbýlisstaða út með Eyjafirði, til Grenivíkur, Dalvíkur og Ólafsfjarðar svo eitthvað væri nefnt. „Sumarblómin eru alltaf jafnvin- sæl, en það eru líka til þeir sem bara vilja fjölær blóm og við bjóð- um upp á þau líka,“ sagði Margrét. Uppskerutíminn skemmtilegur Stöllurnar Margrét Sigurðar- dóttir og Jóhanna Kjartansdóttir sem starfa á Grísará sögðu að fram- leiðslan væri um 100 þúsund plönt- ur á ári og tegundimar fjölmargar. Margrét sagði að Akureyringar væru duglegir að renna fram í fjörð Heldur kalt var í veðri daginn sem Morgunblaðsmenn voru í heimsókn á Grísará og þær Mar- grét og Jóhanna sögðu að vitanlega væri skemmtilegra í vinnunni þegar sólin skini, „en vorverkin er samt alltaf skemmtileg, sama hvernig viðrar. Það er alltaf nóg að gera á vorin, mikið líf og fjör,“ sögðu þær. Reyndar kváðu þær ekkert síður skemmtilegt að starfa á gróðrar- stöðinni þegar kæmi að uppskeru- tíma. „Við byrjum á að taka upp rófurnar, svona um miðjan júlí og svo tekur hver tegundin við af ann- arri allt fram í október, þegar rauð- rófurnar eru teknar upp, þær eru síðastar í röðinni." Óvíst hvað verður um rússneska togarann Omnya Ekki lengur greidd hafna- gj'öld af skipinu ALLS er óvíst hvað verður um rúss- neska verksmiðjutogarann Omnya, sem legið hefur við bryggju á Akur- eyri frá því í september 1997. Marel Trading, fyrirtæki í eigu Marels, Stáltaks (Slippstöðvarinnar), Kælis- miðjunnar Frost og Hampiðjunnar, sem greitt hefur hafnagjöld af skip- inu, hefur sagt sig frá öllum afskipt- um af því frá 1. desember sl. Frá þeim tíma hafa engin hafnagjöld fengist greidd og að sögn Harðar Blöndals, hafnarstjóra Hafnasam- lags Norðurlands, er ekkert vitað um áform eiganda skipsins, Karel- RybFlot A/O í Murmansk. Hörður sagði að hafnagjöld vegna skipsins væru um 145 þúsund krón- ur á mánuði og því hafa verið greiddar um 3,9 milljónir króna í hafnagjöld, frá því skipið kom árið 1997 og fram til 1. desember sl. Úti- standandi skuldir frá þeim tíma eiu um 800 þúsund krónur. Hann sagði að ýmissa leiða hafi verið leitað til að finna lausn á mál- inu, m.a. pólitískra leiða en án árangurs. Undanfai-na mánuði hafi verið reynt að innheimta skuld íúss- neska fyrirtækisins en að ekki hafi fengist nein viðbrögð við erindi Hafnasamlagsins. Hörður sagði að ef ekki yrði breyting þar á, væri næsta skref að afhenda málið lög- manni og því gæti komið til þess að skipið yrði hreinlega boðið upp. Marel Trading gerði samning við rússneska útgerðarfyrirtækið árið 1997, um viðamiklar endurbætur á tveimur togurum þess, auk viljayfir- lýsingar um sams konar verk til við- bótar á fjórum öðrum togurum fé- lagsins en alls gerir fyrirtækið út um 30 togara. Hjá Slippstöðinni voru gerðar þessar breytingar á tveimur skipum fyrirtækins, Opon og Olenty og sagði Ingi Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Stál- taks, að þar hefði verið um að ræða upp undir 200 milljóna króna verk- efni í hvoru skipi. Greiðslur fyiár verkefnin voru í formi afurða af skipunum en greiðslur hafa skilað sér hægar en upphaflega var gert ráð fyrir en þær eru þó að skila sér, að sögn Inga. Vonast enn eftir stóru verkefni í Omnya „Meiningin var alltaf að halda áfram að gera upp skip fyrir þetta félag en svo kom nú upp þessi krísa í Rússlandi sem setti strik í reikning- inn,“ sagði Ingi og bætti við að þó málið hefði frestast og greiðslum seinkað hefðu menn ekki gefið sam- starf við Rússana upp á bátinn. Menn horfi því enn til þess að um stórt verkefni