Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Læknisfræði Sagt frá arfgengum beinstökkva Sykursýki Verður skurðaðgerðum beitt? Krabbamein Ný lækningaaðferð vekur athygli Meðganga Nýjar rannsóknir á morgunógleði Byltingarkennd nýjung kann að breyta lífí margra sykursýkisjúklinga Verða sprauturnar óþarfar eftir skurðaðgerð? The New York Times Syndicate. VERA kann að skurðaðgerðir eigi eftir að gjörbreyta lífi fjölmargra sykursýkisjúklinga. Þessi er að minnsta kosti von vísindamanna, sem starfa í Kanada og þróað hafa nýja tegund skurðaðgerða, sem vakið hafa vonir um að sykursýki- sjúklingar geti lifað eðlilegu lífi án insúlín-notkunar og sérstaks mat- aræðis. Greint var frá þessari nýju að- ferð fyrr í vikunni. Nýja aðferðin felst í því að frumur sem framleiða insúlín eru græddar í sjúklingana. Frumurnar eru hins vegar teknar úr briskirtlum heilbrigðs fólks. Að- ferðin hefur verið reynd á átta sjúklingum sem allir þjáðust af viðvarandi („krónískri"), insúlín- háðri sykursýki (sjá meðfylgjandi grein). Breskur skurðlæknir, James Shapiro að nafni, greindi frá þess- ari nýjung á mánudag á þingi skurðlækna í Chicago í Bandaríkj- unum. Shapiro, sem starfar við Al- Sykurmagnið mælt í blóðinu. Sykursýki er sjúkdómur, sem gerir það að verkum að sykurmagnið (þrúgusykur/glúkósi) í blóðinu er meira en venjulega. Til eru tvö afbrigði af sykursýki: • Insúlínháð sykursýki, eða týpa 1, sem er algengari hjá ungu fólki ogbömum. • Insúlínóháð sykursýki eða týpa 2, sem er algengari hjá eldra fólki. Þar að auki eru til önnur af- brigði: • meðgöngusykursýki er kemur í kjölfar þungunar og hverfur yfir- leitt eftir fæðingu og • sykursýki í kjölfar t.d. bris- Hvað er sykursýki? kirtilsbólgu og í tengslum við vissar lyfjameðferðir. Hver er orsök sykursýki? Sykur er brennsluefni líkamans. Blóðsykurstjómun er flókið ferli þar sem margir þættir hafa áhrif, s.s. líkamsáreynsla, fæði, geta lifrar til framleiðslu á blóðsykri og ýmis önnur hormón en insúlín. Til að blóðsykurinn nýtist sem orkugjafi þarf hann að fara úr blóðinu inn í frumur líkamans fyrir tilstuðlan insúlíns, sem er framleitt í bris- kirtlinum. Blóðsykurinn hækkar ef briskirtillinn framleiðir ekki insúlín (insúlínháð sykursýki) og þegar briskirtillinn framleiðir nóg insúlín en það nýtist ekki frumum líkam- ans (insúlínóháð sykursýki). Sykursýki er oft í tengslum við offitu og hreyfingarleysi. Helstu einkenni sykursýki eru: þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystar- leysi og þyngdartap, kláði umhverf- is kynfæri, sýkingar í húð og slím- húð. • Nánar á Netinu: www.net- doktor.is berta-háskóla í Kanada, sagði að sjúklingarnir sem gengist hefðu undir aðgerðina, lifðu nú allir eðli- legu lífi. Fmmurnar voru teknar úr heil- brigðum einstaklingum. Frumun- um var haldið lifandi auk þess sem þær vom „hreinsaðar". Því næst vom þær græddar í lifur sjúkling- anna þar sem þær ná að framleiða insúlín þótt þær séu ekki tengdar briskirtlinum þar sem sú fram- leiðsla fer fram í heilbrigðum mannslíkama. Kom fram í máli læknisins að ef til vill myndi ný vitneskja á sviði einræktunar gera að verkum að framboð á slíkum fmmum yrði nægilegt. Að sögn James Shapiro em sjúklingarnir átta á aldrinum 29 til 53 ára. Fljótlega eftir aðgerðina gátu þeir látið ógert að taka inn insúlín en sumir þeirra höfðu þurft á allt að 15 sprautum á dag að halda. Hafa þeir nú að meðaltali verið án insúlíns í rúma sex mán- uði. Fólkið hefur þjáðst af syk- ursýki í 18 til 50 ár. Talsmaður samtaka breskra sykursýkisjúklinga sagði nýju meðferðina „mjög spennandi" og að hún gæti átt eftir að gjörbreyta lífi fjölmargra sjúklinga. Fylgst yrði grannt með framvindu mála en ráðlegt væri að gæta hófs í öll- um yfirlýsingum þar til frekari rannsóknir hefðu farið fram. Dr. Gordon Weir, bandarískur læknir sem starfar við Joslin syk- ursýkimiðstöðina í Boston í Bandaríkjunum lagði áherslu á að með þessu væri ekki fundin lækn- ing við sykursýki auk þess sem nýja aðferðin myndi aðeins henta ákveðnum sjúklingum. Morgun- ógleði góð fyrir fóstrið New York. Reuters. ÞÓTT morgunógleði sé verð- andi mæðrum til óþæginda kann hún að vera aðferð nátt- úrunnar til þess að tryggja að fóstrið fái næga næringu, með því að halda magni tiltekinna hormóna stöðugu. Kemur þetta fram í skýrslu í maíhefti Obstetrics and Gynecology. Rachel R. Huxleya, við Heilbrigðisvísindastofnunina í Oxford í Bretlandi, segir að konur sem þjáist af morgun- ógleði séu