Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 35 LISTIR Stuttsýning í Galleríi Reykjavík Y erkstæðissýning Onnu Sigríðar ANNA Sigríður myndhöggvari opnar sýningu á skúlptúrum í dag, laugardag, kl. 14, í Smiðshöfða 15, verkstæði Prófílstáls. Sýningin heitir Dýr merkurinn- ar og segir Anna Sigríður að hug- myndin um að halda sýningu með þessu formi hafi vaknað fyrir nokkru. „Meiningin með þessu er að vinna markvisst i stuttan tíma með aðstoð starfsmanna Prófíl- stáls og fleiri aðila. Haldin hafa verið vinnukvöld einu sinni í viku og hef ég með þessu móti notið krafta faglærðra málmiðnaðar- manna, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef notið aðstoðar svo margra fagmanna með þessum hætti. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem þeir vinna með lista- manni og þetta samstarf okkar hefur gengið mjög vel og verið okkur öllum lærdómsríkt og skemmtilegt,“ segir Anna Sigríður. „Mikið hefur áunnist á stuttum tíma og hef ég undirbúið þessi vinnukvöld þannig að allir hafi nóg að gera. Þetta krefst að sjálfsögðu góðs undirbúnings og hef ég unnið á verkstæðinu alla daga síðastliðn- ar fimm vikur og er ég mjög ánægð með árangurinn," segir Anna Sigríður. „Mér hefur tekist að skapa 19 verk á þessum stutta tíma með aðstoð frábærra aðstoð- armanna og hefur þetta gengið ótrúlega vel og þeim hefur tekist að skila sinni vinnu mjög fagmann- lega og fullnægt öllum minum kröfum,“ segir Anna Sigríður og snýr sér að því að leggja lokahönd á síðasta verkið. Sýningin verður einungis opin í tvo daga, í dag, frá kl. 14-19 og á morgun, sunnudag, kl. 12-19. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Anna Sigríður með starfsmönnum Prófflstáls. Sólveig Jónsdóttir, Magnús Magnússon, Sigurjón Kristjánsson, Alexander Bribbe, Óðinn Ásgeirsson, Ingólfur Sigfússon og Jón Gunnsteinsson. SOFFÍA Árnadóttir opnar stuttsýningu í Galleríi Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 15. Soffía Árnadóttir er útskrifuð úr MHI sem grafískur hönnuður, auk þess lagt stund á Calli- graphy/leturlist sl. 18 ár. Hún hefur sótt ýmis námskeið í Ietur- gerð/leturlist, m.a. hjá Gunnlaugi S.E. Briem, Torfa Jónssyni, en einnig sótt námskeið erlendis hjá mæðginunum Julian og Sheilu Waters sem eru meðal virtustu leturlistamanna hins vestræna heims í dag, segir í fréttatilkynn- ingu. Letur hefur Soffía útfært á ýmsa vegu, hefðbundið á pappir og skinn, keramik og gler. Soffía Árnadóttir er ein af sjö listakonum, sem tekur þátt í sýn- ingunni Tíminn og trúin, sem nú er í Akureyrarkirkju. Soffía hef- ur hannað og skrifað umhverfis- verðlaun, gert viðurkenningar- skjal, sem FKA færði Hillary Clinton. Ásamt leturlist og hönnun hef- ur Soffía kennt sl. 12 ár í Mynd- listaskóla Akureyrar, Myndlista- og handíðaskóla Islands og Lista- háskóla fslands. Laugardagur 20. maí. Þjóðleik- húsið. Kl. 13.30. Listahátíð verður sett með tón- leikadagskrá sem ber heitið „Hvert örstutt spor“. Þar flytja leikarar og söngvarar íslenska leikhústónlist frá 20. öldinni. Einnig verða veitt verðlaun í smá- sagnakeppni Listahátíðar, Yfir- skrift hátíðarinnar er að þessu sinni „Stefnumót við tímann“. Borgarleikhúsið. Kl. 17. Auðunn og ísbjörninn, eftir Nönnu Ólafsdóttur. Framlag ís- lenska dansflokksins til Leiklist- arhátíðar barnanna. Þjóðmenningarhúsið, Hverfis- götu. Kl. 20. íslands 1000 ljóð. Markmiðið með sýningunni er að hylla ís- lenska ljóðlist og vekja áhuga á ljóðum, fornum og nýjum. Við opnunina mun Matthías Johann- essen, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa eigin ljóð og Hjalti Rögnvaldsson mun lesa ljóð eftir Jón úr Vör. Sýning- in stendur til 8. júní. Dagskráin er einnig liður í M-2000. Listasafn Islands, Fríkirkju- vegi. Nýr heimur - stafrænar sýnir. Kl. 16. Urval íslenskra og erlendra myndbandsverka. Sýningin er einnig liður í M-2000. í Fossberg húsinu Skúlagötu 63 (gegnt Fíladelfíu) Fullt af nýjum vörum! Toppmerki í skóm og tískufatnaði á dömur og herra á verði sem ekki hefur sést fyrr!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.