Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 35

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 35 LISTIR Stuttsýning í Galleríi Reykjavík Y erkstæðissýning Onnu Sigríðar ANNA Sigríður myndhöggvari opnar sýningu á skúlptúrum í dag, laugardag, kl. 14, í Smiðshöfða 15, verkstæði Prófílstáls. Sýningin heitir Dýr merkurinn- ar og segir Anna Sigríður að hug- myndin um að halda sýningu með þessu formi hafi vaknað fyrir nokkru. „Meiningin með þessu er að vinna markvisst i stuttan tíma með aðstoð starfsmanna Prófíl- stáls og fleiri aðila. Haldin hafa verið vinnukvöld einu sinni í viku og hef ég með þessu móti notið krafta faglærðra málmiðnaðar- manna, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef notið aðstoðar svo margra fagmanna með þessum hætti. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem þeir vinna með lista- manni og þetta samstarf okkar hefur gengið mjög vel og verið okkur öllum lærdómsríkt og skemmtilegt,“ segir Anna Sigríður. „Mikið hefur áunnist á stuttum tíma og hef ég undirbúið þessi vinnukvöld þannig að allir hafi nóg að gera. Þetta krefst að sjálfsögðu góðs undirbúnings og hef ég unnið á verkstæðinu alla daga síðastliðn- ar fimm vikur og er ég mjög ánægð með árangurinn," segir Anna Sigríður. „Mér hefur tekist að skapa 19 verk á þessum stutta tíma með aðstoð frábærra aðstoð- armanna og hefur þetta gengið ótrúlega vel og þeim hefur tekist að skila sinni vinnu mjög fagmann- lega og fullnægt öllum minum kröfum,“ segir Anna Sigríður og snýr sér að því að leggja lokahönd á síðasta verkið. Sýningin verður einungis opin í tvo daga, í dag, frá kl. 14-19 og á morgun, sunnudag, kl. 12-19. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Anna Sigríður með starfsmönnum Prófflstáls. Sólveig Jónsdóttir, Magnús Magnússon, Sigurjón Kristjánsson, Alexander Bribbe, Óðinn Ásgeirsson, Ingólfur Sigfússon og Jón Gunnsteinsson. SOFFÍA Árnadóttir opnar stuttsýningu í Galleríi Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 15. Soffía Árnadóttir er útskrifuð úr MHI sem grafískur hönnuður, auk þess lagt stund á Calli- graphy/leturlist sl. 18 ár. Hún hefur sótt ýmis námskeið í Ietur- gerð/leturlist, m.a. hjá Gunnlaugi S.E. Briem, Torfa Jónssyni, en einnig sótt námskeið erlendis hjá mæðginunum Julian og Sheilu Waters sem eru meðal virtustu leturlistamanna hins vestræna heims í dag, segir í fréttatilkynn- ingu. Letur hefur Soffía útfært á ýmsa vegu, hefðbundið á pappir og skinn, keramik og gler. Soffía Árnadóttir er ein af sjö listakonum, sem tekur þátt í sýn- ingunni Tíminn og trúin, sem nú er í Akureyrarkirkju. Soffía hef- ur hannað og skrifað umhverfis- verðlaun, gert viðurkenningar- skjal, sem FKA færði Hillary Clinton. Ásamt leturlist og hönnun hef- ur Soffía kennt sl. 12 ár í Mynd- listaskóla Akureyrar, Myndlista- og handíðaskóla Islands og Lista- háskóla fslands. Laugardagur 20. maí. Þjóðleik- húsið. Kl. 13.30. Listahátíð verður sett með tón- leikadagskrá sem ber heitið „Hvert örstutt spor“. Þar flytja leikarar og söngvarar íslenska leikhústónlist frá 20. öldinni. Einnig verða veitt verðlaun í smá- sagnakeppni Listahátíðar, Yfir- skrift hátíðarinnar er að þessu sinni „Stefnumót við tímann“. Borgarleikhúsið. Kl. 17. Auðunn og ísbjörninn, eftir Nönnu Ólafsdóttur. Framlag ís- lenska dansflokksins til Leiklist- arhátíðar barnanna. Þjóðmenningarhúsið, Hverfis- götu. Kl. 20. íslands 1000 ljóð. Markmiðið með sýningunni er að hylla ís- lenska ljóðlist og vekja áhuga á ljóðum, fornum og nýjum. Við opnunina mun Matthías Johann- essen, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa eigin ljóð og Hjalti Rögnvaldsson mun lesa ljóð eftir Jón úr Vör. Sýning- in stendur til 8. júní. Dagskráin er einnig liður í M-2000. Listasafn Islands, Fríkirkju- vegi. Nýr heimur - stafrænar sýnir. Kl. 16. Urval íslenskra og erlendra myndbandsverka. Sýningin er einnig liður í M-2000. í Fossberg húsinu Skúlagötu 63 (gegnt Fíladelfíu) Fullt af nýjum vörum! Toppmerki í skóm og tískufatnaði á dömur og herra á verði sem ekki hefur sést fyrr!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.