Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sannfæring
um eigið
ágæti
Sænsku leiklistardagarnir voru haldnir í
Hallunda í Svíþjóð dagana 11.-15. maí.
Hávar Sigurjónsson fylgdist með
hátíðinni, sá sýningar og hlýddi á
fyrirlestra og umræður.
ÞAÐ ER Ríkisleikhúsið, Riksteat-
em, sem skipuleggur Sænsku leik-
listardagana og tilgangur þeirra er
fyrst og fremst að kynna fyrir
sænsku leikhúsfólki þær sýningar
sem Ríkisleikhúsið sjálft hefur sett
upp og einnig sýningar annarra leik-
hópa víða að úr Svíþjóð sem stjóm
Ríkisleikhússins þykir fengur að fá á
hátíðina.
Riksteatem er stór stofnun en þó
ekki leikhús í þeirri merkingu sem
alla jafna er lögð í íyrirbærið. Um 250
leiklistarsambönd um alla Svíþjóð
eru aðilar að Ríkisleikhúsinu og höf-
uðstöðvar þess eru í risastórri bygg-
ingu í Hallunda, rétt utan við Stokk-
hólm. Þar eru fjölmargir æfmga- og
sýningasalir en megnið af sýningun-
um er þó sýnt utan hússins þar sem
sýningunum er ætlað að ferðast um
Svíþjóð og nær hið eiginlega svið Rík-
isleikhússins frá Ystad í suðri til Kar-
esuando í norðri. Starfsemi Ríkisleik-
hússins sænska er skipt upp í fjórar
aðaldeildir sem hver hefur sinn list-
ræna stjórnanda ásamt föstum hópi
leikara, leikstjóra. Riks Drama sér
um sýningar fyrir fullorðna, Cull-
bergballetten sér um ballett- og
danssýningar, Tyst Teater er sér-
staklega skipulagt með sýningar fyr-
ir heymarlausa í huga. Unga Riks sér
um sýningar fyrir böm og unglinga
frá 4-18 ára. Auk þess að framleiða
sjálft um 20 leiksýningar á ári kaupir
Riksteatem sýningar og sendir síðan
útaf örkinni í sínu nafni. Sá hluti
starfseminnar hefur aukist eftir
nokkuð viðamiklar skipulags-
breytingar sem gerðar vom á Riks-
teatem fyrir fimm árum.
Leikhúsmessa eða markaður
Hátíðin hefur því á sér nokkuð yfir-
bragð leikhúsmarkaðar, þama koma
fulltrúar leiklistarsambandanna 250
alls staðar að úr Svíþjóð sem eru á
höttunum eftir sýningum til að bjóða
að koma til sín síðar á árinu. Á þeim
fjóram dögum sem hátíðin stóð yfir
vora um 30 leiksýningar í boði, og
enginn vegur fyrir neinn að sjá þær
allar enda var það ekki tilgangurinn,
heldur að taka púlsinn á sænskri
leiklist, hvað eru sænskir leikritahöf-
undar að fást við þessa dagana og
hvers konar leiklist er leikhúsfólkið
að fremja. Varasamt er þó að alhæfa
nokkuð útfrá þeim sýningum sem
þarna buðust; þær era allar því marki
brenndar að vera fámennar og ein-
faldar í sniðum þar sem þeim er ætlað
að vera á ferðinni um landið milli
staða og því verður að leita annað eft-
fr glæsilegum sviðsetningum og fjöl-
mennum sýningum. Ekki skyldi þó
draga þá ályktun að einfaldar og fá-
mennar leiksýningar séu í einhverju
síðri þeim fjölmennari og íburðai’-
meiri. Síður en svo.
Hin sænska alþýðuhetja
Eftirminnilegasta sýningin á hátíð-
inni var einmitt sú allra einfaldasta;
einleikur leikarans Benny Haag, þar
sem hann spjallar við áhorfendur og
segir frá sér, listilega vel samið eintal
sem blekkfr áhorfandann auðveld-
lega til að halda að hann sé að segja
frá eigin reynslu, rekja lífshlaup sitt
af einlægni. Benny Haas er sjálfur
höfundur textans og er enginn ný-
græðingur á því sviði. Hann samdi
einleik upp úr Illskunni, skáldsögu
Jan Guillou, sýning sem varð feiki-
vinsæl og gekk samfellt í fjögur ár.
