Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 41

Morgunblaðið - 20.05.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 41 Sportbúð Títan > Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.is - Vefsíða: wwvv.isa.is/titan Hvítar skyrtur Hvernig á að halda skyrtum hvítum? „Hvítar skyrtur úr bómull þarf helst að sjóða við og við,“ segir Guð- rún Þóra Hjaltadóttir, fram- kvæmdastjóri Leiðbeiningarstöðv- ar heimilanna. „Húðfita sem sest í skyrtur og annan þvott fer ekki fyrr en þvegið er við 60 gráður á Celsíus. Hægt er að leggja bómullar- skyrtur í klórblöndu reglulega. Einnig eru til þvottaefni sem eru sterkari, en þau slíta trúlega meira þvottinum og geta í sumum tilfell- um gefið ofnæmisviðbrögð. Hvað varðar skyi’tur úr bómullarefni vilja þær oft grána og það er eins með nærfötin okkar, þau grána líka með tímanum. Þá er hægt að lita þau hvít og það getur enst einhverja þvotta,“ segir Guðrún Þóra. Auglýsingar hjá Go Hvers vegna er breska flugfé- lagið Go að auglýsa ferðir á tíu þúsund krónur ef allt er uppselt? „Það er búið að selja hátt í fimm þúsund sæti með Go á lægsta far- gjaldi, þar af hafa Bretar keypt um fjögur þúsund og íslendingar af- ganginn," segir Jón Hákon Magn- ússon, talsmaður Go á Islandi. „Þetta þýðir að lítið er eftir af tíu- þúsund króna sætum fyrri hluta sumars en enn eru til sæti þegar líð- ur á sumarið. Þá er til talsvert af sætum á sparverði sem er um fjórt- án þúsund krónur með flugvallar- skatti, tveggja nátta fargjöld á um 19.000 krónur með skatti og á dýr- asta fargjaldinu sem er 24.000 krón- ur, en það gefur farþegum meðal annars kost á að breyta dagsetning- um og hætta við ferðina. Eftirspurnin eftir tíu þúsund króna sætunum er miklu meiri en forráðamenn Go gerðu sér í hugar- lund þegar þeir ákváðu að fljúga tO Islands fjórum sinnum í viku í sum- ar, en í hverri vél eru aðeins 148 sæti. Forráðamenn Go stefndu upphaf- lega að því að fjölga fyrst og fremst breskum ferðamönnum hér á landi og það kom þeim á óvart hve mikil eftirspum er eftir flugi héðan fyrir Islendinga. Þeir eru nú að velta fyr- ir sér hvemig eða hvort hægt sé að bregðast við eftirspurninni. Rétt er að geta þess að Go auglýs- ir sæti fram og til baka frá Keflavík frá tíu þúsund krónum en ekki á tíu þúsund krónur," segir Jón Hákon. Fjölbreytt fæði hollt Hversvegna er pasta talið hollt? Er hollustan ekki svipuð og í franskbrauði? Hvemig er hollusta mæld? „Pasta er unnið úr hveiti og vatni og er því ekki ósvipað franskbrauði hvað næringargildi varðar," segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs. „Eiginleikar pastans sem næringargjafa felast í því að þetta er fitulítil afurð og kol- vetnarík. Pasta inniheldur hinsveg- ar lítið af hollustuefnum á borð við grænmeti, ávexti, fisk eða mjólkui'- afurðir. Þannig að eitt og sér verður pasta varla talið sérstök hollustu- vara en sem hluti af máltíð, t.d. með grænmeti eða fiski, þá getur verið um bráðholla máltíð að ræða. Það er í rauninni erfitt að flokka einstakar fæðutegundir sem hollar eða óhollar, það er heildarsamsetn- ingin sem skiptir máli og þar á pasta rétt á sér eins og svo margar aðrar fæðutegundir. Orðspor pastans sem hollustu- vara er fyrst og fremst áhrifarík markaðssetning þeirra sem em að selja það, ekki síst pasta fyrir íþróttamenn. Mælt er með því að fólk sem stundar íþróttir borði hlut- fallslega meira af kolvetnaríku fæði og minna af fituríku fæði. Það er nánast engin fita í pasta og þess vegna hefur þessi fæða fengið þenn- an hollustustimpil. Það sem er hollt er einfaldlega fjölbreytt fæða,“ segir Laufey. Rangar umbúðamerkingar Heppilegur Blákornsskammtur fylgir hverjum stjúpubakka Nýkaupi. Á 0,25 cl umbúðum stendur hálfur lítri. Þá hefur saf- inn hækkað í verði. „Það hefur verið mikil vinna að geta boðið viðskiptavinum upp á nýkreistan appelsínusafa," segir Finnur Ámason, framkvæmda- stjóri Nýkaups. „Þessi vara var fá- anleg hjá okkur og þá eingöngu í hálfslítra flöskum. Framleiðandi vildi ekld halda framleiðslunni áfi-am vegna þess að hann tapaði á þessari framleiðslu enda magnið lít- ið og framleiðslan dýr. Við leituðum víðar að framleiðanda en það var enginn tilbúinn að gera þetta vegna þess að magnið er svo lítið og fyrir- höfnin mikil. Á endanum útveguð- um við okkur litla vél sem við erum með bakvið hjá okkur í nýrri að- stöðu og framleiðum safann sjálf. Hvað varðar röngu umbúða- merkingamar þá erum við að nota miðana sem við áttum fyrir og höf- um dagsetningamerkt yfir stærð- ina. Þessi framkvæmd hefur farist fyrir í þessu tilfelli. Hvað varðar hækkunina þá hefur varan ekki verið til í um 6 mánuði og hefur hækkað aðeins frá þeim tíma, en það má koma fram að við seljum þessa vöru á kostnaðarverði. Við þurfum til að mynda allt að 800 grömm af appelsínum í þessar litlu flöskur sem nú em eingöngu seldar í 0,25cl umbúðum," segir Finnur. 30 Stjúpur í bakka „999 Blandaðir litir grem 50% afsfattur 40-50sm 947 Verb ábur kr. T895 Utanborðsvélar Vatna- bátar Spurt og svarað um neytendamál Rangar umbúðamerkingar eru á nýkreistum appelsfnusafa hjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.