geti verið að ræða í Omnya. Togarinn lá lengi við Torfunefs- bryggju á Akureyri og veturinn 1997-1998 voru nokkrir rússneskir skipverjar þar um borð. Eftir að þeir fóru til síns heima vorið 1998, hefur skipið verið mannlaust. Skipið var svo fært í Fiskihöfnina en hefur legið við Slippkantinn undanfarna mánuði. Skipið er 62 metra langt og tekur því nokkurt pláss við Slippkantinn. Hörður hafnarstjóri sagðist vel geta hugsað sér að losna við skipið, ef ekki kemur til þess að ráðist verður í endurbætur á því. Rússneska fyr- irtækið hefur fengið að vita af því en ekki hafa fengist viðbrögð við því frekar en öðru. Myndlistarskólinn á Akureyri Vorsýning um helgina VORSÝNING Myndlistarskólans á Akureyri verður haldin um helgina, en hún verður opnuð kl. 14 í dag- Jaugardag 20. maí. Hún verður í húsakynnum skólans að Kaup- vangsstræti 16 en þetta er í tuttug- asta og sjötta sinn sem skólinn efn- ir til vorsýningar. Sautján nemendur ljúka eins árs fornámi frá listfræðsludeild og sex þriggja ára námi í sérnámsdeildum, einn úr fagurlistadeild, málun og fimm úr listhönnunardeild, graf- ískri hönnun. Nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum eftir þriggja ára nám með því að vinna lokaverk- efni innan sérgreinarinnar. Öllum er velkomið að koma á sýninguna og að kynna sér starf- semi Myndlistarskólans á Akur- eyri, en á sýningunni gefst gestum kostur á að skoða úrval verka sem nemendur skólans hafa unnið í vet- ur. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag, frá kl. 14 til 18. Kirkjustarf 4 n # # y a Mmmmj I f f Símenntunarstjóri RHA Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri óskar að ráða í starf símenntunarstjóra. Símenntunarstjóri hefur umsjón með og skipuleggur símenntun og ráðstefnuhald innan Rannsóknastofnunar. Auk þess sinnir hann rannsóknavinnu. Krafist er háskóla- menntunar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar RHA, Sólborg, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags ríkisstofnana. Upplýsingar gefur Trausti Þorsteinsson, framkvæmdastjóri. AKUREYRARKIRKJA: Messa i kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Guðmundur Guðmundsson hér- aðsprestur messar. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag. Aðalsafn- aðarfundur Akureyrarsóknar verður í Safnaðarheimilinu kl. 20 næsta mið- vikudagskvöld. Kynúar- og fyrir- bænastund kl. 12 í hádeginu á fimmtudag og hefst hún á orgelleik. GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 11 á sunnudag. Fundur æskulýðsfélagins verður kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og tilbeiðslustund verður í kirkjunni kl. 18.10. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudagskvöld, ath. breyttan tíma. Á miðvikudag kl. 19 verður stund þar sem boðið verður upp á súpu, brauð og biblíufræðslu. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning og safnaðarfundur á eftir í kvöld, laugardagskvöld. Samkoma verður kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kristinn Birgisson starfsmaður Sam- hjálpar predikar. Vakningasamkoma verður kl. 16.30 þar sem G. Theodór Birgisson forstöðumaður predikar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. ------ha-------- Handtekinn í Ólafsfírði Með 35 grömm af maríjúana KARLMAÐUR um tvítugt var handtekinn í Ólafsfirði í gærmorgun, en það var rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri í samvinnu við löere.p-liina f OlnfRfírrii com ctnö að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.