Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Mike Tyson í ham. Skotar mótmæla landvistarleyfi Tysons harðlega Vilja koma í veg fyrir bardagann London. Reuters. BRESKA stjórnin stóð í gær af sér harða gagnrýni stjómarandstæð- inga vegna ákvörðunar sinnar um að leyfa bandaríska hnefaleika- kappanum Mike Tyson að koma til iandsins og keppa í Skotlandi í næsta mánuði. Tyson hefur verið dæmdur fyrir nauðgun í Banda- ríkjunum og hafa stjómarandstæð- ingar í Skotlandi sagst munu gera allt til að koma í veg fyrir að af bar- daganum verði. Keppnishaldarar hafa tilkynnt að Tyson muni berjast í Glasgow þann 24. næsta mánaðar og að um 15.000 manns hafí þegar keypt aðgöngu- miða að Hampden Park höliinni og að ekkert geti komið í veg fyrir bar- dagann en þingmenn og kvenrétt- indahreyfingar hafa mótmælt fyrir- ætlununum harðlega. í gær sagði Alex Salmond, ieiðtogi Skoska þjóð- emisflokksins (SNP), að ákvörðun Jacks Straw, innanríkisráðherra Bretlands, um að veita Tyson land- vistarleyfí væri „óörugg". Við gagn- rýni Salmonds biandaði Tony Blair forsætisráðherra sér í málið og sagði talsmaður hans að Blair styddi ákvörðun Straws algerlegaþótt stjómin fordæmdi að sjálfsögðu of- beidi gegn konum. En Straw hefði tekið ákvörðunina og þar við sæti. Tyson var árið 1992 dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára stúlku sem var þátttakandi í fegurðarsamkeppni. Þá var hann ákærður fyrr í mánuðinum fyrir að kýla fatafeilu í Las Vegas. Bresk lög kveða á um að einstakl- ingar sem hafa verið dæmdir til lengri en eins árs fangelsisvistar fái ekki landvistarleyfí nema sérstakar ástæður kreíjist þess. Á fimmtudag sagði Straw að efnahagslegur ávinningur og góð hegðun Tysons er hann keppti í Manchester í jan- úar sl. hefði ráðið úrslitum um landvistarleyfíð. Stjórnvöld í Perú hafna kröfu um að forsetakosmngum verði frestað Hvatt til götumótmæla til að „veria lýðræðið“ Lima. Reuters, AP. YFIRKJÖRSTJÓRN Perú neitaði í gær að fresta síðari umferð for- setakosninganna, sem hefur verið boðuð 28. þessa mánaðar, þótt frambjóðandi stjórnarandstöðunn- ar, Alejandro Toledo, hefði lýst því yfír að hann drægi framboð sitt til baka ef kosningunum yrði ekki frestað um þrjár vikur. Toledo skoraði á stuðningsmenn sína að efna til götumótmæla í stærstu borgum landsins til að „verja lýðræðið“ og knýja stjórn- völd til að fresta kosningunum eftir að kjörstjórnin hafnaði kröfu hans um að kosningarnar færu fram 18. júní. Alberto Fujimori forseti sakaði Toledo um uppgjöf og sagði hann gera sér grein fyrir því að hann myndi bíða ósigur í kosningunum. Skoðanakannanir benda þó til þess að enginn marktækur munur sé á fylgi þeirra. „Við getum ekki breytt regl- unum á miðri leið,“ sagði Fujimori í sjónvarpsávarpi. Skömmu áður Keppinautur Fujimoris hótar að draga framboð sitt til baka grýttu tugir stjórnarandstæðinga bifreið forsetans og hrópuðu „farðu burt, harðstjóri!" þegar honum var ekið af kosningafundi nálægt Lima. Lífverðir forsetans hleyptu af byssum upp í loftið í viðvörunar- skyni. Atkvæðin miklu fleiri en kjósendurnir Toledo óttast að stjómvöld hag- ræði úrslitum kosninganna og krefst þess að þeim verði frestað vegna ýmissa brotalama í fram- kvæmd þeirra, m.a. hludrægni fjöl- miðla og ófullnægjandi tölvuforrita, sem notuð eru við talningu at- kvæða. Toledo setur þau skilyrði fyrir þátttöku í síðari umferðinni að tryggt verði að kosningarnar fari heiðarlega fram, hann fái t.a.m. meiri tima til að kynna stefnu sína í sjónvarpi og stjómin hætti að nota opinbert fé í ölmusur handa fátækum landsmönnum í því skyni að auka fylgi forsetans. Fuji- mori var fyrst kjörinn forseti árið 1990 og sækist nú eftir endurkjöri í annað