síður líklegar til að missa fóstrið, fæða fyrir tím- ann eða eignast of létt barn. Þá segir Huxleya að rann- sóknir á dýrum hafi leitt í ljós að insúlínframleiðsla í líkam- anum aukist á fyrstu stigum meðgöngu. Eftir því sem meira er borðað því meiri er framleiðsla insúlíns og insúl- ínvaxtarþáttar-1 (IGF-1) og þá eykst niðurbrot fitu í líkamanum, sem kemur niður á fóstrinu. Morgunógleði hef- ur hemil á fæðuneyslu og þar með magni þessara hormóna og tryggir þannig að fóstrið fái næga næringu. Huxleya telur að ein ástæða þess að morgunógleði hverfur þegar líður á með- göngu sé sú, að IGF-1 fer smám saman að gegna lykil- hlutverki í þroska fóstursins, og þá er ekki lengur neitt unnið með því að hafa hemil á magni þess og insúlíns. • Tenglar Meðganga og fæðing: www.netdoktor.is/heilsa Hvað er beinstökkvi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Þekktur mun vera á ís- landi arfgengur sjúkdómur sem lýsir sér í stökkum beinum er brotnað geta mjög auðveldlega. Hvað er vitað um þennan sjúk- dóm, hversu útbreiddur er hann og hvað veldur honum? Svar: Sjúkdómurinn sem hér um ræðir er stundum kallaður bein- stökkvi (stökk bein) en á erlend- um málum heitir hann m.a. fragil- itas ossium eða brittle bones. Þessi sjúkdómur veldur mikilli rýrnun beinmassans og þar með verða beinin stökk og brotna auð- veldlega. Honum fylgja gjarnan bláar augnhvítur, óeðlilegar eða lélegar tennur, léleg heyrn og ætt- arsaga um sjúkdóminn. Beinstökkvi er oft flokkaður í 4 afbrigði sem eru misalvarleg. Al- varlegustu afbrigðin valda fóstur- dauða, dauða við fæðingu eða skömmu eftir fæðingu. Mildari afbrigði sjúkdómsins hafa gang sem er mismunandi eft- ir einstaklingum. Sumir virðast eðlilegir við fæðingu en versnar síðan stöðugt það sem eftir er æv- innar. Sumir fá fjöldann allan af beinbrotum sem börn, lagast við kynþroska en fara svo aftur að brotna síðar á ævinni. Konur með sjúkdóminn fá oft beinbrot á með- göngu og eftir tíðahvörf. Sumar konur með væg afbrigði sjúk- dómsins fara ekki að brotna fyrr en eftir tíðahvörf og getur verið erfitt að greina sjúkdóminn frá beinþynningu sem oft verður á Rýrnun beinmassa þeim aldri. í Evrópu og N-Ameríku er talið að um 1 af hverjum 20.000 sé með beinstökkva, en hin ýmsu afbrigði sjúkdómsins eru misalgeng. Tíð beinbrot valda aflögun beina og beinagrindar sem smám saman getur valdið meiri eða minni fötl- un. Hvíta augnanna getur verið eðlileg en er oft bláleit eða jafnvel skærblá. Þessi blái litur augnanna stafar sennilega af bandvefsbreyt- ingum sem eiga skylt við breyt- ingarnar í beinunum án þess að hafa áhrif á sjónina (til er annar arfgengur kvilli þar sem hvítur augnanna eru bláar en beinin eðli- leg). Tennurnar geta verið eðlilegar eða aflagaðar og brún- eða bláleit- ar, þær eru oft brothættar eins og beinin, hættir til að brotna og þá getur þurft að fjarlægja þær. Oft fer að bera á skertri heyrn eftir 10 ára aldur og um 9 af hverjum 10 eru komnir með einhverja heyrn- arskerðingu þegar komið er yfir þrítugt. Heyrnin heldur oftast áfram að versna það sem eftir er ævinnar. Ýmsir aðrir kvillar geta fylgt þessum sjúkdómi. Ekkert er vitað um orsakir beinstökkva annað en að flestir sjúklinganna eru með erfðagalla (stökkbreytingu) í genum sem geyma upplýsingar um kollagen sem er hluti af bandvef. Bandvef- ur, og þar með bein, þessara ein- staklinga er þess vegna afbrigði- legur og það getur e.t.v. skýrt eðli og einkenni sjúkdómsins. Margir þessara sjúklinga geta lifað næstum eðlilegu lífi þrátt fyr- ir mismikla fötlun. Ekki er um að ræða neina sérstaka meðferð aðra en nauðsynlegar aðgerðir vegna beinbrota og afmyndunar beina ásamt sjúkraþjálfun. Verið er að gera tilraunir með lyf sem notuð eru við beinþynningu en ekki er enn vitað hvort þau hjálpa. Sums staðar hefur þessum sjúklingum verið gefið vaxtarhormón, með einhverjum árangri að því er virð- ist. Heyrnartap er stundum hægt að laga með aðgerð á miðeyra. • Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um læknisfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http:// www.hi.is/~magjoh/ • Leaendur Morgunblnðeinii geta npurt Imknlnn um það nem þclm llgguri hjnrln. Teklð er i mðtl npurnlnpum i vlrkum döniim mllll klukknn 10 og 17 /uíma 5691100 og bnWum eða nmibrð/tim merkti Vlkulok. Fax 5601992. Einnlgecta lea- endur nent fyrtrspurnir nlnar með tölv- upðatl i netfang Maunilnar Jðbannasonari elmag(S>hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.