Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ í i ; W T~í —L Frá kynningarfundinum. Bæjarbúar sýndu verkefninu mikinn áhuga. Kjartan Valgarðsson frá Vistmðnnum og Gísli Gislason bæjarstjóri und- irrita samninginn. Hrafnkell Proppé garðyrkjustjóri fylgist með. 500 fjölskyldur á Akranesi í heimajarðgerð Akrancsi. Morgunblaðið. Á DEGI umhverfisins, 25. aprfl sl., var skrifað undir samning milli Akranesbæjar og Vistmanna ehf. um kaup bæjarfélagsins á 500 Green Line Master jarðgerðar- tönkum á næstu fimm árum. Það er stefna bæjarins að eftir fimm ár munu 25% fjölskyldna jarðgera sinn lífræna úrgang heima. Það er gert til að minnka kostnað bæjarins af sorphirðu og urðun og minnka einnig þá meng- un sem lífrænn úrgangur veldur á urðunarstað. Lífrænn úrgangur er einnig verðmæti sem fólki er meira og meira að verða Jjóst að ástæðulaust er að urða, heldur er hægt að nota hann til garðyrkju, uppgræðslu og annarra landbóta. Allar matarleifar, þ.m.t. kjöt og fiskur, rotna í jarðgerðartönkun- um og verða að kraftmiklum áburði. Afurðin er á litinn eins og mold, lyktar eins og mold og er viðkomu eins og mold. Engin lykt- arvandamál koma upp og jarð- gerðin er öll mjög einföld og auð- veld í vinnslu, segir í frétta- tilkynningunni. Garðyrkjustjóri Akranessbæjar, Hrafnkell Proppé, boðaði áhuga- samar fjölskyldur á kynningarfund í íþróttahúsinu laugardaginn 29. apríl sl. og þar gafst fólki tækifæri til að skrifa undir samning við bæinn, greiða 2.000 kr. leigugjald og fá jarðgerðartank heim til sín. Fyrstu 100 tankarnir kláruðust á tveimur tímum og eru um 35 fjöl- skyldur á biðlista. Kjartan Valga- rðsson hjá Vistmönnum ehf. kynnti heimajarðgerð og útskýrði hvernig best væri að standa að henni. Evrópusambandið hefur ákveðið að árið 2006 verði aðildarríkin (og þar með talin EES-ríkin) að vera búin að minnka urðun lífræns úrg- angs um 25% miðað við urðun árið 1995. Þetta átak Akranesbæjar er m.a. liður í að bregðast við sí- harðnandi kröfum sem gerðar eru til meðhöndlunar á lífrænum úr- gangi. Litlu lömb- in skoðuð Egilsstöðum - Nemendur úr 2. bekk í Grunnskólum Eiða og Egilsstaða fóru í heimsókn í fjárhúsin og fjósið hjá bændum á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. U.þ.b. helmingur ánna var borinn og gátu nemendur klappað og strokið nýbornum hrokkinkroppum. Svo var farið í fjósið og talað við kýrnar en þær töluðu að sjálfsögðu á sínu máli og voru dálftið háværari en gripir ijárhússins. Hlaðan var einnig rannsökuð og sumir veltu sér og stukku um í heyinu en fyrst og fremst voru það dýrin sem áttu hug barnanna. Á leiðinni í rútunni voru svo rjúpukarrarnir taldir sem trónuðu hér og þar á þúfum og klöppum og vörnuðu óvinum með- an rjúpan var í hreiðurgerð. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Það var eins og sumar kýrnar langaði til að bragða á börnunum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Á myndinni eru nemendur í söngdeild Tónlistarskólans sem héldu tónleika í Stykkishólmskirkju og með þeim eru undirleikarar og skólastjóri. 36. starfsári Tónlistarskóla Stykkishólms að ljúka Stykkishólmi - Starfsári Tónlistar- skóla Stykkishólms er að ljúka. Skólinn var stofnaður 1964 og hef- ur starfað 36 ár. í vetur hafa 130 nemendur stundað tónlistarnám á hljóðfæri og söng. AIls störfuðu sjö kennarar við skólann. Mest eftirspurn er eftir söng- og píanónámi. í söngdeild stunduðu 18 nemendur nám og héldu þeir tón- leika um daginn og var vel látið af söng þeirra. Einn nemandi lauk 6. stigi í söng og annar 5. stigi. Marg- ir nemendur tóku stigspróf i ýms- um hljóðfæraflokkum og tónfræði. AIls luku 44 nemendur stigsprófi á þessu skólaári. Hæstu stigin voru 6. stig 1 söng og píanóleik. Nemendur hafa haldið marga tónfundi í vetur þar sem foreldrum er boðið að hlusta á árangur þeirra og þeir venjast að koma fram. Sú nýbreytni var tekin upp í vetur að hvetja nemendur til að sækja tón- leika sem í boði voru á vegum bæj- arfélagsins og skólans. Var boðið upp á ferna tónleika og var mæting nemenda góð