sinn. Hann fékk ekki tilskilið fylgi, hreinan meirihluta atkvæða, til að ná kjöri í fyrri umferð kosn- inganna 9. apríl og vantaði þá að- eins 20.000 atkvæði. Fujimori fékk 49,87% fylgi og Toledo 40,24%. Talning atkvæðanna í aprfl tók fjóra daga vegna slæmrar skipu- lagningar og tölvuvandamála. Stjórnarandstæðingar efndu til fjölmennra götumótmæla meðan á talningunni stóð af ótta við að úr- slitunum yrði hagrætt. Eftirlits- menn Samtaka Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með talningunni, sem þótti mjög grunsamleg, meðal annars vegna þess að í ljós kom að talin atkvæði voru um milljón fleiri en kjósendurnir. Eftirlitsmennimir sögðu í fyrra- dag að þeir myndu ekki styðja kosningarnar nema stjórnin gerði ráðstafanir ekki síðar en á mánu- daginn kemur til að bæta það sem miður hefur farið í undirbúningi kosninganna. Þeir kvörtuðu meðal annars yfír því að nýtt forrit, sem á að nota við talninguna, hefði ekki enn verið prófað og að þjálfun hálfrar milljónar talningarmanna hefði hafist of seint. Þeir mæltust því til þess að síðari umferðinni yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir að síð- ari umferðin eigi að fara fram inn- an 30 daga eftir að öll úrslit kosn- inganna 9. aprfl lágu fyrir, m.a. úrslit þingkosninganna sem fóru fram sama dag, en þau voru ekki tilkynnt fyrr en í vikunni sem leið. Kjördagurinn var hins vegar ákveðinn 29. apríl þegar lokatöl- urnar í fyrri umferð forsetakosn- inganna lágu fyrir. Stjórn Fujimor- is heldur því fram að samkvæmt stjórnarskránni eigi að miða við þann dag og kjósa að nýju 28. maí. Samningrir Kína og Evrópusambandsins um viðskiptamál Tollar verða lækkaðir Reuters Pascal Lamy, meðlimur framkvatmdastjórnar ESB, og Shi Guangsheng, viðskiptaráðherra Kína, skála í kampavíni við undirritun samningsins. Ný veira veldur tölvusýki New York. AP, Reuters. TÖLVUVEIRA sem dreifír sér með sama hætti og „ástarveiran" sk. olli víða í heiminum tjóni á hugbúnaði tölva í gær. Sérfræðingar segja að veiran, sem þeir kalla „NewLove-A“, sé mun skæðari en ástarveiran þar sem hún reyni að eyðileggja öll skjöl á hörðum diski tölvu sem smitast. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði hafíð rannsókn á uppruna veirunnar. Ekki lágu í gær fyrir tölur um útbreiðslu veirunnar í öðrum heimshlutum. Líkt og ástarveiran, sem olli mikl- um skaða um víða veröld í síðustu viku, dreifir nýja veiran sér á sama hátt og sk. „tölvuormar" gera. Tölvuormar berast frá einni tölvu til annarrar með því að senda afrit af sjálfum sér til allra netfanga sem skráð eru í þeirri tölvu sem þeir sýkja. Astarveiran olli einungis skaða á tilteknum tegundum skjala í minni þeirra tölva sem hún sýkti en nýja veiran er sögð gera tilraun til að eyðileggja öll skjöl í tölvunni. Veiran berst, líkt og ástarveiran, í viðhengi með tölvupósti og villir á sér heimild- ir með aðlaðandi nafngift. Efnislýs- ing ástarveirunnar var þannig setn- ingin „I LOVE YOU“ en efnislýsing nýju veirunnar tekur sífelldum breytingum. Veiran breytir efnislýs- ingunni í hvert sinn í nafn skjals sem nýlega hefur verið keyrt í tölvunni. Ef ekkert skjal hefur nýlega verið keyrt í tölvunni velur nýja veiran orð eða setningu af handahófí og skeytir bókstöfunum „FW“ framan við. Með þessu móti er viðtakanda talin trú um að netbréfið sé sent áfram vit- andi vits af eiganda sýktu tölvunnar. Viðhengið sem inniheldur nýju veir- una stækkar að umfangi í hvert sinn sem það er sent og er eftir að hafa farið gegnum þijá viðtakendur orðið um 800 kílóbæti. Sérfræðingar binda vonir við að nýja veiran muni ekki valda jafn miklum skaða og ástarveiran þar sem fólk sé almennt orðið varara um sig nú. Líkt og í tilviki ástarveirunn- ar