Benny skrifar af meðvituðu kæra-
leysi því engu er líkara en að hann sé
að semja textann á staðnum, þangað
til h'ða tekur á, þá fer að renna upp
fyrir manni hversu úthugsað þetta er
í öllum smáatriðum. Working Class
Hero er titill verksins og hinn enski
titill er veikasti blettur sýningarinn-
ar. Ekki verður með nokkra móti séð
hvers vegna titillinn þurfti að vera á
ensku; allt efnið er sænskt og vísar í
sænska alþýðustétt á 7. áratugnum. í
upphafi segir Benny áhorfendum frá
því að hann sé nýbúinn að eignast
dóttur. Hún er klukkutíma gömul
þegar hann heldur á henni og játar
henni skilyrðislausa ást sína og heitir
því að vera alltaf til staðar, verða
henni sá faðir sem faðir hans var hon-
um ekld, klettur sem hún geti alltaf
treyst og leitað til þegai’ eitthvað
bjátar á. Hann hverfur síðan aftur til
þess tíma er hann var 9 ára gamall og
rifjar upp sársaukafulla sögu af
drykkfelldum föður og beygðri móð-
ur, samskiptaleysi og því að í tvö ár
gengur hann með vaxandi heilaæxh
sem heimihslæknar og skólalæknar
greina alltaf sem slen og leti, skóla-
leiða og kynþroskaeinkenni. „Ég var
tíu ára, fjandinn hafi það og þjáðist af
svo sterkum kynþroskaeinkennum
að í heilt ár kastaði ég öllu upp sem
lét ofan í mig og léttist um 13 kíló.
Pabbi lamdi mig eins og harðfisk fyr-
ir að vera síælandi. Letingja og væsk-
il, kallaði hann mig.“ Loks fékk
drengurinn rétta greiningu og þá var
æxlið svo stórt að læknar töldu aðeins
helmings líkur á að skurðaðgerð
myndi heppnast. Hún tókst og nú 28
árum síðar stendur Benny á sama
sjúkrahúsi með nýfædda dóttur sína í
fanginu fullur fagurra fyrirheita um
framtíðina.
Eintal Benny Haag er einlæg og
raunsæ lýsing á því hvemig fátækt
og erfiðisvinna getur leikið fólk, skað-
ar það á sálinni og veldur uppvaxandi
kynslóðum sálarkvölum. Hann svipt-
ir þeim dýrðarljóma sem sagður er
stafa af alþýðunni, þar sem karlamir
vora sagðir hlýir, harðir og sann-
gjarnir og konumar ávallt glaðar og
góðar. Karlar vora karlmenn og kon-
ur vora mæður. „Þvílík blekking!“
segir Benny Haag.
Þessi þarna kærasta
Þessi þama kærasta reyndist for-
vitnilegur leikþáttur eftir Daniela
Kullman, ungan höfund sem er jafn-
framt leikkona og skrifar fyrir eigin
leikhóp Teater Scenario. Þetta er
fyrsta verk Kullman og kannski
dæmi um hvert ungir sænskir leikr-
itahöfundar era að beina sjónum sín-
um.
Marika er ung ástkona Markúsar
sem á sér aðra kærastu. Marika bíð-
ur eftir honum og heldur einræður
um hvemig hún ætli að taka á móti
honum, setja honum stólinn íyrir
dyrnar, krefja hann um að gera upp
hug sinn, láta kærastuna róa. Sam-
tímis kemur í ljós að henni hefur
haldist illa á mönnum, þeir fara illa
með hana og skilja hana eftir ein-
mana og vonsvikna. En einsog hún
segir sjálf þá elska þeir hana meðan á
því stendur þó ástin sé fremur stund-
argaman af þeirra hálfu.
Marika daðrar, blaðrar og gefur
Morgunblaðið/Hávar
Teaterstudio Lederman flutti Mozart vs Salieri.
Benny Haag er höfundur og
leikari i eintali um hina sönnu
sænsku alþýðuhetju.
Gunnar Helgason (Amaldur)
var glaðbeittur að lokinni sýn-
ingu á Sölku - ástarsögu.
ímyndunaraflinu lausan tauminn en
tilvera hennar er tilgangslaus, hún á
sér ekki neinn annan tilgang en að
bíða og vona og láta Markús um
framhaldið.
Kullman skrifar af öryggi, beitir
endurtekningum með góðum ára-
ngri, hefur sterka tilfinningu fyrir
leikrænum möguleikum í texta, hún
skrifar út hugmyndir sínar og gefur
þeim leikrænan búning. Hún hefur
næma tilfinningu fyiir sársauka Mar-
iku og tekst að gæða hann almennu
gildi þó vafalaust eigi hann upprana
sinn í persónulegii reynslu.
Lotti Tömros í hlutverki Mariku
spilaði á alla strengi sem hún fann
verkinu, þó á köflum væri framsetn-
ingin þannig að persónan minni frem-
ur á gleðikonu en unga stúlku sem vill
losna við samkeppnina og eiga piltinn
ein.
