Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 20.05.2000, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 Vísindavefur Háskóla íslands Kenningar von Dánikens VISINDI Á undanförnum vikum hafa les- endur Vísindavefjarins meðal annars fræðst um kertaloga, dulstirni, árstíðaskipti, umpólun jarð- segulsviðsins, hvenær fertugsaldur byrjar, óendanlegt deilt með óendanlegu, bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs, litinn á súrefni og nitri, fíkla og tölvuleiki, lesefni um Einstein, rauð augu á Ijósmyndum, skammstöfunina P.S., hvers vegna menn eru prófessorar, af hverju sumar kindur eru styggar, um hita og kulda, merkingu mannanafna, kaldan og heitan kjarnasamruna, almætti Guðs, myndun svarthola í geimnum, upp- finningu Ijósaperunnar, bestu tölvuleikina, hvað er ekkert, hvaðan kemur horinn, flækjur heimspekinnar, tilkomu tungumálsins og fjölda tungumála í heiminum. Veffangið er http://visindavef- ur.hi.is/ Að sögn Þorsteins Vilhjálmssonar ritstjóra er nú unnið að útlitsbreytingum á vefnum og samstarfi við fleiri aðila. Breytingarn- ar líta væntanlega dagsins Ijós um næstu mánaðamót. www.opinnhaskoli2000.hi.is Hvernig túlka guðfræðingar kenningar Erich von Dánikens um Biblíuna? SVAR: Kenningar von Danikens hafa hvorki haft áhrif á guðfrasðina né aðrar fræðigreinar. Þvert á móti hafa fjölmargir fræðimenn hrakið þær í bæði tímaritsgreinum og bók- um. Von Dániken tekur Biblíuna for- takslaust trúanlega í tilteknum at- riðum en hafnar henni jafnafdráttarlaust í öðrum, hvort- tveggja algerlega eftir eigin geð- þótta. Svisslendingurinn Erich von Dán- iken vakti heimsathygli á sjöunda og áttunda áratugnum fyrir þá kenn- ingu, að fyrir mörgþúsund árum hefðu geimfarar frá fjarlægum stjömum komið til jarðarinnar og lagt grunninn að siðmenningu okk- ar. Tilgreindi hann fjölda fornminja og trúarlegra sagna máli sínu til stuðnings, en þær sagði hann oftar en ekki lýsa háþróaðri tækni fram- andi vitsmunavera. Þannig fullyrti hann til dæmis að fornar stjdtur, steintöflumyndir og hellamyndir víðs vegar að úr heiminum væru í raun af geimförum, og helgitákn ink- anna á Nazca-sléttunni væri flug- völlur. Að mati von Dánikens varpa trúarbrögðin ljósi á samskipti mann- anna við geimfarana, sem þeir töldu vera guði, en við það hefðu geimfar- arnir orðið að sætta sig. Þannig greini elstu ritaðar heimildir einatt frá guðum „sem sigldu himneskum fleyjum" og „komu frá öðrum stjöm- um, búnir ógurlegum vopnum". Von Dániken telur fjölda frásagna Bibl- íunnar renna stoðum undir þetta, jafnvel þótt ekki sé hægt að treysta guðfræðilegum boðskap þeirra. Hann leggur því jafnan bókstaflega merkingu í þau atriði Biblíunnar, sem hann velur sér, en túlkar hana hins vegar að öðru leyti algjörlega eftir eigin geðþótta. Von Dániken segir, að geimfar- arnir hafi ákveðið í fyrstu ferðum sínum að flýta fyrir framþróun mannkynsins með því að stuðla að stökkbreytingum í erfðaefni þess. Þannig hafi karlmaðurinn orðið til, en konan síðan verið búin til úr hon- um, sennilega með eimun. Geimfar- arnir hafi því í raun skapað nýtt mannkyn, en til þess að kynbæta það enn frekar hafi þeir valið sér álitlegustu konurnar og getið með þeim börn. Mannkynið hafi engu að síður sótt í gamla farið og tafið fyrir framþróun sinni með sífelldum kyn- mökum við dýrin, en á það hafi geimfararnir litið sem syndafall. Þeir hafi því ákveðið að eyða öllum kynblendingunum sem mennirnar gátu af sér með dýrunum, en hlífðu þeim sem náðu að halda kyni sínu hreinu. Von Dániken telur syndaflóðssög- una greina frá þessum aðgerðum geimfaranna, þegar þeir komu aftur til jarðarinnar til að kynna sér árangurinn af ræktunarstarfi sínu, en jafnvel það hafi ekki nægt til að hreinsa mennina af erfðasyndinni. Því hafi þurft að halda kynhreinsun- inni áfram, en von Dániken segir frásögu Mósebókanna af frelsun lýðs Guðs úr þrældóminum í Egyptalandi lýsa ákvörðun geimfar- anna um að senda hina útvöldu í sóttkví út í eyðimörkina til að venja þá af kynmökum við dýrin. Borgun- um Sódómu og Gomórru segir hann ennfremur hafa verið eytt með kjarnorkusprengju, en