eru það einungis notendur Microsoft Outlook hugbúnaðarins sem eiga á hættu að veiran valdi þeim skaða. Notendur annars konar póstkerfa verða ekki fyrir barðinu á þessum veirum. Peking, Brussel, Genf, Washington. AP, AFP, Reuters. SAMNINGAVIÐRÆÐUM Evrópu- sambandsins (ESB) og Kína lauk í gær með undirritun viðskiptasamn- ings sem mun stórauka viðskipti þeirra á milli og greiða fyrir aðild Kína að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Smáatriði samningsins hafa ekki verið gerð opinber en í megin- atriðum felur hann í sér að reglur um fjárfestingar og eignarhald á fyr- irtækjum verða rýmkaðar og tollar á innflutningsvörum verða minnkaðir. Kínversk stjórnvöld munu m.a. gefa út starfsleyfi fyrir sjö evrópsk tryggingarfélög, nema úr gildi höml- ur á rekstri verslana í erlendri eigu og afnema einokun ríkisins á olíuinn- flutningi í áföngum. Kínyerjar munu lækka tolla á 150 evrópskum vörum niður í 8-10% og opna fjarskipta- markað sinn fyrir evrópskum fyrir- tækjum. Evrópusambandið lagði mikla áherslu á síðastnefnda atriðið en tókst ekki að fá Kínverja til að fallast á ítrustu kröfur sínar. Kín- versk stjórnvöld féllust á að leyfa eignarhlut Evrópumanna í farsíma- fyrirtækjum að vaxa í áföngum, úr 25% við upphaf samningstímans í 49% þremur árum eftir að Kína fær aðild aðWTO. Betri en samningnr Bandaríkjanna Paseal Lamy, sem fer með við- skiptamál í framkvæmdastjóm ESB, lýsti í gær mikilli ánægju með samninginn og sagði að hann væri betri en hliðstæður samningur sem Bandaríkin gerðu nýlega við Kína. „Það sem ég sagði í nóvember um bandaríska samninginn var að hann fæli í sér 80% leiðarinnar og að við ættum eftir að fara 20%. Ég myndi segja að við hefðum fengið á bilinu 16-17%,“ sagði Lamy. Evrópskir stjómmálamenn og forkólfar í viðskiptalífi fögnuðu í gær samningnum. „Sú staðreynd að þeir hafa náð samkomulagi er góð frétt. Þetta er risavaxið skref í þá átt að gera Kína að þátttakanda í efna- hagslífi heimsins," sagði Dirk Hud- ig, framkvæmdastjóri UNICE, sam- taka atvinnurekenda í Evrópu. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Romano Prodi, sagði að samningur- inn markaði tímamót og myndi skapa nýja markaði og tækifæri fyr- ir evrópsk fyrirtæki. Með samning- num væri unnt að skapa ný störf í álfunni. Mike More, framkvæmdastjóri WTO, sagði að samningurinn færði Kína nær því að geta fengið aðild að stofnuninni en sagði þó að mikilvæg verkefni væm enn óunnin í því sam- bandi. Aukinn þrýstingur á bandaríska þingið Kínverjar hafa í 14 ár reynt að fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni og mun samningurinn frá því í gær auðvelda þeim að ná því markmiði. Eftir að ESB hefur gert tvíhliða við- skiptasamning við Kína eiga aðeins fimm aðildarríki WTO eftir að gera slíkan samning. Samkvæmt reglum WTO verða Kínverjar að ná við- skiptasamningum við alla aðila stofnunarinnar áður en hægt er að veita því inngöngu. Samningur ESB og Kína er talinn munu hafa áhrif á atkvæðagreiðslu í næstu viku á Bandaríkjaþingi um hvort veita eigi Kínverjum aukinn aðgang að bandarískum markaði. Bandaríkjamenn og Kínverjar gerðu með sér viðskiptasamning í nóvem- ber á síðasta ári sem hafði í för með sér að landamæri Kína voru opnuð fyrir bandarískum innflutningi. Hins vegar hafa Kínveijar hótað því að eftir að þeir fái inngöngu í WTO, muni þeir samkvæmt reglum stofn- unarinnar loka fyrir innflutning aft- ur nema bandarísk stjórnvöld fallist á að veita Kína sk. viðvarandi við- skiptafríðindi. Stjórnendur fyrir- tækja og frammámenn í bandarísku viðskiptalífi hvöttu í gær þingmenn til að samþykkja tillögu þess efnis sem liggur fyrir þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.