Mozart vs Salieri
Úr allt annarri átt var sýningin
Mozart vs Salieri sem flutt var af
Teaterstudio Lederman sem hefur
aðsetur í Stokkhólmi.
Þessi sýning á sér sterkar rúss-
neskar rætur, því höfundar hennar
og tvefr aðalleikararnir Jurij
Lederman og Michail Kazinik era
rúsneskir að uprana þó sænskir ríkis-
borgarar séu. Ledennan er leikstjóri
og leikur Salieri en Mozart leikur ung
mezzósópransöngkona Katarina
Böhm. Sýningin hefst með því að
leikin er 170 ára gamall leikþáttur
eftir rússneska 19. aldar skáldið
Púshkín. Sýningin dregur nafn sitt af
leikþættinum sem Púshkín byggir á
þeim orðrómi sem breiddist út um
Evrópu í kjölfar dauða Mozarts að
Salieri hefði byrlað honum eitur.
Leikrit Peters Shaffers, Amadeus,
byggðist einnig á sömu hugmynd.
Viðfang Púshkíns er þó ekki að koma
sök á Salieri heldur velta því upp hver
sé tilgangur listarinnar í samfélaginu
og hvert sé raunveralegt eðli snilli-
gáfu. Púshkín gerir Salíeri að böðli
yfirstéttarinnar sem sér ógnun í hylli
Mozarts meðal alþýðunnar. Hann sé
að færa listina „niður“ til fólksins;
listina sem á þeim tíma var eign og
viðfang aðalsins og yfirstéttarinnar.
Fram að hléi er sýningin með
nokkuð hefðbundnu sniði, en þá er
áhorfandinn skilinn eftir í lausu lofti
varðandi framhaldið þar sem leikriti
Púshkins er lokið og ekki ljóst hvað
gert verður í hálfan annan tíma til
viðbótar. En þá springur sýningin út
og verður að dásamlegri orðræðu um
hlutverk listarinnar í samfélaginu,
hlutverk listamannsins, tilgang tón-
listarinnar og síðast en ekki síst
hvemig samfélagið meðhöndlar
Jussi Helminen, leikstjóri frá
Finnlandi, taldi sænsku leikritin
skorta dramatískan þunga.
snilligáfu bæði þá og nú. Þetta er þó
ekki bara leiksýning heldur fullgildir
tónleikar þar sem Kazinik er aldeilis
ágætlega frambærilegur fiðluleikari
og Katarina Böhm prýðisgóður
mezzosópran. Þó var greinilegt að
ekki að Iíkaði öllum jafn vel hvemig
sýningin þróaðist og gengu sumir út
hristandi höfuðið er Kazinik hélt
langar innblásnar ræður um stöðu
lista- og menningar í Svíþjóð um leið
og hann útskýrði tónlist Mozarts og
sýndi með ótal tóndæmum hvernig
hann gerði sitt síðasta verk, Sálu-
messuna, að óði til lífsins þó viðfangs-
efnið sé dauðinn. Kazinik er barns-
lega einlægur í tjáningu sinni og
skýring hans á snilligáfu Mozarts var
sú að honum hefði verið leyft að þróa
hana með sér frá blautu bamsbeini.
„Samfélag okkar í dag leyfir ekki
slíkt; allir era fæddir með snilligáfu
en hún er kæfð í okkur áður en hún
fær að njóta sín. Samfélagið dýrkar
meðalmennskusagði Kazinik og
var reiður.
Salka fékk
góðar viðtökur
Hafnarfjai’ðarleikhúsið Hermóður
og Háðvör sýndi Sölku-ástarsögu við
góðar undirtektir. Margir höfðu á
orði að sýningin væri mjög ólík þeim
sænsku sýningum er þarna vora í
boði. „Raunveralegt drama, þar sem
persónur takast á og þróast í gegnum
samskipti sín, “ sagði finnski leik-
stjórinn Jussi Helminen sem taldi
annars eitt megineinkenni á þeim
sýningum er hann hafði séð á hátíð-
inni að þær fjölluðu um hugmyndir
en ekki persónur. „Á sviðinu era leik-
arar sem vinna eingöngu útfrá hug-
myndum og era sannfærðir um rétt-
mæti hugmynda sinna. Þeir leggja
engar spurningai’ fyrir áhorfendur
og biðja ekki um skilning eða sam-
kennd. Hugmyndaheimui’ þeirra er
óhreyfanlegur og persónurnai- staðl-
aðar,“ sagði þessi leikhúsmaður frá
Finnlandi sem stundum hefur verið
sagt líkast Islandi í leiklistinni. Hon-
um hugnaðist í öllu falli vel sýningin á
Sölku Völku og var reyndar ekki einn
um það.