fórnaákvæð- in skýrir hann sem kvaðir um vistir handa geimförunum. Von Dániken segir að Mósebæk- urnar séu náma af slíkum upp- lýsingum fyrir þá sem hafi „sæmi- lega auðugt ímyndunarafl“. Hann hafnar því hins vegar að Guð hafi átt þar nokkurn hlut að máli, því að hann geti hvorki talist almáttugur né alvitur eins og honum sé lýst í þessum ritum. Þau hafi verið stíl- færð, þegar afritunum fjölgaði og því sé hvorki hægt að treysta þeim með öllu efnislega né að frásagnir þeirra hafi gerst á þeim tímum, sem fræðimenn halda fram. Von Dániken segir geimfarana ennfremui- hafa yf- irgefið jörðina löngu fyrir tíma Nýja testamentisins og því geri hver sá, „sem reynir að sjá geimfara að nafni Jesús í frásögnum guðspjallanna", sig „sekan um álíka dellu og dómari, sem dæmir sekt eða sýknu út frá folsuðum öktum“. Engu að síður telur hann geimfar- ana fylgjast enn með okkur, en það geri þeir með því að lesa hugsanir okkar. Hann afneitar hins vegar guðdómi Jesú Krists og segir hann uppreisnarmann, sem gæddur hafi verið dulrænum hæfileikum en verið tekinn af lífi íyrir undirróður gegn rómversku hemámsyfirvöldunum. Friðþægingarkenninguna skilgrein- ir hann jafnframt sem hættulega og segir hana siðvana heiðindóm. Kenningar von Dánikens eru í raun tilraun til að færa trúarbrögðin nær heimsmynd nútímans með því að út- skýra hið yfirnáttúrulega í trúarrit- unum sem veraldleg fyrirbæri í tæknivæddu samfélagi. Guðfræðilegar rannsóknir á text- um trúarrita á borð við Biblíuna eru margþættar. Öllu máli skiptir þó að þeir séu ekki teknir úr menningar- legu og sögulegu samhengi sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að lesa textana með hliðsjón af þeim ritum sem þeir tilheyra, og bera þá saman við þær heimildir sem tengjast þeim. Þannig spyrja guðfræðingar hvernig höfundarnir og samtíðarmenn þeirra skildu textana, hvernig þeir voru túlkaðir í aldanna rás og hvaða þýðingu þeir hafa íyrir nútímann. Þetta þýðir þó ekki að guðfræðingar séu einsleitur hópur. Fjölmargar guðfræðistefnur hafa litið dagsins ljós og nægir þar að nefna bókstafs- trú, nýguðfræði og nýrétttrúnað. Af ritverkum von Dánikens sést, að guðfræðiþekking hans er svo til engin. Hann gerir engan greinar- mun á helstu guðfræðistefnum og virðist setja alla guðfræðinga undir sama hatt. Þá sjaldan hann vitnar í fræðistörf þeirra, sakar hann þá um útúrsnúninga, óheiðarleika og lygar. Hann sýnir sögulegu og menningar- legu samhengi þeirra texta Bi- blíunnar, sem hann vitnar til, sjaldn- ast nokkurn áhuga og virðist jafnvel ekki nenna að athuga hvort hann fari efnislega rétt með þá. Von Dániken er auk þess með öllu áhugalaus um fræðilega umfjöllun um texta Biblíunnar, til dæmis þar sem hann segir um dæmisöguna um brúðkaupsgestina í Matt. 22:1-14: „En ég, einfaldur biblíulesari, fæ ekki annað séð en hér sé verið að boða andstyggilega, andfélagslega hegðun. Ég frábið mér allar ábend- ingar um „sanna merkingu" þessar- ar dæmisögu eða annarra; ég er sjálfur læs.“ Að sama skapi virðist það ekki hvaríla að honum, að hægt sé að leggja aðra merkingu en hina bókstaflegu í vers á borð við Matt. 5:29, þar sem segir, að tæli hægra augað mann til falls, beri að rífa það úr og kasta því frá sér. I raun finnst von Dániken lítið til Biblíunnar koma og segir hana hvað eftir annað síðari tíma fölsun. Samt hikar hann ekki við að finna rök fyrir geimfarakenningu sinni í frásögnum hennar til dæmis um sköpunina, syndafallið og sýn Esekíels. Hann virðist jafnvel hafa meiri trú á Mor- mónsbók en Biblíunni, því hann tek- ur vitnisburð spámannsins Jósefs Smiths um fund hennar án alls fyrir- vara og segir það ómögulegt, að svo ungur maður hefði getað samið hana upp á eigin spýtur. Skýring von Dánikens á tilurð Mormónsbókar er þó gjörólík þeirri, sem spámaðurinn og fylgismenn hans hafa alla tíð haldið fram. Að mati von Dánikens var það ekki engill heldur geimfari sem vitraðist Smith og vísaði honum á töflurnar með texta bókarinnar, en þær höfðu geimfararnir falið lyrir þúsundum ára. Hvers vegna þeir hefðu átt að gera það er þó á huldu, því efnislega styður