Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.05.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 45 Grillmenn tóku púlsinn Morgunblaðið/Kristinn Hendrik, Agnar og Bjarni voru viku á Sea Grill í Brussel. fomleifafræðingum betur en guð- fræðingum hjá von Dániken, enda leggur hann jafnan áherslu á að hann sé þeim óháður og því ekki bundinn af fordómum þeirra og hlut- drægni. Það heyrir líka til undan- tekninga að hann nefni hvað þeir hafi til málanna að leggja, enda virð- ist hann lítið hirða um sjónarmið þeirra. Þess í stað tekur hann þekkt- ar fornminjar af handahófi og les í þær nýjar merkingar, sem jafnan eru á öndverðum meiði við allar til- tækar heimildir. Ennfremur veikir það málflutning hans, að hann viðurkenndi árið 1978 í sjónvarpsþættinum Nova, að hann hefði vísvitandi notað falsaðar forn- minjar máli sínu til stuðnings í bók- um sínum, en það réttlætti hann á þeirri forsendu, að stundum gæti reynst nauðsynlegt að beita brellum til að vekja athygli á mikilvægum málefnum. Það er því engin furða, að því skuli vera hampað í inngangi bókar hans, I geimfari til goðheima, að hann sé „óháður akademískum aga“. Má vera að kenningar von Dánikens geti talist frumlegar, en þær eiga ekkert skylt við vönduð vinnubrögð, hvað þá vísindi. Kenningar von Dánikens hafa hvorki haft áhrif á guðfræðina né aðrar vísindagreinar. Þvert á móti hafa fjölmargir fræðimenn hrakið þær í bæði tímaritsgreinum og bók- um. Einnig eru dæmi um, að guð- fræðingar og aðrir trúarbragða- fræðingar hafi gert úttekt á kenningum von Dánikens og áhrif- um þeirra í tengslum við rannsóknir á áhugamönnum um fljúgandi furðu- hluti. Að öðru leyti hafa guðfræðing- ar verið að mestu áhugalausir um kenningar hans. Heimildaskrá og tilvísanir eru á vefsíðunni. Bjarni Randver Sigurvinsson doktorsnemi í guðfræði við Háskóla íslands. Ungur og metnaðarfull- ur hópur sér nú um Grillið á Hótel Sögu. Steingrímur Sigur- geirsson ræddi við þrjá úr hópnum, sem nýkomnir eru úr kynn- isferð til Parísar og Brussel. Sælkerinn GRILLIÐ á Hótel Sögu er með eldri og gamalgrónari veitingastöðum á landinu. Það vekur því athygli að lík- lega hefur sjaldan verið yngra starfs- fólk þar við stjórnvölinn en þessa stundina. Jafnt í eldhúsi sem veit- ingasal hafa ungir menn og konur tekið völdin og er meðalaldur starfs- manna líklega í kringum 25 ár. Þessi ungi og metnaðarfulli hópur segist gjarnan vilja reyna að breyta aðeins hinni „sígildu" ímynd staðarins og er markmiðið að gefa Grillinu ferskari blæ. Bráðlega verða kynntar ýmsar breytingar á Grillinu, m.a. nýr borð- búnaður en einnig aðrar og róttæk- ari breytingar, sem enn hvílir leynd yfir. Líkt og hefð er komin á verður sér- stakur, léttur sumarmatseðill í gangi yfir sumarmánuðina og verður hann væntanlega tekinn í notkun síðari hluta næstu viku. Má búast við ýms- um spennandi hlutum þar en mat- reiðslumeistararnir Agnar Sverris- son og Bjarni Gunnar Kristinsson ásamt Hendrik Birni Hermannssyni yfirþjóni eru nýkomnir frá Brussel, þar sem þeir störfuðu í viku á einum þekktasta veitingastað borgarinnar. Agnai’ og Bjami hófu reyndar ferðina í París, þar sem að þeir snæddu á fjölmörgum hátt skrifuð- um veitingahúsum, til að taka púls- inn á því sem er að gerast í matar- gerðinni í Frakklandi. Alls snæddu þeir á sjö Michelin-stjömustöðum í ferðinni, þar af einum þriggja stjörnu stað, L’Arpége. „Við vomm hins vegar hvað hrifnastir af einnar stjörnu stað, Grand Cascade, er við heimsóttum í Boulogne-skógi. Þessi staður hefur verið starfræktur í mörg ár en hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum ámm. Við ræddum við eigandann og fengum einnig að fara niður í vínkjallarann, þar sem geymdar em 120 þúsund flöskur, allt frönsk vín og púrtvín.