Upprifin og bráð-
drepandi kanína
Teater Sálieri (engin tengsl við
Mozart) er skipaður ungu fólki er lék
sýningu er bar hið furðulega heiti
Eins og íyrirsjáanleg, banvæn, upp-
rifin kanína, eða eitthvað í þá áttina.
Höfundur og leikstjóri er Kajsa Isak-
son. UndiiTÍtaður braut heilann alla
sýninguna hvað titillinn hefði með
hana gera og komst ekki að neinni
niðurstöðu en skemmti sér engu að
síður ágætlega þó sýningin félli mjög
vel að skilgreiningu Jussi Helminen
um leikhóp sem væri fullkomlega
sannfærður um ágæti verksins og
beitti öllum ráðum til að sannfæra
áhorfendur um það. Uppfinninga-
semi, kraftur, hraði og óbifanleg
sannfæring gerði þessa sýningu að
góðri skemmtun þó hún minnti um
margt á skandinavískar sýningar 8.
áratugarins og væri því ekki ýkja
framleg hvað framsetningu snerti.
Leikaramfr 8 vora allir klæddir í
hvíta búninga, fóra aldrei útaf sviðinu
og bragðu sér í ótal hlutverk, töluðu
stundum beint við áhorfendur og not-
uðust eingöngu við hvítmálaða eld-
hússtóla sem var staflað upp til
beggja hliða í upphafi en í lokin vora
þefr allir komnir í stóra hrúgu á svið-
inu.
Fyrirlestur um nýnasisma
Meðfram þeim sýningum sem
Riksteatem bauð upp á þessa daga
var hægt að hlýða á fyrirlestra um
ýmis málefni er tengdust leikhúsinu á
einhvern hátt. Reyndar má færa gild
rök fyrir því allt er snertir mannlega
hegðun og reynslu geti tengst leik-
listinni og ýmsir fyrirlestrar vora
þess eðlis að teygja á þeim mörkum
sem allajafna era sett um tengsl leik-
húss og samfélags. Er það vel. Til að
mynda flutti sænski blaðamaðurinn
Anna-Lena Lodenius fróðlegan fyrir-
lestur um uppgang nýnasismans í
Svíþjóð. Hvemig hópunum hefði
fjölgað og hversu vel skipulagðir þeir
væra, bæði um innri starfsemi sína
og einnig útgáfu starfsemi. Hún benti
á að það væri algengur misskilningur
að telja að unglingar sem ættu við fé-
lagslega erfiðleika að etja væra gin-
keyptastir fyrir þátttöku í nýnasista-
hreyfingunni. Þróunin síðustu ár
benti tO þess að böm og unglingar
sem stæðu sig ágætlega í skóla og
byggju við góðar félagslegar aðstæð-
ur sæktust ekki síður eftir þátttöku.
„Það er alvarlegt mál þegar allt að 10
prósent sænskra unglinga á aldrinum
12-18 ára sveija samtökum á borð við
nýnasista hollustu sína og heita því að
taka þau fram yfir allt annað, bæði
lögin í landinu og fjölskyldutengsl,“
sagði Anna Lena Lodenious. Mun
fleiri unglingar hlusta síðan á tónlist
hljómsveita sem flytja óheftan áróður
fyrir málstað nýnasismans þar sem
titlar laganna bera innihaldinu órækt
vitni. White Pride, White People
Awake, Aryan Pride og Kick to Kill
svo einhver séu nefnd af þeim sem
Anna-Lena Lodenius nefndi og gaf
dæmi um. Ein af þeim hljómsveitum
sem hún tiltók ber heitið Rahowa sem
lætur ekki mikið yfir sér fyrr en í Ijós
kemur að þetta er skammstöfun á
orðunum Racial Holy War. Þá hoifir
málið nokkuð öðravísi við. Var undfr-
ritaður vafalaust ekki einn um að
vera nokkuð skekinn eftir að hlýða á
mál Anna-Lena Lodenius sem er höf-
undur fjölda greina og einnig bóka
um nýnasismann og hreyfingar
hægri öfgamanna í Norður-Evrópu.
Dramatúrgía
í hávegum
Norræna leikhús- og dansnefndin
stóð einnig að röð fyrirlestra um
di’amatúrgíu sem vora vel sóttir enda
full ástæða til að gera þeirri starfs-
grein innan norrænna leikhúsa
hæraa undir höfði en verið hefur.
Verður nánar sagt frá því síðar í sér-
stöku viðtali sem blaðamaður átti við
Sverre Rodahl framkvæmdastjóra
nefndarinnar um hlutverk og starf-
semi Norrænu leiklistar- og dans-
nefndarinnar.