Mormónsbók kenningar von Dánikens engan veg- inn. Ekki farnast mannfræðingum og f ■ í. ! Oskadraumur Draumstafir Kristjáns Frímanns Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, erallrisvalarýtakind ogótallæknarsár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín íhvertsinn.eréggræt, en drottinn telur tárin mín, - ég trúíog huggast læt. Kristján Jónsson. Margan dreymir um æðstu sælu, að svífa sem á bleiku skýi um lífið umvafðir heilögum anda eilífrar hamingju predikunarstöðva. Aðra dreymir uppfyllingu óska um betra líf, meiri peninga, fleiri föt, frægð og frama. Dagdraumarnir snúast flestir um það sem ekki er en gæti orðið ef... Þeir snúast um að þjóna eigingjömu egói sjálfsins og eltast við að fullnægja duttlungum þess og ákefð í allt meira, stærra, flott- ara og dýrara. Egóið er harður húsbóndi sem líður enga meðal- mennsku, mærð eða meinlætakáf, það þenur svipuna og pískar mann- inn fram og aftur blindgötu neyslu og firringar uns hann er orðinn eins og hamstur í hringhjóli, ekk- ert fram, aftur, upp né niður, bara næsti teinn. Dagdraumar geta orð- ið martraðir nái egóið stjóminni, þeir geta líka orðið eilíf súr-sæt sæla nái tilfinningarnar stjórninni og loki skynsemina úti. Draumar næturinnar haga sér á allt aðra lund og egóið nær þar engu tangar- haldi á eðli draumsins, það skrepp- ur af honum eins og krumla af ýsu og má hundskast til síns heima eins og snúið roð. Draumurinn er óháð- ur fyrmefndum hvötum og hlýtur því að gefa manninum trúverðuga mynd af honum sjálfum og heimin- um sem fóstrar hann, hvort sem sá heimur er sýnilegur eður ei. Þegar innsæið er virkt og skynsemin ná- læg verður draumurinn áþreifan- legur, skýr og skiljanlegur eins og dæmisaga um engil sem birtist börnum á hengiflugi og leiðir þau af glapstigum á örugga leið um traustan veg. Draumur „Huldu“ Draumur í draumi (dreymdi hann 18.3(00). í draumnum sé ég sjálfa mig sof- andi að dreyma draum og fæ ég að sjá drauminn (eins og áhorfandi á kvikmynd). Ég er að tala við eitt- hvert fólk og við áttum að leita að einhveijum. Verðlaunin fyrir þátt- töku í leitinni var allsherjar líka- msmeðferð þ.e. nudd, andlitsnudd, maskar og allt annað sem hægt er að fá. Næst sé ég sjálfa mig á bekknum í andlitsnuddi. Þegar það er búið ligg ég áfram á bekknum og lít í kringum mig og er að furða mig á því hvað sé margt fólk í með- höndlun. Ég sé konu með einhvem appelsínugulan maska á líkaman- um sem nær frá hálsiog niður á nafla allan hringinn. Ég vissi að þennan maska átti ég núna að fá en var ekki sátt við að það væri karl- maður sem ætti að bera hann á mig. í draumi draumsins vakna ég nú og er þátttakandi þar sem sama ferlið byijar aftur, ég er að tala við fólkið um leitina og átta mig þá á að draumurinn (sem ég sá) er að ræt- ast nákvæmlega eins og mig dreymdi hann. En núna þegar ég lá á nuddbekknum og leit í kringum mig, þá var maðurinn minn á bekknum við hliðina og ég var mjög spennt að segja honum frá draumnum og að ég viti nákvæm- lega hvað myndi gerast næst. Ráðning Draumar byggja sig upp á lík- ingum og táknum, þeir raða sér í ákveðið samhengi sem getur virst óskiljanlegt eða augljóst en án meiningar. Sumir draumar eru óskiljanlegir eða augljósir og án sýnilegra meininga en flestir hafa kjama og ytri lög meininga. Þinn draumur hefur allt þetta, ystu lög- in (ég sá sjálfa mig sofa og dreyma draum) gefa í skyn að þú sért fjar- læg sjálfri þér og þínum innsta kjarna. Draumurinn talar um að þú þurfir að hafa fyrir því (leit) að finna þennan kjarna en munir upp- skera vel að lokum. Appelsínuguli maskinn er þessi kjarni sem þú leitar og veist í raun hver er. Litur- inn hefur trúarlegt tákn og í þessu tilfelli stendur hann fyrir Krist (það var karlmaður sem átti að bera hann á mig) og hann virðist áhrifavaldur draumsins. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá mcð fullu nafni, fæðingardegi ogári ásamt beimilisfangi og dulncfni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Rcykjnvík eða á heimasiðu Draumalandsins http://www.drcamland.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.