í þessari fyrstu til- raun. Skólastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi er Daði Þór Einars- son, sem hefur starfað hér í tæp tuttugu ár. Tveir Vestfírðingar á sjötugsaldri gefa út geisladisk Eyrnakonfekt frá Villa Valla og Ola málara MARGUR djassgeggjarinn hefur komið frá Vestfjörðum í gegnum tíð- ina auk þess sem þetta landsvæði hefur alið af sér marga helstu tón- listarmenn seinni tíma. Margir þess- ara manna hafa löngum leikið af fingrum fram í félagsheimilum og nokkrir hafa látið pressa afrakstur- inn á vínilplötu eða geisladisk. Nú hafa tveir þekktir Vestfirðingar gert slíkt hið sama, en það eru þeir Vil- berg Vilbergsson, hárskeri á ísafirði eða Villi Valli eins og hann er jafnan kallaður og Ólafur Kristjánsson, bæjarstjþri í Bolungarvík eða Óli málari. Útgáfutónleikar Ólafs verða í Víkurbæ í Bolungarvík á föstudag í næstu viku, 26. maí, og geisladiskur Villa Valia kemur út sama dag, á 70 ára aftnæli kappans. „Það voru krakkarnir mínir sem ýttu mér út í þetta. Ég ætlaði aldrei að spila inn á geisladisk, en þau voru á annarri skoðun. í dag er ég þeim mjög þakklátur fyrir að færast þetta í fang,“ sagði Villi Valli í samtali við blaðið. Hjálparkokkar Villa Valla á disknum eru ekki af verri endanum því fjöldi landsfrægra tónlistar- manna tekur þátt í gerð plötunnar. „Margir mjög færir hljóðfæraleik- arar spiluðu með mér. Eyþór Gunn- arsson stjórnaði upptökum auk þess sem hann spilaði á nokkur hljóðfæri. Þá má nefna þá Eðvarð Lárusson sem spilar á gítar og mandólín, Árna Scheving, son hans Einar Val Schev- ing, Birgi Baldursson, Þórð Högna- son og Veigar Margeirsson svo fáir séu nefndir. Þá syngur Egill Ólafs- son eitt lag og Ylfa Mist Helgadóttir annað.“ Diskur Óla afmælis- gjöf til Villa Plata Ólafs bæjarstjóra kemur út sama dag og plata Villa Valla og seg- ir Ólafur hana vera afmælisgjöf sína til Villa Valla. „Við gömlu vinimir bíðum spenntir eftir plötunni hans en á henni eru eingöngu lög eftir hann sjálfan. Ég er búinn að heyra flest lögin og eru þau öll gullfalleg og afskaplega hugljúf eins og Villi Valli er sjálfur. Ég spái þessari plötu miklum frama og vinsældum. Ég held að allir sem heyra þessi lög læri þau um leið, svipað og með lög Sig- fúsar Halldórssonar, sem renna mjög Ijúflega í gegn,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Hvað varðar plötuna mína, þá kom hún þannig til að Hrólfur Vagnsson, sem er með stúdíó úti í Hannover í Þýskalandi og var í nokkuð mörg ár nemandi hjá mér í Tónlistarskólanum í Bolungarvík, vildi endilega að ég spilaði inn á disk fyrir sig og hann ber því alla abyrgð á því að gefa þennan disk út. í fyrra- sumar hringdi hann í mig og sagðist vera kominn með upptökutæki og því þyrfti ég að redda bassaleikara og trommuleikara. Það gerði ég og fékk tengdason minn, Bjama Svein- björnsson, bassaleikara og Pétur Grétarsson á trommur. Þá fékk ég Eddu Borg dóttur mína til að syngja tvö lög á disknum. Við fórum niður í félagsheimili í Bolungarvík og renndum í gegnum ein sautján lög á tveimur eftirmiðdögum. Síðan hófst eftirvinnslan og diskurinn kemur út í næstu viku,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Ólafur Kristjánsson við pianóið og Villi Valli með nikkuna. Ef alþingismenn lærðu á hljóðfæri... Ólafur segir Villa Valla ekki þurfa kvíða því að diskur hans fái sam- keppni af sínum diski. „Mín plata er allt annars eðlis en plata Villa Valla. Þar er ekki um að ræða neinar tón- smíðar af minni hálfu, heldur eru þetta frekar svona gamlar minning- ar og frekar gert til að gleðja mig en aðra djassáhugamenn.“ Ólafur er líkt og margir á þeirri skoðun að músíkin hafi læknandi áhrif. „Ég held að allir sem læra á hljóðfæri njóti þess alla ævi. Þegar menn eru glaðir setjast þeir niður við hljóðfæri og spila. Sömu sögu er að segja þegar menn eru sorgmædd- ir. Ég hef aldrei heyrt hljóðfæraleik- ara rífast. Ég held þess vegna að ef alþingismenn lærðu á hljóðfæri, myndi ganga betur í þjóðfélaginu."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.