“ Einnig litu þeir inn á veitingastöðum tveggja af glæsilegustu hótelum Par- ísar. Le Régence á Hotel Plaza Athéene og Les Ambassadeurs á Hotel Crillon. En þeir félagar gerðu meira en að heimsækja veitingastaði. Þeir litu einnig við í sælkerabúðinni Fauchon, sem er ein sú þekktasta í Frakklandi. Yfirkökugerðarmaður Fauchon kom til íslands fyri’ á árinu og hélt nám- skeið í notkun á súkkulaði. Tók hann á móti þeim Bjama og Agnari í París og sýndi þeim bakarí Fauchon og annað, sem þar fer fram. „Að auki lét hann okkur fá lista yfir helstu „patisserie“-búðir Parísar og við gengum síðan um borgina með list- ann og kortið og skoðuðum rétt eins og aðrir túristar skoða Eiffel-turninn og Louvre," sagði Agnar. í Brassel hittu þeir síðan Hendrik Hennannsson veitingastjóra og störfuðu þeir í viku á Radisson-SAS- hótelinu í Brassel, sem er hið glæsi- legasta í keðjunni allri. Veitingastað- ur þess heitir Sea Grill, er með tvær Michelin-stjörnur og leggur mat- reiðslumeistarinn, Yves Mattagne, ofuráherslu á sjávarrétti. Er einung- is einn kjötrétt að finna á matseðlin- um og er það dúfa. Þrisvar sinnum á dag kemur sending af ferskum fiski, sem keyptur er á mörkuðum í Belgíu og Frakklandi. Er fiskurinn, sem kemur síðdegis, notaður um kvöldið, en aldrei daginn eftir. „Það er mikið rætt um ferska fiskinn á íslandi, en það er nú einu sinni þannig að það er algjört happdrætti hvort veitingahús fá margar ferskar fisktegundir með reglulegum hætti. Má til dæmis nefna skötusel í því sambandi. Fyrir utan algengustu tegundirnai’ getum við ekki treyst því að fá fiskinn fersk- an daglega og því geta staðir á borð við Grillið ekki leyft sér að vera með margar þeirra á fastaseðli. Má nefna sandhverfu sem dæmi um fisk, sem ekki er hægt að bjóða upp á, þar sem framboðið er stopult," segir Agnar. Hann sagði að í Grillinu væri það regla að nota einungis ferskan fisk og einu undantekningar væra óhjá- % kvæmilega hörpufiskur og humar, sem stundum yrði að nota frosinn vegna árstíðabundinna veiða. Þeir Bjarni og Agnar sögðu að þegar á heildina væri litið kæmi ís- lensk matreiðsla vel út úr saman- bm’ði við þessa vönduðu evrópsku staði er þeir heimsóttu. Hins vegar væri ljóst að viðskiptaumhverfið væri nokkuð annað. í Evrópu væri meginumferðin frá mánudegi til föstudags og margir af bestu stöðun- um gæfu starfsfólki frí um helgar. A Islandi færa hins vegar flestir út að borða föstudagskvöld og laugardag- skvöld. „Þá hallar líka á okkur þegar kemur að hinu ferska hráefni, sem evrópsku staðirnir hafa aðgang að. Refsitollarnir gera okkur mjög erfitt fyrir. Undarlegt dæmi era til dæmis sveppir, en vegna þess að einn aðili ræktar eina tegund af sveppum á Is- landi þá era settir refsitollar á allan sveppainnflutning," segja þeir félag- ar. Þá taka þeir fram að þótt hinir er- lendu matreiðslumeistarar hafi ekki verið að gera nein kraftaverk mætti margt af þeim læra. „Eg verð þó að segja að mér finnst hin franska mat- argerð einkennast af ákveðinni stöðnun. I til dæmis London era menn að taka frönsku matargerðina og setja hana á allt annað og skemmtilegra plan,“ segir Agnar. Fundur Nýi kjarasamningurinn er tímamótasamningur fyrir félagsmenn VR. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er um persónubundin laun og í fyrsta sinn í 30 ár sem samið er um styttingu vinnuvikunnar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur w
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.